Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Page 6
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998
stuttar fréttir
Misnotaði milljarðalán
Ríkissaksóknari Rússlands og
forseti neöri deildar rússneska
þingsins sökuðu í gær seðlabanka
landsins og fyrri ríkisstjómir um
að hafa misnotað milljarðalán frá
erlendum lánastoftiunum.
Sviptur þingheigi
Albanska þingið svipti í gær Sali
Berisha, fyrrverandi forseta Alban-
íu og leiðtoga
stjómarandstöð-
unnar, þinghelgi.
Þar með verður
hægt að ákæra
hann fyrir til-
raun til uppreisn-
ar. Berisha hvatti
í gær Fatos Nano
1 forseta tU að segja af sér.
Talebanar leita til SÞ
Leiðtogi talebana í Afganistan,
iMohammad Omai', hvatti í gær
Sameinuðu þjóðimar, SÞ, tU að
aðstoða við að leysa ágreining
þeirra við íran.
Genfarlögga í verkfalli
S Lögreglan í Genf fór í eins dags
verkfali í gær. Yfirvöld skulda
í lögreglumönnum 400 þúsundir yf-
irvinnustunda.
Skotið á flóttamenn
Lögreglan í Nepal skaut á 52
I flóttamenn frá Tíbet. Einn lést og
| annar særðist.
Átök á Vesturbakkanum
I Átök urðu mUli hundraða
| stuðningsmanna Hamassamtak-
anna og ísraelskra hermanna á
f Vesturbakkanum í gær.
Forseti í skilnaðarmáli
Forseti Austurríkis, Thomas
KlestU, og kona hans, Edith, hafa
skUið eftir 40 ára hjónaband. Ed-
ith flutti út fyrir 5 ámm eftir að
hún frétti um framhjáhald eigin-
1 mannsins.
Japansstjórn gefur sig
Japansstjóm hefur látið undan
stjómarandstöðunni og ákveðið
að draga úr völdum fjármálaráðu-
neytisins í málefnum banka og
Qármálamarkaða.
Hoppaði af kæti
Elísabet Englandsdrottning,
sem er í heimsókn hjá
soldáninum í
Bmnei þar sem
hún snæddi steik
af gulldiskum,
varð svo hrifin af
námskeiðum þar
í landi fyrir
konur um hættur
og kosti hjóna-
bandsins að hún hoppaði af kæti.
Stakk drottning upp á því við
utanríkisráðherra sinn, Robin
Cook, að slík námskeið yrðu
haldin í Bretlandi. Þrjú af fjórum
bömum drottningar hafa skUið
við maka sína.
Netþjónusta í Danmörku:
Lítill arður
Mestur vaxtarhraði atvinnu-
greinar i Danmörku er í hvers konar
netþjónustu, fréttaflutningi og kynn-
ingarstarfsemi á Netinu, samkvæmt
könnun sem gerð var meðal 266 fyrir-
tækja í slíkri starfsemi. Gert er ráð
fyrir því að í ár velti atvinnuvegur-
inn 250 mUljörðum danskra króna
sem er um helmingsaukning miðað
við fyrra ár. Starfsmannafjöldi hefur
einnig aukist um helming.
Verr gengur hins vegar með arð-
semi fyrirtækja í netþjónustu því að
aðeins 84 af þeim 266 sem þátt tóku í
könnuninni skUuðu hagnaði á síðasta
ári og ekki útlit fyrir að þeim fjölgi á
þessu ári. Hagnaðurinn var heldur
ekki mikiU, eða að meðaltali um 100
þúsimd danskar krónur eftir skatta.
Könnunin var gerð að frumkvæði
tveggja meginsamtaka netþjónustufyr-
irtækja í Danmörku og voru spum-
ingalistar sendir út tU samtals 460 fyr-
irtækja en aðeins 266 þeirra svömðu
og veittu upplýsingar um veltu, fjölda
starfsmanna og eignarhald.
Upptakan
gerð opinber
Myndbandsupptakan með vitnisburöi Bilis Clintons Bandaríkjaforseta um
samband hans og Monicu Lewinsky veröur gerð opinber á mánudaginn.
Símamynd Reuter.
Dómsmálanefnd fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings ákvað í gær að
gera opinbera á mánudaginn mynd-
bandsupptöku með vitnisburði BiUs
Clintons Bandaríkjaforseta frammi
fyrir ákærukviðdómi Kenneths
Starrs saksóknara í ágúst síðastliön-
um. Auk þess var ákveðið að gera
opinberar yfir 2000 síður af gögnum
rannsóknar Starrs á sambandi for-
setans og Monicu Lewinsky, fyrrver-
andi lærlings í Hvíta húsinu.
