Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 11
r É ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 menning» Einlægni og hógværð Söngsveitin Fílharmonía og Sigrún Hjálmtýsdóttir - neistinn kom með henni. Eitt það besta við aðvent- una eru allir þeir hátíðlegu tónleikar sem manni gefst kostur á að sækja. Einir slíkir voru haldnir í Lang- holtskirkju sl. sunnudags- kvöld en þar kom Söngsveit- in Fílharmónía fram ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran og kammersveit sem leidd var af Rut Ingólfsdótt- ur. Sá sem hélt utan um allt saman var Bernharður Wilkinsson sem tónlist- arunnendur hafa nú á síð- ustu árum fengið að kynnast í auknum mæli sem hljóm- sveitarstjóra. Efnisskráin samanstóð af verkum úr ýmsum áttum og hófst á Ijúfum tónum Eng- lendingsins Richard Farrants, „Lord, for thy tender mercies sake“, sem var fylgt eftir af ölllu hressara verki landa hans Orlando Gibbons, „From virgin’s womb“. Söngur kórsins var ágætur en þó enn betri og blæ- brigðameiri í enska þjóðlaginu „Lúra sér lúra“. I „Aðfangadagskvöld jóla 1912“ eftir Sigvalda Kaldalóns kvað við eilitið annan tón, afskaplega íslenskan, og bar nokkuð á því að innkomur væru ekki alveg á hreinu og sópranraddirnar ekki nógu tærar. Það sama má segja um „Jesús, þú ert vort jóla- ljós“ þar sem nokkrir klingjandi sópranar hefðu gert útslagið. Altin naut sín þó sérlega vel í „In dulci jubilo" í raddsetningu Bachs, og lag Carls Nielsens við texta Hans Adolphs Brorsons „Forunderligt at sige“ var flutt af einlægni og hógværð, en meiri léttleiki hefði ekki sakað í „On Christmas night all Christ- ians sing“. Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir Tilkoma kammersveitarinnar, sem var skipuð úrvalsspilurum og vel samstillt, var mikil lyftistöng fyrir kórinn og verulega ánægjulegt að hlýða á tvö verk Edwards Elgars, „Ave verum corpus" og „Ave Maria“, í flutningi þeirra. Fyrsta verk eftir hlé, „Vakna, Sions verðir kalla“ úr kantötu nr. 140 eftir Bach, var fallega leikið af kammersveitinnni en söngur kórsins frekar í ætt við að gera skyldu sína en að syngja af innlifun og vantaði því sannfæringarkraftinn í heildarsvipinn. Vögguvísa eftir Berlioz var ljúflega flutt og það sama má segja um enska jóla- sálminn „The truth sent from above“. Söngur kórsins í heild var góður en þó var eins og vantaði herslumuninn í neistann. Sá neisti kom hins vegar með Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur. Hún söng með kórnum fimm lög, hvert öðru betra, meðal þeirra „Pie Jesu“ úr Requiemi Andrews Loyds Webbers sem var eiginlega hápunktur kvöldsins, svo unaðsfagurt var það sungið og leikið af fullkomnu öryggi, og „Ave Maria" Luigis Luzzis sem heyrist ekki oft. í því lagi áttu bassaraddirnar ekki sístan þátt í góðri upplifun. „Nóttin helga“ eftir Adam í radd- setningu Guðmundar Gilssonar hljómaði svo að lokum, undurfögur, eðlileg og áreynslu- laus í meðförum Sigrúnar, kórsins og sveit- arinnar. Áheyrendur fengu svo sitt tækifæri í lokin til að syngja með í „Friður, friður frelsarans" eftir Mendelssohn og mætti segja mér að þeir áheyrendur sem ekki voru þeg- ar komnir í jólaskap hafi ekki fengið rönd við reist eftir það. Únglíngurinn í skóginum Á sunnudaginn voru haldnir íónleikar í ís- lensku óperunni til heiðurs Jórunni Viðar tónskáldi sem varö áttrœö í gœr. Einnig er kominn út hljómdiskur meó verkum hennar á vegum Smekkleysu, og tóku flytjendur á hon- um þátt í afmœlistónleikunum. Vió óskum Jórunni innilega til hamingju meó afmœlið! Jórunn Viðar er eitt af merkustu tónskáld- um íslendinga og er því