Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 20
amn Papp í Reykjavík er mjög næs himnasending frá Guði,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjama. „Satt best að segja þá bjóst ég við hinu versta, að hún yrði algjört disaster. En ég er alveg ofsalega glaður og ánægður. Ég er glaður yfir heildarmyndinni og hvað krakkamir eru sætir og duglegir í þessari mynd. Mig langar helst til að kyssa þau öll á kinnina fyrir þeirra framistöðu. Svo er ég mjög ánægður með sándið, sum böndin era jafnvel að sánda þéttar en þau gera í raun og vera.“ En hvaöa hljómsveit skarar fram úr hinum? „Að öðrum ólöstuðum þá held ég að Botnleðja sé eitthvað það allra þéttasta band sem við eigum á þessu blessaða landi. „It’s tighter than a moscitos ass“.“ En hvaö meö viötölin? „Það sem mér þótti athyglisvert við þessa mynd núna, ef við berum hana óréttmætt saman við Rokk í Reykjavík, þá er alveg hrikalega mikið talað um frægð og frægð og frægð í þessari mynd. Allir krakk- amir era ofsalega meðvituð um það að þau eigi einhvem séns í það að verða ódauðleg og ég er farin að halda að þessi ofsalega þrá eftir frægð hafi mikið að gera með ótt- ann við að dauðann. Þau líta á það þannig að fólk sé ekki merkilegt nema því takist að verða ódauðlegt og það atriði er svona subliminal þráður í gegnum þessi viðtöl." Krakkarnir sem þú talar um eru flestir orönir frœgir á tslandi, hvaö er þaö sem þeir eru aö vilja út? „Þau vilja skipta einhverju máli en verða auðvitað að átta sig á því hvort þau vilja verða fræg eða alræmd. Það getur hver sem er orð- ið þekktur á íslandi. Eins og Björk orðar það, þá þarf bara að labba allsber niður Laugaveginn og þá vita allir hver þú ert. En það heitir að vera alræmdur, en ekki frægur. Ef þú vilt hafa einhver áhrif á til- finningar fólks út um allan heim þá verðurðu bara að gjalda það mjög háu sálrænu verði. Þú verður sem sagt að rífa úr þér hjartað og langbesti stökkpallurinn til þess er í tónlist." Hvernig þá? „Tónlistin er drottning listanna, vil ég meina. Tónlist er bara svo sjúklega huglæg listgrein. Hún hef- ur bara huglæg áhrif á þig og trig- gerar allt aðrar stöðvar en mynd- list, bækur og jafnvel kvikmynda- gerð.“ Hvaö meö þína frammistööu í myndinni? „Fólk er búið að blása það svold- ið upp núna, með tilkomu þessarar myndar að ég sé óumdeilanleg stjama myndarinnar. En ég skrifa kannski ekki alveg undir það með rauðum tússpenna. Mér fmnst ég frekar vera eins og kanínan i Lísu í Undralandi. Ég pompa upp hér og þar og er alltaf að flýta mér og þyk- ist alltaf vita allt mest og best. Kem inn, kem út, segi eitthvað sniðugt og hitti kannski beint í mark en svo er ég líka farinn. Þannig má líta mig sem rauða þráðinn í gegn- um myndina.“ Meik í útlöndum Hvar ertu staddur í meikferlin- um úti? „Ég get sagt með góðri samvisku að ég sé búinn að afreka það að núna er ég hálfgerð cult-stjama í Evrópu. Og þá er ég að tala um að það er ákveðinn menningargeiri, gay-kúltúrinn, sem veit alveg ná- kvæmlega hver ég er og þessi heimur er að bíða eftir næsta múvi hjá mér. Þetta er allt Eurovision að þakka og nú er ég búinn að fylgja því eftir og næsta skref er bara að taka smápásu. Ég er að vinna með þessum gæjum í tölvu- geiranum, sem mér þykir svo vænt um, að nýju efni til að fara síðan með út.