Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 Glæsilegur hópur. Sumum kornabörnum finnst ekki gott að láta nudda sig í fyrsta skipti. Litlu líkamarnir eru viðkvæmir enda til- tölulega nýkomnir í heiminn. Viðkvæmnin minnkar smátt og smátt og sá dagur kemur að börnunum finnst voða gott að láta mömmu og pabba nudda á sér fæturna, magann, handleggina og andlitið. Ungbamanudd gerir foreldra og börn þeirra enn nákomn- ari hvort öðru. Það getur lag- fært líkamleg óþægindi hjá kornabarninu auk þess sem það getur haft áhrifá líkam- legan og andlegan þroska þess. Ungbarnanudd getur líka hjálpað nýbökuðum mæðrum sem eiga við fæðing- arþunglyndi að stríða. Magakrampi getur horfið Þau kynntust betur Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir landfræðingur og Aðalsteinn Leifsson flugumferðarstjóri eignuðust sitt fyrsta barn 28. september. Frumburðurinn er son- ur sem heitir Stefán Friðrik. „Hann var óvær og stundum með magakrampa áður en við Að- alsteinn fórum með hann í ung- barnanudd. Hvort sem það er nuddinu að þakka eða einhverju öðru þá hefur það gengið til baka,“ segir Ingibjörg. Stefán litli sefur vært úti í vagni. „Fyrst fannst honum óþægilegt að láta nudda sig og lét okkur vita af því. Honum finnst það hins vegar ágætt núna. Hann þurfti að læra á þetta eins og við.“ Ingibjörg segir að hún og Aðal- steinn hafi valið að fara með son- inn í ungbarnanudd vegna þess að þau töldu að það væri gott bæði fyrir hann og þau. „Það gefur okk- ur góðar stundir til að vera sam- an. Við Stefán Friðrik kynntumst líka betur og ég þekki betur til- finningar hans og viðbrögð. Ég er fljótari að komast að því hvað það er sem hann vill.“ Ingibjörg segir að ungbarna- nuddið hafi gefið sér tækifæri til að komast út á meðal fólks. Hún er tiltölulega nýbúin að ljúka námi og vann alltaf samhliða því. „Ég hef líka mætt á mömmumorgna og seinna í vetur ætlum við Aðal- steinn með strákinn í ungbarna- sund. Ég hef heyrt að það sé gott fyrir börnin og líka fyrir mæðurn- ar.“ -SJ Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að nudd í bernsku er nauðsynlegt fyrir líkamlegan og andlegan þroska," segir Þórgunna Þórarins- dóttir svæðanuddari sem kennir ungbamanudd. „Það er Ruth Di- ane Rice, bandarískur sálfræðing- ur, hjúkrunarfræðingur og sér- fræðingur í þróun á frumbernsku- stigi, sem hefur staðið að þessum rannsóknum. Þær sýna jafnframt fram á að nudd hraðar bæði tauga- og heilaþroska auk þess sem það hefur góð áhrif á líkamsvöxt og hormóna- og frumustarfsemi." Þórgunna segir að ungbarna- nudd hjálpi mörgum börnum til að sofa betur auk þess sem það hefur reynst vel við ungbarnakveisu og lofti í þörmum. Einnig virðist nudd örva hægðarlosun hjá þeim bömum sem hafa sjaldan hægðir. „Það er ekki sannað hvað gerist en nudd örvar bæði hreyfingar í þörmunum og blóðrásina í vöðv- unum. Það losar um spennu og örvar ristilinn. Það er mikilvægt að nudda alltaf eins og ristillinn liggur, frá hægri til vinstri.