Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Side 15
I LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 15 Landinn er samur við sig. Herbalæf-æðið er enn ekki runnið af þjóðinni. Lífsel- exírinn sá á að megra jafnt sem fegra og hressa unga jafnt sem aldna. Bara að setja í sig hrist- inginn, hvort sem er meö súkkulaðibragði eða jarðarberja- . Salan fer fram i heimahúsum þar sem sölumennskan er trú- boði líkust. Fullir af vítamínum reyna sölumenn að sannfæra Vcmtrúargemlinga mn að fagurt líf og heilsusamlegt bíði kaupi þeir duft og pillur, grænar jafnt sem gular. Sumir gefa jafnvel börnum sínum undralyfið þótt þau angri hvorki offita né slén. Nýlega var til dæmis viðtal í dagblaði við konu, með stórri mynd, þar sem hún sagðist gefa 9 mánaða gömlu bami sínu títtnefndan elexír. Keðjubréfin sælu Fæðubótin útlenda sem megrar og hressir er seld samkvæmt velþekktu píramídakerfi. Allir sem að koma þurfa og vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Eftir því sem menn standa ofar í piramidanum því betur eru þeir settir. Þetta er eitthvað sem landanum líkar. Þráfaldlega hafa menn ætlað sér að verða ríkir á peningakeöjum, kerfi sem getur ekki klikkað, að sögn þeirra sem að standa hverju sinni. Bara að senda þús- undkall á nokkur nöfn og bæta sínu neðst í þeirri von að hagnast ógur- lega síðar. Engu breyt- ir þótt flestir sitji uppi með sárt ennið þegar upp er staðið og tapi þúsundköll- imum. Því má nefni- lega treysta að hið sama endurtaki sig að nokkrum tíma liðnum. Þá ætla allir að verða rik- ir á ný. Allra meina bót Hið nýjasta á markaðn- um er undraúði. í marglitum staukum er efhi sem úða skal undir tungu sjúklings. Úðinn er sagður þeirr- ar náttúru að hann lækni á svipstundu. Hálsbólgan og kvefið sem marga hrjáir er ekkert mál e i g i m e n n Allir magrir og fagrir öllum regnbogans litum. Her- balæfið er því ekki eitt um hit- una - eða fituna öllu heldur. Landið bláa Líklegt er þó að allt þetta sem nefnt hefur verið, frá segularm- bandi að herbalæfi, sé hreinn barnaleikur miðað við það sem framundan er. Þar kemur til sög- unnar áðumefnda pillan bláa. Fram kom í fréttum fyrr í vik- unni að Vígara væri að koma. Áður hrópuð menn í skelfingu: Rússamir koma! Fátt var ógn- vænlegra. Nú er allur máttur úr Rússunum en krafturinn hlaup- inn í gleðipilluna sjálfa. Því hrópa menn nú á torgum í bamslegri gleði: Víagra kemur! Tippið er uppi á mönnum af til- hugsuninni einni. Fáir eöa engir eru fljótari að tileinka sér nýjungar alls konar en íslendingar. Það er sama hvar við hittum mann, karl eða konu, pilt eða stúlku. Það má nokkuð treysta því að GSM-sími hringi í vasa viðkomandi. Fólk hefur að sönnu enga þörf fyrir símtöl á gangstéttum, strætóbið- stöðvum, sundlaugarbökkum eða í rakarastól en hringir samt eða svarar í farsímann. Engan situr maður fundinn án þess að svo og svo margir símar hringi. Menn fáta þá í vasann, reyna að slökkva, gægjast á númer á símaskjánum eða hlaupa fram til þess að sinna þessu hugðar- efni. Við eigum auk þess síma heima i hverju herbergi auk þess sem þau eru full af græjum alls konar. Biðraðirnar í raf- tækjamörkuðimum þegar boðin eru kjarakaupin eru fin dæmi um náttúruna í okkur. Eigi ein- hver hvíta brauðrist og svartan GSM, svo dæmi sé