Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 U V 26 w^Gróðrarstöðin Kjarr Ölfusi, sími 482 1718 Langi þig i iaglegt tré með laufí eða barri, reyndu hvort ei réttaet sé að renna við hjá Kjarri. Tré - Runnar - Fjölær blóm - V' Umboðsaðili fyrir Ingvar Helgason, Bílheima, Ræsir og Brimborg. Reynið viðskiptin Betri B/LASALAN ,JT 482 3100 Hrísmýri 2a, 800 Seifossi - Fax 482 3102 Starfsmannafélög og einsl; Bjóðum upp á vandaða he sumarbústaðalönd í skógi1 km. frá Reykjavík. Stutt í í indum, t.d. hilaveita, j, heitur pottur o.fl. gingarmeistari NÝ SENDING GLÆSILEGT ÚRVAL Nýjar gerðir af gosbrunnum, úti og inni, styttum, dælum og Ijósum, garðdvergum, fuglum o.fl. til garðskreytinga. Vörufell hf. v/Suöurlandsveg, Hellu Sími 487-5470 iiíelÍ£>ál'£> O r' Uifcgföl.-j «»»*» Suðurland List og lyst í Hveragerði í júní síðastliönum var Listaskál- inn opnaður í Hveragerði eftir að- eins 11 mánaða byggingartíma; 1000 m2 menningarmiðstöð í bænum þar sem áður var Tívolí. Síðan þá hefur verið haldinn þar fjöldi sýninga og var fjöldi gesta fram að áramótum yfir tíu þúsund, að sögn Einars Há- konarsonar, forstöðumanns Lista- skálans. „Listaskálinn í Hveragerði er ein- stakur í sinni röð af þeirri ástæðu að það er mjög sjaldgæft að menn- ingarmiðstöð af þessari stærð sé í eigu og rekinn af einkaaðilum. Hús- ið opnaði með sýningu minni en ég hef starfað hér sem málari í 30 ár. Sú sýning stóð nokkuð lengi. Síðan hafa sýnt hér hinir ýmsu málarar, þekktir og óþekktir, hver öðrum betri.“ Sumardagskrá Listaskálans hefst 6. júní með félagssýningu íslenskra vatnslitamálara, Aquarell ísland þar sem sýna meðal annars Eiríkur Smith, Pétur Friðrik, Hafsteinn Austmann, Gunnlaugur Stefán Gíslason o.fl. „Svo rekur bara hver sýningin aðra fram á haust,“ segir Einar. „Þar á meðal íslensk grafik, Septem- berhópurinn, eða það sem eftir lifir af honum; og svo verður sýning á ljósmyndum Mats Wibe Lund. Og við erum ekki bara með andans góð- gæti hér. Við fullnægjum einnig jarðbundnari fýsnum gesta okkar á 150 manna veitingastað þar sem fæst allt frá smáréttum upp í dýrar og finar steikur." -fv „Blítt og létt“ - rjómaveöur á Þingvöilum. Himbriminn á Þingvallavatni - nýtt sjónarhorn á þjóðgarðinn „Við byrjuðum á þessu í júní 1996 og höfum siglt nánast sleitu- laust síðan, þ.e. á sumrin og langt fram á haust. Við getum tekið 20 manns í bátinn, sem heitir Him- briminn, og siglum venjulega u.þ.b. eins og hálfs tíma hringferð á vatn- inu með leiðsögn heimafólks. Ef við hins vegar erum með hópa þá fylgjum við þeirra óskum um hvert skal haldið, ef einhverjar eru. Þannig að ferðimar eru mjög mis- munandi enda vatnið gríðarstórt," segir Kolbeinn Sveinbjörnsson. Hann rekur Þingvallavatnssigling- ar ehf., sem gerir út bátinn Himbrimann frá bænum Skála- brekku við vesturströnd Þingvalla- vatns. Kolbeinn segir ferðirnar hafa verið verið vel lukkaðar og fólk al- mennt haft gaman af að kynnast þjóðgarðinum frá öðru sjónarhomi en það á að venjast. Hann segir þó að aðstandendum ferðanna finnist vanta á aðstöðu fyrir hópana við vatnið: „Viö stefnum á að bæta við aðstöðu á stað sem heitir Arnarfell, nokkurs konar eyðibýli, þar sem hægt væri að grilla og gera eitt- hvað fleira skemmtilegt. Það sem er ólíkt með þessu og öðrum hefð- bundnari ferðum á Þingvelli er að fólk er að kynnast staönum frá öðra sjónarhorni og þar af leiðandi sjá á honum nýja fleti. Maður sér til dæmis landsigið mjög greinilega og eins að Hengilssvæðinu. Þetta er allt öðruvísi og kannski helst hægt að líkja þessu við loftmyndir, þ.e. með það í huga aö þetta er annað sjónarhorn en fólk á að venjast. Auðvitað er það á endanum alltaf smekksatriði hvað fólki finnst en það er enginn svikinn af því að prófa þetta, því get ég lofað." í sumar verða fastar ferðir um helgar á ÞingvaUavatni með Himbrimanum, frá kl. 11.00 á tveggja tíma fresti en annars eftir pöntun. -fv Sigling á Pingvallavatni er kjörin leið til aö sjá þjóögarðinn í nýju Ijósi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.