Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 * * .1 ,,#%• Suðurland 31 Island beint í æð Vélsleðasportið er vel þekkt dilla hjá íslendingum sem ærið oft kjósa H- in þrjú, hestöfl-hraði- hætta sem ein- kunnarorð sín í tómstundum. Því miður verða H-in stundum öögur, ... hálsbrot, en það er önnur saga. Vélsleðasportið samrýmist þessum einkunnarorðum svo sannarlega fyrir utan það að ef rétt er með farið eru vélsleðarnir engu hættulegri en hvert annað farartæki sem vera skal. ísland er, eins og hvert barn veit, gósenland vélsleðamanna á veturna og hin síð- ustu ár hefur það færst í vöxt að boð- ið sé upp á vélsleðaferðir á jöklum landsins. Snjósleðaferðafyrirtækið Geysir býður upp á slíkar ferðir á Mýrdal- sjökli. Garðar Vilhjálmsson er einn sleðamanna: „Við erum með skála við rætur jökulsins þar sem við starfrækj- um þessar ferðir á sumrin. Þar er opið á hverjum degi og fólk getur komið þegar því hentar og farið á sleða eða snjóbíl upp á jökulinn í útsýnisferð. Það er hægt að fara mjög víða þegar upp er komið, yfir að Sólheimajökli sem er skriðjökull út úr Mýrdalsjökli, inn að Kötlu og alla leið yfir i Entur; og fyrri part sumars jafnvel yfir á Eyjafiallajökul. Það er talsvert algengt að við fáum hópa sem borða uppi á jöklinum á borðum sem við gröfum út í isinn. í stuttu máli eru þessar ferðir bara einstaklega spennandi og - jöklaferðir á válsleðum skemmtilegar og þar af leiðandi mjög vinsælar meðal ferðamanna, inn- lendra jafnt sem erlendra." Varkárir vélsleðamenn Geysir hefur staðið fyrir ferðum á Mýrdalsjökul síðan 1994 en ferðirnar hafa verið farnar frá því 1992 og segir Garðar að Qöldinn sem þeir lóðsi um jökulinn aukist ár frá ári: „Við erum farnir að vera þarna frá því í apríl og alveg út nóvember, eða átta mánuði. Slík er aðsóknin." Skíðaiðkun er ekki algeng á Mýr- dalsjökli en eitthvað er um að fólk komi þangað í ísklifur á skriðjöklun- um. Vélsleðaakstur er það sem fólk sækist eftir á þessu svæði. Skemmst er að minnast bandarisku þáttagerðarmannanna frá Rescue 911 sem voru við störf hérlendis ekki alls fyrir löngu að setja á svið slys í sprungu á Vatnajökli. Hafa Garðar og félagar einhvern tímann lent í viðlíka hremmingum? „Nei, sem betur fer enda förum við afskaplega gætilega og erum með þaulreyndan mannskap. En gestum okkar, sem eru óreyndir við þessar aðstæður, flnnst oft nóg um þegar veðrið fer að láta á sér kræla af ein- hverju viti. Það gerist ævinlega á hverju ári, á vorin og haustin þegar veður eru rysjótt. Þá fmnst fólki það vera í voðalegum svaðilfórum sem kannski eru daglegt brauð hjá okkur leiðsögumönnunum. Við höfum líka verið að taka fólk í miðnæturferðir þegar fer að draga nær sumarsólstöð- um og verða bjart allan sólarhring- inn. Ég man eftir því að 17. júní fyrir tveimur árum vorum við uppi á jökli í blíðskaparveðri en svo allt í einu kom bylur og það kyngdi niður á örfá- um klukkutímum hnédjúum snjó á jöklinum. Þannig að þegar við loksins stoppuðum eftir keyrslu í blindbyl í nokkurn tíma brá fólki pínulítið þeg- ar það steig af sleðunum og sökk alla leið upp í mitti. Það er allra veðra von uppi á fjöllum. Það er líka svolítið skrýtið með okkur íslendinga að þegar við fórum á fjöll viljum við skilyrðislaust hafa sól og heiðan himin en fyrir útlending- ana er þetta engu minni upplifun þó svo þeir sjái varla sleðann fyrir fram- an sig fyrir hríð og snjókomu. Þarna upplifa þeir ísland beint í æð og þeim finnst frábært að finna fyrir hörkunni í veðrinu. Við höfum allt annað gildis- mat en þeir - við viljum bara upplifa þetta við bestu aðstæður. Við leið- sögumennimir höfum líka lært það að hugsa ekki um það sem okkur finnst um veðrið, sé á annað borð óhætt að fara af stað, heldur láta fólkið sjálft um að njóta landsins og ferðarinnar eins og það kýs sjálft." -fv „Reykingar mjög heilla rafta" - reykhúsið