Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 2
2» Suðuriand MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1998 Þögnin metin að verðleikum Hlið til helvítis. Klakabönd að utan - kraumandi að innan. Hekla og hesta- mennska - líf í Landsveit Skálholt var I átta aldir höfuð- staður kristni á íslandi og miðstöð menningar og lista á magurri tíð í sögu þjóðarinnar. Nú þegar bisk- upar landsins hafa fært sig um set er enn ýmislegt á seyði á hinum sögufræga stað. „Hvað viltu að ég tali lengi?“ spurði Kristján Valur Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla, þegar hann var inntur eftir hvað væri á seyði í Skálholti. „Skálholtsskóli er fyrrverandi lýðháskóli, rekinn af kirkjunni með samningi við ríkið um fram- lag vegna þess að hér er rekin full- orðinsfræðsla. í stórum dráttum er það sem hér er starfað annars vegar fyrir kirkjuna, ráðstefnur, námskeið og fundir ýmiss konar, og hins vegar erum við með samn- ing við Háskóla íslands um sam- starf. Hingað geta fræðimenn kom- ið og starfað, hér eru haldin nám- skeið og fundir og þar fram eftir götunum. Þar á ég ekki bara við guðfræðideildina heldur allar deildir HÍ. í þriðja lagi erum við náttúrlega opin fyrir hvers konar pöntunum frá hópum og einkaaðil- um um svipaða þjónustu og við veitum kirkjunni og Háskólanum - iðandi líf í Skálholti og síðast en ekki síst er hér víðtæk þjónusta við ferðamenn, t.d. veit- ingasala, gistiaðstaða o.s.frv. Þagað saman Nokkrum sinnum á ári eru haldnir í Skálholti svokallaðir kyrrðardagar þar sem óþarfa raus og þvaður, sem dynur á nútíma- manninum í tíma og ótíma, er bannað og fólk eyðir í staðinn smátíma með sjálfu sér. Kyrrðar- dagarnir eru ávallt vel sóttir: „Stærstu kyrrðardagarnir eru í dymbilvikunni. Þá reynum við oft- ast að halda einhvers konar list- sýningu um leið en annars er ekki mikið um sýningar hér nema af sérstöku tilefni eins og kirkjulista- sýningin í fyrrasumar. Hún var einnig sérstök að því leyti að þar var um útisýningu að ræða. Á kyrrðardögum talar fólk ekki sam- an sín á milli en tekur auðvitað þátt í helgihaldi, söng og bænum. Þeir standa í fjóra daga og mér hefur ekki virst fólk eiga erfitt með að hafa taumhald á tungunni því að þögnin verður til þess að fólk kannski áttar sig á að við töl- um allt of mikið og hátt dagsdag- lega. Fólk hlustar meira inn í sjálft sig. Þessu er náttúrlega stýrt þannig að fólk hefur eitthvað að hugsa um, enda tilgangurinn lítill annars." Skálholtsskóli er ekki eiginlegur skóli í almennum skilningi, þ.e. námsstofnun sem starfar að vetri og lýkur að vori. Kristján útskýr- ir: „Skálholtsskóli er miklu frekar nokkurs konar fræða- og mennta- setur þó hann sé auðvitað skóli í þeim skilningi að hann miðar að því að fræða og auðga andann. Hér fer fram mikil og öflug starfsemi þó hún sé eilítið öðruvísi en fólk á að venjast um „skóla“ yfirleitt. Það er ekkert annað heppilegt heiti til þó að kannski geti það ver- ið villandi“ Góður staður Aðspurður hvort staðsetning skólans utan Reykjavíkur sé til góðs eða ills segir Kristjáns að staðsetningin sé að hans mati mjög hagstæð og nefnir sem dæmi að sl. vetur hafi verið haldið þar endurmenntunarnámskeið á veg- um Háskólans þar sem þrír erlend- ir kennarar beinlínis báðu um að námskeiðið yrði haldið utan Reykjavíkur. Auk þess segir hann fjarlægðina, um 90 kílómetra, ekki vera það mikla að hún skipti máli. „Það sem háir okkur hins vegar er skortur á gistirými. Hér er of þröngt. Kröfur manna um gisti- rými eru allt aðrar í dag en þegar ég byrjaði. Þá var hægt að setja fólk saman í herberg en nú vill það eins manns herbergi og ekkert múður!