Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 8
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 T^’V' Ikerínn ÍK ‘ Úlafur Sólimann, matreiðslu- og veitingamaður í Keflavík: Lambafille í rósmarínsósu „Þessi réttur er tilvalinn fyrir fólk sem er að fá gesti í matarboð. Ég ætla að bjóða upp á lambafílle með rós- marinsósu og grænmetisköku. í rétt- inum eru hefðbundin hráefni sem fást í venjulegri matvörubúð," sagði Ólafur Sólimann Lárusson, mat- reiðslu- og veitingamaður á veitinga- staðnum Sólsetrinu og Kaffi Iðnó á Hótel Keflavík, sem er sælkerinn okk- ar að þessu sinni og býður upp á girnilegan rétt. Ólafur rekur veitingastaðina ásamt Ágústi Þór Bjarnasyni, veitinga- og matreiðslumanni. Auk Sól- setursins og Kaffl Iðnó, sem notast við gler- bygginguna frægu við Iðnó í Reykjavík, reka þeir veitinga- staðinn Kína Take Away og skemmtistað- inn Skothúsið í Keflavík. 1 Ólafur var einkakokkur hjá milljóna- / mæringiítæp þrjú ár. Hann lærði á sínum tíma á Lækja- brekku og Glóðinni í Keflavík hjá Emi Garð- Ólafur Sólimann Lárus- son býður upp á lamba- fille með rósmarinsósu og grænmetisköku. DV-mynd Ægir Már arssyni, veitinga- manni á Hótel Borg. Lambafille 800 g lambafille 4 msk. pestó 4 msk. ólífuolía salt og pipar Blandið saman pestó, olíu og smá timian. Ristið aðeins í fituna á fill- einu og steikið á vel heitri pönnu í ólífuolíu. Kryddið og færið þetta síð- an á ofnskúffu og smyrjiö með pestó- blöndunni. Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 10 mín. ásamt grænmetiskök- unni. Grænmetiskaka 100 g brokkolí 100 g blómkál 100 g gulrætur 100 g blaðlaukur 50 g rauðlaukur 50 g sólþurrkaðir tómatar 50 g svartar ólífur 2 eggjarauöur 5 msk. kartöflumjöl 2 msk. ólífuolía salt, pipar og timian Skerið grænmeti ásamt sólþurrk- uðu tómötunum og ólífunum í smáa bita. Hitið olíuna vel á pönnu og steikið, kryddið með salti, pipar og timian. Setjið síðan í matvinnsluvél og tætið aðeins, passiö að þetta fari ekki í mauk. Hellið síðan í skál og látið kólna aðeins, bætið síðan kartöflumjölinu varlega saman við og þvf næst eggjar- auðunum. Mótið þetta í fjórar litlar kökur á ofnskúffu og látið standa þar til filleið er sett í ofn. Bakið i 10 mín. við 180 gráður. Sósan 75 g rauðlaukur 50 g smjör 11/2 tsk. rósmarin 1 1/2 tsk. heill svartur pipar (merja) 1 msk. dijon-sinnep 1 tsk. nautakraftur (oskar) 2 1/2 dl rjómi 2 dl vatn 1 tsk. sósulitur Saxið laukinn, rósmarín og pipar- inn. Bræðið smjörið í potti og svitið laukinn. Bætið síðan kryddinu sam- an við ásamt dijon-sinnepinu og látið malla í ca 2 mín. því næst vatninu, kraftinum og sjóðið aðeins niður, bætið síðan ijómanum saman við og sjóðið áfram í ca 3 mín. kröftuglega. Ef sósan er þunn þá má þykkja hana með smá maizena. Kartöflur 400 g bökunarkartöflur 2 1/2 dl rjómi 75 g ijómaostur 100 g rifmn ostur 1/2 tsk. kjúklingakraftur (oskar) 1 tsk. saxaður hvítlaukur 1 msk. parmesan 1 msk. söxuð steinselja salt hvitur pipar úr kvöm Flysjið kartöflurnar og skolið þær. Skerið i örþunnar sneiðar og geymið í köldu vatni. Hellið rjómanum í pott ásamt rjómaosti, krafti og hvítlauk, látið suðuna koma upp, takið pottinn af hellunni og kryddið með salti, pip- ar og steinselju. Raðið helmingi af kartöfluskífunum í viðeigandi form. Stráið osti og salti yfír og helm- ingnum af rjómablöndunni, síðan restinni af skífunum, blöndunni og ostinum. Bakið í ca 40 mín. og látið standa með álpappír yfir í ca 20 mín. Ólafur mælir með ferskum, blönd- uðum sjávarrétti i forrétt og blönduð- um ávöxtum í eftirrétt. -ÆMK Nykaup Þarsem ferskleikimi býr Sítrónubúðingur Það þarf smáundirbúning en sítrónubúðing er fremur einfalt aö búa til. 4 stk. egg 250 g sykur 1 stk. sitróna 7 stk. matarlím 5 dl rjómi Hrærið vel saman eggjarauð- ur og sykur, leysið upp matar- limið og blandið safanum úr sítrónunni saman við matar- límið. Þeytið eggjahvítur og ijóma hvort í sínu lagi. Blandið mat- arlíminu saman við rauðumar. Hrærið svo öllu vel saman ró- lega með sleikju, setjið í form og kæliö í ca 4-6 tíma. Lagið góða súkkulaðisósu og setjið yfir búðinginn. Ef búð- ingurinn er fastur í forminu er gott að dýfa því í heitt vatn stutta stund. Uppskríftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. matgæðingur vikunnar -------------------------------- w