Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1998, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 ... MUNIÐ NET- LEIKINN GLÆSILEG VERÐ- LAUN 75 mi&ar í Laser Tag, 600 mibar ó Small Soldiers Small Soldiers leikföng. www.visir.is mm Takmarkið var að hlaupa Laugaveginn - segir Kristín Björg Guðmundsddttir dýralæknir sem lát drauminn rætast í sumar Hlaupaleiðin á milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur, sem gengur undir heitinu „Laugavegurinn", er leið sem langhlauparar leggja alla- jafna ekki í nema að undangenginni langri og strangri þjálfun. Þó eru til undantekningar frá þessu. Kristín Björg Guðmundsdóttir, dýralæknir á rannsóknarstöð Háskólans að Keld- um, byijaði að æfa hlaup hjá Náms- flokkum Reykjavíkur í febrúar á þessu ári. Aðeins fimm mánuðum síð- ar hljóp hún Laugaveginn og náði þar ágætistíma, eða 8 klst. og 35 mínútum. „Ég var stödd í Þórsmörkinni sum- arið 1997 þegar hlaupararnir voru að koma í mark eftir hlaup úr Land- mannalaugum. Ég heillaðist gjörsam- lega af stemningunni og einsetti mér að verða sjálf þátttakandi í þessu hlaupi að ári. Ég hafði reyndar geng- ið þessa leið áður og svo skemmtilega vill til að í þeirri gönguferð kynntist ég eiginmanni mínum,“ sagði Kristín. „Ég gerði mér vonir um að komast Laugaveginn á undir 8 klukkustund- um, en það tókst nú ekki hjá mér,“ sagði Kristín Björg. Hún hóf æfmgar i byrjendahópi hjá Námsflokkum Reykjavikur í febrúar. „Flestir sem hófu æfmgar á sama tíma og ég voru að hætta að reykja, en ég hef reyndar aldrei reykt. Ég hafði hins vegar eng- an sérstakan íþróttabakgrunn, stund- aði reyndar karate í eitt ár fyrir fjór- um árum. Hins vegar hef ég alltaf ver- ið áhugasöm um útivist og fjailgöng- ur. Eftir að ég hóf æfingar hjá Náms- flokkunum fór ég fljótlega að taka þátt í 5 km almenningshlaupum, svo sem Flóahlaupinu og ÍR-hlaup- inu. Ég reyndi að sfimda fjallgöngur með æfingunum og fór nokkrar ferðir með Námsflokkunum í Esjugöngur. Ég ætlaði síðan að taka þátt í 10 km í Mývatnsmara- þoni þann 27. júní en Pétur Frantzson, hinn dugmikli leiðbeinandi hjá Námsflokkunum, ráðlagði mér að fara í hálfa mara- þonið. Ég fór að hans ráðum og hljóp á tímanum 2:05 klst. Ég var í furðu góðu formi eftir hlaupið og dansaði á balli til klukkan 4 um nóttina. Kristín Björg hefur sett sér það markmið að hlaupa aftur Laugaveginn á næsta ári á undir 8 klukkustundum. Það er einnig langtímamark- mið hjá henni að hlaupa ein- hvem tímann heilt maraþon. „Ætli ég reyni ekki að ná því takmarki innan tveggja ára, sagði Kristín. „Hlaupin hafa haft virkilega góð áhrif á al- menna líðan mína. Ég var orðin að hálfgerðu slytti eftir að hafa alið tvö böm og þurfti nauðsynlega á hreyfingu að halda. Ég finn það glögglega nú hve orku- meiri ég er til allrar vinnu og á betra með að vakna á morgn- ana. Hlaupið er einnig miklu skemmtilegra en ég hafði gert mér í hugar- lund og útivist- in er mér mik- ils virði,“ sagði Kristín. Kristín vildi leggja áherslu á það góða starf sem innt er af hendi í hlaupahópi Náms- flokka Reykjavíkur. „Pétur Frantzson er öþreytandi við að leið- beina hlaupurum og hann fer langt fram yfir það sem hægt er að ætlast til af honum. Hann býr með- al annars til æfinga- prógram fyrir hvem ein- stakan hlaupara og er sífellt að skipuleggja ferðir og ails kyns uppákomur," sagði Kristín. Kristín Björg Guðmunds- dóttir hljóp Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur í sumar þrátt fyrir að hafa aðeins æft hlaup í hálft ár þar á undan. AU— bílalyftur naust Borgartúni 26 • Sími: 535 9000 Fax: 535 9040 • www.bilanaust.is 100 hylki E-PLUS NATTURULEGT E-VITAMÍN 200 ae E-vítamín eflir varnir líkamans ékJ eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Fyrri hluta vetrar er gott að leggja áherslu á styrktaræfingar og róleg lang- hlaup. Hlaup að vetrí til Það hefur færst mjög í vöxt að fólk stundi hlaup árið um kring en ekki einungis að sumarlagi. ísland er harð- býlt land með stuttu svölu sumri og löngum hörðum vetri. Af þeim sökum er nauðsynlegt að taka tillit til breyttra aðstæðna að vetri til og laga æfmgamar að þeim. Það er lítil skyn- semi í þvi að halda óbreyttri æfmgaá- ætlun frá smnrinu. Þeim sem æfa töluvert mikið er ráðlegt að taka sér hvíld eða minnka verulega við sig æfingamar í nokkrar vikur að haustlagi. Draga verulega úr