Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 DV DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarfomnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þrælahald flutt inn Technopromexport er rússneskt ríkisfyrirtæki, sem hvergi starfar á Vesturlöndum, nema hér og í Grikk- landi, þar sem flármálaspilling er mikil samkvæmt ný- legri fjölþjóðaúttekt. Félagið starfar í nokkrum löndum þriðja heimsins, þar sem mannréttindi eru lítil. Landsvirkjun ber alla ábyrgð á þessu fyrirtæki. Af til- boði þess í framkvæmdir hér á landi mátti strax ráða, að það mundi nota rússneska þræla í stað íslenzkra starfs- manna til þess að ná verkinu. Með því að taka tilboðinu tók Landsvirkjun á sig ábyrgð af þessu. Starf fyrirtækisins á vegum Landsvirkjunar felur í sér tilraun íslenzka samstarfsaðilans til að ná niður virkjun- arkostnaði hér á landi með því að brjóta á bak aftur löggilda kjarasamninga. Það skýrir, hversu dauflega Landsvirkjun hefur tekið á málinu. Síðan hefur bætzt við samábyrgð lélega mannaðra eymdarstofnana á borð við heilbrigðiseftirlitið á Suður- landi og vinnumálaeftirlit félagsmálaráðuneytisins. Þess- ar stofnanir hafa horft á hneykslið magnast án þess að manna sig upp í að gera neitt af viti í málinu. Framganga og fullyrðingar fulltrúa hinna rússnesku verktaka hér á landi hafa verið með slíkum endemum, að fyrir löngu hefði verið búið að reka þá úr landi ann- ars staðar á Vesturlöndum. Hér hanga þeir hins vegar í skjóli máttvana og örvasa ríkisstofnana. Opinberi geirinn hefur reynzt gersamlega ófær um að gæta laga og réttar við þetta verk. Það var eingöngu fyr- ir hatramma framgöngu nokkurra verkalýðsfélaga, að upplýstar hafa verið skuggahliðar á vanheilögu hjóna- bandi Landsvirkjunar og Technopromexport. Eftir að ótal yfirlýsingar fulltrúa rússneska fyrirtækis- ins hér á landi hafa ekki reynzt hafa við rök að styðjast, er félagsmálaráðherra enn að tuða um, að hann hafi ekki ástæðu til að vantreysta mönnunum. Þessi yfirlýsing hans er auðvitað mesta fjarstæða. Nánast öll verktaka í Rússlandi og fylgiríkjum þess er rekin á mafiugrunni eins og raunar mestur hluti at- vinnulífsins þar eystra. Þessi mafíukapítalismi, sem tók við af gamla ríkisrekstrinum, hefur á örskömmum tíma rúið þessa fjölmennu þjóð inn að skinni. Gjaldþrot blasir við verktökum í Rússlandi um þess- ar mundir, af því að ríkið getin- ekki lengur borgað neitt. Technopromexport er því í samstarfi við einkafyrirtæk- ið Elektrosevkavmontaj um lagningu Búrfellslínu. Þetta verk er liður í að ná fótfestu í auðugum ríkjum. Ódýrir þrælar eru það eina, sem þessi fyrirtæki hafa að bjóða umfram vestræn fyrirtæki, svo sem fram hefur komið hér á landi. Ef þrælahöldurum tekst að ryðjast inn á íslenzkan markað í skjóli ódýrs vinnuafls, er búið að brjóta löglega kjarasamninga á bak aftur. Við þurfum að læra af þessari reynslu eins og annarri. Við þurfum framvegis að hafa gætur á stjórnendum Landsvirkjunar, sem hafa haldið verndarhendi yfir mafiósum í gleði sinni yfir að geta sniðgengið kjara- samninga til að ná niður virkjunarkostnaði. Við höfum búið við næg vandræði af hálfu Landsvirkj- unar, svo sem eyðingu náttúruverðmæta til að geta selt niðurgreidda orku til stóriðju á kostnað almennings, þótt ekki bætist við, að þessi óvinveitta einkaleyfisstofnun reyni að brjóta niður löglega kjarasamninga. Mál þetta hefur gefið bláeygum íslendingum örlitla innsýn í skuggalega harmaveröld