Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 18
36 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 .13 V Suðurland * ----------- Bátafólkið á Hvítá og víðar: Klukkutíma adrenalínveisla Pað gefur á bátinn á einni af fjölmörgum flúðum Hvítár en enginn er verri þótt hann vökni - eöa öskri svolítið hressilega. Sumu gleymir fólk einfaldlega aldrei. í 110 kílómetra fjarlægð frá höfuð- staðnum, að Drumboddsstöðum í Bisk- upstungum, hefur í tólf ár verið boðið upp á sannkallaðar ævintýrasiglingar á gúmmibátum niður Hvítá og hafa ýmsir jafnvel gerst svo djarfir að byrja svaðil- fórina með stökki af sex metra háum hamri ofan í mjólkurhvítt, jökulvatnið. Síðustu ár hafa þessar ferðir notið sívax- andi vinsælda svo jafnvel er hægt að tala um manndómsvígslur, þar sem innvígðir, sigldir meðlimir horfa með vorkunn og vott af lítilsvirðingu á þá sem ekki hafa gengist undir prófið. Hvað heillar fólk við þessar siglingar? Vilborg Hannesdóttir hjá fyrirtækinu Bátafólki varð fyrir svör- um: „Þetta er ævintýri sem reynir á kraft og þor hvers og eins, og þá aðallega við að hafa sig í að prófa. Siglingin niður Hvítá er það auðveld að nánast hver sem er get- ur farið hana.“ Ekki hættulegt Vilborg leggur áherslu á að Hvítársigl- ingarnar séu ekki hættulegar - langt í frá, því að fyllsta öryggis sé gætt í hví- vetna. „Áður en ýtt er úr vör messum við vel yfir fólki, segjum því hvernig það eigi að haga sér um borð, fræöum það um var- úðarráðstafanir og hvernig bregðast skuli við hættu, komi sú staða upp.“ „Ferðin sjálf tekur rúman klukkutíma -*■ en það eru alltaf einhverjir sem vilja stoppa á leiðinni og hoppa út í ofan af hömrunum í kring. Við getum ekki hindrað einn eða neinn í því þó svo við mælutn ekkert sérstaklega með því. Fólk gerir það á eigin ábyrgð. Það hefur kom- ið fyrir að gömul bakmeiðsli og þess hátt- ar hafi tekið sig upp en það er sjaldgæft. Stundum förum við í margs konar leiki úti á ánni, bátahlaup og snúninga þ.e.a.s. ef fólk hefur hug á að blotna meira!" Vilborg hefur í kjölfar vinsælda Hvit- ársiglinganna fært út kvíarnar: Árið 1993 „frumsigldi" hún Jökulsár austari og vestari í Skagafirði og býður nú upp á siglingar þar. Annars vegar er þar um að ræða siglingu svipaða og þá á Hvitá en hins vegar mun erfiðari siglingu. Vilborg útskýrir: „Við gráðum ferðimar frá 1 upp í 6 eftir þvi hvað þær eru erfiðar. Hvitá og Jökulsá vestari eru þannig gráðaðar 2 til 2+ eftir vatnsmagni en Jökulsá austari hins vegar 4+. Það er út af því að þar er fallhæðin svo miklu meiri sem gerir það að verkum að hún er helmingi erfiðari en hinar tvær. Flestallir geta farið Hvítá og Jökulsá vestari en Jökulsá austari er að- eins á færi reynds fólks.“ Til þess að sigla með VOborgu og Báta- fólkinu þurfa einstaklingar að punga út 3900 krónum en hópafsláttur sem miðast við tíu eða fleiri er 3500 á manninn og telst það nú óneitanlega vægt verð fyrir kikk á borð við þetta. -fv * -ft Gistiheimilið Geysir símar 486 8916 og fax 486 8733 Svefnpláss, uppbúin rúm og morgunverður. Eldunaraðstaða Heitir pottar Léttar veitingar Hópar panti með fyrirvara. «88» HÓTEL HVOLSVÖLLUR Vinalegt hótel í fallegu umhverfi. Allar veitingar, allan daginn, allt árið. Eins, tveggja og þriggja manna herbergi, svefnpokapláss. Veriö veikomin. Hótel Hvolsvöllur, Hlíðarvegi 7, sími 487 8187 Póröur Tómasson, landskunnur fræðimaöur og viskubrunnur, fyrir framan helsta djásn Byggðasafnsins, skipið Pétursey, sem er meðal margra forvitni- legra gripa á safninu. Byggðasafnið í Skógum: Djásn og dýrgipir í skógum undir Eyjafjöllum er byggðasafn Vestur-Skaftfellinga og Rangæinga. í safninu er hægt að sjá mikið af hlutum og húsum sem tengj- ast byggða- og atvinnusögu héraðsins. Safnið samanstendur af stóru og vel búnu safnahúsi sem hýsir marga dýr- gripi og héraðsskjalasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga. Þar