Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
23
íþróttir
Tölfræð handboltans eftir fyrri umferö:
Framarar skora mest Framarar hafa skorað flest mörk i vetur eða 28,0 að meðaltali en næstir koma Haukar með 27,1 mark í leik og topplið Aftureldingar er þriðja með 26,6 mörk. Selfyssingar skora fæst eða 22,9 að meðaltali en fyrir ofan þá eru HK og ÍBV, bæði með 23,1 mark að meðaltali í leik. Haukar fá flest á sig Haukar hafa nú tapað 5 deildar- leikjum í röð etir góða byrjun og þeir hafa fengið flest mörk á sig í deild- inni eöa 27,1 að meðaltali. ÍR-ingar og Gróttu/KR-menn koma þar fyrir ofan með 26,7 mörk á sig að meðaitali. Besta vömin er á Hliðarenda en Valsmenn hafa aðeins fengið á sig 21,0 mark aö meðaltali, næstir koma Eyja- menn með 23,0 mörk á sig og 3. er Mos- fellingar með 23,9 mörk á sig í leik. Valsmarkverðirnir öflugastir Guðmundur Hrafnkelsson hefur variö markvarða mest i deildinni þaö sem af er og er Valsmarkvarslan 44,7% i vetur sem sem er afar glæsi- legur árangur. Valsmarkverðir hafa varið 187 af 418 skotum sem hitt hafa mark þeirra. í öðru sæti er ÍBV með 40,0% skota en Stjarnan er i þriðja sæti með 39,8% skota varin. Toppliðið botnlið Topplið Aftureldingar hefur ekki byggt upp leik sinn í vetur á mark- vörslu. Markverðir liðsins hafa variö fæst skot i deildinni og hlutfailslega aðeins 34,9% skota sem skilar þeim í 10. sæti. Hlutfallslega fæst skot verfa markverðir Gróttu/KR eða 33,0% en i ellefta sæti eru markverðir HK með 34,6% skota varin. Vítabanarnir í Fram Markverðir Framara hafa varið flest víti í vetur eða 18 og þar af hef- ur Sebastian Alexandersson varið 15. Markverðir Gróttu/KR, Stjörnunnar og KA koma næstir með 11 víti. Birk- ir ívar Guðmundsson hjá Stjörnunni hefur varið 10 viti, Eyjamaðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson er þriðji með 9 og fjórði besti vítamarkvörður- inn er Reynir Þór Reynisson hjá KA með 8 víti varin en aðeins þó í 6 leikj- um. Ef litið er á hlutfallsmarkvörslu i vitum hjá fimm bestu liðunum í deildinni er hún eftirfarandi: 34,6% Fram (18 af 52) 29,7% Grótta/KR (11 af 37) 26,5% Selfoss (9 af 34) 26,5% ÍR (9 af 34) 23,4% Stjaman (11 af 47) FH-ingar era slökustu vítamark- verðir en markverðir FH hafa aðeins varið 5 af 48 vítum sem hitt hafa markið hjá mótherfum eða 10,4%. Mosfellingar nýta færin Afturelding er með bestu skotnýt- inguna í deildinni af þeim skotum sem liðin ná á mark. Mosfellingar hafa nýtt 67,7% skota sinna en í 2. sæti er Fram með 67,1%. ÍR rekur lestina með 59,7% en skotnýting liða er: Afturelding (293/433) 67,7% Fram (308/459) 67,1% KA (279/443) 63,0% Valur (262/427) 61,4% ÍBV (254/414) 61,4% Selfoss (252/411) 61,3% Stjaman (272/445) 61,1% HK (254/416) 61,1% FH (263/431) 61,0% Grótta/KR (276/458) 60,3% Haukar (298/495) 60,2% ÍR (267/447) 59,7% Valsmenn misnota vítin Valsmenn nýta vítin verst ef litið er á hlutfallsmarkvörslu markvarða andstæðinga liðanna í deildinni. Alls hafa markverðir