Monica Lewinsky kom tvisvar
fyrir ákærukviðdóm Starrs. FuUyrt
var í gær að lýsingar hennar á sam-
bandi hennar og Clintons í skýrslu
Starrs væru sakleysislegar væru
þær bornar saman við óritskoðuðu
gögnin. Skýrsla Starrs byggir aðal-
lega á framburði Monicu en hún
byggist einnig á þeim stefnumótum
sem hægt er að fá staðfest í dagbók
Hvíta hússins um heimsóknir og
vitnisburði starfsmanna hússins.
En Monica mun einnig hafa lýst í
smáatriðum 10 til 15 kynlífssamtöl-
um sínum við forsetann í sima.
Monica er jafnframt sögð hafa lýst
einu tilfeUi þar sem hún og forset-
inn notuðu annað leikfang en vind-
Uinn umrædda.
Demókratar eru æfir yfir birtingu
gagnanna. Segja þeir lýsingarnar
viðbjóðslegar og ekki skipta máli.
Meira að segja repúblikanar hikuðu
við að gera aUt opinbert af ótta við
að þeir yrðu sakaðir um að dreifa
klámi á Netinu og í öðrum fjölmiöl-
um. Það hæfir ekki þeirri mynd
sem flokkurinn reynir að búa tU af
sjálfum sér. Repúblikanar óttast
einnig að birting myndbandsupp-
tökunnar og gagnanna komi niður á
þeim í kosningabaráttunni sem
stendur fyrir dyrum.
Auk þeirra gagna sem þingið hef-
ur þegar fengið frá Starr viU for-
maður dómsmálanefndar fuUtrúa-
deUdar Bandaríkjaþings, Henry
Hyde, sem varð ekki glaður er hann
í vikunni neyddist tU að viðurkenna
framhjáhald fyrir nokkrum áratug-
um, einnig fá myndbandsupptöku
með vitnisburði Clintons frá því 17.
janúar síðastliðinn er hann tjáði
lögmönnum Paulu Jones að hann
hefði ekki staðið í kynferðislegu
sambandi við Lewinsky. Sagði Hyde
í gær að sú myndbandsupptaka yrði
gerð opinber um leið og dómsmála-
nefndin hefði skoðað hana.
Sjónvarpspredikari, Robert
SchuUer, lýsti því yfir í gær að
hann héldi að Bandaríkjaforseti
hefði verið að ljúga er hann neitaði
í samtali þeirra að hafa áreitt Paulu
Jones kynferðislega.
Skömmu áður en tilkynnt var í
gær að myndbandsupptakan yrði
gerð opinber greindi talsmaður
ítalska tískuhússins Gattinonis að
Monica Lewinsky hefði samþykkt
að koma fram á tískusýningu þess í
MUanó í október. Aðspurður hvers
vegna tískuhúsið hefði leitað tU
Lewinsky sagði talsmaðurinn,
Giovanni Ciacci, að hún væri búin
að vera í Bandaríkjunum. „Hvað
getur hún gert annað en að flýja tU
Evrópu? Og hver vekur meiri
athygli núna?“
Heimilishjálp Schyman:
Sahlin ekki hneyksluð
„Vegna þess sem ég hef gengið í
gegnum vil ég ekki vera dómari í
svona málum,“ sagði Mona Sahlin,
fyrrverandi aðstoðarforsætisráð-
herra Svíþjóðar, þegar hún var
spurð um vandræði Gudrun Schy-
man, leiðtoga Vinstriflokksins.
Schyman gagnrýndi á dögunum þá
sem ráða sér heimUishjálp gegn
svörtum greiðslum. Stuttu seinna
kom í ljós að hún hafði sjálf greitt
frænku sinni þúsundkafl af og til
fyrir þrif án þess að gera skattayfir-
völdum grein fyrir því.
Mona Sahlin, sem hrökklaðist frá
völdum er í ljós kom að hún hafði
oftar en einu sinni notað kritarkort
ríkisins í eigin þágu og dregið að
endurgreiða, bætir því þó við að
röksemdafærsla Schyman verði að
vera í takt við raunveruleikann.
Mona er ekki hneyksluð á að
Gudrun Schyman hafi ekki greint
skattayfírvöldum frá greiðslunum
fyrir þrifin.
