Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 9
MIÐVTKUDAGUR 10. JUNI 1998 Suðurland Tæfur og taðskegglingar í Sunnuhúsinu á Hvolsvelli hefur verið opnuð stór og viðamikil sýning tileinkuð Njáls sögu og víkingaöld- inni. Sýningin er samstarfsverkefni sex sveitarfélaga í Austur-Rangár- vallasýslu og samanstendur af kort- - Njála í máli og myndum um, ýmsum leikmunum, s.s. vopnum og klæðnaði einkennandi fyrir söguna og þjóðveldisöldina; og síðast en ekki síst á sjálfum texta sögunnar og túlk- unum á honum. Texta sögunnar er skipt í flmm hluta eða bækur og er einn gangur tileinkaður hverjum. Auk þess er fjallað um ýmis blæbrigði sögunnar, t.d. hina sérstæðu og ríku- legu kímni og málfar og stíl. Praktísk- ir þættir bókagerðar á þjóðveldisöld eru ekki vanræktir. Umfjöllun um Gullnar ferðir - um Island á hestbaki „I sumar bjóðum við upp á allar okkar hefðbundnu ferðir, allt frá einnar klukkustundar skreppitúrum upp í níu daga reisur seinna í sum- ar,“ segir Hróðmar Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Eldhesta í Hveragerði. „Styttri ferðirnar, frá klukkustimd upp í tveggja daga langar, eru famar allan ársins hring en lengri ferðim- ar hefjast seinnipart júní. Við erum með ferðir nánast um land allt, af öll- um stærðum og gerðum. Allt í allt einar tíu ólikar vikulangar ferðir víðs vegar um landið. Hróðmar segir vinsælustu ferð sem Eldhestar bjóða upp á vera hina svokölluðu „Gullnu ferð“,frá Hvera- gerði yfir í Landssveit með viðkomu við Gullfoss og Geysi. Ferðir yfir há- lendið, í Þórsmörk og um Snæfells- nesið em einnig vinsælar. Fleiri Islendingar Allt í allt ferðast nokkur þúsund manns með Eldhestum á hverju sumri, séu allar ferðir teknar með í reikninginn, þar af þrjú til fjögur hundruð í lengri ferðunum. Yfir- gnæfandi meirihluti ferðafólksins eru útlendingar, aðallega Norður- landahúar og Þjóðverjar og er hlut- fall íslendinga í lengri ferðunum að- eins þrjú til fimm prósent þó að á haustin og vorin sæki þeir töluvert í styttri ferðirnar. Að sögn Hróðmars er ástæðan fyrir þessu sú að Islend- ingar era svo sjálfstæðir í eðli sínu að þeir vilja helst skipuleggja allt sjáifir. Veðrið fælir fólk lika frá, enda íslendingar gjörkunnugir duttl- ungum þess og dyntum. Hróðmar hefur þó fundið fyrir vaxandi aðsókn íslendinga í hestaferðirnar og telur hann að þeir séu smám saman að átta sig á að skipulagðar ferðir hesta- leiganna séu hvort tveggja í senn, þægilegur og hentugur kostur, og kjörin leið til að ferðast um og skoða landið. Þegar DV leit við hjá Eldhestum snemma morguns seint í mai var hópur frá vinsælu sænsku tímariti að gera sig kláran til þess að stíga á bak. Hróðmar sagði útlendingana vera misíljóta að ná valdi á kúnstinni að sitja hest en alltaf bless- aðist það þó að lokum. Talsvert er um að stórir hópar starfsmanna er- lendra fyrirtækja komi til Islands í nokkurs konar óvissuferðir og eru hestaferðir nokkuð fastur punktur i þeim ferðum enda íslenski hesturinn líklega best þekktasta afurð íslands erlendis - fyrir utan Björk að sjálf- sögðu. -fv Hróömar Bjarnason segir íslendinga sækja sífeilt meir í hestaferöir um óbyggöir landsins. Bak viö hann hlýöa hjálmum prýddir Svíar af athygli á leiösögumann Eldhesta sem leggur þeim lífsreglurnar. Atgeir Gunnars var skelfilegt vopn - hér sést hann endurgeröur fyrir nútíma- manninn, ásamt Eyjaþóru Einarsdóttur, stoltum umsjónarmanni sýningar- innar. bókagerð, blek, íjaðurstafi og kálf- skinn; sem og tilkoma latneska stat- rófsins og mikilvægi þess fá sitt pláss á veggjum salarins. Umhverfi sýning- arinnar er nokkuð sérstakt þar sem gesturinn er leiddur í gegnum eins konar völundarhús, afmarkaða ganga og ranghala með sýningargripum á veggjunum umhverfis. Undir öllu saman ómar ítölsk munkatónlist sem virkar hálfsérkennilega í fyrstu en ljær sýningunni óneitanlega vissa stemningu. Augsýnilegt er að mikil vinna og pælingar hafa verið lögð í uppsetn- ingu og skipulagningu sýningarinnar og á Sælubúið ehf., sem annast fram- kvæmd sýningarinnar, hrós skilið. Á Njáluslóðum Sveitarfélögin sem að sýningunni standa hafa auk þess tekið sig til og merkt helstu sögustaði Njálu með veg- visum og skiltum til þess að auðvelda áhugasömum að kynna sér vettvang sögunnar. Boðið er upp á sérstakar eins eða tveggja daga ferðir á Njálu- slóðir þar sem sögusviðið verður af- hjúpað fyrir gestum. Meðal annars eru skoðaðir Þingskálar þar sem forð- um var þinghald og enn sér móta fyr- ir rústum tuga skála. Aðra staði þarf varla að kynna, Berþórshvol, Hlíðar- enda, Ossabæ og Mörk þekkja flestir. Þessar ferðir á Njáluslóðir verða fam- ar á fimmtudögum og mánudögum frá 20. júní til 20. ágúst. Rúmgott húsnæði Á sýningunni í Sunnuhúsi á Hvol- svelli eru eins og áður sagði margt málaðra mynda, búinga og korta. Að sýningunni standa ýmsir valinkunnir menn: Hönnuður sýningarinnar er Bjöm G. Bjömsson, textaráðgjafi er Njálusérfræðingurinn Jón Böðvars- son og hin fjölmörgu málverk sem sýninguna prýða eru eftir Viktor Cil- ia. Einnig era á sýningunni gamlar útgáfur Njálu, teikningar úr fornum handritum og sitthvað fleira. Aðstaða til að taka við hópum er mjög góð enda húsnæðið vel yfir 400 fermetrar. Útbúin hefur verið mjög vönduð sýn- ingarskrá á ensku til þess að auðvelda þeim fjölmörgu gestum sem eflaust munu heimsækja sýninguna í sumar að skilja hinn blóðuga og heillandi heim islensku fombókmenntanna. -fv Sítengt aldrif Hátt og lágt drif 20 cm veghæð ABS bremsur og tveir loftpúðar Farðu ótroðuar slóðir Subaru verð frá kr. 2.135.000,- virkt þegar þú þarft það, ekki þegar bílnum hentar eins og öllum jeppum sœmir flýgur yfir ár og lœki öryggisins vegna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.