Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1998, Side 30
38 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 Haustlitaferð Útivistar í Bása: Loftið tærara og birtan skarpari - haustið góður tími til ferðalaga Mörgum finnast feröalög og útivist fyrst og fremst tengjast sumartíman- um. Aðrar árstíðir gefa þó sumrinu ekkert eftir hvað náttúrufegurð varð- ar. Enda er það svo að sá árstími sem nú fer í hönd er að sumra dómi skemmtilegasta árstíðin og alls ekki síðri en sumarið til að njóta útivist- ar. Á haustin skartar náttúran sterkustum litum og fjölbreyttustum. Loftið er oft tærara og birtan skarp- ari en yfir sumartímann. Á svæðum þar sem mikið er um lauftré og lyng má jafnan sjá fegurstu haustlitina. Ferðafélagið Útivist hefur staðið fyrir hefðbundnum helgarferðum í Bása á Goðalandi í allt sumar. Nú er aðeins ein slík ferð eftir og er hún fyrirhuguð um næstu helgi, 25. til 27. september, í Goðalandi og friðuðum afréttum að baki Eyjafialla- og Mýr- dalsjökuls er að finna kjöraðstæður til að njóta haustlitanna. Gönguferðir og varðeldur Eins og þeir vita sem heimsótt hafa Bása er þar að finna stórbrotið lands- lag, gróskumikinn gróður sem má að nokkru þakka veðursæld i skjóli nær- liggjandi jökla. Margar og fiölbreytt- ar gönguleiðir eru í Básum og ná- grenni og hægt að velja léttar og erf- iðari ferðir; allt eftir viija og getu hvers og eins. Þeir sem vilja dvelja í skálanum geta einnig gert það en í Básum hefur Útivist yfir að ráða 80 gistiplássum auk tjaldstæða. Lagt verður upp í helgarferðina á föstudagskvöld en fyrirhugað er að verja laugardeginum öllum tii göngu- ferða. Lengsta gönguferðin verður væntanlega upp á Morinsheiði, upp að heljarkambi og þaðan niður Hvannárgil, niður á bak við Úti- gönguhöfða og niður í Bása. Gert er ráð fyrir að þessi gönguferð taki um sex klukkustundir. Einnig verður boðið upp á léttari gönguferðir og um kvöldið verður kveiktur varðeldur. Á sunnudagsmorgni er svo gert ráð fyr- ir að fara í stutta gönguferð en hald- ið verður heim á leið síðdegis og áætluð koma til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið. Básar á Goðalandi skarta sínu fegursta í sterkum litum haustsins. Geisladiskurinn lceland Complete: Vistvænn upplýsingamiðill Iceland Complete er nafn á geisla- diski sem ætlað er að geyma tæm- andi upplýsingar um ferðaþjónustu á íslandi. Á disknum verður hægt að skoða alla gististaði landsins, veit- ingahús, afþreyingu, vegakort og myndir af þéttbýlisstöðum. Þá verð- ur hægt að leika tónlist og mjmd- bönd og allt þetta verður á þremur tungumálum. „Þetta er að mínu áliti stærsta margmiðlunarverkefni sem unnið hefur verið hérlendis. Smæð lands- ins gerir það að verkum að við get- um verið með tæmandi upplýsingar um allt sem lýtur að ferðaþjónustu. Við erum komin með tilraunadisk i - tilraunaútgáfa lofar góðu hendurnar og hann lofar mjög góðu um framhaldið," segir Ingvar Jóns- Mikið hefur verið lagt í fallegt og að- gengilegt útlit á geisladisknum lceland Complete. son markaðsstjóri. Áætlað er að fullbúinn komi Iceland Complete út í febrúar á næsta ári og verður honum dreift frítt í 70 þúsund eintökum, innan- lands og utan. Diskurinn verður síð- an