Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Page 36
LOTTf jynrkt. Júi dm mpSi^mwa FRETTASKOTIÐ SlMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1998 Síldin aftur á leið í Jan May- en lögsóguna DV, Akureyri: „Við erum alsælir enda fengum við 1150 tonna kast strax og við komum á miðin, hirtum þúsund tonn sjálfir og gáfum afganginn. Þetta mun vera mesta magn af síld sem fengist hefur i einu kasti í íslenskri lögsögu," sagði Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter ÞH, í morgun en Júpíter var þá á landleið með fullfermi eftir stuttan stans á síldarmiðunum í íslensku lög- sögunni skammt vestan við Jan Mayen-lögsöguna. Nokkur skip fengu mokveiði í gær og Hólmaborg, Guðrún Þorkelsdóttir og Víkingur voru einnig öll á landleið í morgun með fullfermi eftir góða veiði í gær en svo virðist sem veiðin hafi dottið niður í nótt. Verstu frétt- irnar eru hins vegar þær að síldin var ■k hraðri leið í austurátt í gær og stefndi inn í Jan Mayen-lögsöguna eft- ir skamma veru í íslensku lögsög- unni. -gk Bjarni geimfari til íslands Fyrsti íslenski geimfarinn, Bjarni Tryggvason, mun að öllum líkindum koma til íslands á næstu dögum. Hald- in verður móttaka honum til heiðurs i Ráðhúsinu 17. júní. Bjami var í áhöfh geimferjunnar Discovery sem skot- ið var á loft frá Canaveralhöfða I Flórída 7. ágúst í fyrra. Hann fram- Bjarni dvaldi 11 kvæmdi margvísleg- daga i geimn- ar tilraunir í geimn- um- um, m.a. kannaði hann nýtt tæki sem hannað var til að einangra viðkvæmar tilraunir frá titr- ingi um borð í alþjóðlegu geimstöð- inni sem nú er verið að hyggja. Herra Ólafur Ragnar Grímsson for- seti og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir i -**oru í opinberri heimsókn í Banda- ríkjunum og voru viðstödd geimskot- ið. Forsetinn bauð Bjarna við það tækifæri í heimsókn til íslands og þiggur hann það nú. Bjami er fæddur á íslandi en ílutt- ist ungur til Kananda. -sf Stórfellt smygl Lögreglan í Reykjavík rannsakar stórfellt smygl á áfengi til landsins. Samkvæmt upplýsingum DV er um að ræða þúsundir lítra af áfengi. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í morgun hafa tveir menn verið handteknir vegna málsins. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 16. júní nk. * -RR Páil Sveinsson, flugvél Landgræðslunnar, nauðlenti á Selfossi í gærkvöld eftir að eldur kom upp í hægri hreyfli vél- arinnar sem ser af gerðinni DC-3. Fimm manns voru um borð. Engan sakaði. DV-mynd Guðmundur Karl Sigurdórsson Eldur í flugvél: Nauðlenti á Selfossi „Við vorum komnir um hálfa leið þegar eldurinn kom upp. Það var styst á Selfoss og við ákváð- um að lenda þar strax. Við viss- um fyrir lendinguna að flugvélin var bremsulaus. Því ákváðum við að lenda upp í vindinn og láta vél- ina leka út af brautinni. Þetta fór allt mjög vel,“ segir Kjartan B. Guðmundsson flugstjóri eftir nauðlendingu flugvélar Land- græðslunnar á Selfossi í gær- kvöld. Eldur kom upp í hægra hreyfli flugvélarinnar, sem er 50 ára og af gerðinni DC-3. Fimm manns voru um borð í vélinni. Engan sakaði. -RR Klippt af bílum í Keflavík Lögreglan í Keflavík var með klippurnar á lofti í nótt. Voru klippt númer af 10 bifreiðum í bænum. Eigendur þessara bif- reiða höfðu ekki greitt bifreiða- gjöldin. -RR Dr. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur fær Norðmenn til að standa á öndinni: Er þetta íslendingur? - lýsti verk norsku rannsóknarlögreglunnar óhæft í tíu tölusettum liðum DV, Ósló: Hver er hann? Hvaðan kemur hann? Hvernig veit hann allt þetta? Og nafnið hljómar eins og það sé ís- lenskt. Má hann bara vaða um á skitugum skónum í norskum rétt- arsölum og úrskurða verk norsku rannsóknarlögreglunnar óhæft í tíu tölusettum liðum? Dr. Gísli Guðjónsson réttarsál- fræðingur hefur vakið óskipta at- hygli í Noregi eftir að hann var kall- aður til til að meta játningu ungs manns sem dæmdur var í fyrra í fjórtán ára fangelsi fyrir að nauðga ungri frænku sinni og myrða hana. Mál hans er nú fyrir áfrýjunarrétti í Stafangri. Dr. Gísli hefur skipt um þjóðerni oft á dag síðan hann kom til Noregs fyrir tveimur dögum og hefur verið íslenskur, breskur, íslensk-breskur og jafnvel bara Englendingur, allt eftir því hver skrifar. Gísli lýsti því yfir í fyrradag aö játningin, sem dómurinn byggist á og allt snýst um, sé uppspuni. í gær Bírgitte-saken Uppsláttarfréttir eru um morðmálið og afstöðu dr. Gísla Guðjónssonar í öll um helstu dagblöðum í Noregi. Veðrið á morgun: Hægviðri um allt land Á morgun verður vestangola og skúrir við vestur- og norður- ströndina en annars hæg breyti- leg átt og viða bjart veður, eink- um suðaustan til. Hiti verður á bilinu 6 til 14 stig, hlýjast suð- austanlands. Veðrið í dag er á bls. 53. bætti hann um betur og rakti í tíu liðum hvemig norska rannsóknar- lögreglan hefði kallað fram falska játningu og fengið hinn dæmda til að ímynda sér að hann væri sekur og myndi aldrei líta glaðan dag fyrr en hann játaði. „Allt sem ég hef að segja við kvið- dóminn og réttinn er: Farið var- lega,“ lauk dr. Gísli máli sínu í gær og mælti með sýknu hins dæmda. Aðrir sérfræðingar, þar á meðal Svíinn Ulf Asgard, sögðust í gær í vafa um játninguna eftir að hafa áður verið vissir um gUdi hennar. Enn aðrir sérfræðingar gagnrýndu dr. Gísla fyrir afdráttarlausar yfir- lýsingar en sögðust óvissir um játn- inguna. Réttarhöld standa fram tU fóstu- dags en á laugardag má búast við niðurstöðu kviðdómsins. Eftir það er það dómaranna að feUa úrskurð í næstu viku og er beðið eftir því með eftirvæntingu hvort þeir taka rök dr. Gísla gild og sýkna hinn dæmda. -GK Bílheimar ehf S. 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.