mótherja Vals varið 9 viti og Valsmenn hafa skorað úr 15 þannig að þeir nýta aðeins 62,5%. Topplið Aftureldingar nýtir vítin best eða 89,6% en þeir hafa skorað 43 en látiö mótherjana aðeins verja 5 víti. Efstu og neðstu lið eru: Afturelding (43/48) 89,6% Stjaman (34/40) 85,0% ÍBV (27/33) 81,8% FH (31/41) 75,6% Fram (33/48) 68,8% Valur (15/24) 62,5% Haukar fiska flesta út af Leikmenn Hauka fiska flesta leik- menn út af í deildinni en að meðaltali em andstæðingar þeirra út af í 9,1 mínútu í leik. í öðm sæti er Selfoss einum fleiri í 8,9 mínútur að jafnaði en sjaldnast em HK-menn fleiri eða aðeins 6 mínútur í leik. Mosfellingar em oftast út af eða í 9,5 mínútur í leik, FH kemur næst með 9,1 mínútu í leik. Prúðastir eru ÍR-ingar sem hafa aðeins verið i 5,3 mínútur einum færri að jafnaði í vetur. -ÓÓJ
arsm
Sendið til:
íþróttamaöur ársins
DV - Þverholti 11
105 Reykjavík
Heimilisfang:
ENGLAND
1. deild kvenna í körfuknattleik:
Auðvelt hjá ÍS
ÍS vann auðveldan sigur á Njarðvík
í l.deild kvenna í körfu í gær. ÍS held-
ur þar með öðru sætinu í deildinni eft-
ir 9 leiki með 12 stig, 6 stigum á eftir
toppliði KR. ÍS var fremra á flestum
sviðum og Njarðvík sem hafði unnið 3
leiki í röð saknaði greinilega Mechelle
Murray, sem er farin frá liðinu. ÍS
leiddi með 15 stigum í hálfleik, 36-21,
og sá munur hélst fram í miðjan seinni
hálfleik er ÍS keyrði fram úr og vann
loks með 37 stigum.
María Leifsdóttir átti mjög góðan
leik meö ÍS, gerði 18 stig og átti 6
stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir
átti 8 stoðsendingar auk 14 stiga, Signý
Hermannsdóttir varði 3 skot og tók 11
fráköst og Lovísa Guðmundsdóttir
varði 4 skot auk 8 frákasta og 12 stiga.
Hjá Njarðvík átti Helga Jónasdóttir
bestan leik, var stigahæst og tók með-
al annars 18 fráköst, þar af 6 í sókn.
Stíg IS: María Leifsdóttir 18, Alda Leif
Jónsdóttir 14, Lovisa Guðmundsdóttir 12,
Kristjana Magnúsdóttir 10, Signý Hermanns-
dóttir 10, Hallbera Gunnarsdóttir 8, Valdís
Rögnvaldsdóttir 6.
Stig Njarðvíkur: Helga Jónasdóttir 10,
Pálína Gunnarsdóttir 10, Eva Stefánsdóttir
6, Rannveig Randversdóttir 5, Gunnhildur
Theódórsdóttir 4, Hafdís Ásgeirsdóttir 3,
Amdis Sigurðardóttir 2.
-ÓÓJ
„Þetta var ekki svo erflð ákvörð-
un. Ég er búinn að vera hér áður og
auðvitað hafði það sitt að segja að
ég valdi Val frekar en önnur lið og
svo er ég auðvitað kominn af mikilli
Valsfjölskyldu. Valur er félag á upp-
leið og ég vil svo sannarlega taka
þátt í að gera félagið að stórveldi á
ný,“ sagði Kristinn í samtali við DV
eftir undirskriftina.
Kristinn er þriðji nýi leikmaður-
inn sem gengur til liðs við Val en
áður höfðu Einar Páll Tómasson,
sem lék með Raufoss í Noregi, og
^ Arnar Gunnlaugsson:
sigti hjá
Leicester
- talað um 300 milljónir króna
Amar Gunnlaugsson heldur
áfram að vekja áhuga liða í
ensku A-deildinni. Nú er
Leicester City komið með Arn-
ar undir smásjána en liðið leit-
ar þessa dagana að framherja
til að leika við hlið hins skæða
Emils Heskey.
