Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 6
24 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 JjV Suðurland GOLF & GISTING JÚNÍ TILBOÐ „Konan mín, Harpa Ólafsdóttir, er ein af Þingborgarkonum sem hafa myndað hóp um að vinna að söluvöru fyrir Ullarvinnsluna í Flóa. Við hjónin sjáum einnig um að selja vörurnar sem þær fram- leiða,“ sagði Ingi Heiðmar Jónsson, annar sölustjóra Ullarvinnslunnar Fyrir Bandaríkjamarkaö! - Þingborgarkonur bjóöa áhugasömum aö máta stærstu lopapeysu í heimi. Þingborgar í Flóa. „Þingborgarkonur hafa unnið saman í átta ár. Þær vinna ein- göngu úr íslenskri ull og hafa þróað heilmikið og unnið ullarvörur. Ull- in er þvegin hérna af þeim sjálfum og svo er hér í húsinu sérsmíðuð kembivél. Þaö er nýtilkomið að verslunin og framleiðslan séu að- skildar en fram að því sáu konum- ar sjálfar um að selja vörurnar." Þingborgarkonur, sem eru milli þrjátíu og fjörutíu og koma víðs veg- ar að af Suðurlandi, framleiða allt frá peysum niður í litla minjagripi og vinna hver á sínu heimili utan þriggja sem vinna við kembivélina. „Þær unnu meira saman í upphafi þegar þróunarstarflð var í gangi en núna þegar allt er komið í fastari skorður þá vinna þær aðallega út af fyrir sig.“ En hvemig hefur salan gengið? „Hún hefur gengið vel. Hún hefur verið nokkuð jöfn. Það sem hópur- inn hefur framleitt hefur allt selst, aðallega að sumrinu en sá tími sem sótt er hingað að versla er að lengj- ast þó að það sé ekki formlega opið á vetuma. Eftir að við, sem sjáum um verslunina, fluttum sjálf inn í húsið hefur verslunin aukist því að fólk kemur þá ekki að lokuðum dyr- um yfir vetrarmánuðina." Þingborgarkonur era flestar bændur og hófst starfsemi Ullar- vinnslunnar sem nokkurs konar heimaiðnaður er hefur nú, svo not- uð séu nærtæk orð - undið svona lika upp á sig. Eitt helsta afrek Þingborgarkvenna er á heimsmæli- kvarða enda skráð í þar tO gerða bók Guinness. Þær prjónuðu nefni- lega um árið stærstu lopapeysu í heimi sem geymd er á Þingborg og er til sýnis fyrir forvitna. -fv Golf og gisting íyrir tvo: 2ja manna herbergi m/baði, uppbúnum rúmum, morgunverður og dagur á Strandavelli kx. 3.900 pr.m. Golf og gisting fyrir fjóra: Smáhýsi fyrir fjóra, morgunverður og dagur á Strandavelli kr. 2.700 pr.m. ÁSGARÐUR v/Hvolsvöll sími 487-8367 www.geysir.com/Asgard/ „í Grænu smiðjunni hjá mér er að finna fjölbreytt úrval íslensks hand- verks. Sjálf er ég textílhönnuður og er að vefa daginn út og daginn inn auk þess sem ég safna íslenskum villijurtum og bý til te,“ segir Kristín Ellen Bjarnadóttir sem hefur rekið Grænu smiðjuna i Hveragerði i fjög- ur ár. Kristín vefur mottur úr baðmull og íslenskri ull en einnig býr hún til dúka og diskamottur úr dagblöðum. „Ég ríf niður dagblöð, slæ þau saman og lakka á eftir vegna þess að þau eru svo þurr. Ég reyni iíka almennt í búðinni hjá mér að hossa íslensku handverki, er með svolítið gæðamat og reyni að vera vandlát á það sem ég tek inn og hef á boðstólum. Ég vil hafa vör- umar vandað- ar, vel gerðar og náttúruleg- ar.“ Kristín framleiðir einnig te: „Þá skríður mað- ur hér um fjöllin og safn- ar þessum klassísku ís- lensku jurt- um. Maríu- stakkur, fjallagrös, rjúpnalauf, blóðberg og ljónslappi hafa, ásamt öðrum jurt- um, verið not- aðar í te í aldaraðir. Lækninga- máttur ís- lensku jurtanna er vel þekktur og kröftugur. Ég er með kvöldte og morgunte, konute, kvefte og fjall- konute en munurinn á þessum teg- undum felst í ýmsum eiginleikum jurtanna sem í þeim eru. Morgunte er þannig frískandi og vatnslosandi en kvöldte aftur slakandi og þægilegt til að ná sér niður fyrir svefninn." í Grænu smiðjunni er einnig að Kristín vefur dúka og diskamottur úr dagblööum. fmna lyf og snyrtivörur úr íslenskum jurtum, olíur og smyrsl, nuddolíur og græðiolíur ásamt hinni ómissandi „unaðsolíu"- fyrir elskendur. Kristín segir söluna aðallega vera til útlendinga á sumrin og þeir kunni vel að meta að vörurnar séu alíslen- skar: „Það stendur ekki „meid inn Tævan“ á vöranum hér og það finnst útlendingum kostur." -fv Mitsushiba Verdict golfkylfur á frábæru veröi c Mikið úrvai af öðrum golfvörum Járn kr. 2.200,- Tré kr. 3.300,- Graphite Járn kr. 3.700,- Tré kr. 5.200,- Hringið og biðjið um verðlista UTILIF GLÆSIBÆ . S: 581 2922 Dagblöð og íslenskar jurtir - í Grænu smiðjunni í Hveragerði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.