tekið, er freistandi að líta á græna brauðrist og gulan síma bjóðist tólin á hagstæðum prís. Maður getur alltaf á sig blómum bætt, eins og segir í ljóðinu. Gleymd eru nú fótanuddtæin sælu sem léku svo blíðlega við tæmar um árið. Eilíf upprisa Svona verður þetta með þá bláu. Þótt hver pilla kosti þús- undkall þá mimar ekki um það meðan vel árar í samfélaginu. Menn fá sér pillu hvort sem þeir þurfa á henni að halda eða ekki. Nýjungagirnin lætur ekki að sér hæða. Að vísu eru einhverjir sem em í áhættuhópum svoköll- uðum og er ráðið frá notkun gleðigjafans. Það eru helst þeir sem hjartveikir eru og kransæðarýrir og á sprengitöfl- um og nytroglycerinum, sagöi sérfræðingur í viðtali. Hvort þeir gæti sín er svo önnur saga. Einhver hélt því fram, þá er tíðindin bárust af stífelsinu, að menn létu sig hafa það að prufa hvað sem liði líkamlegu ástandi. Skítt með afleiðingamar og þeir liðu þá á brott með sælubros á vör, flaggandi i heila stöng. Spurningin var þá aðeins sú hvernig færi í kistulagningunni, hvort erfitt væri að koma lokinu á og önnur slík framkvæmdaat- riði. Þau vandamál eru þó ann- arra en þess sem genginn er til hinnar eilífu upprisu - eða þannig. Svona er ísland í dag, eins og sjónvarpsmaðurinn segir. Allir magrir og fagrir, fullir af vítamínum og þrá. Góðærið hef- ur skilað sér til almennings. úðastauk. Þá líður þreytan burt sem og stressið reki menn út úr sér tunguna og sprauti. Svefn- leysi heyrir sögunni til og einnig tannpínan, óháð bmnastigi geifl- anna. Úðinn er meira að segja sagður svo magnaður að hann létti af mönnum þunglyndi. Þá er ekki lítið sagt því læknavís- indin hafa lengi glímt við þann erfiða sjúkdóm sem marga hrjá- ir. Gerill í mjólkurbaði Svona hefur þetta verið frá því að ég man eftir mér. Þegar ég var strákur þótti þeim sem að- eins voru famir að tapa æsku- þreki gott að setja á handlegginn segularmband. Armbandið átti að vera flestra ef ekki allra meina bót. Fólk hélt samt áfram að veikjast og hröma þrátt fyrir armböndin. Elli kerling hafði alltaf betur hvað sem því leið. Því hurfu böndin af handleggj- unum. Þá tóku við blómafræflar, síð- ar gerill frá Kákasus og loks sveppur af óræðum uppruna. Gerilinn og sveppinn sá ég þar sem þeir þrifust í mjólkurbaði. Sumir settu þetta í sig og trúðu á ágætið. Ég hef alltaf verið svo- lítið var um mig gagnvart mjólk- urmat, til dæmis aldrei getað bragðað smjör. Gerillinn þótti mér hálfu ógeðfelldari en heilt smjörstykki og að mér setti ákafa klígju við sjónina eina. Ekki komu þessi töfraefni því að gagni í mínu tilviki. Vítamínin varð ég að innbyrða með öðmm hætti. Tvírætt nafn og mynd Áður en herbalæfið tók þessa eyþjóð með trompi áttu þeir sem töldu sig of feita eða of slappa á einhverjum stöðum hauk í homi. Það var duftið núpólétt. Nafnið eitt gefur ýmislegt til kynna auk þess sem utan á duft- inu var mynd af nakinni konu. Konur settu því í sig efnið til þess að öðlast skrokkstærð kon- unnar á myndinni með mjaðmir og brjóst af kjörstærð en grunur leikur á því að karlar hafi lamn- ast í núpólétt til þess að örva svolítið í sér hormónana. Það var áður en stífelsispillan bláa var fundin upp. Efnið mun enn vera á mark- aði og aug- lýst í pökkum í Jónas Haraldsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.