Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Page 20
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 I IV
★
20
ir
viðtal
----
Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, með nýtt leikrit:
„Ég vona aö ég þurfl
aldrei aö svara spurning-
unni um hvort ég er mynd-
listarmaöur eöa rithöfundur
í einhverri alvöru. Ég byrj-
aöi ellefu ára gamall aö
teikna af ástriöu, skrifa og
gefa út blöö og þetta hefur
haldist í hendur síöan. Þetta
var einu sinni raunveruleg
spurning fyrir mig af því að
ég hélt að ég þyrfti að svara
henni. En ég er alltaf aö
draga þaö og á meöan held
ég áfram aö gera það sem
mig langar til aö gera. Á
meöan þaö er ekki bannað
með lögum aö skrá sig meö
tveimur starfsheitum í síma-
skrána þá geri ég það. “
í gærkvöldi var frumsýnt nýtt ís-
lenskt leikrit hjá Hafnarfjarðarleik-
húsinu. Verkið heitir Við feðgamir
og er eftir Þorvald Þorsteinsson sem
eins og kunnugt er hefur fengist við
myndlist og ritlist jöfnum höndum.
Fyrri verk Þorvalds eru m.a. í til-
eftii dagsins sem sýnt var á Óháðri
listahátíð 1992, bamaleikritið Skila-
boðaskjóðan sem sýnt var á Stóra
sviöi Þjóðleikhússins 1993, Maríu-
sögur sem sýndar vom íNemenda-
leikhúsinu 1995 og Bein útsending
sem sýnd var í Loftkastalanum í
fyrra, auk þess sem Þorvaldur átti
þrjú verk í Sunnudagsleikhúsi Sjón-
varpsins á síðasta vetri.
Þorvaldur er staddur í norrænni
gestavinnustofu í 'Litháen þar sem
hann er að ljúka við bamabók sem
kemur út hjá Bjarti í haust. Hann er
einnig að vinna að tveimur mynd-
listarsýningum sem verða í Hollandi
og Frakklandi á næsta ári. Þorvald-
ur missir af frumsýningimni.
Ómáluð íbúð
í Sundunum
„Leikritið gerist i ómálaðri íbúð í
Sundunum þar sem feðgar em að
flytja inn saman tímabundið," segir
Þorvaldur.
„Við þessar aðstæður þar sem
verið er að taka upp úr kössunum
má segja að skapist ákveðnar spum-
ingar: T.d. hvað eigi að taka mikiö
upp úr gömlum kössum og hvað eigi
að láta liggja.
Systir sonarins, íbúðareigandans,
kemur einnig við sögu, enda þeir
feðgar ekki vanir að gera mikið án
þess að hún hafi hönd í bagga. Síð-
an bætast óvæntir gestir í hópinn.“
Vanmáttarkennd
og bitlaus verkfæri
„Það má segja að það hafi aldrei
kviknað eiginleg hugmynd að þessu
verki. Þetta er eitt af þessum verk-
um sem maöur sækir eitthvert ofan
í maga. Ég lagði einfaldlega upp
með þörf til að skapa aðstæður,
myndir og tilfinningar sem snúast
um þessa tegund samskipta. Það má
segja að nokkur orð liggi til gmnd-
vallar frekar en hugmynd: Vanmátt-
urinn gagnvart aðstæðunum og í
samskiptum við annað fólk, ekki
síst sína nánustu; löngunin til þess
að komast áleiðis með bitlausum
verkfærum sem eru held ég ástand
og aðstæður sem mjög margir em
að glíma við. Að vita ekki alveg
hvemig þeim líður, hvers vegna og
þá ekki hvernig á að gera eitthvað í
„Ég held að hið endanlega drama muni fara með mig en þangað til sætti ég mig við þau örlög að búa til leikrit sem
fólk lætur eftir sér að skemmta sér yfir, þó með einhverja grunsamlega bakþanka í brosinu." DV-mynd E.ÓI.
„Mér finnst beinlínis heillandi við leikhúsið að þar kemst maður ekki upp
með að vinna með tánum og rassgatinu. Þar er ég miskunnarlaust dreginn
til ábyrgðar og það finnst mér stundum vanta í myndlistarmannshlutverkið."
Eggert Þorleifsson f hlutverki föðurins og Gunnar Helgason f hlutverki
sonarins. DV-myndir Teitur
Fjölskyldan
bitastæður efniviður
Oft er sett samansemmerki milli
þess sem menn lifa og skrifa. Skyldi
leikritið Við feðgamir vera byggt á
eigin reynslu höfundarins?
„Kannski ætlaði ég einhvern tíma
að skrifa leikrit sem væri byggt al-
gjörlega á eigin reynslu en ég held
að ég sitji uppi með verk sem er að-
eins hæfilega tengt minni eigin fjöl-
skyldu. Það er mikil synd því að þar
er svo mikill og bitastæður efnivið-
ur. Þannig að enn verður fjölskylda
mín að liggja óbætt hjá garði.
Ég reyni þó að hafa ekki miklar
áhyggjur af því hvaðan þetta kemur
á meðan ég er að skrifa. En til þess
að gæta allrar sanngimi, því að
karlinn er kannski ekki sá sem feð-
ur vilja líkjast, þá á hann fátt skylt
með mínum föður. En vissulega er
hann ekki alveg úr lausu lofti grip-
inn fremur en annað í þessu verki.“
því að breyta ástandinu.
