Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 11
JjV MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 Suðurland ★ w 29 þaö með dýrum og mönnum." Gunnar Örn í baksýn. Á innfelldu myndinni er mynd af Eins og áður sagði fluttist Gunnar frá Reykjavík fyrir tólf árum. Finnur hann einhvem mun á því hvernig er að mála á hvoram stað fyrir sig? „Já, ég kann betur við mig þannig séð í sveitinni - og raunar að flestu öðru leyti líka. í fyrsta lagi er aðstað- an svo miklu betri. Ég er búinn að koma mér þægilega fyrir í gamalli vélageymslu og hef því talsvert pláss til þess að breiða úr mér. í öðru lagi var hin mikla ró og friður sem rikir í sveitinni ótrúleg breyting til batnaðar eftir stress og streð borgarlífsins. Ég hef mína hentisemi hérna, er með hljómflutningstæki og rafmagnsgítar- inn minn, ef mig langar til að spila sjálfur. Svo eru hér nokkrir hæginda- stólar sem ég get tyllt mér í og virt fyrir mér dagsverkið - nú, eða bara tekið mér smákríu. Áður Wagner, nú Hendrix Ef maður er þannig innstilltur að maður hafl gaman af að vera úti í náttúrunni, eins og við fjölskyldan erum, þá býr maður nánast í mótífmu fáist maður við landslag og þess hátt- ar. Eins er náttúrlega þessi viðátta sem er í sveitinni sem býr manni þægilegt svigrúm til þess að skapa sitt mannlíf og rækta það bæði með dýr- um og mönnum. Við segjum það nú hér að þó að við séum kvótalaus þá stöndum við í mannrækt hvert á öðru hérna.“ Gunnar segist ekki treysta sér til að gefa öðrum ráð þó svo sveitalífið hafi reynst honum vel: „Það er svo auðvelt að gefa öðrum ráð. Ég held að ég sleppi því bara. Það verður hver og einn að finna sinn takt í tilverunni." Tónlist og myndlist tengjast sterkt t huga Gunnars: „Þetta eru tveir óaðskilj- anlegir heimar að mínu mati - tveir fletir á sama hlutnum. Ég nota tónlist- ina hreinlega sem orkugjafa og vel mér þá tónlist sem passar við hvert mynd- mál. Þannig hlustaði ég mikið á Wagner fyrir nokkrum árum meðan ég var sem mest að mála landslag. En Wagner gengur fráleitt með sumu öðru. Ef ég hlusta á hann í dag verð ég eiginlega næstum þunglyndur. Við það sem ég er að gera í dag hlusta ég á Hendrix, blús á 12 strengja kassagítar og þess háttar. Enda er ég að fást við allt aðra hluti. .. Þetta fer eftir því sem ég er að fást við á hverjum tíma. Tilfinningin segir manni hvað er hvetjandi og færir mann áleiðis inn í einhvern sköpunarheim. Það sem er irriterandi og truflandi kem- ur í veg fyrir að maður nái sambandi og er ekki nothæft. Nema maður sé í þannig skapi." Pappakassaskúlptúrarnir veröa, ásamt öörum höggmyndum Gunnars úr steini og pappa, sýndir í Garöinum í júní. „Ég hef ekki mikla trú á aö mikiö veröi spurt um þá,“ sagöi Gunnar hlæjandi þegar hann var spuröur hvort hann vonaöist til þess aö selja þessa sérstæðu skúlptúra. Bóndi er bústólpi. Verölaunamerin Ira er stolt hestaræktarmannsins Gunn ars Arnar. Samhliða mannræktinni rekur Gunnar nokkurs konar vasabú. Hann er með endur og hænur og auðvitað hesta: „Við stundum smávegis hrossa- rækt og eigum eina fyrstu verðlauna meri, Iru. Hún er sem sagt komin í há- gæðaflokk sem ræktunargripur. Eða réttara sagt er það dóttir mín sem á hana. Það er víst vissara að vera ekki að eigna sér eitthvað sem maður á ekki. Hún yrði albrjáluð," segir Gunn- ar og kímir. Efnilegur hundur Eins og sönnu sveitafólki sæmir eiga Gunnar og fjölskylda hund. Sá er reyndar hvolpur og ber það þjóðlega nafn Snati. Og listamannsblóðið er ekki langt undan á þeim bænum held- ur. Það bar við meðan Gunnar var að sýna blaðamanni galleriið að hvolpur- inn, sem ekki fékk inngöngu, gekk út í garðinn beint fyrir framan einn af gluggunum, sneri snúðugt baki í hús- bónda sinn og gerði þar stykki sín. Blaðamaður hafði á orði við Gunnar að eitthvað ætti skepnan nú langt í land með að læra „mannasiði" en Gunnar vissi betur: „Nei, nei, hvað meinarðu? Þetta er bara svona „happ- ening“ hjá honum - „performance". Hann er bara þó nokkuð efnilegur." Viðhorf Gunnars til þróunar sinnar sem listamanns með árunum er einfalt: „Maður er nú vonandi í einhverri þróun með sjálfan sig. Það má eiginlega orða það þannig að ég álíti að maður sé á andlegu ferðalagi, og ef maður vinnur þá andlegu vinnu eitthvað af heilind- um þá er engin stöðnun. Það eru alltaf einhverjar breytingar. Það má kannski frekar kalla það breytingar en þróun þvi að ég er varla dómbær á það hvort breytingarnar eru til hins betra eða verra.“ -fv j^úsinu Vib fjörub Stokkseyri abeins 60 km frá Reykjavík. Kajaksiglingar fyrir alla um fjöruna og vötnin, heimkynni sela og fugla. Einstök náttúruupplifun. Notaleg stund í Ijúfu umhverfi Kökurnar okkar svikja engan. Fyrir hópa: t.d. Humarsúpa og salat. Grillveisla og varöeldur í fjörunni. A si ' Eina safnið, ^ sinnar tegundar á Islandi. )pið: Laugard. og sunnud Nuddpottur og vaðlaug. fra 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.