Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Page 4
4 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 DV fréttir Tryggingatannlækni á að víta fyrir lagabrot fyrir að breyta meðferðaráætlunum og ljótan munnsöfnuð, segja tannlæknar Tannlæknamir þrettán sem stóðu fyrir ályktun sem dagaði uppi á löng- um fundi þeirra í síðustu viku segj- ast mótmæla þeirri skoðun sem fram kom í DV á laugardag að þeir hafi viljað láta reka Reyni Jónsson trygg- ingatannlækni burtu frá Trygginga- stofnun. Þeir viðurkenna þó að þeir vilji sjá nýjan mann í stöðu hans. Tannlæknarnir segjast þeirrar skoð- unar að yfirmenn tryggingatann- læknis þurfi að áminna hann um að sýna tannlæknum og viðskiptavin- um þeirra tilhlýðilega kurteisi. f samtölum hafi hann oft viðhaft ljót- an munnsöfnuð og bréflega megi greina offors og dónaskap. Embætti tryggingatannlæknis þurfi lika að endurskipuleggja og skilgreina. Sum verk embættismannsins séu þess eðl- is að hann beri að víta. Þau séu ekki annað en lögbrot. „Það er algjörlega óviðunandi ástand sem ríkir í viðskiptum tann- lækna við embætti tryggingatann- læknis,“ segir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir. Hann segir jafnframt að það sé alrangt mat sem fram kom í fféttum DV að Reynir sé ekki gagn- rýndur nema af tilteknum minni- hlutahópi 13 tannlækna. Þórarinn segist geta fullyrt að megn óánægja ríki með störf Reynis í röðum tann- lækna og sjúklinga þeirra um landið allt. Nú síðast hafi fundur í Tann- læknafélagi Norðurlands á Akureyri samþykkt harðorða ályktun þar sem fram koma kvartanir í garð embætt- is tryggingatannlæknis. Það muni koma í ljós á aöalfundi Tannlæknafé- lags íslands sem haldinn verður í lok október hversu víðtæk óánægjan er. Tannlæknamir þrettán sem ósk- uöu eftir að ályktað yrði um störf tryggingatannlæknis á fundi í Tann- læknafélagi íslands á fimmtudags- kvöldið neita því að ályktunin feli í sér að Reyni Jónssyni verði sagt upp störfum í Tryggingastofnun. í henni standi ekkert um uppsögn. Þeir neita því þó ekki að þeir mundu fagna öðr- um manni í starf hans og séu hreint ekki einir á báti með þá skoðun. Þórarinn segir að tryggingatann- læknir hafi brotið lög með þvi að breyta umsóknum frá sér og öðrum. Honum sé fullkomlega óheimilt að breyta meðferðaráætlunum og leggja þar ofan í kaupið til meðferðir sem sérfræðingar í stéttinni segi gjör- samlega úreltar. Gunnar Þormar tannlæknir sagði í samtali við DV aö fundur tann- lækna hefði aðallega verið boðaður til að fjalla mn kjaramál tannlækna. Þar hafi komið fram megn óánægja með það hvemig stjóm Tannlækna- félagsins hefur haldið á launamálun- um. Málefni tryggingatannlæknis hafi vissulega fengið mikið rými í umræðunum og flest borið að sama brunni í þeim lunræðum. „Það var aðeins einn maður á fundinum sem mælti gegn öllum hin- um, vildi að farið yrði varlega í sak- imar vegna samninga við Trygg- ingastofnun, en það var líka eina röddin sem heyröist sem ekki gagn- rýndi störf og framkomu trygg- ingatannlæknis. Það er óhætt að full- yrða að ekki einn einasti maður á fundinum mælti honum bót. Það sem við viljum er að starfssvið trygg- ingatannlæknis verði skilgreint nán- ar. Maðurinn hefur enga yfirburða- þekkingu á tannlækningum, hann hefm* starfað á þröngu sviði tann- lækninga en situr síðan í sæti sínu og stjómar þaðan hvemig menn eigi að meðhöndla sjúklinga sína. Hann er kominn langt út fyrir sitt svið, því verður ekki unað lengur og því verð- ur að breyta,“ sagði Gunnar. DV leitaði viðbragða Reynis Jóns- sonar tryggingatannlæknis