Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 Suðurland *> Af fraukum og faktorum - hús andanna nú og þá „Húsið er bygging frá 1765 sem var reist þegar kaupmenn fengu leyfl til þess að sitja á verslunarstöðunum vetrarlangt. Þannig að bygging húss- ins var svona viðleitni stjórnvalda til þess að efla verslun á þessu svæði. í dag hýsir Húsið byggðasafn Árnes- inga,“ segir Lýður Pálsson, safnvörð- ur í Húsinu á Eyrarbakka, byggingu sem kinnroðalaust má segja að beri nafn með rentu. „Húsið var svo heimili og aðsetur stjórnenda Eyrarbakkaverslunar allar götur fram til ársins 1919 eða 1929 - það fer eftir því hvernig við lítum á málin. Til 1919 var Húsið í eigu danskra kaupmanna og á timabili bú- staður Guðmundar Thorgrímssen faktors og aíkomenda hans sem bjuggu í Húsinu nokkru lengur en verslun danskra lauk, eða til 1929. Á þessum tíma var Húsið sannkallað menningarsetur. Þaðan breiddust margvíslegir menningarstraumar út um héruð. Guðmundur stóð ásamt fleiri t.d. að stofnun bamaskóla hér árið 1852 og hann telst í dag elsti starf- andi barnaskóh landsins." Tónelsk kaupmannsfrú - fagnaðarerindi „Einnig má nefna konu Guðmund- ar, Sylvíu Thorgrímssen. Hún var í fararbroddi í tónlistinni á þessu svæði. Sylvía kunni á píanó og fleiri hljóðfæri, sem var mjög sjaldgæft á þessum tíma, og hún og síðar dætur hennar gerðu sér far um að kynna al- múganum hér á Eyrarbakka og ná- grenni framandi tónlist. Þetta var ís- lenskt samfélag þar sem fólk kannað- ist almennt ekki við hina klassísku meistara, Mozart, Beethoven og alla hina. Það var sem sagt Thorgrímssen- Uölskyldunni metnaðarmál að upp- fræða íslenskt sveitafólk um fma tón- list eða bara tónlist yfirhöfuð." Lýður segir það iðulega hafa gerst að á síðkvöldum þegar Sylvía og „hendes“ dætur settust niður í stás- stofunni við slaghörpuna að fólk hafi drifið að úr nágrenninu að garðinum til þess að hlýða á hörpunnar tóna. Það er auðvelt að sjá fyrir sér, sé Hús- ið heimsótt, Sylvíu sitjandi teinrétta í baki við píanóið, tifandi örlítið í takt við tónlistina; dætur hennar sötrandi kaffi úr fingerðum „damelige" bollum með daufu pastelmunstri, syngjandi lágt og settlega, kandís á borðum og brak í stífuðum kjólum. Fyrir utan gluggann situr sveitafólkið, blæs i kaun og reynir að greina daufa tón- ana gegnum tjörupappa og bikaðan við. Sultardropar á rauðum nefbrodd- um og augim lukt í andakt... Heimsmet í kaup- mennsku Byggðasafn Árnesinga tók við Hús- inu undir starfsemi sína fyrir þremur árum: „Það var mikið vandaverk að setja upp byggðasafn í þessari fornu byggingu. Það skal reyndar tekið fram að í raun er hér um tvær byggingar að ræða, annars vegar Húsið sjálft og hins vegar viðbygginguna Assistenta- húsið sem byggt var 1881 og var aðset- ur verslunarþjóna. I Assistentahúsinu eru hinar eiginlegu sýningar Byggða- safnsins, m.a. saga verslunar á Eyrar- bakka og munir úr verslun Guðlaugs Pálssonar sem hóf verslun 1918 og varð með tímanum nánast þjóðsagna- persóna. Hann starfrækti verslun sína í 75 ár og komst í heimsmetabók Guinness fyrir vikið. Guðlaugur