hlaupaæfingum og gott að stunda ein- hverja aðra hreyfingu, fara í sund, fjallgöngur og svo framvegis. Gott er að ná sér vel af stað aftur áður en snjóa fer að ráði eða færð að spillast, því það reynist mörgum erfitt að hefja æfmgar í kulda og snjó. Skynsamlegt er að nýta vetrartím- ann til að byggja upp alhliða styrk með innanhússæfmgum samhliða hlaupunum. Ráðlegt er að draga úr hlaupaæfmgunum þegar veður og að- stæður era slæmar. Lítil skynsemi er að hlaupa í snjósköflum í hörkugaddi og betra að taka frekar góða innan- húss þrekæfingu. Stígandi í æfmgum er æskilegur. Fyrri hluta vetrar er gott að leggja áherslu á styrktaræfing- ar og róleg langhlaup. Eftir áramótin er gott að auka vegalengdina í æfmg- unum smám saman eftir því sem veð- ur leyfir. Eftir því sem Vetur konungur lin- ar tökin, er meiri áhersla lögð á hraðaæfingar. Gæta verður skynsemi í æfmgunum og taka mið af markmið- um hvers og eins. Þeir sem einungis stefna að því að vera í þokkalegu ásig- komulagi, ættu að reyna að breyta sem minnst, en ná að jafnaði 3-4 æf- ingum í hverri viku. Það ætti að nægja til að halda forminu við. Útiæfingar að vetri til geta verið ansi erfiðar og best að nota æfingaskó með riffluðum sóla, sem duga betur í snjó en skór með sléttmn sóla. Skóm- ir þurfa einnig að vera stöðugir. í sumum tilfellum, þegar hálka er mik- il, dugar slíkar ráðstafanir ekki til. Hægt er að kaupa brodda i gúmmí- teygju í flestum skóbúðum sem auð- veldar skokkið í mikilli hálku. Legghlífar halda hita á ökklum og kálfum í miklum kulda. Þeir sem hafa átt í vandamálum með hásin ættu sér- staklega að hafa það í huga. Að lokum skal bent á það að myrkur ríkir flest- ar stundir sólarhringsins að vetrar- lagi og því er nauðsynlegt að hafa góð endurskinsmerki á æfingafatnaði. Byggt á leiöbeiningum úr tímaritinu Hlauparanum. DV Fram undan.... 10. októben Víðavangshlaup íslands Keppnin fer fram á Akureyri og hefst klukkan 14 í yngstu ald- ursflokkunum. Vegalengdir: Tímataka á öllum vegalengdum og flokkaskipting: strákar og stelpur, 12 ára og yngri, piltar og telpur, 13-14 ára (1 km), meyjar, 15- 16 ára (1,5 km), sveinar, 15-16 ára, drengir, 17-18 ára, konur, 17 ára og eldri (3 km), karlar, 19-39 ára, öldungaflokkur, 40 ára og eldri (8 km). Fjögurra manna sveitakeppni í öllum aldursflokk- um nema þriggja manna í öld- ungaflokki. Skráningar þurfa ásamt þátttökugjöldum að hafa borist skrifstofú UMSE fyrir 7. okt. nk. Upplýsingar á skrifstofú UMSE í símum 462 4011 og 462 4477. H.októben Sri Chinmoy- friðarkeppnishlaup Hlaupið hefst klukkan 14 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 2 mílur (3,2 km). Flokkaskipting ákveðin síðar. Verðlaun fyrir fyrstu í mark, einnig verða þeim veitt verðlaun er ná bestum ár- angri á heimsmælikvarða í þessu alþjóðlega hlaupi. Upplýsingar gefúr Sri Chinmoy-maraþonliðið í síma 553 9282. 24. októben Vetrarmaraþon Hlaupið fer fram klukkan 11. Hlaupið verður frá Ægisíðu um göngustíga borgarinnar og endað á upphafspunktinum. Upplýsing- ar gefúr Pétur Frantzson í sím- boða 846 1756. Aðalfundur Félags maraþonhlaupara verður hald- inn síðar um daginn. 14. nóvember: Stjömuhlaup FH Hlaupið hefst klukkan 13 við íþróttahúsið Kaplakrika, Hafnar- firði. Vegalengdir: Tímataka á öllum vegalengdum og flokka- skipting bæði kyn: 10 ára og yngri (600 m), 11-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára og eldri (5 km). Allir sem ljúka keppni fá verðlaun. Upplýsingar gefúr Sig- urður Haraldsson í síma 565 1114. 31.desemben Gamlárshlaup ÍR Hlaupið hefst klukkan 13 og skráning er frá klukkan 11. Vega- lengd: 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar gefa Kjartan Ámason i síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í síma 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 31.desembec Gamlárshlaup UFA Hlaupiö hefst klukkan 12 við Dynheima og skráning er frá kl. 11-11.45. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipt- ing, bæði kyn: 13-15 ára (4 km), 16- 39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar hjá UFA, pósthólf 385, 602 Akureyri. 31.desember Gamlárshlaup KKK Hlaupið hefst klukkan 13 við Akratorg, Akranesi. Vegalengd- ir: 2 km, 5 km og 7 km. Upplýs- ingar gefúr Kristinn Reimarsson í síma 431 2643. Umsjón fsak fim SigurSsson I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.