Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. JUNI 1998 iSbðurland Ferðamannafjós á Laugarbökkum - boðið upp á „Geggjaðan ráðunaut" og „Frjósaman fiðring' Hver hefur ekki komið í fjós og séð kýrnar mjólkaðar ...? Ja, það er góð spuming og einmitt ástæðan fyrir því að Þorvaldur Guðmundsson, bóndi að Laugarbökkum í Ölfusi, ákvað að opna fiós sitt fyrir gestum og gang- andi. Hann hefur nú útbúið kafiihús með útsýni gegnum gler inn i fjósið þar sem hægt er aö gæða sér á veiting- um, ís, kökum, kafli, bjór o.s.frv. á meðan fylgst er með mjöltum. Mjólkin rennur í gegnum rör með fram lofti veitingasalarins og inn i mjólkurhús sem er í hinum endanum. Og hvað finnst svo Þorvaldi um fjósið sitt? „Þetta er töffaðasta fjós á Islandi, það er ósköp einfalt. Fjósið er mjög haganlega útbúið. í einum hlutanum er hægt að mjólka ferfætlinga en í öðr- um hluta er hægt að mjólka tvífæt- linga! Mjaltatækin eru þannig útbúin að þau soga upp úr vösunum hjá gest- um okkar á meðan mjólkað er. Fjósið er þannig að kaffistofan er inni í fjós- inu og hægt er að horfa á allt ferlið gegnum glugga án þess að ofbjóða nef- inu á sér, fyrir þá sem ekki kunna að meta fjósalyktina. Þetta er svipað fyr- irkomulag og í fínu götunum i Amsterdam: Það er allt í gluggum. En við erum ónísk á fjósalyktina ef fólk hefur áhuga á því. Þá kemur það bara inn í fjós.“ Hefðbundinn sveitabær „Hugmyndin með þessu er sú að fólk hafi kost á því að koma á sveita- bæ. Það eru margir sem ekki eiga þess kost í dag og við viljum að fólk geti komið með fjölskylduna, fengið Vertinn haliar sér fram á barborðið á Sóleyjarbar í „töffaðasta fjósi á Islandi" - drykkur hússins: „Dobiaö stofnlán". sér kaffi og ís, rölt í gegnum sveitina og skoðað sveitalifið. Fólk kemur nefnilega ekki á sveitabæ nema það hafi tilefni til. Þetta er bara hefðbund- inn sveitabær og ekkert annað. Hér kostar ekkert inn, enda við bændur ekki vanir að selja inn á heimili okk- ar.“ Aðsóknin hefur verið framar von- um í Ferðamannafjósinu að Laugar- bökkum og segir Þorvaldur að það hafi verið fri aðeins eina helgi í vetur. Mjög mikið er um starfsmannahópa og annað slikt og er Þorvaldur, að fenginni reynslu, ákveðinn í að stækka við sig: „Þessi veitingastaður er of lítill. Hann tekur ekki nema 25 manns en við verðum að geta tekið við, sérstaklega á veturna, a.m.k. einni stórri rútu.“ Þegar DV sótti Þorvald heim kynnti hann sig og útskýrði muninn á sér og nafna sínum heitnum, kenndum við ákveðið stöndugt fyrirtæki, þannig: „Hann átti peninga en ég á skuldir." „Doblað stofnlán" Þorvaldur hefur ekki aðeins hafið veitingasölu í fiósi sinu. í hlöðunni er myndarlegur bar, Sóleyjarbar, sem skorinn er úr heyi. Þar er boðið upp á ýmsa drykki sem allir innihalda mjólk og væri jafnvel hægt að kalla suma görótta eftir innihaldslýsingum Þorvalds bónda að dæma sem verða ekki birtar hér. Á vínlistanum eru m.a. veigar á borð við „Frjósaman fiðring", „Doblað stofnlán", „Geggjað- an ráðunaut" og fleira í þeim dúr. Inn af barnum er hlöðugólfið. Það hefur öðlast nýtt líf sem ... skyldi það vera: dansgólf. Og Þorvaldur útskýrir fyrir blaðamanni taktískt mikilvægi vel staðsettra heyhrúgna upp við gráa veggina.(I) Þorvaldur kallar á Rebekku, bandarískan skiptinema frá San Diego í Kaliforníu sem dvelur hjá honum og konu hans og saman stiga þau þokkafullan dans á spónaplötun- um sem þekja moldargólfið undir dúndrandi kántrítónlist frá stereó- græjunum. Svo fer hún aftur að pússa gluggana á snyrtilegri kaffistofunni á meðan Þorvaldur útskýrir fyrir gest- unum ástæðu þess að barborðið á Sól- eyjarbar hafiar ca 30 gráður í átt til dyra: „Það er til þess að fyllibyttumar velti út en ekki inn, sjáðu til.“ Að lok- um segir Þorvaldur að einkunnarorð hans og Laugarbakkafólks þurfi helst að koma fram enda vel í takt við starf- ið: „Mjólk er meiri háttar.“ -fv Þorvaldur og Rebekka, skiptineminn frá Kaliforníu, stíga dans í hlöðunni. Rebekka segir íslenskan landbúnaö vera í góöum málum ef allir bændur á lÁlanrli pru oinQ nn bnruatHiir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.