er ef- laust einn af fáum kaupmönnum sem hafa fengið heilu rútonar af ferða- mönnum í heimsókn sem allir komu til að sjá kaupmann á tíræðisaldri." „í Assistentahúsinu eru einnig kirkjumunir safnsins, mjög smekk- lega upp settir, svo og sýning á nokkrum úrvalsgripum safnsins. Hér eru auk alls þessa ljósmyndasýningar um hin öölbreyttustu efni, t.d. Flóaá- veituna, vefnað og tóvinnu og margt fleira. Markmiðið er að hafa safnið sem fjölbreyttast. Karlarnir geta séð hérna eitthvað varðandi verklegar framkvæmdir og svo er hér einnig veröld kvenna, a.m.k. eins og hún var í gamla daga. Það hafa skipst á skin og skúrir í sögu Eyrarbakka. Á síðustu öld og í byrjun þessarar var staðurinn einn af stærstu þéttbýliskjömum Suðurlands þar sem verslun og iðnaður síðar meir döfnuðu. Sú þróun náði hámarki árið 1920 þegar íbúar voru rúmlega þúsund og Eyrarbakki almennt talinn höfuðstaður Suðurlands. „Svo eiginlega varð Eyrarbakki út undan," segbr Lýður „og þéttbýlis- myndunin stöðvaðist hér á meðan hún fór sífellt vaxandi annars staðar. Ástæður þessa vora t.d. léleg hafnar- skilyrði og breyttar áherslur í land- búnaði þar sem bændur horfðu í auknum mæli til Reykjavíkur. Eftir miðja öldina hefur íbúafjöldi haldist nokkuð stöðugur." Og í gegnum súrt og sætt í sögu Eyrarbakka stendur Húsið - veðraður brimbrjótur stórsjóa sögunnar. -fv Húsið hefur marga fjöruna sopiö í aldanna rás - Lýður Pálsson safnstjóri á flötinni þar sem foröum stóðu sveitamenn og hlýddu á fína tónlist. Sól í stássstofunni. Par brökuðu forðum fjalir undan feitum og pattaralegum faktorum en ískra núna undir feröamönnum. RANGÁRVALLAHREPPUR Skrifstofa Laufskálum 2,850 Hellu - Sími: 487 5834 - Fax: 487 5434 Afgreiðslutimi mánudaga - föstudaga kl. 10.00 ■ 12.00 og 13.00 -16.00 Netfang: rang@rang.is - Heimasíða: www.rang.is/rang er kaupfún í Rangárvallahreppi. Fyrsta hús á Hellu var reist 1927.1 kauptúninu búa yfir 600 af íbúum hreppsins. A Hellu er veitt margvísleg þjónusta við ferðamenn. í hreppnum er fjöldi bújarða með ýmiskonar búskap. Helstu náttúruvætti í hreppnum eru Hekla, Hrafntinnusker, Laufafell, Markarfljót, Ytri- og Eystri-Rangár, Þverá, Tindfjalla- jökull, Torfajökull, Reykjadalir og Krákatindur. Helstu sögustaðir eru Oddi á Rangárvöllum, Keldur og Þingskálar. A Keldum er forn bær sem varðveittur hefur verið í umsjá Þjóðminjasafns Islands. Bærinn er sýndur ferðamönnum. Verslun Hellu v/Suðurlandsveg - sími 487 5429 < Íufuf/cufcjui f/ieffa opnunartími: virka daga opið frá kl. 14.00 - 21.00 um helgar opið frá kl. 13.00 - 19.00 hföóAasafíi opnunartími: fimmtudaga kl. 20.00 - 21.00 Þríhyrningur hf stórgripasláturhús á Hellu, sími 487 5162 Stærsti stórgripasláturleifishafi landsins, með um fjórðung afallri nautgripaslátrun í landinu. Einnig svínasláturhús á Selfossi og sauðfjársláturhús í Þykkvabæ. Heildsala með heila skrokka og grófbrytjað kjöt. GLERVERKSMIÐJAN Samverk Eyjasandur 2 • 850 Hella n487 5888 • Fax 487 5907 Fljót og góð þjónusta < í'e/u/tf/n /toet'f á furtt/ .'ietri er*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.