“ Magakrampi getur minnkað eða jafnvel horfið eftir eina til þrjár vikur eftir að byrjað er að nudda bamið. Fyrir framtíðina Börnin slaka betur á en ella eft- ir að byrjað er að nudda þau reglulega. „Börn eru oft með spennusvæði sem eru til dæm- is algeng í maga, andliti og „Við Stefán Friðrik kynntumst betur og ég þekki betur til- finningar hans og viðbrögð." DV mynd E. Ól. brjóstkassa." Þórgunna segir að ástæðan fyrir spennunni geti verið spennuþjóðfélagið sem við lifum í. „Ef móðirin og eða faðirinn er í ójafnvægi getur það valdið spennu hjá barninu. Svo er oft erfítt að fæðast. Spenna í andliti virðist ekki koma fram hjá börnum sem tekin eru með keisaraskurði. Þau þola betur andlitsnudd en hin.“ Líkami ungbarna er viðkvæmur og þolir lítið nudd í einu. Nám- skeiðin hjá Þórgunnu standa yfir í mánuð og mæta foreldrar og hörn einu sinni í viku. Eitt skref er tek- ið i einu; fyrstu vikuna eru magi og fætur nuddaðir, þá næstu brjóstkassi og handleggir, síðan er það andlit og bak og loks er allur líkaminn nuddaður. „Einnig læra foreldrar teygju- og samhæfinga- ræfingar fyrir hægri og vinstra heilahvel því mörg börn fara á mis við æfingarnar ef þau skríða ekki.“ Foreldrar búa yfir þessari þekkingu það sem eftir er og geta nuddað barnið og yngri systkini þess næstu árin. Nudd getur til dæmis komið sér vel þegar vaxtar- verkir gera vart við sig hjá ung- lingum. Gegn fæðingarþunglyndi Ungbarnanudd gefur foreldrum og börnum þeirra dýr- mæta stund saman og gerir góð tengsl betri. „Rannsóknir hafa sýnt að ungbarnanudd örvar m.a. framleiðslu prolactin- hormóns hjá báðum foreldrum sem stundum er kallað „um- hyggjuhormón". Margir foreldrar eru óöryggir eftir að barnið er komið í heiminn. Nuddið gefur foreldrunum meiri öryggistilfinn- ingu auk þess sem barnið finnur fyrir meiri öryggistilfinningu þeg- ar það fær hlýja og góða snert- ingu.“ Þórgunna segir að ungbarna- nudd hafi hjálpað mörgum mæðr- um sem hafa átt við fæðingarþung- lyndi að stríða. „Þar gæti t.d. prolactinhormónið hjálpað til þar sem það örvar umhyggjutilfinn- inguna og losar um spennu." SJ „Nuddið gefur foreldrunum meiri öryggistilfinningu auk þess sem barnið finnur fyrir meiri öryggistilfinningu þegar það fær hlýja og góða snertingu." DV-mynd E. Ól. Tengslin hafa áhrif i*lm Flest böm fá magakveisu og ég ætlaði að búa mig undir að taka á henni og reyna jafnvel að koma í veg fyrir að barnið fengi hana. Við erum tilbúin ef eitthvað kemur upp á,“ segir Hel- ena Marteinsdóttir. Hún og Brynjólfur Þór Stefánsson sjómað- ur eignuðust son 10. október. Hel- ena á einnig 9 ára gamlan son sem heitir Skúli Ævar Steinsson. „Þótt drengurinn hafi ekkert verið óvær áður finnst mér hann sofa miklu betur. Hann tekur lengri dúra.“ Helena segir að það sem hún hafi lært af tímunum sé að ung- böm þurfi ró og næði og að for- eldrar þurfi að gefa sér tíma með börnunum. „Tengslin í gegnum nuddið hafa áhrif á okkur bæði. Ég nudda hann bæði kvölds og morgna og að undanförnu hef ég staðið sjálfa mig að því að taka fæturna á hon- um og gera teygjuæfingar. Ég er ákveðin í að nudda hann í framtíð- „Tengsiin í gegnum nuddið hefur áhrif á okkur bæði. Ég er ákveðin í að nudda hann í framtíðinni eins lengi og hann vill.“ DV mynd E. Ól. inni eins lengi og hann vill.“ ingu við þau en ella í orðsins Helena og aðrir foreldrar sem fyllstu merkingu. nudda börn sín eru í nánari snert- -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.