rússnesks þrælahalds, sem við megum alls ekki flytja inn í landið. Jónas Kristjánsson Hnignun stórveldis Bágt stjómmála- og efnahagsástand hefur grafíð vemlega undan Rússlandi sem stórveldi. Fullyrða má að staða Rússa í alþjóðamálum hafi ekki verið veik- ari frá því í seinni heimsstyrjöld. Á yfirborðinu hef- ur ekkert breyst. Rússneskir ráðamenn hafa ekki leg- ið á afstöðu sinni í utanríkismálum, eins og hörð and- staða þeirra við hemaðaríhlutun NATO í Kosovo sýnir. En stað- reyndin er sú að vestræn ríki hafa ekki látið Rússa standa í vegi fyr- ir diplómatískum eða hemaðar- legum aðgerðum ef þau á annað borð hafa komið sér saman um stefnu. í trássi við vilja rússnesku stjórnarinnar gerði Atlantshafs- bandalagið loftárásir á skotmörk Serba í Bosníu árið 1995 og ákvað að veita Ungverjum, Pólverjum og Tékkum aðild að NATO árið 1997. Og ef NATO skerst í leikinn í Kosovo verður það gert í óþökk Rússa. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson Rússland og alþjóðakerfið Þegar núverandi forstætisráð- herra Rússlands, Jevgení Príma- kov, tók við embætti utanríkisráð- herra fyrir tveimur árum breyttist tónninn í utanrík- isstefnu Rússa og mátti greina and-amerískan brodd. Rússar lögðu mikla áherslu á að koma á fjölræði í al- þjóðamálum og engum duldist að hér var verið að vara við bandarísku forræði. Eftirmaður Prímakovs á utanríkisráðherrastóli, Igor Ivanov, hefur ítrekað að engar breytingar verði gerðar á utanríkisstefna Rússlands. En staða Rússa á alþjóðavettvangi er orð- in svo veik að þeir eiga mjög vart um aðra kosti að velja en sætta sig við einhliða aðgerðir Bandaríkja- manna og fylgiríkja þeirra. Eftir seinni heimsstyrjöld neituöu Sovét- menn að lúta forræði Bandaríkjanna og taka þátt alþjóðafjármálakerfinu. Þeir komu á fót lokuðu viðskipta- skiptasvæði með fylgiríkjum sinum, þar sem vöruskiptaverslun gegndi lykilhlutverki. Afleiðingin varð sú að tviræði Bandaríkjanna komst á I alþjóðapólitík undir forystu Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Eftir að Sovétríkin liðu undir lok árið 1991 varð grundvallarbreyting á utanríkistefmmni. Rússar vildu samlagast hinu kapítalíska alþjóða- kerfi og taka upp samvinnu við Vesturlönd. Árangurinn hefur hins vegar orðið mun minni en báðir að- ilar gerðu sér vonir um. Efnahagslíf- ið í Rússlandi náði sér aldrei á strik og dróst þess í stað verulega saman. Rússar hafa ekki náð þvf markmiði að sitja við sama borð og helstu iðn- ríki heims. Og þótt þátttaka rúss- neskra hermanna í Friðarsamstarfi í þágu friðar (PfP) með hersveitum Atlantshafsbandalagsins hafi gengið vel hefur Samstarfsráð NATO og Rússlands ekki uppfyllt þær vonir sem bundnar voru við það. Tölfræðilegur veruleiki Deila má um hvaða þættir ráða mestu um áhrif þjóðríkja í alþjóða- kerfinu, en vitaskuld er hernaðar- og/eða efnahagsmáttur þungur á metunum. Stórfelldur niðurskurður til hermála hefur ekki aðeins leitt til fækkunar í rússneska hernum held- ur veikt mjög innviði hans. Því leggja Rússar nú æ meiri áherslu á fælingarmátt kjamorkuvopna í hemaðaráætlunum sínum. Rússar hafa nú yflr 10.240 kjamaoddum að ráða. Samkvæmt START-1 samningnum frá árinu 1992 ber Bandaríkja- mönnum og Rússum að fækka kjarnaoddum niður í 6.000 árið 2001. En rússneska þingið hefur neitað að staðfesta START 2-samninginn, sem skuldbindur báða aðila til að eyða 2.500 kjamaoddum til viðbótar. Kjarn- orkustyrkur Rússlands er þó hverfull þegar kafað er