Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 12
30 -i jðurland MIÐVTKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 JLlV Grænn ís á sumrin - öflug ferðaskrifstofa á Selfossi Grænn ís selur allt frá lopapeysum til laxveiðiferða. Selfoss er höfuðstaður Suður- lands og því við hæfi að þar sé vagga ferðaþjónustu á svæðinu. Á Selfossi er rekin ferðaskrifstofa með því sérstaka nafni, Grænn ís, eða Green Ice travel upp á ensku. Hún hefur, auk eigin þjónustu, umboð fyrir ýmsa þjónustu aðila í nágrenni Selfoss og sér um að kynna starfsemi minni fyrirtækja úti i hinum stóra heimi. „Starfsemi Græns fss felst aðal- lega í því sem kallað er íslensk sumarhús, kynnt á Netinu sem icelandic cottages. Þetta fyrirbæri er orðið talsvert þekkt víða í heim- inum, við erum með tengiliði um alla Evrópu og ferðaskrifstofur sem hóka hjá okkur,“ segir María Karen Ólafsdóttir sem rekur skrif- stofur fyrirtækisins á Selfossi. „Fyrirkomulagið er þannig að við leigjum bústaði sem eru í einka- eign, þ.e. eigum ekki bústaðina sjálf heldur leigjum þá af fólki á meðan það er ekki að nota þá. Þetta er mun ódýrari kostur en t.d. hótelgisting fyrir fjölskyldur, og þá sérstaklega barnafjölskyldur sem koma til íslands." „Hingað kemur, á okkar vegum, aðallega fólk frá Norðurlöndunum og Evrópu. Við fáum talsvert af Hollendingum og Frökkum, auk þess sem Þjóðverjarnir eru eins og fyrri daginn mjög sólgnir í að koma hingað. Við erum einnig með ferðaskrifstofutengilið í Am- eríku auk þess sem það færist sí- fellt í vöxt að fólk panti beint hjá okkur í gegnum Netið.“ Síðustu áramót var skipt um eigendur á Grænum ís og því má segja að hér sé spánýtt fyrirtæki á ferðinni þar sem hinir nýju rekstr- araðilar hafa endurnýjað starfsem- ina talsvert. í sumar kemur mikill fjöldi ferðamanna á vegum fyrir- tækisins til landsins og segir Mar- ía Karen að það sé farið að sneyð- ast um pláss í hinum tíu bústöðum sem það hefur á að skipa. „Það er orðið erfitt að komast að hjá okk- ur jafnvel þótt við fylgjum þeirri reglu að leigja húsin aðeins í eina viku, frá fostudegi til föstudags. Fólk hefur ýmsan hátt á því hvemig það eyðir tíma sínum hér- lendis. Sumir láta nægja að leigja hús hér sunnanlands en aðrir ferð- ast á milli landshluta og leigja hús í hverjum þeirra. Ég held að það komi mjög fáir til íslands bara fyr- ir eina viku.“ Grænn ís er með umboðssölu fyrir minni fyrirtæki á Suðurlandi og einnig skipuleggur fyrirtækið svokallaðar óvissuferðir, þar sem farið er með hópa á milli þessara minni aðila án þess að hóparnir fái að vita um ferðatilhögun. Með- al annars fær fólk að prófa kajak- siglingar, jeppasafarí og vélsleða- akstur svo eitthvað sé nefnt og hafa ferðir sem þessar notið tölu- verðra vinsælda, ekki síst meðal íslendinga, að sögn Maríu Karen- ar: „Núna er mikil vertíö hjá okk- ur í óvissuferðunum. Maður stend- ur hérna sveittur við að skipu- leggja hitt og þetta skemmtilegt fyrir fólk að gera hér í nágrenn- inu. Það er mikið um að starfs- mannahópar, Lionsklúbbar og kvenfélög fari í þessar óvissuferð- ir, enda mjög gaman fyrir sam- henta hópa að ana út í óvissuna og sjá hvemig þeim reiðir afí“ „Grænn ís er einnig nýbúinn að koma sér upp minjagripaverslun hér í húsnæði fyrirtækisins. Við bjóðum upp á þessar hefðbundnu íslensku vömr: lopapeysur, póst- kort, stuttermaboli o.s.frv. í stuttu máli mætti segja að hjá okkur fengist eiginlega allt það besta sem Suðurland hefur upp á að bjóða í ferðaþjónustu." -fv Þjálfun, heilsa, vellíðan - ekkert stress í Hveragerði Heilsuhælið í Hverageröi er vin í andlegri og líkamlegri eyöimörk nútímaþjóöfélagsins. Árni Gunnarsson í herbergi Jónasar Kristjánssonar, læknis og stofnanda Heilsuhælisins. „Heilsustofnunin er búin að starfa hér í Hveragerði í rúma þrjá áratugi. Hér em um 160 rúm og í fyrra fóm hér í gegn u.