Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
Spurningin
Ferðu á jólahlaðborð?
Guðrún Jóna Stefándóttir, 12
ára: Ég fór í fyrra en veit ekki hvort
ég fari núna.
Aðalheiður Þórarinsdóttir nemi:
Nei, því miður.
Ásthildur Guðlaugsdóttir nemi:
Nei.
Sigríður Þóra Kristinsdóttir, 12
ára: Nei.
Berglind Hallgrímsdóttir hús-
móðir: Nei.
Bryndís Magnúsdóttir verka-
kona: Nei.
Lesendur
Lýðveldið ísland
fótumtroðið
Við höldum samt lýðveldisdaginn hátíðlegan, og svona ... Er það þá kannski
blekking?
J.G. skrifar:
í fjarlægð frá hinu kæra landi
veitist manni eins og mér sem lengi
hef dvalið erlendis næði til að hugsa
um, hvemig við Islendingar höfum
verið og erum sviptir því, sem hinn
vestræni heimur kallar mannrétt-
indi. Með þessum orðum á ég ekki
við að við séum beinlínis kúgaðir,
heldur það hvemig okkur er talin
trú um að við lifum í einu mesta lýð-
veldi hins vestræna heims. Það er þó
síður en svo staðreynd. Það er ekki
þar með sagt að öll von sé úti. Vonin
deyr aldrei. Við brutumst undan
valdi Dana og þeirra maðkaða mjöli
á sinum tíma og við getum enn brot-
ist undan kúgun og valdi.
Lítum á nokkrar staðreyndir, þar
sem vald er notað til að fótumtroða
mannréttindi. - Hvað gerist með al-
þingismann á íslandi þegar hann
verður of gamall til að sinna þing-
störfum, eða gerist of nærgöngull
við kerfið? Jú, sé þessi þingmaður
okkar of þreyttur orðinn til að
sinna þingstörfum, og sé hann ofar-
lega innan flokks síns, þá er hann
t.d. settur til að stjórna Seðlabanka
landsins. Er þetta ekki stórkostlegt?
Þetta gerist óvíða nema á íslandi.
Enginn spyr hvort þessir þingmenn
hcifi hæfíleika til að stjórna mikil-
vægustu stofnun okkar íslendinga í
peningamálum.
Og ekki bara Seðlabankanum, held-
ur eru þingmenn settir í aðra ríkis-
banka einnig. Gott dæmi er einmitt
Sverrir Hermannsson sem settur var
sem bankastjóri í Landsbankann og
Steingrímur Hermannsson í Seðla-
bankann. Allir þekkja sögu þeirra.
Séu þingmenn hins vegar eru ekki of
aldraðir til að sinna þingstörfum en
eru til vandræða á annan hátt, hugs-
anlega of fjölþreifnir við kerfið, þá
eru þeir gerðir að sendiherrum ein-
hvers staðar erlendis.
Þetta er bara fá dæmi um hvern-
ig íslensk stjórnvöld fótumtroða all-
ar almennar siðareglur. Sé litið til
embætta sýslumanna; hverjir skipa
þau? Auðvitað menn sem tengjast
stjórnmálum beint eða óbeint. Er
þetta réttlætanlegt? Er dómgreind-
arskortum að kenna? Þessir menn
skyldu auðvitað kosnir af almenn-
ingi sem borgar þeim launin. - Við
þurftum, ef ég man rétt, eftirlauna-
þega frá Akureyri til að sýna ís-
lenskum yfirvöldum hvernig þau
brutu mannréttindi á honum. Og til
að sanna að mannréttindi hefðu
verið brotin varð hann að færa ís-
lenska löggjafarvaldið i mannrétt-
indastól Evrópu þar sem hann vann
sitt mál og kostaði íslenska ríkið
mikla ijármuni til að breyta dóms-
kerfinu. - Góðir íslendingar, við
búum ekki í lýðræðisríki ennþá. En
maður vona að bjarmi senn af degi.
