Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Side 8
8 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 T^V %ejkerínn Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Eskimo models: Þórey Vilhjálmsdóttir er einkar hrifin af sushi-rétt- um, þ.e. þegar hún gefur sér tíma til að elda þá. DV-mynd Pjetur engifer sojasósa wasapi-krydd edik (Golden Mountain distilled) Sjóöið hrísgrjónin í 30 mín. eöa þangað til þau eru orðin hlaupkennd. Síðan eru þau látin kólna og ágætt er að dreifa úr þeim. Þá kólna þau fyrr. Skerið fiskinn í þunna bita og gúrkuna í strimla. Fyrir rúllur: Gott er að hafa bambus- mottu til þess að rúlla upp þanginu eftir að hrís- grjónum því hráefni sem nota á hefur verið dreift á hana. Þunnu lagi af hrís- grjónum er dreift yflr þangið og gúrkan sett þeim megin sem byrjað er að rúlla upp. Eftir að rúUað hefur verið upp er rúllan skorin í ca 6 bita. Sushi-bitar: Hrísgrjónunum er hnoðað saman í bita og þeir síð- an skreyttir með því fiskhráefni sem nota á. -bjb „Ég valdi þennan rétt því mér finnst svo auðvelt að búa hann tU. En það er bara ekki alveg jafnauðvelt að lýsa því hvernig á að bera sig að. Ég vona að ein- hver geti notað uppskriftina,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Eskimo mod- els, og sælkeri vikunnar að þessu sinni. Hún hefur verið í fréttum að undanfömu vegna út- þenslu fyrirsætuskrifstofunnar. Eskimo models hefur nefnilega opnað útibú í Síberíu. Þar segir Þórey fegurðina vera á hverju götuhomi! Hún gefur okkur hér uppskrift að japönskum sushi-rétti, einkar gimilegum og heiUandi. Það sem þarf í réttinn er eftirfarandi: 750 g sushi-hrísgrjón 1/2 gúrka 150 g ferskur túnfiskur 150 g ferskur lax 150 g fersk smálúða 150 g krabbakjöt 4 blöð af þangi Grillað lamb Nykaup Þfír sriii fcrskleildnn hýr á teini Þetta er réttur sem allir muna eftir - og vUja aftur og aftur og aftur og... Fyrir fjóra 800 g lambavöðvi, skorinn í 3 cni bita 4 stk. grUlpinnar 8 stk. cherrytómatar Kryddblanda 1/4 dl ólífuolía 1/4 dl sítrónusafi 1 msk. saxaður laukur 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1/4 tsk. saffran 1/2 msk. smjör Steikt hrísgrjón 200 g hrísgrjón 1/4 dl ólífuolía 200 g niðursoðinn maís 2 tsk. karrí 2 tsk. paprikuduft 2 stk blaðsalat sojasósa Kjötið er þrætt upp á pinnana. Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, lauk, salti, pip- ar og saffrani. GriUsteikið kjötið í 10-15 mín., snúið pinnunum öðra hverju og penslið með kryddblönd- unni. Þegar kjötið er að verða til- búið era tómatamir þræddir upp á pinnana með kjötinu og pensl- aðir með smjörinu. Sjóðið hrísgrjónin og steikið í ólífuolíu á pönnu með smátt söx- uðum lauk og 200 g af niöursoðn- um maís. Kryddið með karríi og paprikudufti. Leggið steiktu hrís- grjónin á blaðsalatið og kjötið of- an á. Sojasósa að vild. Meðlæti Steikt hrísgijón og salat. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. matgæðingur vikunnar r Magnús Geir Þárðarson með girnilegan kjúklingarátt I sýrðum rjóma og soja „Þetta er afskaplega ljúffengur réttur og góður fyrir þá sem ekki telja sig tU meistarakokka. Samt held ég að fáir hafi prófað þennan rétt. Ég hef eldað hann nokkrum sinn- um og hann hef- ur virkað vel. Lít- ur kannski út fyrir að vera flókinn í matreiðslu en er það alls ekki,“ segir Magnús Geir Þórðarson, matgæðingur vikunnar og listrænn stjórnandi í Iðnó, ásamt fleiru, sem gefur okk- ur uppskrift að grUluðum og niðurskornum kjúklingi í sýrðum rjóma og sojasósu. Hér kemur uppskriftin sem miðast við 4-6 manns í mat: 1 