Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 29
A^"V LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 honnör inni í búðunum og ekki bara þegar aðrir sjá,“ segir Jón. Reglufestan mun vera meiri en er annars í norska hemum enda eru lifverðir konungs sú sveit sem al- menningur sér oftast. „Við eigum að koma fram eins og atvinnuhermenn um leið og við erum að vissu marki bara til skrauts,” segir Jón. Byssan er þó ekki til skrauts og byssustingurinn er hættulegt vopn sem stundum þarf að munda. Fullir kallar og kraftakonur Jón lenti í því fyrir skömmu að hann varð að beina byssunni að tveimur fullum mönnum sem voru að angra varðliðana við höllina. Þeim brá þegar þeir sáu cdvömna. Annars er ágangur drakkins fólks eitt erfiðasta vandamálið hjá varð- liðunum. Vaktir um helgar era því verri en aðrar og stvmdum þarf að kalla á lögregluna að sækja óláta- belgina. Svo koma alltaf einhverjir um há- bjartan dag og krefjast inngöngu og vilja fá að tala við kónginn tafar- laust. Jón segir frá því að fyrir skömmu kom stór og mikil kona og heimtaði fund með kóngi. Henni var neitað en þá sneri hún sér snúðugt við og tók á sprett upp að hallardyr- unum. Þar byrjaði hún að berja á dymar og kalla á kónginn. Einn varðliðanna hljóp á eftir en fékk bylmingshögg í andlitið þegar frúin sá til hans. Þegar búið var að kalla til meiri mannskap gafst hún loks upp og náði ekki konimgsfúndi. „Við vitum að fólk sem ekki er í andlegu jafnvægi getur fundið upp á ekki er í andlegu jafnvægi áðast á konunginn" segir mst í slíkum tilvikum sem vopnum." að ráðast á konunginn," segir Jón. „Það er fyrst og fremst i slíkum til- vikum sem við getum þurft að beita vopnum. Við eigiun í lengstu lög að reyna að tala um fyrir fólki en get- um ógnað með byssunni ef það gengur ekki. Og við vitum aldrei mörg skref og ef tveir varðliðar standa saman verða þeir báðir að ganga samtímis, snúa samtímis og stoppa samtimis. Bara skoða - ekki snerta Það eru þessar æfingar með fóta- sveiflum og hælaskellum sem vekja athygli ferðafólks og varðliðarnir mega ekki amast við þótt þeir séu myndaðir í bak og fyrir. Þó má ekki snerta þá. Þá mega varðliðamir svara ef þeir era spurðir til vegar, en þeir mega ekki benda þegar þeir svara slíkum spumingum - og að sjálfsögðu ekki að sleppa taki á byssunni. Jón segist ekki hafa verið vanur að fara með byssu áður en hann byrjaði í hernum. Hann segir líka að sér hafl ekkert verið um hríðskotariffilinn gef- ið í fyrstu en síðan venjist vopnaburð- urinn. En hvað með að gera Islend- inga að hermönnum? Er hægt að kenna þjóð með arfgengt þúfnagöngu- lag að marsera? „Blessaður vertu, við getum lært þetta eins og allir aðrir,“ segir Jón. „Hins vegar veit ég ekki hvort nokkur verður betri maður af að ganga í takt. Kostimir sem ég sé við herskylduna era að það er þroskandi fyrir ungling- ana að fara að heiman. Þetta er ágæt aðferð til að reka ungana úr hreiðrinu en hvort þeir verða agaðri við það veit ég ekki.“ Og íslenskan her af- greiðir Jón sem „of dýra hugmynd". Heima er á íslandi Jón kom sjö ára gamall til Noregs með móður sinni, Hlín Eldon Jóns- dóttur, sem nú er læknaritari í Ósló. Ætlunin var að vera bara eitt ár en þau eru nú að verða tuttugu. Hlín er gift Jan Ingebrigtsen, starfsmanni hjá norsku sjúkraflugsveitunum. Faðir Jóns er Magnús Dalberg, kaupmaður í Reykjavík, sonur Hallgríms Dalberg ráðuneytisstjóra. Kona Magnúsar er Ragnheiður Njálsdóttir. Ég spyr Jón hvort hann líti fremur á sig sem Norðmann en íslending. Hann hugsar sig um og segist svo vera hvort tveggja. „Ég fer alltaf heim einu sinni á ári og þá er „heim“ til íslands," segir Jón. „Ég er hins vegar norskur ríkisborg- ari og mér finnst léttara að tala norsku en íslensku. Ég geri líka ráð fyrir að vera áfram hér í Noregi og hér hef ég starf sem ég byrja aftur í um áramótin." Gísli Kristjánsson {felgarviðtal Jón Eldon Magnusson liðþjálfi ber ábyrgð á að ekkert komi fyrir Harald Noregskonung: hvort sú staða kemur upp að við verðum að skjóta." Hitinn í hattinum er verstur En það eru þó hvorki fullir karlar né kröftugar konur sem plaga líf- verði konungs mest á varðstöðum sínum. Erfiðastur er hitinn í hattin- um á heitum sumardögum og svo þreyta í fótunum af að standa teinréttur þrotlaust í tvo tíma. Hit- inn í hattinum getur náð allt að 80 stigum og þá líður yfir flesta. „Við höfum sérstaka sveit vatns- bera til að gera lífið þolanlegt í sól- inni,“ segir Jón. Varðstöðumar vara í tvo tíma í einu og svo er fjög- urra tíma hvíld. Hver vakt stendur í einn sólarhring. Fyrir hverri vakt er liðsforingi og þegar hann sefur er liðþjálflnn ábyrgur fyrir lífi og lim- um konungs. „Það er erfiðara að standa vörð í tvo tima stanslaust en maður gæti ímyndað sér að óreyndu," segir Jón. Eina ráðið til að létta á fótunum er að ganga en göngumar verða að fara fram eftir fyrirfram settum reglum. Það má bara taka visst „Þetta höfum við æft og eigum að vera tilbúnir að fórna lífinu fyrir konung og rfkis- stjórn ef ráðist er á landið," segir Jón m.a. um starf sitt fyrir Harald Noregskonung. Mynd NTB Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning í fylgd Vígdísar Finnbdgadóttur í íslandsheimsókn fyrir nokkrum árum. DV-myndBG \'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.