Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 17
DV MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 i$Uðurland HorgunKaffi Tjaldmarkaður beiktaeki Götuleikhús BUasýningar Tónleikar Tískusýningar Hestateiga Kjöríshjólið GriU Tilboð í verstun Brúðhjón ársit Vantar þig gler ? 4 EINANGRUNARGLER 4 SÓLVARNARGLER 4 ÖRYGGISGLER 4 HERT GLER 4 HLJÓÐEINANGRUNARGLER 4 ELDVARNARGLER + SKRAUTGLER 4 HLEÐSLUGLERSTEINR 4 SPEGLAR... og margt fleira. Leitið tilboða GLERVERKSMIÐJAN Samverk Eyjasandur 2 • &S0 Hella o 467 5660 • Fax 487 5907 Siglingar é hjólabátum - í fjölbreyttu umhverfi Byggt yfir skattinn Flestir sem komið hafa til Víkur í Mýrdal hafa séð hjólabátana þar sem þeir standa við Víkurskálann. Margir hafa einnig tekið sér ferð með þeim til að skoða Reynisdranga eða Dyrhólaey utan af sjó. í fyrstu voru þessir hjóla- bátar keyptir tO Víkur til þess að róa til fískjar á þeim en á seinni árum hafa þeir verið nýttir nær eingöngu til útsýnissiglinga með ferðafólk. Gísli Daníel Reynisson er skipstjóri og út- gerðarmaður hjólabátanna. „Það hef- ur verið nokkuð jafn stígandi í þessu frá upphafi. Fólk virðist kannast orð- ið vel við hjólabátana og sumir er- lendir ferðamenn koma hingað til Vikur í þeim eina tilgangi að komast í siglingu á þeim.“ Það er margt sem fyrir augu ber í ferðum á hjólabátunum. Ef veður er gott er fjallasýnin stórfengleg og það sem næst er fólki vekur ekki minni athygli. „Mesta athygli vekur fuglalíf- ið og fjöUin. Sjófuglar eru flestum framandi nema þeim sem eru frá sjáv- arsíðunni. Þeir hafa þó ekki nærri all- ir séð fugla eins og langvíu og álku fyrr en þeir koma hér út að Reynis- dröngum. Það kemur mörgum á óvart og hrífur marga sem koma á sjóinn fyrir utan Reynisfjall og Dyrhólaey hversu mikilfenglegt þetta aUt saman er. Jarðfræðin er mörgum mikið áhugamál; ReynisfjaU, Reynisdrangar og Dyrhólaey með öUum sínum skerj- Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps, segir margt verða á seyöi á Hellu í sumar. Hjólabáturinn Fengsæll öslar upp úr briminu með hrifna farþega sem sumir hverjir hafa kannski aldrei barið sjófugl augum áður. um og dröngum eru leifar eldstöðva sem mynduðust við gos undir jökli. Þarna sér fólk mjög margar berg- myndanir og jarðsaga þessara mynda nær yfir milljónir ára þannig að það eru margbreytilegir hlutir sem fólk getur séð í útsýnissiglingum á hjóla- bátunum," sagði Gisli Daníel. Hann segir að stæstur hluti farþeg- anna séu útlendingar en íslendingar séu að sækja á; „Þeir eru orðnir um þriðjungur þeirra farþega sem fara í útsýnissiglingar með okkur. Hluti af þeim aukna íjölda Islendinga sem kemur hingað er í starfsmannaferð- um. Þá er oft boðið upp á eitthvað óvenjulegt, svo sem hákarl og brenni- vín eða hlaðborð með sjávarréttum sem við höfum verið með í samvinnu við Vikurskála I HálsanefsheUi sem er úti i Reynisfjöru og oft er varðeldur á eftir,“ sagði Gísli Daníel Reynisson. -NH. - framkvæmdasumar á Hellu „Það eru ýmsar framkvæmdir í gangi hjá okkur á HeUu í surnar," seg- ir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sveitarstjóri