Mona hefur tekið þátt í kosninga-
baráttu jafnaðarmanna að undan-
fórnu. Augljóst þykir að hún hafi
enn persónutöfra því húsfyllir hefur
verið þar sem hún hefur komið.
Kauphallir og vöruverð erlendis
New York
Dow Jonos
J J Á S
Sykur
400
300 200
ÍUU o^
218 .
$/t J J A S
Kaffí
1500 mnn
ÍUUU
500 0- $/t
1660 J J A S ;
Frankfurt
DAX40
Bertsin 95 okt.
HongKong J
Hang S«ng
20000 15000 10000' 5000
llsstsisBB -
7859,74 J J Á s
Norska ríkis-
stjórnin verst
menntuð
Nú hefúr enn eitt áfallið dun-
s ið yfir norsku ríkisstjómina.
| Hún er neðst á lista yfir mennt-
I; unarstig 27 ríkisstjórna.
Aðeins 39 prósent norsku ráð-
j herranna eru með háskóla-
gráðu. í átta löndum, þar á með-
í al í Bandaríkjunum og Eng-
landi, em allir ráðherramir út-
| skrifaðir úr háskóla. Þetta er
j niðurstaöa tveggja Svia sem
stunda nám í stjómmálafræði
S við Santa Monica Coflege í Kali-
| förníu. Norska sfjómin er á
j svipuðu stigi og almenningur í
f Noregi. Um 40 prósent þjóðar-
1 innar hafa gengið í háskóla.
Menntamálaráðherra Noregs,
í Jon Lilletun, hefur ekki áhyggj-
ur af falleinkunn norsku stjórn-
S arinnar. „Ég hefði meiri áhyggj-
ur ef allir ráðherramir væm há-
I skólamenntaðir. Styrkurinn
felst í því að menn em með
| reynslu frá ólíkum sviðum,"
§ segir hann í viðtali við norska
j blaðið Verdens Gang.
Of mikið heima-
nám getur haft
slæm áhrif
’ Skólabörn hafa löngum vitað
I að of mikið heimanám getur
j verið slæmt fyrir þau. Núna
j hafa tveir fræðimenn frá Lund-
únaháskóla tekið undir þessa
j skoðun skólabamanna.
! Niðurstaða rannsóknar dokt-
oranna Susan Hallam og Ric-
hards Cowans er sú aö heima-
j nám barna undir 12 ára aldri
j geti leitt til gífurlegrar spennu
j hjá fjölskyldum. Segja fræði-
mennimir að heimavinna geti
haft niðurdrepandi áhrif á fjöl-
skyldulíf, sérstaklega um helgar,
þegar fjölskyldur vilja verja tím-
anum sem mest saman.
Breska ríkisstjómin hefur ný-
lega hvatt börn og foreldra
þeirra til að grúfa sig yfir
heimanámið á hverju kvöldi.
j Stjórnvöld gáfu nýlega út leið-
beiningar um heimanám fyrir
j börn, allt niður í 4 ára. I leið-
5 beiningunum segir að bömin
1 eigi að lesa heima í 10 mínútur
j á hverjum degi.
Hættulegra
fanga leitað
í Svíþjóð
Tveir af hættulegustu glæpa-
j mönnum Svíþjóðar sluppu frá
vörðum sínum þegar farið var
með þá á pósthús í Örebro á
Ifimmtudaginn. Á pósthúsinu
áttu fangarnir að fá að greiða
atkvæði í kosningunum sem
haldnar verða á sunnudaginn.
Annar fanganna, nasistaleiðtog-
inn Niclas Löfdahl, sendi fyrr á
þessu ári bréfasprengju til
1 dómsmálaráðherra Sviþjóðar,
Lailu Freivalds. Hún særðist
I ekki við tilræðiö.
Fangamir voru vistmenn á
geðsjúkrahúsi. Sjúkrahúsverðir
fylgdu þeim á pósthúsið. Lög-
; reglan gagnrýnir að hún skuli
1 ekki hafa verið beðin um aðstoð
úr því að ákveðið var að leyfa
: mönnunum að greiða atkvæði
; utan sjúkrahússins. ígær taldi
;! lögreglan að Löfdahl hefði tekist
I aö komast til Stokkhólms.
Efást um
einkavæðingu
1 Færeyjabanka
I Bankastjóri Færeyjabanka,
; Jom Astrup Hcmsen, efast um að
1 bankinn verði einkavæddur
þrátt fyrir tilmæli sérfræðinga.
Hansen telur aö færeyskir
j stjórnmálamenn hafist ekkert að
í málinu vegna ósamkomulags
í um einkavæðinguna.
.n—,