Með glæsta pólitíska
framtíð að baki
Þórir Sigurðsson skrifar:
Ég hlustaði á Þorgeir Ástvaldsson
á Bylgjunni sl. miðvikudag. Við-
mælandinn var Óli Björn Kárason,
ritstjóri Viðskiptablaðsins. Óli
Björn var að segja frá úttekt blaðs-
ins á skatttekjum Reykjavíkurborg-
ar. Það sló mig rosalega þegar hann
upplýsti að skattar á hverja fjögurra
manna fjölskyldu hefðu hækkað um
150.000 kr. á ári frá því sem var árið
1994. Þessu hefur R-listinn ekki mót-
mælt svo að ég viti.
í viðtali á Stöð 2 þá um kvöldið
við Helga Hjörvar sem ég held að sé
forseti borgarstjórnar, eða varafor-
seti, voru afhjúpuð ósannindi
Helga. Ósannindi sem ég tel að seint
gleymist. í viðtalinu er birt frétt frá
því í maí sl. þar sem Helgi Hjörvar
segir eitt af loforðum R-listans vera
að lækka gjöld á Reykvíkinga. - Að-
spurður hvort hækkun útsvarsins,
sem nemur þeirri upphæð sem að
ofan greinir, væri í samræmi við
þetta loforð fór hann undan í flæm-
ingi.
Þegar menn komast til valda á
svona vafasömum forsendum og eru
í raun að hefja sinn pólitíska feril
minnist ég orða gamals vinar míns
sem sagði ákveðinn aðila vera ung-
an mann með glæsilega pólitíska
framtíð að baki sér.
Reyndar bætti borgarstjórinn
heldur betur í þennan farsa allan
þegar hún játaði að hafa haft rangt
fyrir sér þegar hún var að tala um
aukningu ríkistekna. Geir Haarde
fjármálaráöherra leiðrétti borgar-
stjórann sem viðurkenndi að hafa
farið með rangt mál. - Þarf þetta
alltaf að fara svona þegar vinstri
menn stjórna?
Kvótadómurinn - glufur opnast
Einar Árnason skrifar:
„Við skorum á alla íslendinga að
sækja um kvóta.“ - Þetta segir einn
frambjóðandinn í næstu alþingis-
kosningum. Nánar tiltekið, formað-
ur Samtaka um þjóðareign. Allt
vegna þess að nú hefur gengið dóm-
ur í Hæstarétti um að sjávarútvegs-
ráöherra hafi ekki verið heimilt að
neita ákveðnum manni um kvóta er
hann sótti um hann. Sá hinn sami
gengur nú gleiðbrosandi fram fyrir
hverja myndavélina eftir aðra og
segir: Ég vona að þetta gagnist okk-
þjónusta
allan sólarhringi
Aðeins 39,90 minútan
eoa nringið i sima
___O 5000
ófilli kl. 14 og 16
„Valdimar nokkur Jóhannesson er sigurvegari ársins,
um það þarf ekki að deila,“ segir bréfritari.
ur í framtíðinni, en að fyrirtæki í
sjávarútvegi fari ekki illa. - Aðeins
þau sem ekkert áttu áður, og þau
sem keyptu kvóta á uppsprengdu
verði gjaldþrota.
Þetta eru að
sönnu merk tíma-
mót og áður-
nefndum umsækj-
anda að þakka að
kvótamálin eru
nú komin í annan
og breyttan far-
veg. Valdimar
nokkur Jóhannes-
sen er sigurvegari
ársins, um það
þarf ekki að deila.
Ég er hins vegar
sannfærður um
það með sjálfum
mér að hér býr
bingó að baki.
Hér hefur verið
þrýst á að ofan,
svo að Hæstirétt-
ur mætti leysa
einn versta hnút-
inn. Glufur munu opnast eins og eft-
ir meiri háttar jarðhræringar. -
Stjórnsýslan á eftir að flnna fyrir
þrýstingi á fleiri mál en mann órar
fyrir í dag.
