Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 25 i0lk Hávamál á 13 tungumálum og í 250 þúsund eintökum: Næst á eftir Biblíunni - finnum mikinn áhuga, segir Eyjólfur Harðarson hjá bókaútgáfunni Guðrúnu „Þetta hefur gengið virkilega vel og við fínnum fyrir miklum áhuga á bókunum. Þær þykja mjög hentugar til gjafa og algengt að fyrirtæki kaupi þær í þeim tilgangi,“ segir Eyjólfur Harðarson, bóksali og kokk- ur í Gautaborg - og fféttaritari DV í Sviþjóð að auki, en hann hefur sl. 2 ár starfað hjá bókaútgáfunni Guð- rúnu þar í borg. Forlagið er reyndar staðsett á tveimur öðrum stöðum á Norðurlöndum; í Drammen i Noregi og Reykjavík, með 2-3 starfsmenn á hverjum stað. Eigandinn er Bjöm Jónasson sem býr í Kaupmannahöfn. Hljómar kannski flókið en er það alls ekki nú á tímum fullkominna sam- gangna. Á sölulista Guðrúnar undanfarin ár hafa aðeins verið 3 bækur, þ.e. Hávamál, Konungs-Skuggsjá og brot úr Snorra-Eddu, en þær era gefnar út á fjölda tungumála. Hávamái hafa komið út í 13 tungumálum og verið prentuð í 250 þúsund eintökum. Að- eins Biblían hefur líklega verið prentuð í fleiri eintökum á íslandi. Konungs-Skuggsjá er til á 5 tungu- málum og Snorra-Edda á 7 tungu- málum. Bækumar eru allar prentað- ar hjá prentsmiðjunni Odda. Þegar útsendari DV hitti Eyjólf, og tók meðfylgjandi mynd, var hann staddur í Bolton á Englandi í reglu- bundinni söluferö. Markaðssvæði hans er Danmörk, Þýskaland og Eng- land, auk Svíþjóðar. Auk bókanna þriggja hefur forlagið tekið í sölu ýmsa handunna muni og skartgripi sem minna á víkingatíma og -hefðir. „Áhuginn er alls staðar mikill, hvort sem það er á Englandi, Norð- Eyjólfur Harðarson með sýnishom af því sem hann selur fyrir bókaútgáfuna Guðrúnu. Ljósmyndari DV hitti hann fyrir tilviljun í Bolton á Englandi. Eins og sjá má eru það ekki bara bækur sem útgáfan er með. DV-mynd E.J. urlöndunum eða annars staðar í Evrópu. Allt sem tengist víkingxun vekur greinilega forvitni,“ segir Eyjólfúr sem m.a. heimsótti sérstakt vikingasafn í Jórvíkurskíri í þessari Englandsferð sinni. lega gaman að starfa við þetta,“ seg- ir Eyjólfur en eins og kom fram í upphafi er hann einnig kokkur. Fór einmitt til Svíþjóðar fyrir átta árum til að starfa við matreiðslu og klára þar nám. Vestur um haf Það er ekki aðeins á Norðurlönd- um og meginlandi Evrópu sem bók- unum er dreift. Þær eru komnar vestrn- yfir haf til Bandaríkjanna. Að sögn Eyjólfs er þegar farið að undir- búa hátíð þar vestra árið 2000, til- einkaða víkingnum Leifi Eiríkssyni. Bókaútgáfan hefur t.d. sent nokkurt upplag til Minneapolis og það er senn uppurið. „Þegar svona vel gengur er virki- Vann hann um skeið á fiskveitinga- stað í Gautaborg og er enn í mat- reiðslunni fyrir hina og þessa aðila. Eyjólfur er kvæntur Sigþrúði Sæ- mundsdóttir verslunarmanni og eiga þau fjögur börn. Þrjú þeirra búa hjá þeim í Gautaborg en það elsta er flogið úr hreiðrinu, ef svo má segja. Býr á íslandi og er að læra að fljúga. Ekki er annað að heyra á Eyjólfi en fjölskyldan ætli að dvelja um sinn í Sviaríki. -bjb Nýbýlavegur 30 (Dalbrekkumegin) S: 554-6300 múli 7 • S: 553-6540 www.mira.is l Chrylser Saratoga '92, ek. 113 þús. km. Ásett verö: 1.050 þús. Tilboðsverð: 880 þús. Peugeot 406 1,6 '97, leigubíll, ek. 90 þús. km. Ásett verð: 1.310 þús. Tilboðsverð: 1.000.000 Peugeot 405 GR '91, ssk., ek. 132 þús. km. Ásett verð: 650 þús. Tilboðsverð: 480 þús. VW Golf 1,6 ‘91 ek. 144 þús. km. Ásett verð: 650 þús. Tilboðsverð: 500.000 NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 Peugeot 306 '98, ek. 18 þús. km, bílaleigubíll. Ásett verð: 1.250 þús. Tilboðsverð: 1.130 þús. Peugeot 306 '98, ek. 20 þús. km, bílaleigubíll. Ásett verð: 1.210 þús. Tilboðsverð: 1.080 þús. Peugeot 406 1,6 '97, ek. 80 þús. km, leigubíll. Ásett verð: 1.310 þús. Tilboðsverð: 1.050 þús. Chrysler Stratus '96, ek. 52 þús. km. Ásett verð: 1.990 þús. Tilboðsverð: 1.790 þús. Toyota Corolla hb '92, ek. 68 þús. km. Ásett verð: 650 þús. Tilboðsverð: 550 þús. Toyota Carina '93, ek. 103 þús. km. Ásett verð: 1.290 þús. Tilboðsverð: 990 þús. Chrysler Stratus '95, ek. 86 þús. km. Ásett verð: 1.690 þús. Tilboðsverð: 1.490 þús. Chrysler Neon '95, ek. 44 þús. km. Ásett verð: 1.390 þús. Tilboðsverð: 1.100 þús. Chrysler Sebring '95, ek. 52 þús. km. Ásett verð: 2.190 þús. Tilboðsverð: 1.790 þús. Nissan Primera '92, ek. 110 þús. km. Ásett verð: 950 þús. Tilboðsverð: 800 þús. Hyundai Elantra station '96, ek. 52 þús. km. Ásett verð: 1.280 þús. Tilboðsverð: 990 þús. Cherokee Laredo '89, ek. 115 þús. km. Ásett verð: 1.050 þús. Tilboðsverð: 800 þús. Lán til allt að 36 mán. Fyrsta greiðsla á næsta ári. Þu getur lika fengið óskabílinn þinn a VISA/EURO. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 fylgja þéssum fótebiluni!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.