Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 JjV 32 fSuðurland Náttúran er öflugur samheiji - KÁ býður ferðamönnum upp á fjölbreytta þjónustu „Feröaþjónusta KÁ er meö aðal- veginum gegnum Suöurland, frá Selfossi aö Kirkjubæjarklaustri,“ segir Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri ferðaþjónustusviðs Kaupfélags Árnesinga. „Á Selfossi erum viö með Hótel Selfoss, ílagg- skip ferðaþjónustu KÁ að kalla; Gesthús, sem er sumarhúsagist- ing, og Fossnesti, bensínstöð og söluskála. Á Hvolsvelli rekum við bensinstöð. Þá er röðin komin að Vík sem er einn aðalstaðurinn, fjölfarinn staður þar sem margt er í boði. Þar er m.a. á okkar vegum Hótel Vík, 21 herbergis hótel, og Víkurskáli sem er söluskáli og bensinstöð og býður m.a. upp á ansi skemmtileg sjávarréttahlað- borð í hellum á ströndinni. Á Kirkjubæjarklaustri erum við með Skaftárskála, enn einn „skálann með öllu“ - þar er bensínstöð, söluskáli og lítið grill.“ Fjölskylduvænir staðir Sigurður býst við miklum straumi fólks um Suðurland í sumar og segir það augljóst nú í byrjun sumars að fólk hafi mikinn áhuga á að koma t.d. á staði aust- ast á Suðurlandi: „Kirkjubæjar- klaustur er mjög fjölskylduvænn staður. Þangað kom margt fólk í fyrra og við eigum von á góðum fjölda í ár. Þar er mjög góð að- staða fyrir ferðamenn, tjaldstæði og hótel, svo ekki sé minnst á náttúrufegurðina sem óvíða er meiri." Fyrir nokkrum árum var í gangi heljarmikið átak til þess að fá fólk til að ferðast um ísland, „ís- land - sækjum það heim“ og þess háttar slagorð dundu á fólki. Finnst Sigurði þannig átök skila sér? „Já, við fundum það þá að fólk tók við sér og ferðamanna- straumurinn jókst. Svo tekur þetta alltaf kippi eftir því hvort eitthvað er á seyði þá og þá stund- ina. Eftir síðasta Skeiðarárhlaup var t.d. gífurlegur straumur fólks sem kom að skoða ummerkin og sumir búast við fólki hingað nú í sumar að skoða hvernig um er að litast þarna núna. Fólk hefur mik- inn áhuga á þess. Þannig gengur náttúran stundum ákveðið í lið Jp * <^ 1 : siiio" 1 l J Siguröi Jónssyni, framkvæmdastjóra feröaþjónustusviös KÁ, líst vei á sum- ariö: „Ef fólk er ánægt þá kemur þaö aftur.“ með okkur í ferðaþjónustunni." „Á hótel- og gistisviðinu erum við sömuleiðis bjartsýn, erum með fínar bókanir og leggjum sem áður mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við íslenskar ferðaskrifstofur og þjóna þeim eins og við mögulega getum. Það er allra hagur að erlendi ferða- maðurinn á íslandi skilji sem mest eftir sig hér.“ Sigurður segir fjölskyldufólk vera áberandi hluta ferðamanna á þessu svæði: „Hérna á Selfossi er ferðamannatraffíkin talsvert mik- il í þjónustu við sumarbústaðina hér í Grímsnesinu, bæði verslun- arþjónusta og líka afþreyingin. Sundlaugin er nýuppgerð og sem dæmi má nefna að eftir að hún var opnuð í fyrra jókst salan mjög á veitinga- og pitsustöðum í bæn- um þannig að það gefur auga leið að þetta helst allt í hendur. Góð þjónusta á einu sviði þýðir aukin viðskipti á öðru sviði, það er svo einfalt. Og ef fólk er ánægt með þjónustuna þá kemur það aftur ... og aftur." -fv Ylrækt í Hveragerði: Of mikil birta á sumrin - segir Diðrik Sæmundsson