Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Page 6
6 útíönd *★ i stuttar fréttir Gáfust upp á hernum Fimmta hver kona sem hóf her- þjálfun samhliða körlunum i danska hernum iyrir tveimur mánuðum hefur nú gefist upp vegna erfiðisins. Engin áætlun enn Jevgení Prímakov, forsætisráð- herra Rússlands, hefur enn ekki lagt fram endan- lega áætlun um hvernig brjótast eigi út úr þeim efhaliagsógöng- um sem Rússland hefur ratað í. Prímakov hélt í gær upp á mánað- embætti með því að falast eftir aðstoð ESB. Stærsta fjöldagröfin Fjöldagröf sem fannst í austur- hluta Bosníu er sennilega sú stærsta sem þar hefur fundist til þessa. í gröfinni eru líkamsleifar um 300 múslíma sem Serbar drápu, að sögn yfirvalda. Góður árangur Einkarekið hjartasjúkrahús i Danmörku náði mjög góðum ár- angri á fyrsta starfsári sínu. Að- eins 2 af 211 sjúklingum, eða minna en eitt prósent, létust á fyrstu 30 dögunum eftir aðgerð. Kanna flugvallargerð Bæjarstjórn Tveroyri í Fær- eyjum ætlar að kanna hvort hægt sé að byggja flugvöll við bæinn þar sem flugsamgöngur séu for- sendur þess aö byggð þrífist á eyj- unni, að sögn netútgáfú færeyska blaðsins Sosialurin. Fjall á vegi íhaldsins Nýr formaður breskra íhalds- manna varaði viö því í gær að flokkurinn þyrfti að klífa hátt fjall áður en hann næði aftur völdum af Verkamannaflokknum. Það tækist hins vegar ekki nema menn hættu að beijast innbyrðis. Auðvelt að fá vinnu Dönsk ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára eiga auðveldar með að fá vinnu en jafhaldrar þeirra í öðr- um löndum ESB. Harðlínumaður í stólinn Harðlínumaðurinn Ariel Sharon var skipaður utanríkisráðherra ísraels í gær. Hann mun leiöa samningaviðræð- urnar við Palest- ínumenn um end- anlegan friðar- sáttmála. Sharon er ákafur stuðn- ingsmaður land- Vesturbakkanum. Slysið óþarf! Allir eru sammála mn að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið þegar 20 franskir ellilífeyr- isþegar drukknuðu á Spáni þegar bátur þeirra sökk. Minni bílamengun ACEA, samtök evrópskra bíla- framleiðenda, og Evrópusambandið náðu í vikunni samkomulagi um að draga úr útblæstri frá bílum um 15% fyrir árið 2008. Þessu markmiði á fyrst og fremst að ná með því að draga úr eldsneytiseyðslu bíla og er markið sett viö það að meðaleyðsla evrópskra fólksbíla verði árið 2008 aðeins rúmir sex lítrar á hverja 100 km. Það þýðir að bílar fari að með- altali 16,6 kílómetra á hverjum lítra. Samkvæmt samningnum verður fylgst með nýjum bílum í sérhverju Evrópusambandslandi fyrir sig. Unnið verður síðan úr gögnunum í Brussel og fylgst með því hvort bíla- framleiðendur standi við sitt. Verulega hefur dregið úr mengun af völdum bíla undanfarin ár en hún helst að verulegu leyti i hendur við eldsneytiseyðslu þeirra. Áriö 1974 var meðaleyðsla evrópskra bíla 10,251 á hverja 100 km. Á síðasta ári var hún orðin 20% minni eða 8,8 1 á hverja 100 km. -SÁ náms gyðinga á arafmæli sitt í LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 JLlV -----------------------------— Jeltsín ítrekar andstööuna gegn loftárásum á Kosovo: Leyfið gefið á næstu dögum Búist er við að NATO gefi leyfi til loftárása á Júgóslavíu vegna Kosovodeilunnar á allra næstu dög- rnn. Bill Clinton Bandaríkjaforseti viil að bandamennimir í NATO undir- riti leyfið fyrir vikulokin. Líkurnar á að það gerist fyrir mánudag, eða jafnvel þriðjudag, eru ekki taldar miklar vegna pólitískra vandamála í Þýskalandi og á ftalíu. Boris Jeltsín Rússlandsforseti ít- rekaði í gær andstöðu sína við hem- aðaraðgerðir gegn Júgóslavíu og landvarnaráðherra hans varaði við því að stjómvöld í Belgrad væru reiðubúin að berjast þar til yfir lyki. „Rússland ítrekar að pólitísk lausn verði fundin á Kosovodeil- unni,“ hafði talsmaður Kreml eftir Jeltsín á fundi hans með ígor Sergeijev landvarnaráðherra. Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjómcir, hitti Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta í gær í lokatilraun sinni til að koma í veg fyrir loftárásir NATO. Ekki var bú- ist við að sá fundur bæri neinn ár- angur. Sendiherrar hjá NATO hittu fastaneftid Rússa hjá bandaiaginu til að ræða Kosovomálið. „Við viljum báðir ná pólitískri lausn í Kosovo og við viljum að Júgóslavía fari að ályktunum Ör- yggisráðsins," sagði Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, við þýska sjónvarpsstöð eftir fúndinn. Júgóslavneski herinn kvaddi rit- stjóra innlendra fjölmiðla á sinn fund í gær til að segja þeim að ör- yggi landsins hefði ekki verið jafn- mikið ógnað í 50 ár. Ritstjórar vora hvattir til að fara varlega í frétta- flutningi sínum. Þá gáfu stjómvöld í Belgrad út reglugerð um hvernig fara skuli með matarbirgðir i land- inu og um starf fjölmiðla. Á meðan valdamenn tala sig í hel um hernaðaraðgerðir gegn Serbum þurfa óbreyttir borgarar í Kosovo að þola áfram gífurlegar hörmungar, eins og þessi fjölskylda sem kom að eyðilögðu húsi sínu. ítalska ríkisstjórnin fallin: Hægrimenn kampakátir Italskir hægrimenn fögnuðu því mjög í gær að ríkisstjóm mið- og vinstriflokkanna, undir forsæti Romanos Prodis, skyldi falla þegar atkvæði um traust á hana voru greidd á þingi. „Þetta er frábær niðurstaða. Nú skulum við halda kosningar,“ sagði Silvio Berlusconi, leiðtogi stjómar- andstöðu hægrimanna, sem gegndi forsætisráðherraembættinu í sjö mánuði á árinu 1994. Prodi bauðst til að segja af sér eft- ir atkvæðagreiðsluna þar sem stjórnarandstæðingar höfðu einu at- kvæðinu fleira eftir að kommúnist- ar ákváðu að hætta að styðja stjórn- ina. Það var Faustino Bertinotti, leið- togi Endurreisnarflokks kommún- ista, sem fór fyrir uppreisnarmönn- um gegn stjóminni. Hófsamir þing- menn flokksins greiddu atkvæði með stuðningsyfirlýsingu við Prodi. Þeir sögðu að ef hætt yrði stuðningi við stjórnina yrðu dymar opnaðar fyrir hægrimenn. Forseti Ítalíu bað Prodi að gegna embætti áfram þar til ný ríkisstjóm hefði verið skipuð. Kauphallir og vöruverð erlendis Græningjar vilja ekki áhrifalaus- an ráðherra S Joschka Fischer, leiðtogi k þýskra græningja sem líklega verður næsti utanríkisráðherra | Þýskalands, hefur sagt að hann í muni ekki taka embættið ef dregið verð- ;j ur úr völdum þess. Jafnað- armenn mimu hafa lofað að svo yröi ekki. Þýskir fjöl- miðlar fluttu fréttir af þessu í gær, á sama ; tíma og Fischer fór með Gerhard | Schröder, tilvonandi kanslara, i óformlega heimsókn til Bills ; Clintons Bandaríkjaforseta. í Jafnaðarmenn Schröders og \ græningjar standa í stjórnar- | myndunarviðræðum þessa dag- | ana. Þeir hafa komist klakklaust J frá þeim til þessa en stjómmála- | skýrendur segja að þeir eigi enn | eftir að ræða erfið mál. Njósnuðu í Noregi en ekki í Smugunni DV, Ósló: Norðmenn grunar að Rússar hafi notað tvær flugvélar til að njósna um hernaðarmannvirki í Norður-Noregi í stað þess að: njósna um óæskileg skip 1 Smug-! unni. Rússar fengu í sumar heimild til að senda njósnaflug- vélamar frá Tromsö út á Barentshaf til að skrá skip að veiðum þar. Vélunum var flogið vítt og breitt en fljótlega kom upp sá‘ kvittur að Rússarnir hefðu meiri ■ áhuga á Noregi en hugsanlegum sjóræningjaskipum. Því var ákveðið að senda norska njósn- ara, dulbúna sem brunaeftirlits- j menn, um borð í flugvéiarnar í leit að njósnatækjum. Að sögn voru njósnatæki um borð en hvort þau voru meira 3 notuð til að njósna um Noreg en Smuguna er ósannað mál. -GK Enginn skilur fall dollarans Sérfræöingar á fjármálamörk- uðum botnuðu í gær ekkert í þeirri miklu hækkun sem hefur orðið á gengi japanska jensins gagnvart Bandaríkjadollar síð- ustu daga. Um tíma hafði dollar- inn tapað 17 prósentum af verð- gildi sínu gagnvart jeninu á tveimur sólarhringum. „Ekki spyrja mig hvað er að gerast. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og hef ég þó verið að selja doilara og jen frá 1983; sagði starfsmaður bandarísks banka í London. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hvatti sjö helstu iðnríki heims til að grípa til aðgeröa til að róa markaðina. Clinton óhæfur sem leiðtogi Breska ríkisstjómin sagði í gær að Clare Short, ráðherra, þróunarmála, hefði verið að greina frá eigin skoðunum þegar hún sagði að Bill Clinton Bandarikjafor- seti væri óhæfur til að sitja áfram á forsetastóli vegna kynferð- issambands hans við Mon- icu Lewinsky. Orð Short, sem hún lét; sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld era andstæð afstöðu Tonys irs forsætisráðherra sem ítrekað lýst yfir stuðningi sínu við Bandaríkjaforseta. íhalds menn vilja að Blair ávíti Short.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.