Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 IjV Linda Rós Alfreðsdóttir fór tii Indlands þar sem hún kenndi götubörnum og dvaldist í munkaklaustri: Fjögur þúsund munkar og tvær konur “Ég vildi kikja á eitthvaö annaó áður en ég fœri í háskóla. Indland var tilvaliö land af því aö ég œtla aö lcera trúarbragöafrœöi. Þetta er heillandi land og á fátt sameiginlegt með ís- landi. Ég held kannski aö Snickers kosti það sama í báöum löndunum. Þaö er þaö eina. “l|j§ Linda Rós Alfreðsdóttir er ung kona sem skellti sér tU Indlands strax að menntaskólanámi loknu. Þar kenndi hún meðal annars blindum götustúlk- um að pqóna, ferðaðist og dvaldist í klaustri með 4000 munkum. Augnstungin börn Linda dvaldist fyrst i Bangalore þar sem hún kenndi 45 blindum stúlkum að prjóna. Hún kenndi þeim líka fé- lagsfræði og ensku. Hún hafði einnig það hlutverk að taka á móti börnunum þegar þau komu í skólann. „Það var svolítið kjánalegt því að þau voru öli blind og ég talaði ekki málið þeirra," segir Linda Rós. „Það var mjög sjokkerandi að fylgjast með þvi. Það kom fyrir að augun höfðu ver- ið tekin úr krökkunum tU að fá auka- peninga fyrir betl. Það hefur verið svo- lítið um það en farið minnkandi að svo róttækum aðferðum sé beitt.“ Bónorð í strætó Eftir fjóra mánuði var Linda orðin þreytt á kennslunni og lagði upp í ferðalag. Hún var í fjóra mánuði á ferð um Indland þar sem hún kynntist í bland yndislegu og venjulegu fólki og þeim sem höfðu látið peninga- græðgina afvegaleiða sig. Bænir eru ritaðar á fána sem sfðan berast með vindinum. „Um leið og túrisminn kemur fer djöfuE í fólkið. Verðið hækkar og það þarf að eyða klukkutíma i að prútta. Túrisminn hefur eyðUagt rosalega mikið þrátt fyrir að Indverjar hafi ekki gert neitt tU að koma tU móts við erlenda ferðamenn. Rútumar eru öm- urlegar, rúðumar detta úr og það er kraftaverk ef þær bUa ekki.“ Linda segir að þrátt fyrir að litU virðing sé borin fyrir ferðamönnum vUji Indverjar gjaman kynnast útlend- ingiun tU þess að komast burtu. „Þeir eru mjög margir sem hafa ekki neitt. Þeir hafa ekki sápu, penna, pappír eða neitt og eru allir að mennta sig. Þeir tileinka líf sitt því að biðja fyrir heiminum." „Ég lenti tvisvar í því að fá bónorð í strætó. Mamman bað mig að koma og kíkja á son sinn sem var búinn að læra verkfræði og langaði svo að kom- ast úr landi. Ég þurfti ekki að borga með mér eins og siður er.“ Brúðir í Indlandi þurfa að greiöa með sér og era það oft á tíðum mjög háar greiðslur. „Það er töluvert um morð út af þeim. Dömurnar era giftar einhverj- um gæjum en svo finnst foreldrunum brúðirnar ekki borga nógu mikið og þá lenda þær í fáránlegum slysum, eins og að heUa bensíni yfir sig inni í eldhúsi þegar þær vora að kveikja á eldspýtu. Systir þjóns fjölskyldunnar minnar dó þannig. Staða kvenna er mjög slæm á Ind- landi. Þær era bara húsdýr. Þær eru enn þá með bjöUur á fótunum svo eig- inmennimir viti hvar þær era staddar í húsinu. Það er algjört þrælahald. Ég held að Indland eigi eftir að breytast mjög mikið á næstu áram. Stelpumar era famar að fá að mennta sig. Það er mjög mikUvægt þótt þær fari aðeins í forháskóla og giftist strax eftir það. Þær fá þó smátilfmningu fyr- ir því að þær megi gera eitthvað. Það era þó öragglega hundrað ár þar tU þær fá sama rétt og hér en þær era þó famar að berjast fyrir réttindum sín- um smátt og smátt.“ Vill hjálpa þeim að biðja fyrir heimmum Þegar Linda hafði ferðast í íjóra mánuði ákvað hún að breyta tU og kom við í klaustri til að athuga hvort hún mætti vera þar í nokkra daga. Munkarnir buðu henni vinnu Þeir eru mjög margir sem hafa ekki neitt. Þeir hafa ekki sápu, Blindar systur. Ur skólanum þar sem Linda kenndi blindum götubörnum. „Það kom fyrir að augun höfðu verið tekin úr krökkunum tii að fá aukapeninga fyrir betl. Það hefur verið svolítið um það en farið minnkandi að svo róttækum aðferðum sé beitt.