inni er höfuðdjásn safnsins, skipið Pétursey, með fullum seglum til sýnis. í endur- byggðum húsmn úr þeim héröðunum sem standa að safninu má svo sjá marga hluti í sínu rétta umhverfí. Þessi gömlu hús eru af mörgum gerð- um og þau voru nýtt til margra hluta. Þar má sjá skemmu, eldhús, baðstofu, fjósbaðstofu en í þeim voru kýrnar hafðar undir baðstofunni til að nýta ylinn frá þeim, þarna er eitt elsta timburhús úr Vestur-Skaftafellssýslu, bærinn frá Holti á Síðu. Fleiri hús má nefna eins og rafstöð sem hefur verið sett upp i safninu en þann 14. júní næstkomandi verður svo stór dagur í sögu Byggðasafnsins í Skógum en þá verður vigð endurbyggð kirkja í safn- inu og bætist þá enn eitt glæsihúsið i safnið sem á eflaust eftir að verða mörgum til ánægju á komandi árum og áratugum sem hingað til. Safnvörður í Skógum er Þórður Tómasson, landskunnur fræðimaður og áhugamaður um verndun og söfn- un gamalla hluta og heimilda. þeir sem koma að Skógum fá hjá honum greinargóða og yflrgripsmikla leið- sögn um safnið og þaðan koma menn margs fróðari um sögu og menningu hér- aðana sem að safninu standa. -NH. H VOLSSKÓLI - GISTING HVOLSVELLI - Vík í Mýrdal er lítið kauptún aust- an við Reynisfjall tæpa tvöhundruð kílómetra frá Reykjavík. Þettbýlis- myndun hófst þar laust fyrir síðustu aldamót en staðurinn fékk löggild- ingu sem verslunarstaður árið 1887. Það gerbreytti allri þróun í verslun fyrir íbúa Vestur-Skaftafellssýslu því áður en Vík var löggiltur verslunar- staður urðu bændur að fara út á Eyr- arbakka eða austur í Papós í verslun- arferðir. Það breytti einnig miklu fyr- ir Öræfinga og Eyfellinga. Árið 1895 stofnaði J.P.T. Bryde-verslun útibú í Vík. Árið 1901 var stofnaður bama- skóli í Vík og árið 1904 bjó læknir fyrst í Vik og fast læknissetur hefur verið þar frá 1915. í Vík var sett upp ein fyrsta rafstöðin á landinu árið 1913. Frá 1914 hefur verið landssíma- stöð í Vík, þar er nú sjálfvirk símstöð og afgreiðsla íslandspósts. Tvö banka- útibú era í Vík, frá Búnaðarbanka og Landsbanka. Upp úr aldamótum fjölg- aði ibúum mikið í Vík og á árunum 1920-1926 voru íbúar nær 400. íbúum fækkaði fram undir seinna stríð en þá fór þeim að fjölga á ný vegna um- svifa setuliðsins i Vík og nágrenni. Vík hefur byggst upp á þjónustu við nágrannasveitirnar og voru þar á Átak í uppbyggingu hefur oröiö á hömrum. tímabili bæði kaupfélag og verslunar- félag svo allir gætu sótt til síns rétta höndlara. Með samdrætti í landbún- aði og breyttum aðstæðum hefur ver- ið róið á ný mið í atvinnuuppbygg- ingu í Vík og þar eru nú starfrækt sérhæfð iðnfyrirtæki svo sem sokka- og ullarverksmiðja, innréttinga- og hurðasmiðja og fyrirtæki sem fram- leiðir vörur úr trefjaplasti. Auk þeirra eru verktakafyrirtæki bæði í jarðvegsvinnu og húsa- smíðum sem sækja sér verkefni út fyrir svæðið. Þjónusta skipar enn stór- an sess i atvinnulífi Vík- í Mýrdal sem lúrir hér undir háum urbúa, þar eru bílaverkstæði og versl- anir. Á seinni árum hefur orðið mik- ill vöxtur í ferðamannaiðnaðinum í Vík og Mýrdal, þar er búið að gera mikið átak í uppbyggingu gistingar og afþreyingu fyrir ferðafólk. Vík í Mýrdal er vel i sveit sett, þar er hæsti meðalhitinn á landinu, þar vorar snemma og haustar seint. Umgjörðin um staðinn er mikilfengleg há fjöll á báðar hliðar, dimmblár sjórinn út af og yfir öllu er Mýrdalsjökull sem skýlir fyrir veðrum og vindum og set- ur punktinn yfir allt saman með mik- ilfengleika sínum. -NH Vík Fjölbreytt gistiaðstaða, svefnpokapláss í rúm- um, fjölskylduherbergi, tveggja manna herbergi, með eða án morgun- verðar. Eldunaraðstaða. Útileiktæki fyrir börnin, sundlaug. Leitiö upplýsinga í símum: 487 8384 og 487 8761, fax 487 8083. Opið frá 15. júní til 15. ágúst. Veríö veikomin Vík í Mýrdal: I skjóli fjalla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.