Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Síða 12
Hljómsveitin Stuðbandalagló verður á Kaffi Reykjavík í kvöld og annað kvöld en Hálf köflótt á sunnudagskvöldið. Á þriðjudags- og miövikudagskvöld leika svo þau Rut Regln- alds og Blrglr Blrgis. Á Gaukl á Stöng veröur fár og fjör með glejii- hljómsveitinni irafár alla helgina. Péturs-pöbb er nýr staður. Þannig séð. Hét áður Feltl dvergurlnn en hefur fengið nýjan eiganda. Nú er hægt aö boröa þarna og bjór- inn er ódýr. í kvöld leikur Sævar Karlsson fyrir gesti en á morgun ætla þeir Arnar og Þórlr aö halda uppi stuöinu. Fógetlnn býöur upp á skemmtun meö hljóm- sveitinni Bláa fiðringnum í kvöld og annaö kvöld veröur sama hljómsveit á staönum aö viöbættum hinum eina sanna Pétrl Krlstjáns. Krlnglukráln. i hvítum sokkum er hljómsveit sem lætur ekki deigan síga. Spilar alla bless- aöa helgina en Ómar nokkur Diöriksson verö- ur í Leikstofunni. Á Catalínu I Kópavogi veröur dúettinn Juke- box, þau Anton Kröyer og Elín Hekla. Broadway. Söngskemmtunin Abba í kvöld þar sem helstu lög þessa vinsæla sönghóps eru flutt af okkar fremstu söngvurum og hljóö- færaleikurum. Aö lokinni sýningu er lokadans- leikur Grelfanna en sú hljómsveit mun ekki koma saman aftur fyrr en á nýrri öld. Klukkan tólf annaö kvöld verður Ásbyrgl opnað og þar veröa þeir Lúdó og Stefán. I aöalsal veröa hins vegar Milljónamæringarnlr og þeir ætla að spila fram á rauða nótt. Café Romance. Llz Gammon spilar og líka fyr- ir þá sem sitja að snæðingi á Óperu. Rauða IJónlð. Rúnar Þór leikur bæöi kvöldin. 1 Naustkjallaranum veröur plötusnúöurinn Skugga-Baldur í kvöld og annað kvöld. Svo er náttúrlega línudans á fimmtudaginn eins og venjulega. Naustlð. Þar er alltaf Gleðistund meö Ernl Árnasynl og Kjartani Valdlmarssynl planóleik- ara. Uppselt á morgun en möguleiki að fá sæti I kvöld. Svo verður auðvitað dansað til þrjú þegar Gleðistundinni lýkur. Spotllght Gay Club. Plötusnúöurinn Þórlr heldur uppi stuöinu um helgina. Næturgalinn. Hljómsvelt Frlðjóns Jóhanns- sonar frá Egilsstööum leikur í kvöld og annaö kvöld en á sunnudagskvöldið mætir hljóm- sveit HJördísar Gelrs með nýju og gömlu dansana. Hún byrjar klukkan nlu. DJ Blrdy (betur þekktur sem Dlsco fuglinn á útvarpstöðinni Mono) mun halda uppi svaka- legri stemningu á Café Amsterdam bæöi djammkvöld þessarar helgar. Grand Hótel vlð Sigtún. Gunnar Páll klikkar ekki frekar en fýrri daginn og veröur meö dæg- urlagaperlur fyrir gesti hótelsins. FJórukráin. Á Fjörunni veröur Jón Moller meö rómantíska píanótónlist en á Fjörugarðinum veröur öllu meira fjör þar sem haldnar veröa Vlkingaveislur og Vlkingasveitin leikur og syng- urfyrir matargesti. Dúettinn KOS ætlar líka aö vera þarna um helgina. -* <J JJ U Ári eftir íslandsheimsóknina varð bandið gríðarvinsælt með fyrstu stóru plötunni sinni, „1977“, og höfðaði bæði til lesenda Smash Hits (unglingablaðs) og Kerrang (þungarokksblaðs) og komust á forsíður beggja, auk fjölda annarra blaða. Þessu fylgdu risatúrar um allan heim og mikið sukk. Þeim fannst gin og tónik gott og létu rótara hella því upp í sig á milli laga og vesen þeirra með sterkari efni kom þeim í slúð- urblöðin. „Nu-clear sounds", önn- ur breiðskífa þessara ungu íra, var að koma út og hefur fengið góða dóma. Ash