Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Side 30
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 UV J88 Árþúsundi fagnað á þreföldu verði Sjö ár áttu aö vera nægur tími til aö undirbúa gleðina þegar nýju árþúsundi yrði fagnað. Það fannst Jack nokkrum Jarin og fé- lögum hans sem pöntuðu sér far með skemmtiferðaskipi á vegum Royal Caribbean Cruises í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið á biðlista í sjö ár en nú þegar komið er að því að greiða fyrir ferðina kemur það upp úr dúm- um að hún þrefalt dýrari en menn áætluðu. Að sögn skipafélagsins er eftir- spumin eftir „árþúsundaferðun- um“ miklu meiri en áætlað var og meira en 30 þúsund manns hafa reyndar verið hækkuö upp úr öllu valdi og mun vikuferð sem alla jafha kostar um 100 þús- xmd verða seld á rúmar 300 þús- und krónur og þá er verið að tala um ódýrustu gistirýmin. Skipafé- lagið segist bara ekkert geta gert við þessu enda fólk í biðröðum að fá að komast með. Þeir segja aö fólk fái nú talsvert fyrir pen- ingana og til aö mynda ætli þeir að veija sjö milljónum króna í flugelda sem verður skotið á sjö skemmtiferðaskipum á Karabía- hafi þegar árið 2000 gengur í garð. Hausthátíðir Meðal hausthátíða í Evrópu er vert aö neftia að í vínræktarhér- uðum Frakklands er víða að finna uppskeruhátíðir sem standa út allan mánuðinn. Önn- ur merk hausthátíð er Wexford- óperuhátíðin á írlandi. Gestir há- tiðarinnar geta alla jafna séð nokkrar óperur og meðal verka á hátíðinni nú verða Tosca og Charlatan. Hátiöin stendur frá 15. október til mánaðamóta. Samgöngubót í París Neðapjarðarkerfið í París þyk- ir í flokki þeirra bestu í heimi. Öld er liðin síðan fyrstu neðan- jarðarlestirnar tóku af stað í Par- ís og eftir aðeins tíu daga verður bylting í lestarkerfinu. Þá hefjast ferðir nýrrar sjálf- virkrar hrað- lestar á milli Rue de Tolbiac og Madeleine- stöðvarinnar. Lestimar kall- ast Météor sem merkir hraði á frönsku en þeim er ætlað að fara þriðjungi hraðar en aðrar neðan- jarðarlestir í borginni. Útlit lest- anna er í framúrstefnustíl í anda nýrra aldar. Meira en 5000 safngripir á enskri fjallakrá Leiddist fótbolti og safnaði þessu í staðinn - segir Peter Stenson í Allenheads Inn á Norðimbralandi Allenheads Inn í Norðimbralandi á Englandi er sérstæð fjallakrá sem líkist meira safni en vertshúsi. Hvert sem litið er á kránni má sjá forvitnilega hluti en marga daga þyrfti til að skoða þetta allt til hlítar. Stutt stopp í morgunkafíl í reynslu- akstri á nýjum Opel Frontera á dög- unum varð til þess að opna augu und- irritaðs fyrir einni sérstæðustu krá á öllu Englandi, en þar er að finna meira en 5000 safngripi sem em til sýnis i öllum 27 herbergjum krárinn- ar, á börunum tveimur, gistiherbergj- unum og matsalnum. Þar má sjá allt milli himins og jarðar og greinilegt að ekkert er talið of ómerkilegt til að hafa það til sýnis. „Mér leiddist fótbolti en fór samt í ferðir með félögum mínum þegar þeir fóm til að horfa á fótboltaleiki," segir Peter Stenson, kráreigandi í AUenhead, í þröngum dal um klukku- stundarakstur frá Newcastle. „í stað- inn fyrir að eyða tímanum á vellinum fór ég í fommunaverslanir í ná- grenninu og keypti það sem mig langaði í. Safngripimir söfnuðust upp og ég fór að hugleiða hvað ég gæti gert við þetta allt saman“. Keyptu krána á ferðalagi Fyrir tæpum tíu áram voru Pet- er og Linda, eiginkona hans, sem þá bjuggu í Southamton á Suður- Englandi, á ferð um norðurhlutann og vora á ferð í nágrenni Newcastle. Þau ákváðu að heimsækja Allenheads, sem liggur þorpa hæst á Englandi, en þar vom á 18. og 19. öld mjög gjöfúlar blýnámur, sem gáfu af sér um einn sjötta hluta af því blýi sem grafið var úr jörðu á þeim tíma á Englandi. Þá vom íbúar Allenheads um 2000 en nú era námumar ekki lengur nytj- aðar, ódýrara blý frá öðrum löndum sá til þess og námumennimir hurfu til svipaðra starfa í Ameríku og Ástr- aliu. íbúamir em aðeins um 200 og svæðið í kringum Allenheads er vin- sælt til veiða, einkum heiðamar. En kráin, sem byggð var fyrir Sir Thomas Wentworth árið 1770, stendur enn og þegar þau Peter og Linda höfðu þar viðdvöl og höfðu notið veit- inga þáverandi staðarhaldara spurði Peter: „Viltu selja mér krána þína?