grillaður kjúklingur ca 1 1/2 dós sýrður rjómi ca 1 1/2 msk. sojasósa slatti af beikoni slatti af tómötum rósmarín-krydd Sýrðum rjóma og sojasósu er blandað sam- an og blandan sett í eldfast mót. GriU- aður kjúklingurinn er skorinn í bita og settur ofan á. Beikon- ið er næst steikt, skorið í bita og sett út í. Að lokum eru sneiddir tómatar og loks rósmarin- krydd sett yfir aUt saman. Þetta er hitað vel í ofni í smástund. Magnús Geir segir tUvalið að bera þetta fram með hrísgrjónum, fersku salati og nýbökuðu brauði ef timi leyfir. „Ég mæli eindregið með góðu rauðvini með og ný- möluðu kaffi á eftir frá Kaffi- tári,“ segir hann og skorar á Eddu Björgvinsdóttur leik- konu sem næsta matgæðing helgarblaðsins. „Hún er búin að vera að þjóna svo mikið tU borðs í Þjónn i súp- unni að undanförnu að það er ör- ugglega kominn timi tU að hún fari að elda eitthvað sjálfl“ -bjb Magnús Geir Þórðarson er duglegur að elda kjúkling og hér er hann tilbúinn með tómatana í réttinn. DV-mynd Teitur I ■ Nýkaup l’iii'S(‘iii fbrsklcikiiiii liýr Mexíkóskar tortillur með augnbaunum, piparsalsa og guacamole Fyrir 6. 6 stk. hveiti-tortUlur (tortUlas) 100 g augnbaunir 1 stk. laukur 100 g sveppir 100 g belgbaunir 100 g blómkál 100 g kúrbítur (zucchini) 100 g spergilkál 100 g ferskt rauðkál 2-3 tómatar, í bátum 2 stk. hvítlauksgeirar, saxaðir 1-3 stk. chili, nýtt og fint saxað 2 msk. fersk steinselja 2 dl kjúklingasoð 2 msk. ólifuolía mexican seasoning eftir smekk Ögn kjöt- og grænmetiskraftur. Salt og nýmalaður pipar Salat með kotasælu og nachos 1/2 stk. jöklasalat 1/2 stk. lollo rosso salat 1/2 stk. agúrka, meðalstór 1 dós kotasæla, lítU. nachos-flögur. Sósur 1 dós chUi salsa. 1 dós guacamole. Skolið baunirnar vel í sigti og leggið í bleyti yfir nótt. Gætið þess að vatnið fljóti vel yfir. Baunir sem fljóta eru veiddar upp úr og þeim hent. Næsta dag era baunirnar skolaðar og soðn- ar í miklu vatni í fimm mínútur. Lækkið síðan hitann og látið sjóða við vægan straum í 1 tíma. Látið renna vel af baununum og kælið. Saxið allt grænmetið fínt niður og steikið í ol- íu í potti. Bætið í tómötum, chUi og hvítlauk. Kryddið. Bætið í kjúklingasoði og baunum og látið síðan krauma í 6-8 mínútur. Bætið þá saxaðri steinseljunni saman við og bragðbætið með ögn af grænmetiskrafti, kjötkrafti, salti og pipar. Lagið tortillumar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Setjið vel af fyUingunni í hverja tortUla- köku og vefjið upp. Setjið á disk, skreyttan sal- ati. Berið fram með pipar, salsa og guacamole. Meðlætið Skolið salatið vel og rífið niður. Skerið gúrk- una í strimla. Setjið salatið á diska og skreytið með kotasælu og stingið nachos-flögunum hér og þar í salatið. Hollráð Sósumar (salsa og guacamole) era keyptar tU- búnar. Djöflakaka Ekta súkkulaðiterta sem ekki er erfitt að baka. 150 g sykur 150 g púðursykur 125 g smjörlíki 2 stk. egg 260 g hveiti 1 tsk. matarsóti 1 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. salt 40 g kakó 2 dl mjólk Krem 500 g fiórsykur 60 g kakó 1 stk. egg 80 g smjör 1 tsk. vanilludropar 2-4 msk. kaffi Hrærið vel saman sykur og smjör og setjið eggin út í eitt í einu. Blandið saman þurrefnum og setjið saman við ásamt mjólkinni, bakið í tveimur formum við 180" í 19-22 mín. KæUð botnana og gerið kremið. Krem Bræðið smjörið og blandið öUu saman í hræri- vélarskálina, hrærið rólega saman þar tU aUt er slétt og fint, smyrjið yfir og á mUIi. Gott er að bera fram með þeyttum tjóma. ________________ Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.