Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 ' Suðurland Fatlaðir vinna fyrir umhverfið - í nýju fyrirtæki á Selfossi „Við hendum heilum ósköpum af pappír á Is- landi,“ segir Guðmundur Garðar Guömunds- son, verkstjóri í fyrirtækinu Husl ehf. Guð- mundur Karl Guðmundsson og Þorgeir Sig- urðsson hreinsa og saga pappa áður en hann er tættur. „Starfsemi okkar felst í því að endur- vinna pappír,“ segir Guðmundur Garðar Guðmundsson, verk- stjóri í fyrirtækinu Husl ehf. á Selfossi, þar sem að jafnaði vinna fimm fatlaðir Sunnlend- ingar ásamt tveimur leiðbeinendum. „Fyrir- tækið er stofnað að frumkvæði Mjólkurbús Flóamanna og við tök- um við öllum pappír þaðan og endurvinnum hann í stað þess að Mjólkurbúið fargi hon- um og borgi fyrir það stórfé. Það útvegaði vél- ar og tæki til fram- leiðslunnar, hönnuð og smíðuð á Vík í Mýrdal, og við tökum við pappírnum frá því í staðinn. Vélarnar tæta pappírinn niður í kurl og hingað til hefur það mest verið nýtt sem undir- burður fyrir hross í bása og stí- ur. Við erum einnig með í gangi tilraunir til þess að vinna úr þessu kurli ýmislegt fyrir skóg- rækt og landgræðslu. Þá bleytum við pappírskurlið upp í vatni, búum til mauk og steypum úr því platta og kökur sem í verða svo fræ og áburður. Þessu er síðan komið fyrir úti í náttúrunni og verður smám saman að jarðvegi. Svo erum við opnir fyrir öllum möguleikum sem pappírinn gef- ur. Það er hent heilum ósköpum af pappír á íslandi, 50 tonnum hjá Mjólkurbúinu árlega og, að ég held, svipuðu frá Hagkaupi og Bónusi á mánuði þannig að gífur- leg verðmæti fara þarna til spill- is. Við sláum því tvær flugur í einu höggi, sköpum atvinnu fyrir fatlaða og vinnum gott starf í þágu umhverfisins." Haraldur Rúnarsson að störfum við pappírstætarann. Kurliö sem út kemur er aðallega notað undir hesta en einnig er í gangi ýmis þróunarvinna til þess að finna frekari not fyrir það. Husl er nánast nýtt fyrirtæki, hóf starfsemi um miðjan desem- ber, og segir Guðmundur hlutina smám saman vera að komast á skrið: „Þetta tekur allt sinn tíma. Við erum núna að leita hófanna með styrki til þess að þróa vörur og annað þvíumlíkt en erum nátt- úrlega enn að slita harnsskón- um.“ -fv Skeggjastaðir íV-Landeyjum: Borgarbörn í sveit - fljót að læra bústörfin „Nínukot er það sem ég vil kalla sumarbúðir í sveit. Við reynum að tengja saman sumarbúðalifið og sveit- ina og fá það skemmtilegasta út úr hvoru tveggja," segir Svanborg Eygló Óskarsdóttir sem rekur Nínukot á Skeggjastöðum nálægt Hvolsvelli. „Krakkarnir fá að kynnast öllum þess- um hefðbundnu bústörfum, að ná í kýrnar og reka þær, að handmjólka, gefa kálfunum og heimagöngunum, prófa tækin í fjósinu o.s.frv. Það er til dæmis algert bíó þegar þau fara fyrst að sækja kýrnar, enda eðlilegt þar sem þau hafa aldrei gert svona lagað áður. Þau fara á móti kúnum, veifandi öllum öngum og öskrandi og sækja svo eina kú í einu þannig að kýrnar sem þau eru búin að sækja fara náttúrlega jafnskjótt aftur í hópinn þegar þau sækja þá næstu. En þau læra þetta smátt og smátt - að fara aftur fyrir kýrnar og öll hin réttu handtökin. Þá er tilganginum líka náð.