fagnaðarefni að tutt- ugu af hennar ágætu sönglögum eru komin út á geisladiski undir yfirskriftinni Únglíng- urinn í skóginum. Titillinn vísar að sjálf- sögðu í ljóðið eftir Halldór Kiljan Laxness, en ljóð samtímaskáldanna hafa gjaman orð- ið Jórunni að yrkisefni. Hljómlötur Jónas Sen Skemmst er frá því að segja að þetta eru allt afar falleg lög. Jórunn hefur mjög per- sónulegan stíl sem er laus við alla væmni og tilgerð, hljómar píanósins eru kaldir og tær- ir, enda notar Jórunn mikið hreinu tónbilin svokölluðu, sem eru eitt af einkennismerkj- um tónlistarhefðar þjóðarinnar. Laglínurnar eru allar grípandi og markvissar, einfaldar að gerð en ná miklum áhrifum. Vökuró, fyrsta lagið, er samið við. ljóð eftir Jak- obínu Sigurðardótt- ur, sérlega falleg tón- smíð sem passar vel sem fyrsta lag á geisladiski. Mikil- vægt er að geisla- diskur byrji vel ef einhver á að nenna að hlusta á hann all- an, og hér er Vökuró á strategískum stað. Mörg lögin eru vel þekkt, eins og Kall sat undir kletti, en önnur heyrast sjaldnar. í flestum þeirra er draum- kennd stemning, Þjóðlag úr Álfhamri við ljóð eftir Guð- mund Böðvarsson eða Glugginn við ljóð eftir Laxness eru t.d. svo seiðandi og áhrifamikil að þau nægja léttilega til aö maður detti í djúpan trans. Og Mamma ætlar að sofna er þjóðlegt og ein- lægt, og af talsvert öðru sauðahúsi en sam- nefnt lag eftir Sigvalda Kaldalóns. Af einhverjum ástæðum þarf maður að opna diskinn til að sjá hverjir flytjendur eru. Þetta er óvanalegt því tónlistarfólkið er ekki af verri endanum og ætti nöfnum þess að vera hampað. Það eru Loftur Erlingsson, Þóra Einarsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir og Jón Þorsteinsson sem syngja, og píanó- leikarinn er enginn annar en Gerrit Schuil, maður sem veit meira um söng en flestir söngvarar. Káp- an er falleg og smekk- leg, þó Smekkleysa gefi diskinn út, enda Gagarín sem hannar hana, fyrirtæki sem tekur alla aðra útlits- hönnuði í nefið. Þetta er frábær diskur, og óhætt að mæla sterk- lega með honum. Jórunn Viðar: Únglíngurinn í skóginum. Ýmsir flytjendur. Smekkleysa 1998. Jórunn Viöar, eitt merkasta tónskáld íslendinga. Fyrir hungraða veiðimenn Þær eru ekki margar bækumar í ár fyrir hungraða veiðimenn sem aldrei fá nóg af veiði og veiðibókum. Þó hefur Eiríkur St. Ei- ríksson, blaðamaður og veiðimaður, gefið út sína fyrstu veiðibók, Áin mín. Bókin er hin skemmtilegasta lesning og hleypir lesandan- um inn i hugar- heim stangaveiði- manna. Já, veiði- sprettimir em margir í bókinni og viðmælendur Eiríks segja hressilega frá flestir hverjir, enda allir bún- ir að blotna oft í fæturna í veiðiánum og jafnvel synda niður þær, eins og Gunnar Sveinbjörnsson segir svo skemmtilega frá í frásögn sinni. Gunnar segir líka frá komu Karls Bretaprins fyrir 11 ámm en ekkert hef- ur verið rætt um þá heimsókn opinberlega. Veiðisögm-nar eru margar í þessari bók og verulega fyndnar margar hverjar, til dæmis sagan af Jóni bónda, sem Ásbjörn Óttarsson segir. Myndimar í bókinni era misjafnar en bestar eru myndir Rafns HafhOörð sem er ótrúlega naskur að finna hið rétta myndefni. Hvenær skyldi Rafn gefa út veiðibókina sína? Liturinn gefur veiði- mynd allt annað líf en svarthvítar myndir. Maður legg- ur þessa bók ekki frá sér fyrr en hún er að fullu lesin því hægt -er að ferðast um bakka veiðiánna Laxár í Kjós, Langár á Mýr- um, Norðurár og Þverár í Borgarfírði, Miðljarðarár og Hofsár í Vopnafirði með því einu að lesa hana. Það er næstum því hægt að setja í fisk og landa honum. Eiríkur Sveinsson stingur á afar við- kvæmu máli þegar hann ræðir