“ Linda Rós og strákarnir hennar. Mjög sjaldgæft er að Vesturlandabú- ar komist inn í þetta klaustur þar sem reynt er að halda menningunni óspilltri. Hún var svo heppin að kynnast munki sem var í stjórn klaustursins og fékk að búa hjá hon- um. Klaustrið er mjög merkUegt fyrir þær sakir að í því er verið að ala upp drenginn sem á að verða búdda yfir vesturheimi. Það er strákur sem er fæddur Lama. Sökum þess hve klaustrið er ein- angrað hefur reynst erfitt að fá styrki handa munkunum sem eru margir mjög fátækir. Linda ætl- ar að bæta úr því og segist geta kom- ið fólki i skriflegt samband við munka sem það geti svo styrkt. Áhugasamir geta haft samband við hana með tölvu- pósti nr43linda@hotmail.com. „Þetta er yndislegasta fólk sem hægt er að kynnast. Það er tUbúið tU að gera hvað sem er fyrir mann. Munkurinn sem ég bjó hjá var ekki blankur. Kóreskur munkur hafði gef- ið honum hús og bandarískur strák- in bjó hjá honum. Hann fékk pen- inga þar en þeim eru alltaf gefnir peningar í byrjun dvalar. Ég gaf hon- um 3000 krónur sem eru þriggja mánaða laun. í staðinn fyrir það keypti hann tíbetska þjóðbúninginn handa mér, sUkimálverk og ferð fyr- ir mig. Það hefðu ekki aUir getað þetta. Myndir: Linda Rós mennta sig. Þeir tUeinka líf sitt því að biðja fyrir heiminum. Á miEi hálftimm á morgnana og tvö á næt- umar biðja þeir fyrir heiminum. Þetta er ekki trú þar sem á að frelsa sjálfan sig. Hún gengur út á það að aUur heimurinn frelsist í einu. Það er mjög gott að hafa einhvem annan þarna úti að biðja fyrir okkur. Þetta er mjög friðsamt fólk. Það reyndi þó að berjast gegn yfirgangi Kínverja í Tíbet árið 1959. Það fær tU dæmis ekki að tUbiðja Dalai Lama í Tíbet sem er auðvitað hræðUegt. Við getum jafnað því við að kristinn maður fengi ekki að tUbiðja Krist. Ástandið er því slæmt. Munkurinn sem ég bjó hjá upp- lifði það í Tíbet að kínverska lögregl- an kom daglega heim til hans og barði foreldra hans en hann var af ríkum ættum. Einn daginn drápu þeir þá. Hann lagði þá á flótta yfir Himalaya-fjöUin en lögreglan náði honum þar og setti hann í fangelsi og pyntaði þar tU hann var nær dauða en lífi. En lögreglan viU ekki lík og henti honum því út úr fangelsinu og þá lagði hann aftur á flótta og komst yfir tU Indlands. Svona sögur em mjög algengar. Kínverjar em mjög viðkvæmir fyrir gagnrýni þannig að það má ekkert tala um þetta." Lærísveinninn strauk Hlutverk Lindu f klaustrinu var meðal annars að ala lítinn dreng upp í að verða munkur. Það gekk þó ekki mjög vel því að stráksi strauk úr vistinni. „Sem var mjög gott af því að það var svo mikiU krakki í honum. Þeir mega ekki leika sér, ekki syngja, ekki eiga gæludýr, garð - mega ekki eiga neitt. Svo er auðvitað kald- hæðnislegt að það skuli vera seld vasadiskó þama. Þaö er þó aðeins að slakna á þessu hjá þeim.“ Tvær konur vora í klaustrinu með munkunum 4000. „Við vorum beðnar að klæða okk- ur siðsamlega og sýna okkur ekki of mikið. Munkunum fannst það dálítið vandamál ef þeir sáust á eintali við okkur - þeim yrði strítt svo mikið. Samt tóku þeir vel á móti okkur, fannst gaman að hcifa konur og spurðu mikið um kvenleg mál. Munkinum mínum fannst mjög óþægUegt að sjást með mér á al- mannafæri. Ég átti ekki að vera að vinka honum mikið þótt aUir vissu að ég byggi hjá honum. Síðan átti ég að hylja fótin mín á þvottasnúr- unni.“ -sm Linda við klaustrið sem hún dvaldi í. I klaustrinu er verið að ala upp dreng- inn sem á að verða búdda yfir vesturheimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.