Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 Fréttir_________________________________________________________________________________________pv Borgarstjóri segir eftirspurn eftir leikskólaplássi hafa vaxið langt umfram áætlun: Biðlistar lengjast - endurmeta þarf stööuna og leita nýrri leiða fyrir yngri börnin R-listinn sagði í auglýsingum fyrír kosningamar í vor aó böndum hefói verió komió á fjármál borgarinnar, borgarfulltrúar R-listans vœru stoltir af því. Skýtur þá ekki skökku við, hálfu ári síðar, aö hœkka útsvarió úr 11,24% í 11,99% og drena sjóói veitu- fyrirtœkjanna? „Það er rétt að við komum bönd- um á fjármál borgarinnar. Árið 1994 tók reksturinn til sín 97% af skatt- tekjunum. Nær allar framkvæmdir 1993 og 1994 voru fjármagnaðar með lántökum. Síðan var tekið á rekstrin- um þannig að kostnaðurinn við rekstur borgarinnar var kominn nið- ur i 83% 1996, fór reyndar upp í 85% 1997, þegar grunnskólinn var færður til sveitarfélaganna, en er nú að fara niður í 82% af skatttekjum. Því er mun meiri afgangur af skatttekjun- um nú en áður var. En afgangurinn dugir ekki til þess að standa undir þeim miklu framkvæmdum sem blasa við eins og einsetningu skól- anna, sem á að vera lokið árið 2002, og uppbyggingu þriggja skóla í Graf- arvogi. Ég get ekki séð að við getum komist af með minna en einn millj- arð í skólabyggingar á ári. Hitt stóra verkefnið er gatnagerðin og holræsin. Niðurfærsluna á eigin fé veitufyritækjanna notuðum við til að greiða niður skuldir borgar- sjóðs.“ En þaó eru ekki nýjar framkvœmdir? „Nei, en þetta tvennt, gatnakerfið og grunnskólamir, kosta okkur tæpa 2 milljarða í framkvæmdir á ári, fyrir utan allar aðrar framkvæmdir sem ekki er hægt að stöðva. Við þurfum einfaldlega aukið fé til að geta staðið undir þessu." Var þá verið að Ijúga aö kjósend- um um fjárhagsstöóuna í vor? Hefur R-listinn brugöist í jjármálastjórn borgarinnar og er ástandið einfald- lega slœmt? „Það er rangt og ósmekklegt að tala um lygi í þessu sambandi. Við sögð- um að komið hefði verið böndum á fjármálin og skuldasöfhun borgar- sjóðs stöðvuð. Það var gert. Það breyt- ir hins vegar ekki því að ef við ætlum að halda áfram að sinna þessum nauð- synlegu verkefnum verðum við ann- aðhvort að safna skuldum eða hækka útsvarið. Þriðja leiðin er að skera verulega niður í framkvæmdum og þjónustu. Það bauð enginn upp á slíkt fyrir kosningar, hvorki við né sjálf- stæðismenn." Var Helgi Hjörvar borgarfulltrúi þá að lofa upp í ermina á sér þegar hann lofaóifyrir kosningar aó lœkka álögur á Reykvíkinga? „Helgi sagði að gjöldin yrðu lækk- uð. Þá var hann að vísa til orkugjalda og holræsagjaldsins. Ég stend mjög fast á því að ekki séu forsendur til að fella niður holræsagjaldið eins og sjálfstæðismenn buðu. Hins vegar eru forsendur fyrir lækkun þess þegar sér fyrir endann á holræsaframkvæmd- unum.“ Verður holrœsagjaldið þá enn einn eilífóarskatturinn? „Þetta er ekki skattur. Holræsa- gjaldið er skilyrt eins og þjónustu- gjöld þannig að það á að fara til tiltek- inna framkvæmda og má ekki nota í neitt annað. Þegar framkvæmdunum er lokið þá lækkar þetta gjald. Það verður ekki fellt niður því fram- kvæmdunum fylgir mikill rekstrar- kostnaður." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. DV-mynd GVA Þú hefur lofaó því aó tilflutningur áféúr veitufyrirtœkjum í borgarsjóó leiöi ekki til gjaldskrárhœkkunar. Mun þaó loforö halda? „Það loforð mun halda. Við gerðum þetta ekki nema athuga fyrst hvort fyrirtækin gætu staðið undir þessu. Fyrirtækin geta staðið undir afborg- unum af þessu skuldabréfi án þess að hækka gjaldskrár að því gefhu að arð- greiðslur í borgarsjóð lækki á móti. Það verður að gerast í framhaldinu." Hefur ekki hvarflaö að borgar- stjóra aö einkavœóa veitufyrirtœki borgarinnar í staö þess aö skuldsetja þau? „Nei. Hins vegar tel ég að borgin eigi að draga sig út úr rekstri Lands- virkjunar. Ég vil gjaman selja eignar- hlut okkar í Landsvirkjun og losa fé sem mætti nýta til annarra fiárfest- inga.“ Fyrst eiginfjárstaöa veitufyrirtœkj- anna var svona sterk, lá ekki beint við aó lœkka gjaldskrána? „Maður gæti skiliö þessa rök- semdafærslu ef gjaldskrár fyrirtækj- anna væru hærri en annarra orkufyr- irtækja. En þannig er því ekki farið.“ Ekki í landsmálin Skv. skoóanakönnun DV ert þú sá einstaklingur sem flestir vilja fá í framboö til Alþingis úr þeim hópi sem ekki er þar nú og ert í ööru sœti sem leiötogaefni samfylking- ar vinstrimanna? Ætlar þú í kosn- ingaslaginn í vor? „Nei. Ég er margbúin að segja að ég sit hér áfram.