Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
9
DV
Útlönd
Forsætisráöherra ísraels fær tveggja vikna gálgafrest:
Tugir særðust í óeirð-
um á Vesturbakkanum
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, fékk tveggja vikna
gálgafrest í gærkvöld í baráttunni
við þingheim um líf ríkisstjórnar-
innar. Á sama tíma gætir vaxandi
gremju út í Yasser Arafat, forseta
Palestínumanna, meðal eigin stuðn-
ingsmanna.
Hörð átök geisuðu á Vesturbakk-
anum í gær. Sjötíu manns hlutu sár,
þar af nítján sem voru skotnir af
palestínsku lögreglunni í borginni
Nablus.
Átökin í Nablus endurspegluðu
reiði Palestínumanna sem finnst
ísraelar hafa svikið Wye-friðarsam-
komulagið frá því í október með því
að leysa úr haldi glæpamenn í stað
fanga sem litið er á sem pólitískar
hetjur. Sú reiði beinist nú gegn
heimastjórn Palestínumanna.
Rósturnar í gær vörpuðu skugga
á fyrirhugaða heimsókn Bill Clint-
ons Bandaríkjaforseta til ísraels og
heimastjórnarsvæða Palestínu-
manna dagana 12. til 15. desember.
Netanyahu verður enn í embætti
þegar Clinton kemur, hvað sem
verður siðar. Flokkur heittrúaðra
gyðinga, sem á sæti í samsteypu-
stjóm Netanyahus, bar fram tillögu
um vantraust á stjómina. Það þýðir
að afgreiðsla tillögu Verkamanna-
flokksins um að boðað verði til
kosninga á miðju kjörtímabilinu
frestast um tvær vikur. Fastlega
hafði verið búist við að Netanyahu
mundi tapa þeirri atkvæðagreiðslu.
Hann hefur nú tvær vikur til að
safna liði.
Einn þingmanna Verkamanna-
flokksins, Haim Ramon, sagði að ör-
lög stjórnarinnar væru þegar ráðin.
En Netanyahu var kátur.
Jólatilboð á
Café Caprice
kaffivélinni
Sýður vatnið fyrir uppáhellingu
Jólatilboð: Kr. 8.290.
Kr. 7.875 stgr.
Eigum úrval kaffivéla
frá kr. 1.990.
Fást víða um land.
BB
fcdxltf.
Borgartúni 28, sími 562 2901 og 562 2900.
1 íiVt \
. 1
ísraelskir hermenn víkja sér undan logandi bensínsprengju sem varpað var
á þá í óeiröum Palestínumanna í Nablus í gær.
Grciðslaskilmálar við allra hgfi.
Skuldabrcf til
allt að 36 mán.
staðgrcití
Hnffjntúni 1? •Ifl'i Revkinvík • Sími SS?-ú?flfl & SS7-S7S7 • Fnx- SS?-á?08
Nýttu þér reynslu Landsbankans
F
Landsbankinn býöur þér þjónustu sína vegna hlutafjárútboös Búnaöarbanka Islands hf. Viö tökum
viö almennum áskriftum í hlutafjárútboði Búnaöarbanka Islands hf. þér aö kostnaðarlausu.
Þjónustufulltrúi í Landsbankanum aðstoðar þig við að nálgast útboðslýsinguna og fylla út áskriftarblaðið. Við kaupum einnig kauprétt að
hlutabréfunum og greiðum þér mismun á útboðsgengi bréfanna og kaupgengi Landsbankans þegar útboði er lokið.
Þú þarft ekkert að leggja fram úr eigin vasa. Þú sækir einfaldlega um 500.000 kr. hlut að nafnvirði á útboðsgenginu 2,15 í næsta Landsbanka.
Engin þóknun er tekin og áhættan er engin því bankinn ábyrgist að greiða þér hærra gengi fyrir bréfin en nemur útboðsgengi þeirra.
Nánari upplýsingar um gengi bréfanna fást í næsta Landsbanka og í Þjónustuverinu í síma 560 6000.
Landsbankinn