Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 16
. MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 hiðuriand Ævlntýri á Vfttnajöklt Ævintýraferðir á snjóbflum og vélsleðum á stærsta jökul í Evrópu. * Svefnpokagisting og veitingar í Jöklaseli með óviðjafnalegu útsýni. /▲ JÖKLAFERÐIR HF. Á vit ævintýranna P.O.Box 66,780 Homafjörður, n 478 1000, Fax: 478 1901, Jöklasel ® 478 1001 Þetta er ekkí HM tilboð m DAEWOO 2898 28“ sjónvarp. Black Matrix myndlampi. Islenskt textavarp. S-VHS inntak. 2 SCART tengi. 2X40 Watta hátalarar. þetta eru bara verðin í TRS á Selfossi DAEWOO K885 6 hausa tæki, Blue Diamond myndhausar Long play. Show view. Nicam stereo. RCA tengi að framan. NTSC afspilun ^ verð aðeins 79.900.- Eyravegi 25 • 800 Selfoss • Sími 482 3184 Land lundans - lund landans - Vestmannaeyingar í góðu skapi í sumar stjórnar, á laugardeginum kemur forseti Islands í opinbera heim- sókn, á sunnudeginum er göngu- messa - gengið frá Landakirkju upp að rótum eldfjallsins og hald- in messa þar en síðan grillveisla á Skansinum - og svona mætti lengi telja. Svo stiklað sé á stóru þá verða hjá okkur kvöldsiglingar með Herjólfi, þjóðhátíð - að sjálf- sögðu - og fleiri, fleiri golfmót allt sumarið. Hér er allt á fullu.“ -fv Þar sem Ingólfur drap bróður- bama sína einn af öðrum eins og kópa í látri og lundinn kjagar um vel nefjaður og fitviss með ein- dæmum; þar gala gaukar, og þing- menn í brekkum og leðja kaffærir stundum þjóðhátíð - þar eru Vest- mannaeyjar, eða Kaprí norðursins eins og eyjaskeggjar kjósa að kalla staðinn. Það voru eflaust duttlung- ar örlaganna að Kaprí norðursins og kúreki norðursins minntust bæði við brennandi tungur Vestu, gyðju elds, þó tuttugu og fimm ár ár skildu. Bæði hafa risið úr ösk- unni að nýju og... og... ehm, já, lát- um hástemmdum lýsingum lokið að sinni: Vestmannaeyjar eru stað- ur sem er upp á sitt besta á sumr- in. En, svo vitnað sé í Grýlurnar sálugu: „Hvað er að ske?“ Auróra Friðriksdóttir, ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja, varð fyrir svör- um: „10. til 14. júní koma hingað yflr til okkar rúmlega 1000 stelpur til að keppa á Pæjumótinu. Svo um miðjan júní er Golfævintýri sem er golfkennsla fyrir börn á öllum aldri víðs vegar af landinu. 24. júní er komið að strákunum en þá hefst Shell-mótið og við fáum þús- und stráka i heimsókn. Hér verður dansleikur inni í dal um Jóns- messuna og haldið upp á gosloka- afmælið fostudaginn 3. júli og stendur þá helgi. Setningin er 3. júlí og það verður ýmislegt um að vera: Myndlistarsýningar, götu- leikhús, sem Andrés Sigurvinsson Á þjóöhátíö skartar fólk sínu fegursta, sem sjá má á þessum toppstykkjum. Daily sightseeing trips in the vicinity of Reykjavík '' •» Ódýrar ferðir í nágrenni Reykjavíkur. Gerið ykkar eigin ferðaáætlanir. Við bjóðum margar ferðir með góðum bílum. Ódýrasti möguleikinn til að komast á þekkta og vinsæla ferðamannastaði. Nánari uppl. hjá B.S.Í. í síma 552-2300 og 562-3320 og hjá miðstöðinni í Fossnesti 482-1599. Listin heim - eitt af elstu handverksgalleríum landsins í Vestmannaeyjum Lundinn þykir einkennandi fyrir Vestamannaeyjar og hefur Gallerí Heimalist stílaö nokkuð inn á það meö „lundalopapeysurnar" sínar. „Lopapeysurnar eru vinsælar í kringum þjóöhátíö," segir Margo Renner. „Að Gallerí Heimalist í Vestmanna- eyjum stendur hópur handverksfólks. Við búum til og seljum allt frá silfur- skartgripum til vefnaðarvöru, gler- vörur, keramik, prjónavörur og margt fleira en einnig seljum við minjagripi og póstkort o.þ.h. - svona hefðbundn- ar ferðamannavörur," segir Margo Renner, framkvæmdastjóri Gallerí Heimalistar í Vestmannaeyjum. „Við erum átta sjálfboðaliðar sem vinnum í búðinni en svo koma fleiri við sögu sem eru einungis í því að búa til muni en geta einhverra hluta vegna ekki unnið í búðinni sjálfri. Það eru til dæmis heimavinnandi mæður með börn, fólk af elliheimilinu jafnvel eða einfaldlega fólk sem ekki treystir sér til að hafa samskipti við útlendinga á þessum vettvangi." Gallerí Heimalist er eitt af elstu handverksgalleríum á landinu, stofn- að 1990. Aðeins Gallerí Lára á Seyðis- firði er eldri. Fyrst í stað var aðeins opið í Heimalist á sumrin og fyrir jól en síðan galleríið fluttist í nýtt hús- næði í miðbæ Vestmannaeyja fyrir fimm árum hefur verið opið allt árið. Margo segir heimamenn vera dygga og góða viðskiptavini ekki síð- ur en útlendingamir: „Við seljum mikið af fermingar- og afmælisgjöfum - og svo alltaf lopapeysur fyrir þjóðhá- tið!“ segir Margo og hlær. Vinsælustu vörurnar em mismun- andi eftir kúnnanum og þá fyrst og fremst þjóðerni: „Vestmannaeyingar kaupa skartgripi, keramik eða gler- vöru - gjafavöru sem sagt - en útlend- ingar kaupa meira af minjagripum, póstkortum o.s.frv. Þar eru litlu leirlundarnir okkar sérstaklega vin- sælir en við höfum einmitt lagt sér- staka áherslu á lundann sem þema. Við erum að búa til ýmislegt þar sem lundinn kemur við sögu, t.d. lopapeys- ur, svuntur og vettlinga með myndum af lunda og þar fram eftir götunum. Fólk kemur helst hingað til Eyja til þess að skoða annars vegar ummerki eftir eldgos eða þá fuglalífið. Við reyn- um að gera svolítið út á það.“ -fv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.