byrjaði sem trió í Belfast 1989. Þá voru strákarnir tólf ára og suðuðu í foreldrum sínum þar til þeir keyptu gítar handa þeim. Þeir höfðu verið heilaþvegnir með Abba af mæðrum sínum og voru miklir Star Wars aðdáendur (og eru enn) en þegar þeir uppgötv- uðu rokkið fór tónlistin að verða það sem hún er í dag. Eftir risat- úrana slöppuðu þeir af, fluttu til London og gítarleikarinn/söngv- arinn Tim Wheeler fór að semja á næstu plötu. Það gekk þó ekki vandræðalaust. „Mér fannst ég ekki geta samið lög lengur,“ segir hann, „og fékk hausverk þegar ég reyndi það. Þegar ég gekk afslappaður í verk- ið, með það í huga að ég ætlaði bara að sjá til hvað kæmi og hafa Þegar hljómsveitin Ash kom og spilaði í hálftómri Laugardalshöll fyrir fjórum árum áttu fæstir gestir líklega von á að innan tíðar yrði þetta unglingarokkband jafnvinsælt og það varð. Strákarnir höfðu verið á vaxandi flugi með smáskífum en voru líklega of fullir til að spila almennilega í Höllinni. gaman af því, varð þetta miklu auðveldara og lögin fóru að koma.“ Bassaleikarinn Mark Hamilton er hinn laga- höfundurinn. Honum tókst að semja nokkur frábær lög á nýju plöt- unni þó hann hafi farið verst út úr rokklífeminu og átt í ýmsum sálar- kreppum, t.d. að verða stjarfur af skelfingu þegar hann sér flsk. Hann hefur verið á St John’s Wort, sem er eins konar lífrænt Prozac, og segist vera nýr og betri maður og hættur að drekka gin, þó hann neiti því ekki að sulla í bjór annað slagið. í Ash er gengin gítarstelpan Charlotte, sem er ekki nema 18 ára, og bandið held- ur því enn unglingastimplinum þó aðrir meðlimir séu allir skriðnir yfir tvítugt. Nýja platan gefur hinni fyrri lítið eftir. Bandið rær á svipuð mið þó rokkið sé orðið rokkaðra og poppið poppaðra. Auðvelt er að heyra áhrif frá The Stooges, Vel- vet Underground, Nirvana og Son- ic Youth en Ash moðar úr þessu öllu á frískan hátt. Fram undan eru langar tónleikaferðir en band- ið segist hafa lært af rokksköddun fyrri ára og lofar að slappa af i sukkinu. Þau segjast kunna best við sig á litlum pöbbum innan um vini. „Það síðasta sem mig langar til er að fara á klúbb í London og láta háa taktfasta tónlist glymja í eyrunum á mér,“ segir Rick trommari. „Þetta er skrítið og ég hugsa bara: ó, nei, er ég að verða gamall?" -glh plotudómur Hrekkjusvínin - Lög unga fólksins: ★★★★ / Ýmsir - Einu sinni var: ★★'1 ÍSrsJ L»xJ jjJa^jJSJíJiJJ" „Þegar skemmtilegar barnaplöt- ur eru eins og krækiber í helvíti væmni og flausturs er indælt að fólk hafi nú tækifæri til að gefa börnunum sínum Hrekkjusvín.“ „Platan er hvorki fyndin né voðalega hress en hún er góð til að svæfa gríslingana eftir að Hrekkjusvínin eru búin að æsa þau upp í brjálað stuð.“ Geisladiskavæðingin á íslenskri tónlist er langt komin og fáir titlar sem maður man að eftir eru nú þeg- ar þessar tvær plötur frá áttunda áratugnum eru loksins komnar á geisla. Þær eiga það sameiginlegt að hafa verið mjög vinsælar á sínum tíma og engin ástæða er til annars en þær endurtaki leikinn nú. Hrekkjusvínaplatan er einfald- lega meistaraverk. Þar fengu nokkr- ir vinstrisinnar það hlutverk að gera bamaplötu og inntu hlutverkið frábærlega af hendi. Það er augljóst að góðar bamaplötur verða að höfða til fullorðinna lika og þessi gerir það algjörlega. Hún