Við grípum oft til furðulegustu
verkfæra. Við erum oft að reyna að
segja eitthvað raunverulegt sem við
náum ekki utan um og endum
kannski á því að sýna borvélina
okkar. í þessu leikriti em ekki bor-
vélar en það eru annars konar verk-
færi sem hafa sum hver augljóslega
verið sýnd mjög oft. Það er einn
harmurinn í þessu verki hvað það
er mikil framsóknarlykt af því og
hvað það er búið að jaska út sumum
tólunum sem verið er að reyna að
nota til að segja frá líðan eða löng-
unum. Það er óneitnalega grátbros-
legt.
Þetta leikrit er enn ein tilraunin
hjá mér til að búa til harmleik sem
endar í tragíkómedíu. Mér tekst
aldrei að búa til dramað sem ég er
alltaf að fara að búa til. Ég held að
hið endanlega drama muni fara með
mig en þangað til sætti ég mig við
þau örlög að búa til leikrit sem fólk
lætur eftir sér að skemmta sér yfir,
þó með einhverja grunsamlega bak-
þanka í brosinu."
„Kannski ætlaði ég einhvern tima að skrifa leikrit sem væri byggt algjörlega
á eigin reynslu en ég held að ég sitji uppi með verk sem er aðeins hæfilega
tengt minni eigin fjölskyldu. Það er mikil synd því að þar er svo mikill og
bitastæður efniviður. Þannig að enn verður fjölskylda mín að liggja óbætt
hjá garði." DV-mynd Teitur
Forspárgildi leikrita
„Þetta verk er ekki unnið á
ósvipaðan hátt og Maríusögur, út
frá tilfinningalegri afstöðu frekar
en löngun til að segja og ljúka
sögu. Ég held að þau vinnubrögð
bjóði upp á það að maður glæpist
á að tala um eitthvað raunveru-
legt. Svona vinnuaðferðir geta
jafnvel haft forspárgildi. Sumt sem
ég skrifaði um i Maríusögum kom
á daginn tveimur árum síðar. Það
voru ákveðnar spumingar og
ákveðnar aðstæður sem verkið
lýsti sem voru ómeðvitað í deigl-
unni, en komu ekki upp á yfir-
borðið fyrr en síðar. Ég hlakka til
að vita hvað er á ferðinni í þessu
nýja verki. Kannski kemst ég
aldrei að því.“
Leikhúsið meiri
raunveruleiki
„í myndlistinni hef ég verið að
glíma við ákveðin gildi í samfélag-
inu, ákveðin samskiptaform þar
sem ég stend meira fyrir utan og
horfi og hef komist upp með að
gera miklu minna. í myndlist þarf
stundum að gera svo lítið til þess
að gera mikið, til þess að eitthvert
ómeðvitað ferli fari í gang sem ég
stjórna ekki. í leikhúsinu kemst ég
ekki eins auðveldlega hjá því að
taka tilfinningalega afstöðu í
hverju máli, í hverju augnabliki
verksins, og ég þarf að klára hugs-
unina nægilega vel til þess að leik-
arar og leikstjóri geti unnið sína
vinnu og mótað sína afstöðu. Það
er eðli samtalsins og leikhússins
að krefja mann stöðugt um af-
stöðu. Mér finnst beinlínis heill-
andi við leikhúsið að þar kemst
maður ekki upp með að vinna með
tánum og rassgatinu. Þar er ég
miskunnarlaust dreginn til
ábyrgðar og það finnst mér stund-
um vanta í myndlistarmannshlut-
verkið. Það er meira leikhús í
þessu myndlistarstarfi en margan
grunar. Leikhúsið er stundum
meira í líkingu við raunveruleik-
ann. Það er hin gamla klisju-
kennda þverstæða í þessu.
Annars finnst mér mjög erfitt að
skrifa leikrit. í hvert skipti sem ég
hef gert leikrit síðustu ár heiti ég
mér því að gera þetta aldrei aftur.
Mér finnst þetta einfaldlega svo
krefjandi. Ég ber mikla virðingu
fyrir leikhúsinu og flnnst þetta
mikil ábyrgð því að það eru svo
margir sem leggja allt sitt í þetta
og verða að trúa manni og treysta.
Þá getur verið erfitt að standa
undir því og finna samsvörun
milli sinna eigin takmörkuðu
hæfileika og hinnar miklu upp-
söfnuðu reynslu og hæfileika sem
bíður manns inni í leikhúsinu."
í afneitun
Skyldi það ekki vera undarleg
tilfinning að missa af frumsýningu
eigin verks?
„Ég á eftir að upplifa það. Mér
finnst það mjög skrítin tilhugsun.
Ég er í afneitun og er ekki húinn
að horfast í augu við það að missa
af frumsýningunni. En ég fer í
leikhús. Ég er búinn að panta mér
miða á sýningu Rimas Tuminas,
hins mikla íslandsvinar, á fostu-
dagskvöldiö þannig að ég verð í
leikhúsinu. Að því gefnu að leik-
húsheimurinn sé tengdur eftir ein-
hverjum grunsamlegum leiðum og
að æðakerfið sé virkt þá verð ég
svona næstum því á sýningunni.
Ég kemst alla vega ekki öllu nær
því en svona.“
-sm