en hann vildi ekki tjá sig um málið. -JBP Átak gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum: „Oþolandi og á ekki að líðast“ Samtök verslunarinnar, Félag ís- lenskra stórkaupmanna og Verslun- armannafélag Reykjavíkur standa fyrir sameiginlegu átaki gegn kyn- ferðislegri áreitni á vinnustöðum með útgáfu á upplýsingaefni. Ætlun- in er að veggspjald með skilaboðun- um „Kynferðisleg áreitni - snertir fleira en þig gmnar“ veröi hengt upp i öllum verslunarfyrirtækjum í land- inu. Það verður gert til að vekja fólk til umhugsunar um málið í von um að hægt sé að sporna við því. Þess má geta að árið 1992 var kynferöisleg áreitni gerð refsiverð með lögum. „Kveikjan að þessu máli er að ýmsir aðilar höfðu samband við okk- ur og sögðu frá reynslu sinni þar sem upp höfðu komið vandamál á vinnustað er vörðuðu kynferðislega áreitni," segir Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslun- Mánud. - föstud. Fimmtudagar Laugardagar Sunnudagar 10:00 10:00 11:00 13:00 18:00 20:00 16:00 16:00 TM - HUSGOGN W SíSumúla 30 -Sími 568 6822 arinnar. „Þeir leituðu til félagsins í von um að fá upplýsingar mn hvernig þeir ættu að bregðast við. Sama var uppi á teningn- um hjá Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur." Ákveðið var að stofna sérstakan vinnuhóp sem hefur m.a. útbúið bæk- ling þar sem fjallað er um kynferðislega áreitni á vinnustað. í honum er m.a. lýst í hverju kyn- ferðisleg áreitni felst. Þar stendur: „Kynferðisleg áreitni getur m.a. birst sem: Óæskileg líkamleg snerting, viðkoma eða klapp. Óvelkomnar að- dróttanir, brandarar, at- hugasemdir um útlit og grófur munnsöfnuður. Tvíræð og niðurlægjandi tilboð. Klámmyndir á vinnustað. Krafa um kyn- ferðislegt endurgjald. Líkamleg valdbeiting." í bæklingnum stendur einnig að kynferðisleg áreitni geti leitt til streitu, reiði, þunglyndis, svefnleysis og streitutengdra sjúkdómseinkenna s.s. höfuðverks, húövandamála, melt- ingartruflana o.fl. Kynferðisleg áreitni hefur einnig áhrif á líðan ein- staklingsins á vinnustað, afköst og ekki síður á vinnuandann. „Við teljum að áreiti af þessu tagi sé óþolandi og eigi ekki að líðast á vinnustöðum. Við vitum til þess að vinnuveitendur hafa misst fólk úr vinnu sem hefur hreinlega flúið úr starfi vegna svona vandamála án þess að vinnuveitendumir hafi haft hugmynd um að eitthvað óeðlilegt væri í gangi sem hugsanlega hefði mátt bregðast við.“ Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, segir að í þjóöfélaginu sé vaxandi umræða um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. „Þetta birtist okkur með tvennum hætti. Annars vegar með því að við- komandi manneskja hefur sagt upp vegna þess aö hún hefur ekki haft út- hald i þá áreitni sem hún hefur orð- KfNFERÖISLh Á R E11N i - i' N £ R 1 I S f L t I R e. E N Þ I b ö R U N A R Veggspjaldið sem verður innan tíðar komið á marga vinnustaði. ið fyrir á vinnustaðnum. Hins vegar eru dæmi um að viðkomandi mann- eskju hefur verið sagt upp vegna þess að hún vildi ekki una áreitn- inni.“ Magnús segir að eflaust sé meira um kynferðislega áreitni á vinnu- stöðum en menn hafi gert sér grein fyrir. „Kannanir í sumum Evrópulönd- um hafa sýnt að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum sé miklu meiri en menn hafa gert sér grein fyrir.