“ Þaö hafa einmitt heyrst sögur af þér um alla Evrópu. Þar á meöal er saga af þér í sjónvarpsþœtti í Þýskalandi? „Já, þú átt við það. Mér var boð- ið að vera svona „special guest star“ á undankeppni fyrir Euro- vision í Þýskalandi. Þetta fór allt saman fram í Hamborg og ég tróð Páll Óskar Hjálmtýsson er hin eina sanna poppstjarna íslands. Hann gjörsamlega sfær endanlega og að eilffu ígegnípMí Reykjavík, blammerar f Sætt og sóðalegt á Mono og er að taka hommaheim Evrópu með upp með sjóið mitt á meðan það var verið að telja saman símaat- kvæðin. Og það var tekið stutt við- tal við mig á undan. En um leið og þú sest í stólinn hjá Hemma Gunn Þýskalands og hann byrjar að spyrja að einhverju og þá er talað yfir, einhver þýskur túlkur sem talar yfir allt sem þú segir. En mér leist sem sagt eitthvað illa á þetta allt saman því að þessi spyrill þama var ekki að spyrja neinnar af öllum þeim spumingum sem hann var búinn að lofa mér að spyrja. Við vorum búnir að tala um að við ætluðum að ræða um hvað Eurovision er ofsalega sterkt „gay cultural thing“, hálfgerð helgiathöfn hjá hommum allra landa. Og þegar ég sá að spyrillinn ætlaði bara að sniðganga þessa spumingu þá sneri ég mér að áheyrendum og spurði á þýsku hversu margir hommar væra í salnum. En það vildi ekki betur til en að ég bar spuminguna ekki rétt fram og spurði því hversu margir væra svalir þama inni. Og síðan þá er þetta svona slangur á meðal hommana í Þýskalandi. Nú ertu sagður vera „svalur" á því ef þú ert fyrir sama kyn.“ Áttu kœrasta núna? „Nei, ég hef ekki átt kærasta í sex ár. Því miður, og ég er að leita að „mister right“, þó það sé ekki að biðja um lítið. Ég var annars að lesa frábæra bók um daginn sem er skrifuð af gay-fólki fyrir gay- fólk. Hún var einmitt um þetta „how to find mister right and keep him“. Það sem er svoldið spenn- andi við þessa bók er að hún sýn- héma inni? ir hvað samkynhneigt fólk, og þá sérstaklega hommar, eiga enn þá, ólíkt straight-pörum, ennþá að þróa það að vera í fostu sambandi. Við höfum ekki þær fyrirmyndir sem straight-fólkið hefur og því er ekki til neinn standart yfir „mister right“, allar tegundir sambanda eru leyfilegar. Ég geri mér alveg rosalega grein fyrir því hvað ég lifi í kyngerðu samfélagi. Því það er allt alveg sjúklega kyn- gert héma þó að þið þarna hinum megin finnið ekki fyrir því. En um leið og ég gerði eitt músíkvídeó hérna um árið. Eitt fjögurra mín- útna helvítis músíkvídeó með einni gay-senu þar sem að ég var að kyssa annan gæja, þá varð allt brjálað. Það finnst mér náttúrlega sjúklega óréttlátt." Er þetta samt ekki aö breytast? „Jú, jú. Maður hefur verið að horfa upp á ótrúlegar breytingar á undangengnum árum og fullt af fólki er að læra að setja sig í spor annarra en það er samt svoldið í að klímaxinu sé náð.“ Sætir og sóða- legir aðdáendur Páll Óskar er auk alls sem hann gerir með útvarpsþáttinn Sætt og sóðalegt frá tíu til ellefu mánu- daga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á Mono. Þar tekur hann upp þráðinn þar sem hann hætti fyrir sjö áram með sam- nefndan þátt á Aðalstöðinni. Hvaö er þaö sœtasta sem gerist á milli þín og aödáenda? „Mér finnst það ómetanlegt þeg- ar ég fæ i pósti myndir og bréf frá einhverjum þriggja til fimm ára krökkum sem era að hlusta á plöt- urnar og kunna kannski textana og svona. Það er náttúrlega mjög yndislegt og fær mann til að líða eins og maður hafi kastað boltan- um og einhver hafi gripið hann. Út á það gengur þetta djobb.“ En hvaö er þá þaö sóöalegasta sem kemur upp á í þessu djobbi? „Mér ftnnst að sama skapi sóða- legt þegar það skrifa heim til mín krakkar og upp í kannski konur sem vita kannski allan andskot- ann um mig. Það er mjög skerí. Það gerir mig mjög hræddan að vita af því að einhver viti hvað ég er þungur og hvar ég var í skóla og vilji síðan kannski vita hvað ég lærði í skólanum svo hinn sami geti lært það nákvæmlega sama. Sumir vita kannski hvar ég kaupi fötin min og hvar ég tek bensín og þar fram eftir götimum. Ég hef fengið bréf þar sem fólk segist vita ótrúlegustu hluti um mig og mina hagi. Fólk virðist halda að með því að komast í nána snertingu við frægðina geti það smitast af henni eða hæfileikum viðkom- andi. Auðvitað er það absúrd af mér að segja svona en þetta er það sem ég held að fólk sé raunveru- lega að hugsa.“ -MT 20 f ó k u s 6. nóvember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.