Útey selur reyktan silung og þjónustar stangaveiðimenn Byggðasafn Ámesinga ogHúsið á Eyrar- bakka - eitt elsta hús landsins, byggt 1765. Munir sem tengjast sögu sýslunnar og sögu Hússins á Eyrarbakka. Opið kl. 10-18 alla daga í júní, júlí og ágúst. Húsið á Eyrarbakka Sími 483 1504. Byggðasafn Ámesinga Reyktur matur er lostæti. Það hafa íslendingar vitað í aldaraðir og nú, á tímum ameríkaniseringar í lát- og mataræði þjóðarinnar, virðist ekki ætla að verða nein breyting þar á, sem betur fer. Frægast reyktra rétta á borðum íslendinga er vafalaust hangi- kjötið en reyktur fiskur, og þá sér- staklega lax og silungur, er sömuleið- is einn af hápunktum þessarar verk- unaraðferðar. í Útey á Laugarvatni er rekið reykhús þar sem útihús hafa verið aðlöguð þessari nýju starfsemi. Hjónin Elsa Pétursdóttir og Skúli Hauksson hafa búið i Útey í 18 ár. Þau byrjuðu i kúabúskap en fyrir 8 árum söðluðu þau um. Elsa segir frá: „Kunningi okkar byggði fyrir okk- ur lítinn reykofn og við fórum að reykja silung, fyrst fyrir okkur sjálf en síðan fóru vinir og Sölskylda líka að njóta góðs af þessu. Síðan vatt þetta smám saman upp á sig og fyrir 4 árum fórum við út í þetta af fullum krafti, fengum leyfi frá heilbrigðiseft- irlitinu til að reykja fisk og síðan höf- um við vaðið reyk, ef svo má að orði komast! í dag fer reykingin fram í gamla súrheystuminum á bænum og í fyrra neyddumst við til að stækka aðstöðuna vegna þess að gömlu úti- húsin voru orðin of lítil.“ Þrenns konar reyking „Reykingin er þrenns konar, ann- ars vegar heitreyking og hins vegar birkireyking og taðreyking. Birki- og taðreykingin er svona þessi hefð- bundna sem fólk þekkir, fiskurinn er kaldreyktur og notaður t.d. sem álegg. Heitreykingin er öðruvísi. Þá er fisk- urinn reyksoðinn, þ.e. reykurinn er það heitur að fiskurinn soðnar. í reyk- inn notum við sag og krydd til þess að gefa gott bragð. Fiskur, verkaður á þennan máta, er mikið borðaður í Evrópu, og þá sérstaklega sem forrétt- ur, en íslendingar þekkja þetta al- mennt ekki. Hingað til höfum við að- allega selt hann á veitingastaði en núna erum við að byrja að selja hann í verslanir þar sem hann verður kynntur almenningi." Reykja fyrir veiðimenn Elsa og Skúli selja reyktan og fersk- Elsa Pétursdóttir í Utey flakar og beinhreinsar fisk til reyk- ingar. an fisk í Útey allan ársins hring. Fiskur- inn sem þau reykja er bæði eldisfiskur og líka villtur fiskur úr Laug- ar- og Apa- vatni. Einnig er töluverður þáttur i starf- semi Úteyjar þjónusta við stangaveiði- menn en þau hjónin hafa um nokkurt skeið tekið við afla þeirra til reykingar. Bæði geta veiðimenn komið við á bænum og skilið eftir aflann á einum af tveimur móttökustöðum Úteyjar í Reykjavík og nágrenni, í fiskbúðinni Nethyl og við Reynisvatn. Svo ná menn bara í ailann á sama stað eftir tilskilinn tíma. -fv með fortíð og framtíð Eyrarbakki var um langt skeið helsti þéttbýlisstaður á Suðurlandi og Eyrarbakkaverslun ein stærsta verslun landsins. Á Eyrarbakka eru varðveitt mörg gömul hús sem setja fallegan svip á staðinn. Komast má í snertingu við fortíðiná með því að rölta um þorpið, skoða húsin, fjöruna og brimið. í Húsinu og á Sjóminjasafninu er hægt að fræðast um söguna. Kaffi Lefolii í Gunnarshúsi býður upp á veitingar í notalegu umhverfi. SJÓMINJASAFNIÐ ÁEYRARBAKKA Sjómunir og saga Eyrarbakka. Opið kl. 13-18 alla daga í sumar. Sími 483 1165. Veitingastaður og krá. Opið kl. 10-23:30 og kl. 11-02 um helgar. Sími 483 1600. 0^VEjö/ X y )elfoss n ^Ódýr laxveiðileyfi Höfum nokkrar stangir lausar á eftirtöldum stöðum í sumar: * Ölfusá við Selfoss (pallinum) - Ölfusá við Laugarbakka * Sog við Alviðru * Hvítá - Snæfoksstöðum Allar nánari upplýsingar í versluninni Veiðisport Selfossi sími 4821506 Snmeiginlegnr tiögöngumidi ttt) söfninitim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.