Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 20
38 Suðuriand MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 Barátta fyrir bættum samgöngum - Ölfushreppur vill fá veg með suðurströndinni Ölfushreppur nær frá Herdísarvík í vestri að Ölfusá í austri og að Litlu kafTistofunni í norðri. Stærsti og eini þéttbýliskjarninn í hreppnum er Þor- lákshöfn með 1222 íbúa, eða um 80% af 1562 íbúum hreppsins. Guðmundur Hermannsson er sveitarstjóri Ölfus- hrepps. Hann var inntur eftir því hvað væri á seyði í Þorlákshöfn: „í Þorlákshöfn er eina höfnin við suður- ströndina, eða á svæðinu frá Horna- firði til Reykjavíkur, og því lætur nærri að aðalatvinnustarfsemin í bænum tengist höfninni. Hér eru rek- in tvö stór fiskiðjufyrirtæki, Vinnslu- stöðin og Árnes, auk þess sem héðan er flutt úr mikið af vikri og jarðefn- um. Sá útflutningur fer upp í allt að 200 þús. m3 þegar mest verður. Sökum hafnleysis annars staðar við suður- ströndina hefur Þorlákshöfn í aukn- um mæli orðið viðkomustaður leigu- skipa sem sigla milli hafna með hinar ýmsu vörur, t.d. áburð o.þ.h.“ Þó að fískiðja og þjónusta, tengd höfninni, séu fyrirferðarmesta aðalat- vinnustarfsemin í Þorlákshöfn hefur verslun og þjónusta farið vaxandi síð- ustu ár. Og í Þorlákshöfn eru öll skil- yrði fyrir blómlega byggð. Þar er stórt og nýlegt íþróttahús, byggt 1990, og sundlaug. Einnig vinnur bærinn nú að því hörðum höndum að koma upp golfvelli á 7000 hektara sandsvæði ná- lægt bænum. Þar hefur uppgræðsla verið stunduð í fjölda ára með góðum árangri og nú er kominn níu hola golf- Guðmundi Hermannssyni, sveitarstjóra Ölfushrepps, finnst einkennilegt að íbú- ar Suðurlands og Reykjaness skuli þurfa aö leggja lykkju á leiö sína til þess að komast á milli þessara svæða. vöfíur þar sem áður var örfoka land. Bæjaryfirvöld hafa ekki látið staðar numið heldur er stefnan sett á fullt hús, eða 18 holur áður en yfir lýkur: „Völlurinn heitir Þorláksvöllur og verður 18 holur þegar framkvæmdum er lokið. Þetta er svokallaður sand- holuvöllur, gerður á sandi, en það þykir „créme de la crérne" í golfinu. Til dæmis eru vellimir í Skotlandi, þeir bestu a.m.k., sandholuvellir," segir Guðmundur. Ströndin verður útivist- arsvæði „Einnig er i undirbúningi að koma upp útivistarsvæði, tengdu golfvell- inum og flörunni þarna í nágrenninu sem er 10 kílómetra samfelldur ægi- sandur. Hún er breið og vel fallin til hvers kyns íþróttaiðkana, siglinga og seglbretta á sjónum en gönguferða og hlaupa í fjörunni sjálfri. Mér hefur verið sagt að langhlaupurum og keppnisfólki þyki fjaran kjörin til æf- inga vegna þess hve mjúk hún er und- ir fótinn, sérstaklega þegar fellur út. Á hverju ári er hlaupið svokallað fjöruhlaup, 10 km, og endað við íþróttahúsið." Vilja ekki fara til Reykjavíkur Þorlákshöfn og Ölfushreppur hafa ásamt Grindavíkurkaupstað barist fyrir því lengi að fá svokallaðan. Suð- urstrandarveg eftir suðurströndinni á milli staðanna. Guðmundur útskýrir: „Þetta væri til geysilegrar hagræðing- ar fyrir íbúa Suðurlands annars vegar og íbúa Reykjaness hins vegar. Vegru- inn myndi tengja saman þessa tvo landshluta og fólk þyrfti ekki að leggja iykkju á leið sína til Reykjavík- vu til þess að komast þarna á milli. Þetta myndi stytta leiðina um 30 til 40 kílómetra og verða til mikillar hag- ræðingar. Byggðastofnun er að vinna að skýrslu um þetta mál sem verður birt von bráðar og við búumst fastlega við að eftir það komist loks skriður á málin.“ -fv „Draumurinn að rætast" - eitt húsa Heimis í byggingu. Þorlákshöfn: Ekki bara sumarbústaðir íslenski draumurinn er eitthvað á þessa leið: Eðalvagn, glæsihýsi, sandur af seðlum og sumarbústað- ur. í Þorlákshöfn vinnur maður við að uppfylla þvílíka drauma, a.m.k. að hluta. „Ég er búinn að vera að byggja þessa sumarbú- staði í tíu - tólf ár,“ segir Heimir Guðmundsson, húsasmíðameist- ari í Þorlákshöfn. „Aðallega fyrir starfsmannafélögin en eitthvað hef ég byggt fyrir einkaaðila líka. Þetta eru stór og mikil hús, byggð á stálgrind. Ég byggi þau í Þor- lákshöfn og flyt þau svo þangað sem þau eiga að standa, mikið upp í Biskupstungurnar. Bæði eru starfsmannafélögin búin að fá sér lóðir sjálf og einnig er ég með lóð- ir sem ég úthluta fólki ef það vill.“ Hús Heimis eru traustlega byggð og að sögn hans nánast eins og um íbúðarhús sé að ræða: „ Flestir sumarbústaðir eru byggðir á staurum en við byggjum þá á steyptum grunni. Enda er orðið „sumarbústaður" hálfúrelt ef mað- ur hugsar út í það. Fólk dvelur þarna lengur eða skemur alian ársins hring, ekki síður á veturna. Og bústaðirnir mínir þola það al- ... og hér er húsið fullklárað, kom- iö í sitt rétta umhverfi og stoltur smiöurinn, Heimir Guðmunds- son, stendur á veröndinni. veg. Ég á sjálfur bústað í Biskupst- ungunum og það er hending ef maður sleppir úr helgi. Það mætti kalla þetta heilsárshús." Húsin eru frá 54 m2 upp í 70 m2, með verönd upp á 90 m2 og heitum potti að sjálfsögðu - gert er ráð fyrir öllum mögulegum þægind- um. Heimir hefur byggt nokkuð marga bústaði í gegnum tíðina: „Ég held að það séu komnir eitt- hvað um fjórtán stórir og svo nokkrir minni líka. En ég er aðal- lega i því að byggja þessa stóru - mér finnst það skemmtilegast." -fv SET vatnsrör úr PE og PP efni eru framleidd í öllum víddum frá 16 til 500 mm að þvermáli. Rörin henta vel í vatnsveitur, hitaveitur, snjó- bræðslu, ræsi o.fl. Röraverksmiðja SET á Selfossi hefur yfir að ráða fullkomnustu tækni sem völ er á við framleiðslu á plaströrum og leggur áherslu á vöruvöndun og góða þjónustu við íslenska lagnamarkaðinn. SET ehf. Eyravegur 41-45, 800 Selfoss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.