Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Qupperneq 11
Sæta stelpan með fallegu röddina og kurteisu framkomuna hefur algjöriega horfið. Það hefur varla sést til hennar frá því um síðustu jól þegar hún kom í stuttri auglýsingu og sagðist vera búin að syngja inn á eitt stykki geisladisk sem hún hélt á. Fókus kannaði málið og spurðist fýrir um þessa stelpu. Hvar er Emilíana Torrini „Ég er nú bara héma í London,“ segir Emilíana Torrini poppsöngkona úr GSM-sima á veitingastað í London. Og ertu búin aö vera lengi? „Já. Ég er búin að vera hérna í sex mánuði.“ Þá sest aö? „Ég er allavega flutt hing- að með allt mitt.“ En kemuröu ekki heim um jólin og svona? „Ég veit það ekki, kannski. En ég er búin að kíkja heim á þessum sex mánuðum." Og hvaö ertu aö gera? „Ég er eiginlega bara að slappa af og hafa það gott. Bý með vinkonu minni i Aust- ur-London og eyði deginum í að hanga á blómamörkuðum og svona.“ Emilíana viðurkennir líka, treglega þó, að vera eitt- hvað að stússast í tónlist en það kærir hún sig ekki um að ræða. Búiái í sœmilegu hverfi þarna? „Já. En það er samt frekar ódýrt. En þetta er mjög fal- legur og gamall bæjarhluti. Jack The Ripper safnið er hérna rétt hjá og þetta er svona í þessum Viktoríustíl allt saman,“ segir hún og fer að hlæja. „Við vorum að fá pitsurnar og þær eru eins og fiskur í laginu." Ertu ekki meö neina heim- þrá eöa neitt svoleiöis? „Auðvitað saknar maður allra heima en þetta er eitt- hvað sem er nauðsynlegt að gera á meðan maður getur. Gott að taka smáfrí frá ís- landi.“ Þér líkar sem sagt vel? „Já. Við erum að kynnast nýju fólki og eignast fullt af nýjum vinum sem eru alls staðar úr heiminum," segir Emilíana Torrini og tekur bita af fiskilöguðu pitsunni sinni. -MT GLERAUGNAHÚS ÓSKARS LAUGAVEGI 8 101 REYKJAVÍK ©551 44 55 1 ,• * * ' SiiÉÍSm 6. nóvember 1998 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.