DV
Kristján
söngvari er
frábær
Gunnhildur hringdi:
Mér flnnst að við íslendingar
megum þakka Kristjáni Jóhanns-
syni söngvara fyrir þá ræktar-
semi sem hann sýnir okkur öll-
um með því að vera sífellt fús til
að koma heim og syngja, nánast
þegar í hann er hóað. Nú er hann
kominn eina ferðina enn til að
syngja hér og gleðja okkur. Við
gerum okkur eflaust ekki grein
fyrir því að svona þekktur söngv-
ari og eftirsóttur hlýtur að taka á
sig krók til að koma hingað. En
sama er; hann er alltaf aufúsu-
gestur okkar. Megi gæfan fylgja
Kristjáni og hans fjölskyldu á jól-
um og ævinlega.
Ofsjónir yfir
Keikó
Siggi skrifar:
Nú er hvalurinn keiki sem í
öndverðu hét Siggi kominn til
Eyja. Menn eru að sjá ofsjónum
yfir því og þykir nær að beina
því fé sem fór í flutning hans
hingað til lands og fóstur hans
yfirleitt til að seðja hungrað fólk
og hrjáð um allan heim. Það er
hins vegar spurning hvort þetta
fé hefur ekki orðið til í kringum
Keikó og hefði annars ekki kom-
ið til skjalanna, og sé þannig séð
hans eign. Altént hefði ekki orð-
ið umræða um þetta fé á þessum
nótum nema fyrir atbeina þessa
heimsfræga hvals.
Það eina sem hægt er með
sanni að segja að hann dragi fóð-
ur frá hungruðum mannheimi er
það að nú verður að fóðra hann
af íslenskum flskveiðikvóta.
Mun hann þurfa að éta um 80 kg
af flski á dag (og er þó á megrun-
arfæöi, að sögn). Þennan fisk
verður að taka af þeim kvóta
sem ella færi á markað sem
mannamatur. - Réttast væri að
eyjabátar fengju kvótaaukningu
sem þessu svarar, því ef Keikó
synti fijáls um sjóinn myndi
hann líklega éta meira en þetta
og engan spyrja um kvóta.
Handþvottur
á bílum
Gaui hringdi:
Ég er hissa á því hve bíleig-
endur eru þolinmóðir og auö-
mjúkir gagnvart þeim bíla-
þvottastöðvum sem enn eru að
nota þessa grófu plastkústa viö
bílaþvott. Þetta er löngu liðin tíð
í hinum tæknivædda heimi. Alls
staðar komnir linir kústar nán-
ast úr taui eða einhverju þvíliku
sem vélarnar fara með yfir bíl-
inn eftir að hann hefur verið
handþveginn. Auðvitað ætti alls
staðar að vera hægt að velja
þjónustu á handþvotti eða vél-
þvotti fyrir sama gjald. Bilalakk
skemmist ótrúlega fljótt með
grófu kústunum og þeir ættu
hvergi að sjást. Ég held mig við
þjónustu þar sem handþvottur er
boðinn - og það á sama verði og
vélþvottur.
Fýrir skattsvik
á aö refsa
Hróbjartur skrifar:
Við og við les maður frétt um
að þessi eða hinn hafl fengið
sekt fyrir skattsvik. Þetta eru
gjarnan menn sem hafa verið
staðnir að stórkostlegum svikum
sem hafa verið 1 rannsókn mán-
uðum, jafnvel árum saman. Þeir
eiga jú skilið refsingu og hana
harða og háar sektir. En það á að
refsa öllum skattsvikurum, jafh-
vel þótt þeir séu ekki stórtækir.
Skattsvik eru svik við alla þegna
landsins, mig og þig, lesandi góð-
ur. Við borgum mismuninn sem
vantar í ríkiskassann. Útrýmum
skattsvikum með nógu háum
sektum.