í ensku blöðunum i gær var
greint frá því að Martin
O’Neill, knattspyrnustjóri hjá
Leicester, hefði um hrið fylgst
með Amari og fréttir frá Fli-
bert Street hermdu að Leicest-
er væri tilbúið að greiða 2,5
milljónir punda fyrir Arnar
eða nálægt 300 milljónum
króna.
Amar hefur svo sannarlega
slegið í gegn með Bolton á
tímabilinu. Hann hefur skorað
14 mörk og hefur oftar en ekki
verið besti leikmaður Bolton í
leikjum liðsins í B-deildinni.
Arnar á eitt og hálft ár eftir af
samningi sínum við félagið og
þrátt fyrir nokkrar tilraunir
hefur forráðamönnum Bolton
ekki tekist að fá Amar til að
rita nafn sitt undir nýjan
samning við félagið.
Ekkert heyrt frá Bolton
„Ég hef svona aðeins heyrt
af þessu úr blöðunum en for-
ráðamenn Bolton hafa ekki
tjáð mér um eitt eða neitt um
þetta. Ég hafnaði nýjum samn-
ingi við Bolton á dögunum.
Þetta var tilboð sem hljóðaði
upp á eitt ár til viðbótar en
mér fannst tilboðið einfaldlega
ekki nógu gott. Það er bara
tvennt í þessu. Annaðhvort
geri ég nýjan og góðan samn-
ing við Bolton eða verð seldur.
Það er auðvitað mjög gaman ef
liðin í úrvalsdeildinni era að
fylgjast með mér og það sýnir
þá að maður er að gera góða
hluti,“ sagði Amar í samtali
við DV í gær.
-GH
Noregur - handknattleikur:
Sú besta fær
ekki leikbann
Anja Andersen, besta handknattleikskona heims, þarf ekki að
byrja á bekknum eftir jólafríið. Hún má leika áfram með norska
liðinu Bækkelaget eins og ekkert hafi ískorist. Anja hafði fengið
mánaðarleikbann fyrir að hafa farið niðrandi orðum um dómara
nokkurn í sjónvarpsþætti.
Aganefnd komst í haust að þeirri niðurstöðu að hin danska
Anja hefði brotið reglur Handknattleikssambandsins norska og
sýnt dómarastéttinni óvirðingu. Anja áfrýjaði til yfirdóms og sagði
að verið væri að svipta hana tjáningar- og atvinnufrelsi. Hún sagði
að handbolti væri atvinna sín og því varðaði það við landslög að
banna henni að tala um atvinnu sína.
I gær komst yfirdómur að sömu niðurstöðu. Anja má segja skoð-
un sína. Margir hafa túlkað upphaflega dóminn sem hefndarað-
gerð vegna þess að Anja hefur oft brúkað kjaft á leikvellinum,
beint uppréttum fingri að dómurum og sagt þeim til syndanna.
-GK/Noregi
Búið er draga til 3. umferðar 1
ensku bikarkeppninni. Helstu leikir
eru sem hér segir:
Manchester Utd-Middlesbrough
Aston Vilia-Hull
Port Vale-Liverpool
Preston-Arsenal
Blackburn-Charlton
Tottenham-Watford
Oldham/Brentford-Chelsea
Newcastle-Crystal Palace
Bristol City-Everton
West Ham-Swansea
Sheffield Wednesday-Norwich
Nottingham Forest-Portsmouth
Leicester-Birmingham
Southampton-Fuiham
Wycombe/Plymouth-Derby
Doncaster/Rushden&Diamonds-Leeds
Wimbledon-Darlington/Man. City
Bolton-Wolves
Coventry-Macclesfield
Manchester Vnited er í efsta sæti hjá
veðbönkum um líklega bikarmeistara
en 5:1 tippa á United. 6:1 spá þvi aö
Arsenal eða Chelsea hampi bikarnum
og 7:1 veöja á Liverpool.
Stokeféll út úr bikarnum um helg-
ina þegar liðiö lá á útivelli fyrir
Swansea, 1-0. Lárus Orri Sig-
urðsson lék allan tímann með
Stoke.
Asthildur Helgadóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu, var
um helgina valin í úrvalslið
bandarísku háskólanna fyrir
keppnistímabilið sem lauk nú í
desember.
