Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endura’alds. Enginn er jafnari en annar Niðurstaða Hæstaréttar er ekki óskýr. Hann bendir einfaldlega á, að stjómarskráin segi, að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Það stríði gegn stjórnarskránni að setja og nota lög, þar sem sumir eru jafnari en aðrir. Þess vegna sé ólöglegt að gefa sægreifum kvótann. Niðurstaða Hæstaréttar veldur engum vandræðum í þjóðfélaginu. Þeim hafa hins vegar valdið pólitískir um- boðsmenn sérhagsmuna, sem hafa komið á fót sérstökum forréttindum nokkurra fyrirtækja. Hæstiréttur er bara að benda á, að þessum ólögum verði að eyða. Niðurstaða Hæstaréttar veldur engri réttaróvissu. Þvert á móti skýrir hún það, sem áður virtist fela í sér þverstæður. Nú hafa héraðsdómarar skýra og eindregna forskrift til að styðjast við, þegar þeir taka við flóði mála, þar sem menn endurheimta jafnræðisrétt sinn. Ekkert er flókið við lagfæringuna. Einfalt er að breyta lögum um stjórn fiskveiða í það horf, að þau samræmist stjómarskránni. Það gerist bezt með því að bjóða kvót- ann út eða með því að koma á veiðigjaldi, sem endur- spegli markaðslögmál framboðs og eftirspurnar. Svo vel vill til, að ríkið hefur sjálft fyrir hönd þjóðar- innar framleitt núgildi auðlindarinnar með því að tak- marka veiðar í fiskistofna, sem áður voru að hruni komnir fyrir tilverknað sægreifa. Ríkið eitt getur gert auðlindina sjálfbæra og gerir það fyrir hönd allra. Til skamms tíma studdu margir gjafakvótann, af því að þeir töldu hann halda atvinnu heima í héraði. Þeir hafa hins vegar séð, að gjafakvótinn gengur kaupum og sölum milli landshluta og er fullfær um að leggja byggð- ir í eyði án nokkurs tilverknaðar Hæstaréttar. Ríkisstjórnin er nú að finna lögmenn til að snúa út úr dómi Hæstaréttar og fmna leiðir til að komast hjá því að framkvæma efnisatriði hans. Svo miklir sérhagsmunir eru í húfi, að ríkisstjórnin getur ekki sætt sig við þá hugsun, að jafnrétti borgaranna víki þeim til hliðar. Við höfum strax séð tóninn. Það er nóg að breyta fimmtu greininni, segir sjávarútvegsráðherra. Þetta voru bara flmm dómarar, sem sýnir, að Hæstiréttur tók mál- ið ekki alvarlega, segir forsætisráðherra. Hvað hefði hann sagt, ef einhver dómarinn hefði skilað séráliti? Reiðilestur ráðherra segir meira um þá sjálfa en um Hæstarétt, sem komst að svo eindreginni niðurstöðu, að enginn dómari skilaði séráliti. Hæstiréttur telur nefni- lega tvímælalaust, að allir skuli vera jafnir fyrir lögun- um og að gæludýr séu ekki jafnari en önnur dýr. Við sjáum fyrir, að ráðherrarnir geti grafið upp nokkra þekkta lögmenn til að úrskurða, að dómi Hæsta- réttar megi fullnægja með orðalagsbreytingum einum og óbreyttum gjafakvóta. Þetta mun valda miklum vand- ræðum, því að þá hefjast málaferli fyrir alvöru. Enginn friður verður fyrr en pólitískir umboðsmenn sérhagsmuna missa annaðhvort sín pólitísku völd eða gefast upp fyrir dómstólaþvargi. Vígstöðvarnar verða tvennar í senn, annars vegar í væntanlegum alþingis- kosningum og hins vegar í dómsölum landsins. Eina leiðin fyrir pólitísku umboðsmennina til að verja ójafnræðið er að fá svo mikið fylgi í næstu kosningum, að þeir hafi atkvæðamagn til að breyta stjórnarskránni á þann hátt, að leyfilegt sé að hygla sægreifum og öðrum gæludýrum, sem vilja hafa sérleyfi og einkaleyfi. Þar með hafa skapazt aðstæður til að fram fari pólitísk orrusta um, hvort hér skuli vera vestrænt þjóðfélag eða þjóðfélag, þar sem gæludýr séu jafnari en önnur dýr. Jónas Kristjánsson „Vissulega vakti það athygli að nýafstaðið kirkjuþing tjáði sig ekki um málið sem var þó á viðkvæmu stigi með- an þingið starfaði," segir greinarhöfundur. - Frá setningu kirkjuþings. Gagnagrunns- frumvarpið I ár hefur gagnagrunnsfrum- varpið verið mál málanna. Er það síst að undra. Fyrirtækið sem að grunninum stendur hefur alla burði til að verða stórveldi á fjár- málamarkaði. Það skapar fjölda starfa. Ef vel tekst til geta rann- sóknir þess komið íslandi á landa- kort alþjóðlegrar þekkingarleitar í heilbrigðisvísindum. Þá er hugs- anlegt að slíkar nýjungar komi fram að mögulegt verði að ráða bót á meinum sem nú eru ólækn- andi. Loks tengjast fjölmörg sið- ferðisleg álitamál gagnagrunns- frumvarpinu bæði hvað varðar siðfræöi í vísindum og meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga. Það er því ekki að undra þótt sér- fræðingar á flestum sviðum hafi tjáð sig um málið. Nýlega benti Vilhjálmur Árnason heimspekingur þó á í grein að einn sé sá aðili sem enn hefur ekki tekið til máls. Beinir hann þar spjótum að