“ Fullyrt er að þú takir þátt í sátta- starfi fyrir samfylkingu vinstri- manna? „Það geri ég ekki með neinum formlegum hætti en ég hef rætt við marga sem að því máli koma. Ég hef verið önnum kafm og ekki getað gert annað en fylgjast með.“ VHRHEVBSIR Haukur L. Hauksson Þú lofaöir byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Hvenœr verður byggt og hvaðan koma peningarnir? „Ég sagði að ég teldi að bygging ráðstefnu- og tónlistarhúss væri brýn- asta fiárfestingarverkefnið í borginni. Ég hef jafhframt sagt að þetta ætti að vera samstarfsverkefni borgar, ríkis og einkaaðila. Það þarf að skoða fiár- mögnun þessa mannvirkis með sér- stökum hætti þar sem um mjög stóra framkvæmd er að ræða. Það hefur heilmikil vinna verið í gangi hjá borg- inni og menntamálaráðuneyti varð- andi stærð hússins, staðsetningu, kostnað o.fl. þætti. Þess verður skammt að bíða að við kynnum sam- eiginlega niðurstöðu í málinu.“ Hvaö meö staósetninguna? „Við erum að tala um svæði við höfnina, frá Hafharstræti og að aust- urhöfhinni." Er ekki hneisa fyrir Reykjavík aó vera menningarborg Evrópu áriö 2000 og án tónlistarhúss? „Nei, alls ekki. Það er fráleitt að halda að svona hús verði byggt eins og hendi sé veifað.“ Veröur þá fariö meö tónlistarviö- buröi menningarársins í tónlistarhús Kópavogs? „Það gleymist stundum í allri um- ræðunni um tónlistarhúsið í Kópa- vogi að það er tónlistarhús í Reykja- vík, hús Karlakórs Reykjavíkur." Leikskólabiðraðir R-listinn sagöi aö öll börn innan 2ja ára aldurs fengju leikskólapláss. Foreldrar segja biölistana hins vegar lengri en nokkur sinni. „Eftirspumin eftir leikskólapláss- um hefur vaxið mjög, sérstaklega heilsdagsplássum. Fólk vill ekki hálfs- dagspláss. Þær áætlanir sem við gerð- um um uppbyggingu í leikskólamál- um á síðasta kjörtímabili byggðu á könnim sem gerð var 1994. Eftirspum- in er hins vegar mun meiri en þar kom fram. Við verðum að endurmeta stöðuna og gera áætlun um hvemig við mætum þessari auknu eftir- spum.“ Hverju getur þú þá lofaó barna- fólki á kjörtímabilinu? „Við munum stefha að því að tryggja öllum bömum 2ja ára og eldri leikskólapláss. Hins vegar verðum við að leita nýrra leiða varðandi yngri bömin og spuming hvort þróa megi dagmæðrakerfið þannig að það verði fyrst og fremst fyrir ársgömul böm.“ Þú veittir upp á þitt eindæmi tœki- fœrisleyfi til vínveitinga á úrslitaleik KR og ÍBV. Getur borgarstjóri veitt svona leyfi aö vild? „Mér fannst nú hlægilegt að það skyldi gert mál úr leyfinu á KR-leikn- um. Lögreglustjóri veitti slík leyfi at- hugasemdalaust þar til áfengislöggjöf- inni var breytt. Þá fór leyfisveitinga- valdið yfir til borgarinnar. Borgarráð ákvað að skrifstofustjóri borgarstjóm- ar ætti að sjá um þau leyfi. Ef hann er hæfur til þess hlýtur borgarstjóri að vera það líka.“ Minnhlutinn í borgarstjórn er mjög virkur um þessar mundir. Þaö viróist enginn svara honum af krafti nema þú? Eru fótgönguliöar þínir aö bregó- ast? „Nei, þetta er mjög gott og vel vinn- andi fólk. Það er aðalatriðið en ekki hvemig menn standa sig í fundarsaln- um á hálfsmánaðarfresti. Fótgöngu- liðar í D-listanum em ungir menn sem ætla sér stóra hluti í pólitík og þeir verða að hafa sig í frammi og vaða í þann sem fer með völdin. Það gerði ég hiklaust þegar Davíð Odds- son var borgarstjóri." Ekki ofhaldin í launum Borgarstjóri þiggurfull laun fyrir setu í hafnarstjóm Reykjavíkur en hefur mœtt aöeins einu sinni á fund á árinu. Er þaó ekki siölaust? „Ef menn horfa fyrst og fremst á fundarsetuna er vel í lagt að greiða þau laun sem höfhin greiðir mér fyr- ir það. En ef menn horfa á launakjör borgarstjórans í heild sinni og síðan þau verkefni sem hann fer með held ég að allir sanngjamir menn verði að viðurkenna að borgastjórinn er ekki ofhaldinn i launum miðað við starfs- systkin sín í öðrum sveitarfélögum. Þó að ég fái greidd nefndarlaun frá höfninni þá sinni ég henni auðvitað með öðrum hætti. Það fara ekki öll hafnarmál í gegnum hafharstjóm." Hafa völdin spillt þér þannig aö þú hafir misst sjónar af þinni eigin gras- rót? „Ég held að völdin hafi ekki spillt mér. En hættan er sú að maöur gangi svolítið í björg. Starfið er einfaldlega svo viðamikið og tímafrekt að manni gefst ekki alltaf tími til að rækta hina pólitísku grasrót eða grasrótina i einkalifinu eins og maður gjaman vildi. Það er auðvelt að týna sér í þessu starfi." Ertu hrokagikkur? „Það er annarra að dæma um það en ég held að ég sé það ekki. En ég veit að ég get verið mjög föst á mínu. Þetta væri sjálfsagt kallað að ég væri föst fyrir og ákveðin ef ég væri karl- maður." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.