Ásthildur er fyrsta íslenska
stúlkan sem nær þessum ár-
Oldham og Brentford skildu
jöfn, 1-1, og veröa að eigast
við að nýju en sigurvegarinn
fær heimaleik gegn Chelsea i
3. umferðinni. Hermann
Hreiðarsson tðk út leik-
bann og lék þvi ekki með
Brentford og Þorvaldur
Örlygsson lék ekki með
Oldham.
Jóhann B. Guðmunds-
son lék síðustu 20 mínút-
urnar með Watford sem
gerði 0-0 jafntefli við
Barnsley í B-deildinni.
Leeds og Newcastle
hafa loks náð sam-
komulagi um kaup-
verð Leeds á enska
landsliðsmanninum
David Batty. Félög-
in hafa komist að
samkomulagi um 4,8
milljónir punda eða
530 milljónir Ss-
lenskra króna. Batty
gengst undir læknis-
rannsókn í vikunni og
í kjölfarið skrifar
hann undir samning
viö Leeds svo framar-
lega að hann standist
læknisskoðunina.
Dean Saunders gekk í
gær i raðir Benfica í Portú-
gal frá Sheffield United.
Greame Souness, knattspymu-
stjóri Benfica, þekkir vel til
Saunders sem lék undir stjóm Sou-
ness hjá Liverpool og tyrkneska liðinu
Galatasaray. Þess má geta aö Benflca
er 11. liöið sem Saunders leikur með.
-GH/VS/JKS
Kristinn Larus-
son klæddist
Valsbúningnum á
ný í gær og leist vel
á að vera kominn
aftur á Hlíðarenda.
DV-mynd
Hilmar Þór
;..
Pr
Asthildur í úrvalið
úr knattspyrnuliðum allra bandarísku háskólanna
angri, sem er á margan hátt
afar athyglisverður. Bandarík-
in eiga besta kvennalandslið
heims og það byggist yfirleitt
upp á leikmönnum sem koma
beint úr háskólaliðunum. Þá er
mjög sjaldgæft að leikmaður á
öðru ári komist i úrvalsliðið,
sem yfn’leitt er skipað stúlkum
á þriðja og fjórða ári í háskól-
unum.
Ekki er ólíklegt að þetta
vekji áhuga bandarískra
kvennaþjálfara á að fá fleiri ís-
lenskar stúlkur í sín lið.
-VS
Jóhannes B. efstur
Jóhannes B. Jóhannesson er stigahæstur í meistaraflokki að loknum
fyrri hluta keppnistímabilsins í snóker. Hann varð i 3.-4. sæti í síð-
asta móti ársins um helgina en þar vann Brynjar Valdimarsson sig-
ur á Ásgeiri Ásgeirssyni í úrslitaleik, 6-2.
Jóhannes er með 1.200 stig, Brynjar 990, Jóhannes R. Jóhannes-
son 800, Bjarni Jónsson 390 og Sumarliði Gústafsson 370 stig.
Fjórir neðstu af þeim 12 sem skipa meistaraflokkinn falla nú
úr honum en í staðinn koma fjórir efstu menn úr 1 .flokki.
Það eru Örvar Guðmundsson, Arnar Ricardsson, Jakob
Hrafnsson og Heiðar Reynisson. Þá unnu fjórir sig upp í 1.
flokk, þeir Sveinbjörn Hansson, Zopanías Árnarson,
Magnús Hákonarson og Jónas Þór Jónasson. -VS
Asthildur Helgadóttir er f úrvalsliði
bandarísku háskólanna.
Van Exel vill leika I Evrópu
Nokkrir leikmenn NBA-deildarinnar í körfuknattleik, með Nick Van Exel i fararbroddi,
hyggjast kæra NBA og bandaríska körfuknattleikssambandið sem meinar þeim að semja við
lið í Evrópu. Verkbannið í NBA virðist engan enda ætla að taka og Van Exel vill fara að
spila körfubolta, helst í Evrópu.
-VS
erfitt
Kristinn Lárusson genginn í Val
Kristinn Lárasson knattspyrnu-
maður gekk í gær í raðir Vals-
manna og skrifaði undir tveggja ára
samning við Hlíöarendaliðið. Krist-
inn, sem verður 25 ára gamall i
næsta mánuði, er miðju- og sóknar-
maður sem varð íslands- og bikar-
meistari með ÍBV í sumar.