RangárvaUahrepps. „íþróttahús bæjarins er í byggingu, Skattstofa Suðurlands er að fá húsa- skjól og ýmislegt verður gert í frá- veitumálum. Þetta eru stærstu fram- kvæmdirnar en ef við fórum aðeins út í aðra sálma þá verður haldin hér íþróttahátíð HSK síðustu helgina í júní þar sem 6 til 800 keppendur munu reyna með sér í hinum ýmsu greinum. Og það er skammt stórra högga á miUi: Fyrstu helgina í júlí verðum við gestgjafar á nýjan leik, en þá fer hér á Gaddstaðaflötum fram heimsmeistaramót unglinga í hestai- þróttum. 14. til 16. ágúst dregur svo aftur til tíðinda þegar stórhátíðin Töðugjöld verður haldin í fimmta skipti. Þetta er þriggja daga fjölskylduskemmtun þar sem hinar ýmsu uppákomur kæta lýð- inn. HeUa verður heit í sumar! í nágrenni HeUu hafa fundist nokkrir heUar með torkennilegum ristum á veggjunum sem grunur leik- ur á að hafi verið bústaður Papa ein- hvern timann í fyrndinni. HeUarnir ku vera nokkuð djúpir og víðir og inni í þeim sumum hverjum eru hol- ur sem eru taldar hafa geymt sýru tU matargerðar. Margt annarra sögu- staða er í RangárvaUahreppi, t.d. Oddi, bústaður Oddaverja og Sæ- mundar fróða sem Megas orti um ódauðlegan brag. Hvert mannsbam þekkir sögurnar af viðskiptum hans og skrattans. Þingskálar voru forn þingstaður þar sem enn má sjá fjölda tófta eftir búðir þingfara og eins og annars staðar á Suðurlandi er Njáls saga og sögustaðir hennar hvergi langt undan. Sumir gamli sveitamenn hafa á orði að sagan sé svo nálæg á þessum slóðum að ef lagt sé við hlust- ir megi enn heyra orð Gunnars „Fög- ur er hliðin" bergmála í klettimum ofan við Hlíðarenda. -fv Bárubrun - vatnasport á Svínavatni Vatnaíþróttir, að sundi undan- skUdu, og íslendingar hafa löngum verið eins og vatn og olía. íslendingar hafa m.ö.o. beint kröftum sínum ann- að með tómstundir og keppni í huga. Þó hafa komið fram stöku fullhugar og framherjar á borð við Brák, fóstru Egils, sem stundaði manna og kvenna fyrst köfun hér við land og naut við það dyggrar aðstoðar SkaUa-Gríms, vinnuveitanda síns. íslendingar hafa hin síðustu ár leitað meira út á löginn við iðkun íþrótta, fyrst með tUkomu seglbrettanna en nú stendur einnig til boða á vötnum og fjörðum víðs vegar um landið æsispennandi vatnasleða- brun. Einn þessara staöa, þar sem sportið hefur hvað lengst verið stund- að, er Svínavatn, þar sem Magnús Ingiberg Jónsson rekur vatnasleðal- eigu: „Við erum með eins- og tveggja manna sleða, leigða út í 20 mínútur í senn fyrir 2500 krónur. Þeir eru ansi kraftmiklir, 650 kúbik, þannig að það er vel hægt að komast áfram á þessu. Ég er búinn að reka þetta síðan 1989. „Ólýsanleg tilfinning," segir Magn- ús I. Jónsson sem rekur vatnasleöa- og -skíðaleigu viö Svínavatn. Þessi brunari hefur kannski horft á of margar Bond-myndir - en er þó óneitanlega ansi svalur. í augnablikinu er ég með 4 sleða en það stendur tU að bæta við einum þriggja manna því að það er aUtaf talsverð aðsókn í þetta á sumrin og leiðinlegt að þurfa að vísa fólki frá vegna pláss- og sleðaleysis." -fv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.