undir yfirborðið. Ein ástæða þess að Prímakov hefur lagt áherslu á að þingið samþykki samn- inginn er án efa sú að Rússar eiga ekki annarra kosta völ af efnahagsá- stæðum. Jurí Maslyukov varaforsæt- isráðherra hefur látið hafa eftir sér að Rússar muni ekki hafa efni á því að halda við nema 600-700 kjamaoddum eftir tíu ár. Hann ætti að vita það manna best, enda gegndi hann mikil- vægu hlutverki í uppbyggingu kjam- orkuvopnabúrsins á Sovéttímanum. Oft hefúr gleymst í umfjöUim um efnahagskreppuna í Rússlandi að inn- lendar skuldir eru aðeins lítið hrot af heildarskuldum Rússa. Frá árinu 1992 hafa erlendar skuldir aukist um 70 milljarða dollara til viðbótar þeim 100 milljörðum dollara sem Rússar yfir- tóku eftir að Sovétríkin leystust upp. Hættan eykst sí- fellt á því að rússnesk stjómvöld komist í greiðslu- þrot. Það sem gerir stöðu Rússa svo veika er að þeir eru gersamlega háðir Vesturlöndum um efnahagsað- stoð. Þeir geta ekki dregið sig út úr alþjóðakerfinu, eins og eftir seinni heimsstyrjöld. Og í ljósi þess má draga í efa að Rússar geti tekið þá áhættu að frysta samskiptin við Vesturlönd ef þau grípa til einhliða aðgerða, eins og loftárása á Serbíu vegna Kosovo-deil- unnar. skoðanir annarra Peninga fyrir AGS „Þörfin á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) aðlagist breyttum aðstæöum er augljós. Það ætti þó ekki að skyggja á þá staðreynd að vegna hiks fjárfesta, þurfa lönd sem eiga stuðning skilinn ef til vill að snúa sér til AGS. Það verður líklega bara fyrsta skrefið að samþykkja átján milljarða dollara framlagið sem stjórn Clintons hefur gert tillögu um en sumir leiðtogar repúblikana í fúlltrúadeildinni færast enn undan, þótt tíminn sé að renna þeim úr greipum. Þeir skulda heim- inum það að samþykkja þessa íjárveitingu tafarlaust." Úr forystugrein New York Times 6. október. Rétta leiðin í Kosovo „NATO getur ekki dansað eins og strengjabráða Serba. Rétta mannúðarleiöin er að aðstoða flótta- menn í Kosovo við að komast aftur heim. Rétta hernaðarleiðin er að dæma af fullri hörku hvort Serbar fara að ályktunum Öryggisráðsins og búa sig undir að eyðileggja hernaðarmaskínuna sem wmmmmmMmmmmmmMmmim stendur fyrir þjóðarmorðunum í Kosovo. Rétta póli- tíska leiðin er að búa sig undir samningaviðræður sem í fyllingu tímans munu gera lýðræðissinnum í Kosovo kleift að taka þátt í að móta eigin örlög.“ Úr forystugrein Washington Post 8. október. Einangrun rofin „Kosningarnar í Slóvakíu hafa skapað möguleika á að rjúfa einangrunina sem einræðisherrann Vladimir Meciar hefur haldið landinu í eftir skilnaðinn við Tékkland fyrir fimm árum. Skorturinn á lýöræði í stjórnartíð Meciars kom í veg fyrir að Slóvakía gæti fylgt með Tékklandi, Ungverjalandi og Póllandi í ESB og NATO. Einn mesti smánarbletturinn á störfum stjórnarinnar var misréttið sem ungverski minnihlut- inn, 10 prósent þjóðarinnar, var beittur. Viðbrögð í Evrópu við úrslitum kosninganna í Slóvakíu hafa ver- ið jákvæð en varfærin. Það er hins vegar þörf á að vestrænir leiðtogar iýsi skjótt yfir vilja til þess aö veita Slóvakíu aðild að ESB og NATO.“ Úr forystugrein Politiken 5. október. Staða Rússlands sem stórveldis hefur veikst mjög vegna efnahags- kreppunnar. Rússar vilja fjölræði í alþjóðamálum og koma í veg fyrir forræði Bandaríkjanna. En það sem dregur úr áhrifum þeirra er að þeir eru gjösamlega háðir Vesturlöndum i efnahagsmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.