hefur líka elst vel og ekkert fölnað á tuttugu árum, er enn jafn fersk og grallaraleg og áður. Textar Péturs Gunnarssonar em fyndnir og skemmtilegir, og jafnvel ögrandi á köflum; líldega hefur einhver þurrkuntan fyrtst við að heyra t.d. sungið um klámblað á barnaplötu. Þá læðir Pétur inn nokkmm mussulegum skilaboðum, en gerir það smekklega og undir rós og að mestu án þess að messa. Tón- list Valgeirs Guðjónssonar og Leifs Haukssonar er pottþétt, með örfáum lummulegum undantekning- mn. Með hljóðfæranotkun og útsetn- ingar ber tónlistin keim af lopa- poppinu sem þeir vora að gera á þessum tíma með Spilverkinu og Þokkabót, og einnig slæðist inn smávegis sýrabítl. Músikin geislar öll af gáska, nema þegar smá angur- værð rekur inn sinn meðvitaða haus í ballöðum. Flytjendumir skila sinu allir glæsilega; Egill Ólafsson í stuði og Eggert Þorleifsson með sinn Kamelkerlingalega barka er æði. í umslagi hefur gleymst að minnast á hlut Diddúar, sem syng- ur líka og gerir það frísklega, enda ekki búin að læra óperusöng. Þegar skemmtilegar bamaplötur eru eins og krækiber í helvíti væmni og flausturs er indælt að fólk hafi nú tækifæri til að gefa bömun- um sínum Hrekkjusvín. Ég vil taka það fram að ég átti ekki Hrekkjusvín sem barn og dæmi því ekki plötuna með nostal- gískum gleraugum. „Einu sinni var“-platan kom hins vegar inn á mitt æskuheimili þótt við ættum engan grammófón, sem er gott dæmi um gífurlegar vinsældir plöt- unnar. Hún var fótanuddtæki jól- anna ‘77, seldist í 20 þúsimd eintök- um og er enn best selda plata ís- landssögunnar. Þegar platan var farin að flækjast fyrir á heimilinu þótti foreldrum mínum kominn tími til að kaupa græjur og fengu sér fimmtíu kílóa Grundig-mublu. Þar með komst Einu sinni var á hillu. Ekki var hún þó sett oft á fóninn og það eina sem ég man er Bjöggi að syngja „Stóð ég úti í tungsljósi" yfir brennunni í sjónvarpinu á öllum gamlárskvöldum. Augljóslega fannst mér fyndnara að láta hann syngja „mér“ i stað „ég“, sem sýnir að maður þurfti sjálfur að skálda til að hafa virkilega gaman af plötunni. Gunna Þórðar var neöiilega ekkert sérstaklega (s)hlátm- í hug þegar hann gerði plötuna, heldur var ætl- unin að gera metnaöarfúlla plötu við Ijóð úr Vísnabókinni sem allir gnmnskólanemar áttu. Líkt og i bókinni skreytti Halldór Péturs- son plötuumslagið. Hann var snill- ingur og æskuminningamar flæða yfir mann við það eitt að sjá teiking- amar hans. Víst er Einu sinni var metnaðar- full. Gunni, Bjöggi og Tommi Tomm era á silkisloppum og rjóma- sprauta allar glufur með strengjum, hörpum, lúörum og fetil gíturum. Þetta er allt virkilega smekklega unnið og lögin flest velheppnað popp. Ef vel er hlustað má heyra áhrif frá „Pet Sounds" Brians Wil- son og amerisku gæðapoppi sem kom þar á eftir. Björgvin Halldórs- son syngur eins og engill og gaman er að bamakór sem tekur súmdum lagið. Þá syngur Bjöggi á tvöföldum hraða, sem stúdíófalsaði strákurinn Helgi Halldórsson. Platan er hvorki fyndin né voða- lega hress, sem alltaf er betra að barnaplötur (og fullorðins) séu, en hún er góð til að svæfa gríslingana eftir að Hrekkjusvínin era búin að æsa þau upp í bijálað stuð. Gunnar Hjálmarsson 12 f Ó k U S 6. nóvember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.