“ Sé minnst á Skálholt má ekki gleyma sögunni og öllum þeim minjum sem hún hefur skilið eftir sig í aldanna rás. í Skálholti er að finna ýmsa merkilega muni og staði sem tengjast merkisatburð- um í sögu landsins. Þeirra á með- al er Staupasteinn þar sem gestir staðarins stigu á bak hestum sin- um og bergðu á lífsins vatni áður en haldið var á brott. í kjallara kirkjunnar, sem byggð var 1963, má sjá tilkomumikla steinþró Páls Jónssonar biskups ásamt fleiri grafminjum Skálholtsbiskupa. Árið 1963, með byggingu kirkj- unnar, hófst endurreisn Skálholts eftir rúmlega einnar og hálfrar aldar niðurlægingarskeið. Það stendur nú í blóma líkt og það gerði svo lengi til forna. -fv „Hér í Heklumiðstöðinni að Brúarlandi i Landsveit er heljar- mikil sýning tileinkuð Heklu og hefur verið síðustu þrjú árin,“ seg- ir Ásta Begga Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri gistihússins Leiru- bakka og Heklumiðstöðvarinnar í Landsveit. „Sýningin er opnuð fyrsta júní ár hvert og stendur yfir sumarið. Á henni gefur að líta lit- skyggnur, kvikmynd, sem er sér- staklega gerð fyrir Heklumiðstöð- ina, og hljóðupptökur af endur- minningum gamalla nágranna eld- fjallsins þar sem þeir rifja upp kynni sín af fjallinu, hamförum og eldgosum og hvernig það er að búa við rætur drottningar eld- fjalla. Við reynum líka eftir megni að standa fyrir málverka- og hand- verkssýningum á verkum fólksins úr sveitinni og þá er hér einnig aðstaða fyrir kaffiveitingar. Sýn- ingin er opin frá 10 til 18 alla daga og er í gömlu félagsheimili þar sem einnig er rekin minjagripa- sala.“ Heklumiðstöðin er að sögn Ástu Beggu vinsæl hjá ferðamönnum enda Hekla vafalítið eitt best þekkta og tilkomumesta einkenni íslands. Leirubakki - útivist og þægindi „Það er allt komið á fullt hér á Leirubakka. Leirubakki er stærð- ar gistihús og hér er einnig hesta- leiga, sönghús, frábærar grilltóft- ir, heitir pottar, gufuböð o.fl. Gistihúsið tekur fimmtíu manns en einnig er hægt að leigja söng- húsið okkar, sem er salur, t.d. fyr- ir ættarmót o.þ.h. Við erum með kaffihlaðborð á sunnudögum frá kl. 13.00 til 18.00 þar sem hver sem er getur komið og tyllt sér og feng- ið sér eina-tvær pönnsur. Hest- vagninn okkar er frægur og svo er að sjálfsögðu tjaldstæði hérna líka. Þetta er útivistarparadís. Hér er hægt að gera flestallt sem hugurinn girnist. Héðan er líka stutt til helstu ferðamannastaða á Suðurlandi, Landmannalauga, Þjórsárdals o.s.frv. Við erum meira að segja með heila reiðhöll hérna." „Það er opið hér allt árið. ís- lendingar halda uppi vetrinum með alls konar ráðstefnum og Leirubakki - lystisemdir eða lang- feröir. fundum en útlendingarnir eru yf- irgnæfandi á sumrin. Ég hlakka mikið til sumarsins - það er allt að renna af stað núna.“ -fv „Mér hefur ekki virst fólk eiga erfitt meö aö hafa taumhald á tungunni á kyrrðardögum," segir Kristján Valur Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla. Sundla og sunnudaga frá kl >pið virka daaa frá kl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.