Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 Suðurland... ; Lindin við Laugarvatn: Fagurt umhverfi - fjölbreyttur matseðill Veitingahúsið Lindin á Laugar- vatni er rekið af feðgunum Jóni Sveinssyni og Sveini Ragnari Jónssyni og eiginkonu Sveins Ragnars, Elínu Haraldsdóttur. DV kom við hjá þeim feðgum á Laug- arvatni og spjallaði við Jón: „Við stofnuðum þetta fyrirtæki 4. apríl 1996 og hófum veitingarekstur hér á Laugarvatni um leið. Hér starfa níu manns yfir sumartímann þeg- ar veitingahúsið er opiö og eru það mikið til nemar svo að við sköpum atvinnu fyrir ungt fólk á Suðurlandi. Á boðstólum er fjöl- breyttur matseðill með forréttum, fiskréttum, steikum, ábætisrétt- um, kökum og raunar öllu sem hægt er að hugsa sér. Við erum með vínveitingar, ég veit ekki hvort ég á að þora að nefna Egils Gull - þann besta á Suðurlandi. Hér er opið frá hádegi til kl. 11.30 alla virka daga en um helgar lok- um við kl. 15. Aðalviðskiptavinir Lindarinnar segir Jón einfaldlega að séu allir sem koma á Laugarvatn: „Það er ekkert hægt að gera upp á milli fólks að því leyti enda vill það ekk- ert láta draga sig þannig í hópa. Hér á svæðinu er sjálfsagt átta til tíu þúsund manna sumarbústaða- byggð og við fáum talsvert af því Samhent fjölskylda rekur veitingahúsiö Lindina viö Laugarvatn. „í góðu veöri er veröndin lífsnauösynleg - ekki síö- ur mikilvæg en bragðgóður maturinn," segir Jón Sveinsson (lengst t.h.) einn eigenda Lindarinnar. fólki hingað til okkar. Annars er þetta mjög breytilegt." „Við erum með mjög góðan sil- ung úr Laugarvatni og Apavatni sem við kaupum frá Útey, en það- an fáum við allan okkar silung. Sérréttir okkar eru aðallega sil- ungsréttir og þ. á m. heitreyktur silungur sem er borinn fram heill með sporði, á beininu eins og sagt er.“ „Lindin er veitingahús með góða sál, í fögru umhverfi og með ýmsum þægindum í næsta ná- grenni, náttúrulegu gufubaði, sundlaug, bátaleigu o.fl.; og hér er gott að staldra við og fá sér í svanginn." -fv Hér þarf engra oröa við. Inúítar á Stokkseyri - eða því sem næst Kajakasiglingar um vatnasvæði Stokkseyrar eru einstakar og kjörnar til þess að skoða náttúruna án þess að valda raski. Til þess að sigla kajak um kyrrlát vötn þarf maður ekki nauðsynlega að vera staddur á Grænlandi - það er nóg að skreppa á Stokkseyri. Þar er hægt að komast yfir sannkallaðan baksviðspassa inn í heillandi heim fugla og dýra sem varla er hægt að njóta á vistvænni hátt. Gunnar Svan- ur Eyjólfsson er einn aðstandenda kajakferðanna: „Við bjóðum upp á mislangar ferðir á kajökum um vatna- svæðið í kringum Stokkseyri. Ég get tekið allt upp í 25 manns í einu og á öllum aldri því að kajakarnir eru mjög stöðugir og öruggir og einnig meðfærilegir - það er létt að róa þeim.“ Þetta er íjórða árið sem Gunnar er með þessar siglingar og verður opið hjá honum á hverjum degi fram í sept- ember. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar, sérstaklega hjá íslending- um: „Það hefur verið heilmikil eftir- spurn eftir þessu upp á síðkastið. Það sem heillar fólk helst við þetta, að ég held, er kyrrðin. Það svifur mikil ró yfir vötnum, ef svo má að orði kom- ast. Þetta eru rólegheit og fyrir alla. Svo er dýralifið mjög forvitnilegt, sel- ir sem elta bátana og fuglalífið fjöl- breytt og fagurt.“ Gunnar segir algengt og eðlilegt að fólk sé smeykt í fyrstu en það finni þó fljótt að sigling á kajak er barnaleikur og einn viðskiptavina hans hafi jafn- vel haft á orði um daginn að „jafnvel vatnshrædd kona gæti farið í gegnum þetta“. í júli hyggst Gunnar einnig bjóða upp á siglingar á mótorbáti á Hvítár- vatni við Langjökul þar sem fólki gefst kostur á að komast í návígi við „Vatnshræddar konur!“ - aldeilis ekki. Ef vel er aö gáö mó sjá á bát númer tvö, talið aö framan, þjóökunnan alþing- einn stærsta jökul landsins. -fv ismann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.