“ Töl- ur í Evrópu sýna að allt að 10-40% kvenna hafa orðið fyrir kynferðis- legri áreitni á vinnustað. „Flest lönd í Evrópusambandinu hafa gripið til ráöstafana með löggjöf, fræðsluher- ferð eða leiðbeinandi reglum fyrir vinnustaði og menntastofnanir. Inn- an Evrópusambandsins er nú unniö að sérstakri tilskipun um kynferðis- lega áreitni sem mun væntanlega einnig taka til Evrópska efnahags- svæðisins. Það er því ljóst að margar þjóðir líta á þetta sem mjög alvarlegt vandamál, vilja sporna gegn því og gera ráðstafanir til þess að þetta verði í sem minnstum rnæli." -SJ Þráhyggjumaður Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur um árabil verið talinn einn helsti hugmyndafræðingur Sjáifstæöis- flokksins í hinum ýmsu málum. Áber- andi hefur verið hve ákafur þessi fyrr- um talsmaður fijálshyggj- unnar hefur verið í vöm sinni fyrir kvótakerfið sem hann telur skólabók- ardæmi um giftusama framkvæmd frjálshyggj- unnar. Þá hefur undan- farin misseri fátt kom- ist að hjá hugmynda- fræöingnum annað en Jón Ólafsson sjónvarps- og Skífumógúll. Meðal sjálf- stæðismanna heyrast þær raddir að Hannes sé ekki frjálshyggjumaður frekar en Steingrímur J. Sigfússon og heldur beri að kenna hann við þrá- hyggju. Tími sé kominn fyrir Sjálfstæð- isflokkinn til að losa sig við hann og þar með þau óþægindi sem fylgi síend- urteknum tuggum Hólmsteinskunnar... Aftur á þing A Norðurlandi vestra em ýmsir farn- ir að renna hýru auga til efsta sætis á lista sameinaðra vinstrimanna. Alþýöu- bandalagsmenn eiga fyrir þingmanninn Ragnar Arnalds sem ætlar að hætta. Sveinn Allan Morthens, sem vék sér tímabundið i Þjóðvaka, vill nú efsta sætið sem allaballi og sama máli gegnir um Önnu Kristfnu Gunn- arsdóttur, fyrrum bæj- arfulltrúa á Sauðár- króki. Alþýðufiokks- menn náðu ekki manni síðast. Nú er hins vegar gamall þingmaður þeirra kominn á kreik og vill endurheimta sæt- ið. Það er Siglfirðingurinn Jón Sæ- mundur Sigurjónsson sem Stöð 2 gerði frægan um árið meö því að sýna í upp- hafi hvers fréttatíma myndskeið af því þegar Jón gekk af miklu kappi á hurð- ina inn i þingsalinn svo glumdi í... Kvensamur klerkur Læknirinn söngelski á Flateyri, Lýður Árnason, nýtur hylli í héraði sínu fyrir sönglist. Hann er ásamt fé- lögum sínum á fleiri sviðum afþreying- ariðnaðarins og hefur gert nokkrar stuttmyndir sem hlotið hafa athygli. Nú mun hugmyndin sú aö gera mynd hvar kemur við sögu prestur. Tii þess að hafa ailt sem eðlilegast ! bað Lýður séra Baldur Vilhelmsson, prófast og gleðigjafa í Vatns- firði, að taka að sér hlutverk „kynvillts klerks". Baldur er sagður hafa brugðist ókvæða við bón læknisins og þvertekið fyrir að leika slikan ódrátt. Læknirinn baö Baldur aö anda rólega, annað prestshlutverk væri á lausu í mynd- inni þar sem til sögu kæmi „kvensam- ur og drykkfelldur klerkur". Þessu fagnaði prófasturinn mjög og vildi vita hvar og hvenær tökur hæfust... Stuð á Árna Hinn öflugi leiðtogi sjálfstæöis- manna í Kópavogi, Gunnar Birgis- son, sækir fast að fyrsta sæti á þing- lista flokksins effir að Ólafur G. Ein- arsson, þingforseti og efsti maður list- ans um árabil, ákvað að hætta. Sterk staða Gunn- ars í Kópavogi mun þó tæpast duga því einhug- ur virðist vera að skap- ast um Áma M. Mathiesen. Gunnar mun þó örugglega ná öruggu sæti ofarlega á listanum. Ásgerður HaUdórsdóttir af Seltjamamesi er talin geta komið á óvart en hún er eina konan fyrir utan Sigríði Önnu Þórðardóttur, sem margir spá öðm sæti. í Grindavik er einnig ungur maður, Stefán Tómas- son, sonur Tómasar Þorvaldssonar, sem hefur komið sterkur inn í umræð- unaog vili annað tU þriðja sætið. Hann gæti öllum á óvörum skotist upp á milli þingmanna... Umsjón Reynir Traustason < 1 I i í í 1 1 1 1 1 1 Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.