garðyrkjubóndi „Ég rek blandað bú, er með svona sitt lítið af hverju," segir Diðrik Sæmundsson, bóndi á Frið- arstöðum í Hveragerði, en fjöl- skylda hans hefur stundað ylrækt, ræktað og selt grænmeti á Friðar- stöðum síðan 1939. „Ég rækta aðal- lega tómata en er líka með gúrkur, papriku, gulrætur, kýr, kindur og hesta. Gróðurhúsin eru sjö talsins, þar af þrjú með tómötum og fram- leiðslan er þetta 30 til 40 tonn af grænmeti frá mars og fram í des- ember. Annars fer það eftir sól- inni.“ Diðrik selur framleiðslu sína til dreifingaraðila í Reykjavík sem síðan sér um að koma henni á markaðinn. Ylræktin er fyrirferð- armest i búskap Diöriks enda seg- ir hann hitt „aðallega vera til gamans". Það eru til mörg af- brigði af tómöt um. Hvemig eru tómatarnir hans Diðriks? „Ég er með þessa venjulegu Diörik Sæmundsson og tómatarnir. Getur veriö aö sólin skíni of skært á íslandi á sumr- in? tómata. Neytendur vilja þá helst. Afbrigðin eru fleiri hundruð og þróunin stans- laus þannig að þegar það kemur fram ný sort sem er betri en aðrar tekur það að- eins nokkur ár fyrir nýja og enn þá betri sort að koma frarn." Diðrik segi kostinn við að vera garðyrkjubóndi á íslandi miðað við önnur lönd aðallega vera jarðhit- ann en ókostimir séu lítill markaður og óhagstæð hnattstaða. Þannig séu birtuskilyrðin léleg og mis- jöfn, of lítil birta á vorin og haustin en jafnvel of mikil yfir hásumarið. En tæpast em aðrir landsmenn sam- mála garðyrkjubændum um að það sé of mikil birta á íslandi á sumrin? -fv Fiskbúö Suðurlands Smásala og heildsala á fiski Heildsala á öllum fiski til verslana og mötuneyta. Ferskur, frosinn, saltaöur, reyktur eöa siginn. Flakaöur, pakkaöur og snyrtur að ósk. , , Selfossbúar, Sunnlendingar! Daglega nýr fiskur. Bjóöum Ölfusárlaxinn vinsæla í sumar. t>v fíSKBÚÐ SUÐURLANDS EYRARVEGI59! SEiFOSSI j SÍMI 482 2509 SMÁSALA OG HEÍLDSALA Á FISKI „Gangiö í bæinn," - Hafþór Bjarnason í ganginum sinum. Gróskumikið gallerí: Gallerí í gangi „Þetta er gallerí i heima- húsi, bókstaflega í ganginum hjá okkur eins og nafnið gef- ur til kynna. Munirnir eru úr viði, allt saman gert hér á staðnum,“ segir Brynja Dadda Sverrisdóttir sem ásamt eiginmanni sínum, Hafþóri Bjarnasyni, rekur Gallerí í gangi á Hvolsvelli. „Það er yfirleitt alltaf opið ef einhver er heima og við selj- um bæði skraut- og nytja- muni, allt frá fuglahúsum til stórra hillna. Það nýjasta hjá okkur eru ýmsir hlutir i garða, t.d. stór gamaldags vatnsdæla úr tré sem er t.d. kjörin fyrir sumarhús og skrúðgarða." Gcillerí í gangi er ein fjöl- margra lítilla listsmiðja á Suöurlandi sem reknar eru í heimahúsi. Þar gefst hand- verksfólki sem ekki hefur aðgang að stærri vettvangi gott tækifæri til þess að kynna sig og muni sína. Þessi gallerí eru af öllum stærðum og gerðum og list- sköpunin misjöfn að eðli og gæðum en alltaf má ganga að vísu heimilislegu og þægilegu andrúmslofti og metnaðarfuUu Eitt fuglahúsa Hafþórs og Brynju stóö ekki lengi autt. Þessir tveir ungar voru viö þaö aö taka flugiö og kunnu illa truflunum Hafþórs og Ijósmyndarans. fólki sem stundar áhugamáliö af stakri alúð. -fv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.