“ „Þetta er meira leikur, engin skylda. Það þurfa reyndar allir að prófa einu sinni til en svo leyfum við þeim að ráða sér mikið sjálf. Það er líka einu sinni þannig að krakkarnir hafa nánast und- antekningarlaust svo gaman að þessu að þau vilja helst fátt annað gera en að sinna bústörfunum. Þau gefa sér jafnvel varla tíma til þess að leika sér.“ Ninukot hefur verið starfrækt tvö síðustu sumur þannig að sumarið í ár er það þriðja. Þangað koma bæði ís- lensk og enskumælandi börn. Þau ensku aðallega frá herstöðinni í Kefla- vík. Ensku og íslensku krakkarnir eru Tvenns konar æska. Þessi börn hafa líklega aldrei séð hamborgara i þessu formi áður. á mismunandi tímum, hóparnir eru ekki blandaðir, og helsti munurinn á starfinu er sá að þau ensku dveljast lengur og fara líka í ferðir út fyrir búð- irnar, í byggðasafnið i Skógum, Þórs- mörk o.s.frv. „Þar er líka um að ræða nk. landkynningu," segir Svanborg, „en einnig er aðeins farið að kynna mig er- lendis. Þetta tekur allt saman sinn tíma, að kynna sig og byggja sig upp. Maður þarf bara að halda velli á með- an.“ Svanborg býður einnig upp á fondur úr hinum ýmsu hráefnum og hvert barn plantar sínu tré sem það svo á og getur komið að skoða síðar. Markmið búðanna er að tengja saman nám og leik og það er að minnsta kosti öruggt að börnin koma frá Nínukoti fróðari en áður um sveitina og skepnurnar sem hana byggja. -fv Örn Ævarsson segir veiöi í Ölf- usá vel þess virði að prófa - stórlaxavon og möguleiki á góðum feng fyrir allt niöur í 2000 kr. Hér er hann með fal- lega laxa úr Ölfusá. Ölfusá: Veitt upp í leyfið „Við erum með veiði í Ölfusá fyrir landi Selfoss, eða Hellis og Fossness. Það er fyrir neðan brú, eða „á Paliinum", eins og sagt er og menn verða nú varir við þeg- ar þeir keyra gegnum Selfoss," segir Öm Grétarsson hjá Stanga- veiðifélagi Selfoss. „Þetta er mjög vinsæll staður og var sérstaklega vinsæll hjá Reykvíkingum áður fyrr. Svo erum við með veiði hjá Laugarbökkum, en þar er þokka- legasti skúr til þess að dvelja í, og i Soginu við Alviðru. Þetta er allt laxveiði og hún er mjög ódýr mið- að við það sem gengur og gerist í bransanum, eöa frá 2.200 kr. upp í 10.900 kr. Dýrasti tíminn er í Soginu í lok júh og út ágúst en þeir dagar eru flestallir famir. Við erum einnig með Snæfoks- staði við Hvítá og Hlíðarvatn í Selvogi.“ Örn segir, öfugt við það sem margir halda, vel hægt og engum vandkvæðum bundið að veiða á flugu víðast hvar á þessu svæði og nefnir sem dæmi svæði tvö og þrjú í Ölfusá og Laugarbakka þar sem Hvítá og Sogið hafa ekki enn blandast og veitt er í vatnaskil- um. Öm segir svæði Stangaveiðifé- lags Selfoss vera mjög góð að því leyti að þar geta menn lent 1 dúndurveiði án þess að borga fyr- ir okurverð: „Þetta er auðvitað dagaskipt. Stundum era menn heppnir, stundum ekki. Suma daga veiðist ekkert en aðra daga getur verið fullt að gerast og menn geta fengið fjóra til fimm laxa yfir daginn fyrir tvö þúsund kall. Það er hér um bil að menn geti veitt upp í veiðileyfið sem er orðið frekar sjaldgæft í dag!“ -fv éi$ apótek Opið: Virka daga kl. 9-18 Lágt verð, góð þjónusta. Lyfjaútibú: Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.