Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 22 Qtiðuriand Sælureiturinn Sólheimar „Sólheimar er samfélag, eða lítið þorp, sem var stofnað 1930. Hér búa 100 manns og þar af eru 40 fatlaðir heimilismenn," segir Óðinn Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi, Gistiþjónusta hefur verið rekin í Sólheimum frá 1995 þegar gistihúsið Brekkukot var stofnað. Það er opið árið um kring og ferðamanna- straumur til þessa merkilega samfé- lags fatlaðra og heilbrigðra hefur far- ið vaxandi ár frá ári. „Sólheimar er opið, vistvænt samfé- lag þar sem rekin er ýmis þjónusta fyrir ferðamenn auk margvíslegrar annarrar starfsemi. Við erum fyrsta SKÁLHOLT Veitingastofan í Skálholti er opin árið um kring. Þar er hægt að fá venjulegan heimilismat, ýmsa smárétti af íslenskum og erlendum uppruna en auk þess, ef pantað er með fyrirvara, sérstakan hátíðarkvöldverð að hætti 17. aldar fyrir smærri og stærri hópa. í kirkjunni er daglegt helgihald (tíðagjörð) kl. 9 og 18 virka daga en messa á sunnudögum. í júlí og fram í ágúst eru tónleikar alla laugardaga og sunnudaga. Kirkjuverðir leysa gjarna úr spurningum um stað og kirkju. Reynir Pétur Ingvarsson göngugarpur, sennilega þekktasti ibúi Sólheima, viö störf í einu af gróöurhúsunum 28" Black Line D myndlampi 100 Hz myndtækni CTI litakerfi og Scan Velocity 2x12w Nicam Stereo hljóðkerfi Valmyndakerfi Textavarp með íslenskum stöfum Tvö Scart tengi og RCA Fjölkerfa móttaka Fjarstýring REYKJAVllt Heimskringlaa Kringlunni.VESTURLAND: HljimsÝn. Akranesi. Kaupfálag Borglirðinga, Borgamesi. Blómstuiveilir. Hellissandi. Guðni Hallgrimsson, GnindarfirðiVESTFIRBIR: Rafbúð Jónasar Þórs, Patreksliröi. Pðllinn, Isaiirði NOROUflLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. tf Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. KEA, Dalvik. Bókval, Akureyri. Ljósgjalinn, Akureyri. Ki Þingeyinga. Húsavik. Urð, Raularhöln AUSTURLAND: Kf Héraðsbúa. Egilsstöðum.VersluninVík. Neskaupsstað. Kauptún.Vopnafirði. KF Vepnfirðinga. Vopnafirði. Kf Héraðsfaúa. SeyðisfirðiTumbræður, Seyöisfirði.KF Fáskrúðsljaröar, Fáskrúðslirði. KASK. Djúpavogi. KASK, Höln Homafiröi SUÐURLAND Halmagnsverkslæði KR.Hvolsvelli. Moslell. Hellu. Heimstækni. Sellossi. Ú,Sellossi. Rás. Mákshöin. Brimnes,Vestmannaeyjum. REYKJANfS:Ralborg. Grindavik.Raflagnavinnust. Sig Ingvarssonar. Garði. Rafmæni. Halnarfiröi Umboðsmenn uni land aílt: þorpið á íslandi sem er aðili að al- þjóðahreyfingunni Global Eco-village Network. í því felst að Sólheimar er sjálfbært þorp, þ.e. við framleiðum sjálf mest af því sem við þurfum til eigin nota, t.d. af matvælum. Sá land- búnaður, garðrækt og skógrækt, sem við stundum hér er lífrænn og við reynum að byggja starfið hér þannig upp að við þurfum sem minnsta þjón- ustu frá umhverfinu. Það hefur geng- ið mjög vel og besta sönnun þess er einmitt aðild okkar að þessari alþjóða- hreyfingu en markmið hennar er að búa til fyrirmyndir sem geta miðlað kunnáttu og upplýsingum til almenn- ings í landinu." Fatlaðir og heilbrigðir lifa saman Sérstaða Sólheima felst aðallega i því að þar lifa fatlaðir og heilbrigðir saman i samfélagi. Sólheimar eru sem sagt ekki stofnun þar sem fatlað fólk er vistað og séð fyrir því, þvert á móti: í Sólheimum er enginn vistmaður og fólk, heilbrigt sem fatlað, vinnur í sameiningu að því að reka þetta sjálf- bæra þorp. En þarf fólk að uppfylla einhverjar kröfur til þess að fá að starfa og búa í Sólheimum? „Nei, í rauninni ekki. Það þarf bara að aðlagast okkar samfélagi eins og það er. Þetta er fjölskylduvænt samfé- lag og hérna er alltaf mikið af ferða- mönnum, bæði íslendingum og útlend- ingum, þannig að það eina sem við ætlumst til er að íbúar Sólheima kunni að umgangast annað fólk.“ „Þjónustan sem við rekum hérna er af ýmsum toga. Hér er eina vottaða líf- ræna skógræktin á íslandi, við erum með lifræna garðyrkjustöð sem sum- arbústaðaeigend- ur sækja mikið í; eins er hér sund- laug og íþrótta- hús, göngustígar o.fl. Árið 2000 stefnum við að því að opna hér högg- myndagarð sem við höfum verið að byggja upp hin siðustu ár og mun hann endurspegla íslenska högg- myndalist frá ár- inu 1900 til 1950. Þarna verða tíu verk eftir jafn- marga listamenn og hafa sjö þegar ver- ið afhjúpuð en þrjú eru eftir. Þama er um að ræða verk eftir helstu mynd- höggvara þjóðarinnar á þessum árum og með hinum tveimur sem eftir eru munum við loka hringnum, ef svo má að orði komast. Þetta em allt verk sem við og okkar ráðgjafar höfum óskað eftir en hin ýmsu fyrirtæki og ein- staklingar hafa síðan gefið okkur.“ Gagnrýnisraddirnar þagnaðar Að sögn Óðins var í upphafi mikið gagnrýnt að Sólheimar skyldu fara út í ferðamannaþjónustu og efast var um að fólk hefði áhuga á að koma inn í þessa gerð af samfélagi. Raunin hefur orðið önnur og sambýli fatlaðra og ferðamanna gengið geysivel: „Framar öllum vonum," segir Óðinn. „Fólki finnst merkilegt að koma inn í bæði vistvænt og lífrænt samfélag, og tekur því vel að kynnast samfélagi fatlaðra og ófatlaðra." Það er líka merkileg staðreynd að Sólheimar voru fyrsta samfélagið í heimi þar sem þessi skipan var höfð á - að fatlaðir og ófatlaðir lifðu og störf- uðu saman í opnu samfélagi. Sesselja Sigmundssdóttir stofnaði Sólheima árið 1930 en það var ekki fyrr en 1935 að svipuð samfélög fóru að komast á laggimar úti í heimi. Sesselja var fyrsti íslendingurinn sem menntaði sig í umönnun fatlaðra. Að námi loknu stofnaði hún Sólheima í Gríms- nesi og lagði þar áherslu á mikilvægi rétts mataræðis, lífrænnar ræktunar og listrænnar tjáningar við meðferð og umönnun fatlaðra. Síðan eru liðin 70 ár og enn svífur andi hennar yfir vötnum í Sólheimum í Grímsnesi. -fv Solheimar í Grfmsnesi - elsta opna samfélag fatlaðra og heilbrigðra í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.