um Hofsá í Vopnafirði, en Englendingum hefur verið leigð sú á næstu árin. Eiríkur hefur veitt í 40 ár í Hofsá í Vopnafirði en er ekki viss um að hann fái að veiða þar oftar. Hann lætur sér þó ekki bregða og segir í lok bókarinnar orð- rétt. „Mig hefur ekki skort áhugamál. Ég hafði yndi af því að leika golf og gæti vel hugsað mér að hressa upp á sveifluna í framtíðinni. Fyrir utan veiðiáhugann þá á skógræktin nú hug minn allan og þar er mikið verk óunnið. Ég hef alltaf haft áhuga á skógrækt en það var fyrst eftir að mér var úthlutað landspildu i Eyjafirðinum á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga að ég sá fram á að ég gæti látið draum- inn rætast um að rækta eigin skóg. Það er ekki óverðugra verkefni en að veiða lax á stöng." Eiríkur St. Eiríksson: Áin mín. Fróði 1998. Bókmenntir Gunnar Bender Þegar ljóð eru Davíö Ait Sigurðsson er klassískur söngvari að mennt og því ekki að undra þó aö ljóðin hans séu lýrísk og mjúk. Það er flug framan til í fyrstu bók hans, Þegar ljóð eru, en hlýjar tilfmningar eru þar rauður þráður allt til enda: ástir og vin- átta og ýmis millistig þessara flóknu kennda. Skemmtilegt er ljóðið „Ég mun aldrei gleyma" þar sem skáldið sér land sitt (og sjálfan sig) á nýj- an hátt með augum erlends gests sem er honum hjartfólginn. Sem dæmi mn ljóð Davíðs Arts er titiHljóð bók- arinnar, „Þegar ljóð eru“ : fuglar nœturinnar jxgjandi söngvana af hita ástríóunnar kvaldir af kali heimsins aöeins þurfandi aó vera til Útgefandi er Sigurjón Þorbergsson. Brot úr hugarheimi Helga Jenný Hrafnsdóttir gefúr út ljóðabókina Brot úr hugarheimi mínum, og byrjar hana á ljóði frá móður til bams. Innileg ljóð um vini og ijölskyldu fylgja, en vinátta og ást skipa meg- insess í ljóðunum, bæði bjartar hliðar þessara til- finninga og skuggahliðamar. Ástarsaga bókar- innar endar með skelfingu eins og 44. ljóð segir frá: Líkt og lítil múmía öll hvít og vafin ég vióurkenni fúslega aö ég gerði þaó sjálf ég hrœóist ekki hió rauóa eóa hiö djúpa þarf ekki aö hugsa um neitt núna þaö kemur síóar ég hrœöist ekki hvítu línumar sem dansa á mér allri þœr eru orðnar hluti af mér þaö sem ég hrœóist er ólgusjórinn og svartnœttió, örvœntingin og kœföu ópin. Höfundur gefur bókina út sjálf. Elliðaárdalur í sumar sem leið kom út bókin Elliðaárdalur - Land og saga - eftir Áma Hjart- arson, Helga M. Sigurðs- son og Reyni Vilhjálms- son. Þar er fjallaö af vandaðri yfirsýn um þessa náttúruperlu í Reykjavík, jarðsögu dalsins alveg aftur á fyrri hluta ísaldar, náttúrufar svæðisins, grasafræði og skógræktarsögu, og dýralíf í lofti, á láði og legi. Síðan er fjallað um mannlíf og minjar í dalnum allt frá landnámsöld en dalurinn mun vera nefhd- ur eftir skipi Ketilbjamar gamla landnáms- manns. Dalurinn kemur við sögu Innréttinga Skúla Magnússonar á átjándu öld; á þeirri nitj- ándu var hann einkum í sviðsljósinu vegna veiða í ánum en á 20. öld hafa uppgötvast þar ný verð- mæti, fallorkan í Elliðaánum, jarðhitinn í Löngu- gróf og síöast en ekki sist náttúrufegurð hans og gildi hans sem útivistarsvæðis fyrir höfuðborgar- búa og gesti þeirra. Fjallað er ítarlega um skipu- lag Elliðaársvæðisins, og einnig era í bókinni sögur og sagnir úr Elliðaárdal. Ótal litmyndir em í bókinni, myndaskrá og heimildaskrá og kort af svæðinu sem Sigríður Jó- hannsdóttir og Dagný Bjamadóttir unnu. Útdrátt- ur á efni bókarinnar er birtur á ensku. Bókaút- gáfan Mál og mynd gefúr bókina út í samstarfi við Árbæjarsafh og Borgarskipulag Reykjavíkur. Umsjón Silja Aðalsteinsdottir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.