gefinn út árlega. Ingvar segir að auk þess verði upplýsingum disksins komið á Netið en ekki verði hægt að skila sömu gæðum út á Netið og einfalda verði alla grafik. „Menn munu hafa að- gang að öllum þeim upplýsingum sem eru á disknum en við mælum auðvitað með því að sem flestir verði sér út um diskinn sjálfan þeg- ar hann kemur út,“ segir Ingvar. ■H Krakkaklúbbur DV og Háskólabíó bjóða öllum Krakkaklúbbsmeðlimum á fjölskyldumyndina Paulie | laugardaginn 19. september klukkan 3. Þið framvísið Krakkaklúbbsskírteininu í miðasölu Háskólabíós og fáið bíómiða sem gildir fyrir tvo (á meðan miðar endast.) Páfagaukurinn Paulie er fyndinn, kjaftfor, ósvifinn og sífellt í vandræðum. Frábær fjölskylduskemmtun um símasandi páfagaukinn og 20 ára leit hans að æskuvinkonu sinni. r • HASKÓÍABÍÖ Vitinn í Alexandn'u Sex aldir eru liðnar síðan vit- inn í Alexandríu hlunkaðist út í Miðjarðarhafið af stalli sínum á eyju faraóanna. Nú hefur franski tískuhönnuðurinn Pi- erre Cardin ákveðið að hanna broddsúlu sem á að minna á þetta horfna undur en vit- inn var eitt af sjö undrum veraldar í fomöld. Hann var reistur árið 270 fyrir Krists burð og eyðilagð- ist í jarð- skjálfta á fjórtándu öld. Viti Car- dins verður síðan byggöur steinsnar frá staðnum þar sem upprunalegi vitinn stóð og er áætlað að hann verði tilbúinn í júní árið 2000. Vitinn verður úr glerhúðaðri steinsteypu. Hann mun endur- kasta sólarljósi á daginn og raf- ljós lýsa í honum á nóttunni, líkt og uppranalegi vitinn var þakinn speglum sem endurköst- uðu sólarljósi á daginn en eldur logaði í honum á nóttunni. Að sögn Cardins er markmið- ið ekki að endurbyggja vitann nákvæmlega eins og hann var þegar hann hrandi heldur finna 21. öldinni sams konar tákn ijóss og friðar. Ljósmyndun neðan- sjávar Neðansjávarljósmyndun er grein sem hægt er að keppa um heimsmeistaratitil í. Á tveggja ára fresti flykkjast saman ljós- myndarar í blautbúningum og bítast um verðlaun. Keppnin hefur áður verið haldin í Kyrra- hafinu, Miðjarðarhafinu, Rauðahafinu og Karíbahafmu, en um þessar mundir er hún haldin í Norðursjónum, nánar tiltekið í Álasundi í Noregi. Keppnin stendur fram á fóstu- dag og þeir sextíu ljósmyndar- ar, sem þátt taka, keppa í þrem- ur flokkum: Gleiðhornamynd- um, nærmyndum og skapandi myndum. Ferðamenn skoða flakið af Titanic Kvikmyndin um hið hörmu- lega sjóslys, þegar skemmti- ferðaskipið Titanic fórst árið 1912, virðist hafa hrundið af stað æði meðal fólks sem á peninga og er reiðubúið að láta þá af hendi. Undan ströndum Nýfundnalands er um þessar mundir hægt aö fá að skoða flak skemmtiferða- skipsins, en það fannst árið 1985. Þetta er að vísu gegn vægu gjaldi eða 32.500 Banda- ríkjadalir (í íslenskum krón- um er það u.þ.b. 2 milljónir og 340 þúsund). Þeir sem hafa farið niður í bleksvart hyldýpið með dverg- kafbát segja að það sé æðis- legt. Að hægt sé að sjá flöskur og diska um allt og í návíginu fari maður að skilja þennan ótrúlega harmleik. Þeir lýsa því einnig hvernig er að koma niður á ryðgað baðker skip- stjórans og hvernig er að finna í mastrinu ummerki eftir krákuhreiður. Þarna var eitt sinn líf, en er þar ekki lengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.