“. „Þetta var mjög skemmtilegt augnablik," segir Peter. „Vertinn horfði á mig dágóða stund, eins og ég væri ekki með öllum mjalla, en þegar ég endurtók spuminguna horfði hann Töfrabrögð og hrekkir Peter á það til að bregða á leik og sýna töfrabrögð fyrir gesti sem sækja hann heim og hann hefur einnig gam- an af að hrekkja gestina sina svolítið þegar það á við. Eitt hrekkjabragð sem hann á uppi í erminni er tengt þeim sið á enskum krám að hringja bjöllu fyrir síðasta umgang áður en kráin lokar. Á öðrum barnum á kránni hangir nefnilega risastór kirkjuklukka. „Ef ég notaði hana þessa til að hringja inn síðasta um- gang myndu sennilega allir missa heymina, svo það bíður betri tíma,“ segir Peter. Þau Peter og Linda hafa aldrei séð eftir því að flytja til Allenheads. Veðrið er ekki eins gott og fyrir sunnan, en fólkið er gott og um- hverfið fallegt," segir Linda. Þegar við spyrjum hana hvort ekki snjói stundum á vetrum, minnugir þess að hafa séð óvenjuháar stikur með fram veginum þegar ekið var af heiðunum niður í dalinn hjá Allenheads, sagði hún að vegurinn takmarkað. Þó sagðist Peter nýlega hafa uppgötvað ónotað rými undir gólfinu svo enn væri hægt að halda áfram að safna. En Peter hefur einnig aðra ástríðu en að safna gömlu dóti því hann er líka áhugamaður um gamla bíla og á sérstaklega gott eintak af Rolls Royce 20/25 Open Tourer ffá árinu 1932. Vinsælt er meðal eigenda fornbíla að heimsækja Peter og Lindu í Allenheads Inn og helgina eftir að við vorum á staðnum var von á eigendum gamalla Morgan-sportbíla. Það er gott að sækja þau hjón heim í þessa sérstæðu krá. Boðið er upp á mikið úrval hefðbundinna kráarrétta og pláss er fyrir liðlega 20 gesti í gist- ingu, en nóttin kostar 21 pund. Fyrir þá sem eiga erindi um þenn- an hluta Englands, einkum til Newcastle, er heimilisfangið Allenheads Inn, Allenheads, Nort- humberland. -JR Ágústa Ragnarsdóttir, ásamt syni sínum, Þórði, tekur við ferðavinningi DV úr höndum Sigríðar Sigurðardóttur, markaðsstjóra DV, og Mörtu Helgadóttur frá Samvinnuferðum-Landsýn. DV-mynd Teitur Áskrifendur DV eiga kost á ferðavinningi: Hlaut helgarferð til Dublin Allir áskrifendur DV eiga von á skemmtilegum glaðningi í hverri viku út október. Um er að ræða fjórar helgarferðir fyrir tvo með Samvinnuferðum-Landsýn til hinnar vinsælu ferðamanna- borgar Dublin. Fyrsti ferðavinningurinn var dreginn út fyrir helgi og það var Ágústa Ragnarsdóttir sem hreppti hnossið. Dublinarferðir Samvinnuferða- Landsýn hafa notið mikilla vin- sælda undanfarin ár og skipta ís- lenskir farþegar þúsundum. Borgin iðar af lífi og þar geta allir fundið sér eitthvað að gera. Það er þægilegt að versla í Dublin því helstu verslunarsvæð- in liggja hvort sínum megin við ána Liffey sem rennur um borgina miðja. Peter Stenson er her á öðrum barnum a kranni en kringum hann hanga hlut- ir sem hann safnaði frekar en að horfa á fótbolta. DV-myndir JR á konuna sína og sagði: „Ja, af hverju ekki, ég er orðinn gamall og einhver þarf að taka við.“ Það varð því úr að við keyptum krána og fluttum hingað norðureftir með sjö vörubílshlöss af fomgripum sem i dag prýða hana.“ hefði aðeins lokast einn dag vegna snjóa þau níu og hálft ár sem þau hafa verið þama. Enn eiga þau Peter og Linda mik- ið af forngripum ofan í kössum sem eftir er að koma fyrir, en plássið er m n V:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.