w Stefán Karl Stefánsson er matgæðingur vikunnar: Haug-hoppari í laukbaði Stefán Karl er nú önnum kafinn við æfingar á ívanov eftir Tsjekhov í Nemendaleikhúsinu en hann útskrifast næsta vor. Hann lét sig samt ekki muna um að skella fram upp- skrift að Ijúffengum kjúklingarétti. DV-mynd S Að þessu sinni er það leiklistarneminn Stefán Karl Stefánsson sem er matgæðingur vikunnar. Þrátt fyrir að vera enn í Leiklistarskólanum hefur Stefán látið rækilega að sér kveða í leikritinu Þjónn í súpunni í Iðnó. Þessa dagana er hann aö æfa ívanov eftir Tsjekhov í Nemendaleikhúsinu en útskrifast úr skólanum i vor. Stefán segir að kjúklingarétturinn sem hann býður upp á sé mjög ljúffengur og þrátt fyrir nafnið sem hann gefur réttinum sé uppskriftin ekkert grín. Haughoppari í laukbaói 1 stk. kjúklingur 2-3 stk. laukur 1 stk. paprika 1 tsk. púðursykur (má vera meira) 1 tsk. kúmen 1 tsk. kóríander 3 msk. sítrónusafi salt 2 hvítlauksrif (má sleppa) soja, smásletta (en ekki subba út) 2 dl kjúklingasoð ólífuolía til steikingar Aðferð: Kjúklingurinn er steikt- ur og brytjaður smátt. Laukur og paprika skorin í strimla og steikt á wok- pönnu í 10 mínútur. Brytj- aður kjúklingurinn settur út í. Púðursykur, kóríand- er, hvítlaukur, kúmen, sítrónusafi, salt og soja sett út í og að síðustu kjúklingasoðið. Látið malla í sjö mínútur. Berið fram með kryddjurta-bollum og jasmín-hrisgrjónum. Skolað niður með ís- lensku gvendarbrunna- vatni. Rétturinn er fyrir Qóra. Bollur með kryddjurtum 25 g pressuger 2 1/2 dl volg mjólk ca 500 g hveiti (8-8 1/2 dl) 50 g smjör eða smjörlíki 2 egg 2 tsk. salt 4 msk. kryddjurtir, t.d. graslaukur, steinselja, einnig má setja ólífur út í deigið Aðferð: Gerið er leyst upp í volgri mjólkinni og öllu blandað saman og látið hefast i 30 mínútur. Hnoðað og búnar til boll- ur, látið hefast í 15 mín- útur. Penslað með eggi. Magn: U.þ.b. 25 stk. Bökunartími: 12-15 mínútur. Hiti ofiis: 225-230”C. Bakist í miðjum ofhi. „Verði ykkur að góðu!“ Stefán Karl skorar á Björk Jakobsdóttur, leikkonu 1 Hafnarfjarðar- leikhúsinu, að töfra fram ljúffenga uppskrift um næstu helgi. -sm Nýkaup Þar sem ferskleikinn býr Birkigrillað lambalæri með rauðrófusósu Fyrir 6 1 stk. lambalæri, u.þ.b. 2,5 kg 2 msk. villijurtablanda salt og nýmalaður svartur pipar Rauðráfusósa 100 g niðursoðnar rauðrófúr 1 dl majones 11/2 dl sýrður rjómi 1 msk. síróp (Maple Syrup) 1 msk. rósapipar, steyttur Meðlæti 6 bökunarkartöflur 400 g blandað grænmeti, s.s. paprika spergilkál smámaís gulrætur rauðlaukur blómkál kotasæla Hreinsið fitu utan af lærinu eins og kostur er. Kryddið lærið og látið standa helst í sólarhring í kæli. Hitið gasgrill og brúnið lær- ið við háan hita á öllum hliðum. :? Lækkið síðan hitann niður á / lægsta og hlaðið blautum birki- 1 greinum með fram og utan með kjötinu. Greinamar þurfa helst að hafa staðið í vatni í sólarhring. » Lokið grillinu - en þó þannig að :: þar sé 4-5 cm rifa. / Grillið í 1 1/2 tíma, snúið á 15 ’ mínútna fresti. Látið sem flestar hliðar grillast. Hafið eftirlit með grillinu allan | tímann sem kjötið er að eldast, | þvi kviknað getur í birkinu sé það ekki nógu blautt. Ef fólk býr svo vel að eiga tein og snúningsmótor | er það heppilegra en að elda kjöt- ið beint á grindinni eins og hér er f gert ráð fyrir. Borið fram með rauðrófusósu, | bökuðum kartöflum og grænmet- | isblöndu. Rauðrófusósa :í Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel. Kryddað með salti og | pipar. Meðlæti IPakkið kartöflunum inn í álp- appír og bakið á grillinu með kjöt- inu í 45-60 mínútur eftir stærð. Eldunartíminn styttist ef kartöfl- umar em skomar í tvennt. Notið kotasælu sem sósu í kartöflumar. Skerið grænmetið niöur, skellið í sjóðandi vatn, léttsaltað, í 2-3 mínútur. ! Grillmatur er ekki bara sumar- | matur og getur átt vel við á hátíð- í legum stundum. Hægt er að grilla ís: allan ársins hring, svo framarlega sem hríðarbylurinn eða rigningin standa ekki beint ofan í grillið. % Vandið tU meðlætisins tU aö gera 5Í grillmat að hátíðamat. | Athugið að steikingartíminn í | uppskrUtinni er aöeins leiöbein- / andi því griUin em mismunandi og einnig skiptir veðurfar máli. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni i þær fæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.