þ.b. 2500 sjúklingar," segir Árni Gunnars- son, framkvæmdastjóri Heilsu- stofnunar Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði. „Þetta er fólk sem kemur hingað til meðferðar og endurhæfmgar vegna margvis- legra kvilla og sjúkdóma: bæklun- ar- og krabbameinsaðgerða, hjartakvilla, alvarlegra gigtarsjúk- dóma, verkja i stoðkerfi, hrygg, hálsi og baki; o.s.frv. Hingað kem- ur líka fólk sem þarf á mikilli hvíld, ró og næði að halda vegna streitu og álags; fólk sem vill hætta að reykja og fólk sem vill grenna sig og þjáist jafnvel af offitu. Einnig höfum við nokkuð sérhæft okkur í að hjálpa kon- um með brjós- takrabbamein og mígrenisjúklingum." Aðspurður í hverju sérstaða Heilsustofn- unarinnar fælist og hvaða aðferðum hún beitti sagði Árni að sérstaðan lægi fyrst og fremst í því að að- eins væri borið fram vegetarískt fæði; grænmeti, ávextir, kommatiu-, mjólkur- afurðir o.þ.h., þó að stöku sinnum, einu sinni til tvisvar í viku, væri boðið upp á fisk. Kjöt, fita, salt, sykur og önnur óholl- usta nútimasamfé- lagsins væri bann- vara. Annað sérkenni stofnunarinnar væru leirböðin sem hún hefði beitt lengi með góðum árangri. Þess má einnig geta að Jónas Kristjáns- son, stofnandi Heilsu- stofnunarinnar, sem lést árið 1960 lét eftir sig ýmsa merkilega muni sem varðveittir eru í herbergi hans í húsi stofnunarinnar. Þar á meðal eru gömul lækningaá- höld hans, sum hver næstum ófá- anleg í dag, eggjasafn og fjöldi mynda. Einnig er þar bókasafn Jónasar en hann skrifaðist meðal annars á við Kelloggs-bræðurna í Bandaríkjunum, guðfeður korn- flexsins og gúrúa í heilsufræðum. Meðal bóka Jónasar eru bækur áritaöar af þeim bræðrum sem höföu Jónas í hávegum vegna framsækinna og skynsamra að- ferða og skoðana hans. „Hann var maður langt á undan sinni samtíð og sannkallaður snillingur,“ sagði Ámi um Jónas og lét þess getið að einhvem tímann langaði hann að opna safn með munum þeim sem Jónas skildi eftir sig. Engar skottulækningar „Við reynum aö sameina kosti hefðbundinnar og óhefðbundinnar læknisfræði og sneiða hjá göllun- um. Þannig erum við með alhefð- bundna sjúkraþjálfun, og -nudd; læknismeðferð og hjúkrun o.s.frv. Þetta eru langt í frá skottulækn- ingar eins og maður hefur heyrt haldið fram, þetta eru einfaldlega skynsemislækningar þar sem við leitumst við að sameina þekkingu aldanna og nútímalæknisfræði. Hingað kemur fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum víðs vegar að af landinu - samkvæmt læknisráði og er hér að jafnaði í u.þ.b. mánuð. Á meðan lifir það samkvæmt við- urkenndum sannindum um rétt mataræði, holla hreyfingu og næga hvíld - sannindum sem oft gleymast í lífsgæðakapphlaupinu." -fv > FLUTNINGAMIÐSTÖÐ SUÐURLANDSEHF Austurvegi 69, sími 482 3747 - 482 2733 Sumarbústaðaeigendur og ferðafólk, við tengjum ykkur við heimabyggðina! vörumóttaka Landfjutningar f Reykjavík / sámskíp U s Flutningar frá Reykjavík alla virka daga kl. 11:00, 14:00 og 17:00. Frá Selfossi í sveitir Árnessýslu kl. 13:00. sími 569 8400 m í BMBannaiHHUiaHHB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.