þjóðkirkjunni og vænir hana um andvaraleysi, hlutleysi og málefnaþurrð. Víðtækt frelsi Vissulega vakti það athygli að nýafstaðið kirkjuþing tjáði sig ekki um málið sem var þó á við- kvæmu stigi meðan þingið starf- aði. Samt sem áður má benda á ýmsar ástæður sem geta valdið því að þjóðkirkjan eigi í erfiðleik- um méð að taka afstöðu í máli sem þessu. í evangelísk-lúth- erskri kirkju er kennivald kirkj- unnar ekki eins skilgreint og í ýmsum öðrum kirkjudeildum. Það er því ekki jafn ljóst hver hafi umboð til að mæla fyrir hönd kirkjunnar né hversu bindandi umræöur og afstaöa Kjallarinn orð embættis- manna hennar séu. Einstakling- um er því skapað víðtækt frelsi til að taka afstöðu út frá eigin sannfær- ingu og samvisku. Þá er það eðli þjóðkirkju að inn- an hennar vé- banda starfar fólk með skiptar og jafnvel andstæðar skoðanir í fjöl- mörgum málum. Loks eru menn ekki á einu máli um hversu ein- dregna afstöðu Hjalti Hugason prófessor „Hlutverk kirkjunnar í málum í ætt við gagnagrunnsfrumvarpid felst ekki í því að taka gallharða afstöðu með eða á móti. Það er mikilvægara að fuiitrúar hennar bendi á hvar álitamálin liggi..." kirkjunnar menn eigi að taka í málefnum sem ekki séu beinlínis trúarleg. Eitt „kristið“ svar? Við þessar mótbárur er margt að athuga. Fá þjóðmál eru þess eðlis að ekki megi taka afstöðu til þeirra út frá trúarlegum forsend- um. Þá eru siðferðisleg álitamál alltaf þess eðlis að þau eru ekki fullrædd fyrr en tekin hefur verið afstaða til trúarlegra eða a.m.k. guðfræðilegra raka sem máli skipta í sambandi við þau. Enn er það svo að þjóðkirkjunni stafar engin hætta af því þótt innan hennar gæti skiptra skoðana. Loks er engum greiði gerður með þvf að einstakir forystumenn kirkjunn- ar geri kröfu til að þeirra álit sé hið eina rétta. Hlutverk kirkjunnar í málum í ætt við gagna- grunnsfrumvarpið felst ekki í því að taka gall- harða afstöðu með eða á móti. Það er mikilvæg- ara að fulltrúar hennar bendi á hvar álitamálin liggi, hvaða forsend- ur sé mikilvægt að hafa í huga við um- ræðu um þau og bendi á mögulegar lausnir sem standist siðfræðilega, guð- fræðilega og trúar- lega. Þeir hljóta síð- an að láta viðmæl- endum sínum eftir að taka afstöðu. Það er sjaldan til eitt „kristið" svar. Með því að benda á forsendum- ar og kostina í slíkum málum er kirkjan ekki aðeins að fræða en frá upphafi hefur það verið mikil- vægt hlutverk hennar. Með því er hún einnig að rækja sálgæslu- hlutverk sitt sem tekur stöðugt á sig nýjar myndir eftir því sem viðfangsefni fólks í daglegri önn verða margbrotnari. Það er þvi brýnt að raddir kirkjunnar heyr- ist í gagnagrunnsmálinu. Hjalti Hugason Skoðariir annarra Sérleyfi og líftækni „Markaðssinnaðir einstaklingar sem trúa á ein- staklingsfrelsi og mátt samkeppninnar eiga 611111 með að sætta sig við að á sama tíma og verið er að uppræta einkarétt og sérleyfi á ýmsum sviðum í samfélaginu skuli menn vera að hugleiða að innleiða þessa hugmyndafræði inní líftæknina, eitt veiga- mesta þekkingarsvið framtíðarinnar og þannig ætla að raska eðlilegri framþróun markaðarins á sviði, sem e.t.v. á eftir að skipta verulegu máli i hagkerfi okkar á næstu áratugum." Páll Kr. Pálsson í Mbl. 5. des. Dómstólar eiga úrskurðarvald „Löggjafanum er rétt að takmarka fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi íslands, ef uggvænt þykir, að fiskistofnar séu í hættu ... Af forsögu núgildandi fiskveiðistjórnarlaga er ljóst, að löggjafinn hefur talið, að almannaheill ræki til takmörkunar veið- anna. Ekki eru talin efni til þess, að því mati verði haggað af dómstólum. Þær skorður, sem atvinnu- frelsi á sviði fiskveiða við strendur íslands eru þannig reistar með lögum, verða á hinn bóginn að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Dómstólar eiga úrskurðarvald um það, hvort löggjaf- inn hafi að því leyti gætt réttra sjónarmiða." Úr nýlegum dómi Hœstaréttar um veiðileyfi. Vinstrimenn í vörn „Vinstrimenn eru í vörn á öllum sviðum á íslandi um þessar mundir. Sameiningin, sem svo margir bundu vonh' við, hefur tekið á sig grátbroslega mynd mannlegrar heimsku og sjálfsupphafningar. Og þrátt fyrir allt tal um endurnýjun hafa vinstrimenn í Reykjavík sýnt að þeim er öldungis ókunnugt um þá hugmyndafræðilegu endurskoðun sem farið hefur fram í flestum ríkjum Evrópu á undafornum árum. Stjórnarhættir þeirra eru stjórnarhættir sósíalista af gamla skólanum. Sjaldan eða aldrei hafa vinstri- menn á íslandi fært andstæðingum sínum svo öflug vopn í hendur." Ásgeir Sverrisson í Mbl. 4. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.