Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Page 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 Gíróseðlar liggja frammi í öllum bönkum, sparísjóðum og á pósthúsum. Œpj Þú getur þakkaö fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von Þegar krafan um gott sæti er í fyrirrúmi Skúlagötu 61 « S: 561 2987 Sviðsljós Fergie og Andrés senda saman jólakort: Prinsessurnar með nýtísku hárgreiðslu Prinsessurnar Beatrice og Eu- genie prýða jólakortið frá foreldrum sínum í ár. Ekki í neinum stifum og stirðum viðhafnarbúningi með hatta og tilheyrandi, heldur bros- andi nútímastúlkur með rastaflétt- ur. Móður stúlknanna, Fergie, her- togaynja af Jórvík, var umhugað að fá góða mynd af dætrunum á jóla- kortið og tók því myndina bara sjálf. „Hertogaynjan er mjög áhugasöm um ljósmyndir. Um eitt þúsund kort verða prentuð og send i nafni henn- ar og Andrésar, með einfaldri kveðju,“ sagði talskona Fergie í við- tali við breska blaðið Mirror um helgina. Myndin þykir til marks um hversu góðar vinkonurnar systurn- ar eru. Beatrice er tíu ára og Eu- genie átta ára. Lífið hefur leikið litlu prinsess- umar heldur grátt undangengin tvö ár. Foreldrar þeirra skildu og síðan létust Díana prinsessa og móður- amma þeirra í bílslysum með eins árs millibili. En þeim hefur tekist að sigrast á erfiðleikunum og geta því brosað framan í heiminn á ný. Litlu prinsessurnar tóku þátt i góðgerðardanssýningu með skóla- systkinum sínum í ballettskóla Natalie Vincent um helgina. Allur ágóöi rann til styrktarsjóðs bama í vanda sem Fergie stofnaði á sínum tíma. Hertogaynjan var að sjálf- sögðu meðal áhorfenda og ljómaði af stolti. Litlu prinsessurnar Beatrice og Eugenie með foreldrum sínum, þeim Fergie og Andrési, í skíðaferðalagi til Sviss. Tyra Banks er ódýr í rekstri Ofurfyrirsætumar gera ekki allar óheyrilegar kröfur til lífs- þæginda og íburðar, eins og ætla mætti. Tyra Banks er ein þeirra sem á fulla vasa flár en er heldur ódýr í rekstri. í blaðavið- tali segist Tyra vera varkár í peningamálum og hún ætlist ekki til þess að vera með- höndluð sem einhver prinsessa, þótt rík, fræg og sexí sé. Reyndar vfll hún frekar hamborgara og franskar í stað kampavíns og rósa. Og tómatsósa er í miklu uppáhaldi hjá henni. Kate hugsar um eiginmanninn Breska leikkonan Kate Winslet ætlar að taka sér frí frá erli kvik- myndanna í hálft ár að minnsta kosti. Að sögn blaðafulltrúa henn- ar fer hún ekki í tökur fyrr en í júní á næsta ári, í fyrsta lagi. Tímann þangað til ætl- ar leikkonan unga að nota til að hugsa um eiginmann- inn. Ekki undarlegt þegar þess er gætt að hún gekk í hjónaband fyr- ir aðeins þremur vikum, eða svo. Hjónakomin fóru í brúðkaupsferð til Skotlands þar sem þau fengu drjúgan skammt af regni. Næstu mánuði ætla þau svo að hafa það gott í norðurhluta Lundúna og á öðrum góðum stöðum. Jólagetraun DV - 3. hluti: Hver er hjálparsveinn Jóla? Jólasveinninn er í óöaönn aö koma sér til byggða meö gjafirnar. Góðu börnunum hefur fjölgað með hverju árinu og því verða gjafirnar srfellt fleiri. Þess vegna hefur sveinki ákveðið að ráða sér hjálparsvein. En hann er orðinn gamall og gleyminn og þekkir ekki alla sem bjóða sig fram í starfið. Þar kemur að ykkur, lesendur góðir, að hressa upp á minni sveinka. Hver ætlar að hjálpa honum í dag? Hver er hjálparsveinn? Krossið við rétta nafnið, merkiö seðilinn með nafni og heimilisfangi og klippið hann út úr blaðinu. Geymið seðilinn á vísum stað. Áríðandi er að öll- um svarseðlunum, 10 að tölu, sé safnað saman áður en þeir eru sendir blaðinu. Ekki senda hvern seðil fyrir sig. Tíundi og síðasti hluti jólaget- raunarinnar mun birtast í DV17. desember og skilafrestur verður til 23. des- ember. 3.-4 verðlaun 3. og 4. verðlaun eru tvö 14 tomma Grundig-sjón- varpstæki, að verðmæti 24.900 krónur hvort. Tækin eru með 14 tomma Black Line D myndlampa, mono-hljóðkerfi, aðgerð- um á skjá, scarttengi, ís- lensku textavarpi, svefn- rofa og fjarstýringu. Jólagetraunin 1998. 3. hluti Hver er hjálparsveinn Jóla? □ Guöbergur Bergsson □ Eric Cantona □ Atli Eövaldsson Nafn ___________________________________________________________ Heimilisfang____________________________________________________ Staður________________________________ Sími_____________________ Sendist til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, merkt DV - Jólagetraun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.