Hann þekkir vel tii hjá Val því
hann lék með liðinu í þrjú ár,
1993-1995, en lék áður með Stjöm-
unni. Með þessum félögum hefur
Kristinn leikið nákvæmlega 100
leiki í efstu deild.
Sindri Bjamason, sem leikið hefur
með Leiftri á Ólafsfirði, skrifað und-
ir samning við Val en þeir eru báð-
ir vamarmenn.Valsmenn hafa hins
vegar misst Salih Heimi Porca til
Breiðabliks.
„Þetta er allt á góðri leið og er
skref áfram í að bæta okkar leik-
mannahóp. í fyrsta skipti í mörg ár
hefur Valur náð að stækka sinn hóp
og það er auðvitað fagnaðarefni,“
sagði Kristinn Björnsson, þjálfari
Vals, i samtali við DV.
-GH
Lesendur velja íþróttamann ársins
- glæsileg verölaun til handa heppnum lesanda
Að venju kemur það í hlut les-
enda DV að velja íþróttamann árs-
ins 1998. Þeir sem hafa áhuga á að
vera með fylla atkvæðaseðilinn hér
að neðan út og senda hann til DV.
Beðið er um nöfn þeirra fimm
íþróttamanna sem skarað hafa fram
úr að mati lesenda DV.
Frestur til að skila atkvæðaseðl-
unum til DV rennur út á hádegi 30.
desember klukkan 12. Þá verða at-
kvæði talin. Nafn heppins lesanda
verður dregið út og hann fær afhent
glæsileg verðlaun.
Iþróttamaður ársins fær einnig
glæsileg verðlaun en verðlaunin
verða kynnt fljótlega í DV. Það verð-
ur síðan upplýst í DV í fyrsta blaði
ársins 1999 hver verður kjörinn
íþrótttamaður DV.
Atkvæðaseðillinn verður birtur í
DV alla virka daga þar til skilafrest-
ur rennur út þann 30. desember.
Einungis er hægt að greiða atkvæði
í kjörinu með því að senda útfylltan
atkvæðaseðii til DV.
-JKS
Carbone var hetjan
Benito Carbone var hetja Shefíield
Wednesday þegar liðið sigraði Notting-
ham Forest, 3-2, í ensku knattspyrn-
unni í gærkvöld. Carbone, sem hafði
fyrir leikinn ekki skorað í 18 leikjum í
röð, bætti um betur og skoraði tvö
mörk í dýrmætum sigri Wednesday.
Niclas Alexandersson skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Wednesday en fyrri
hálfleikur var að öðru leyti lítið fyrir
augað. Sá síðari var allt annar og betri
og mörkin létu ekki á sér standa.
Carbone gerði annað mark Wednes-
day á fallegan hátt áður en Thierry
Bonalair minnkaði muninn fyrir For-
est. Carbone var aftur á ferðinni á 59.
mínútu þegar han skoraði þriðja mark-
ið. Pierre van Hooijdonk skoraði ann-
að mark Forest með skoti úr vítateign-
um. Wednesday er í 14. sæti með 19
stig en Forest er sem fyrr i næstneðsta
sæti með 11 stig. -JKS
Tvö fyrirtæki, Sjóvá/Almennar
tryggingar hf. og Austurbakki hf. -
NIKE, bættust í gær í hina svo-
nefndu Ólympíufjölskyldu.
í henni eru nú fimm fyrirtæki
sem eiga í samstarfí við íþrótta- og
Ólympíusamband íslands um stuðn-
ing við afreksíþróttir. Fjölskyldan
verður ekki stækkuð frekar.
Auk . þessara tveggja fyrirtækja
vora fyrir íslandsbanki, Visa ísland
og Flugleiðir. Samningarnir era
metnir á 4 milljónir króna á ári og
samtals leggur Ólympíufjölskyldan
fram um 30 milljónir króna til af-
reksstarfs ÍSÍ fram yfir Ólympíu-
leikana í Sydney haustið 2000.
-VS
Iþrottama
Nafn iþrottamanns
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, kynnir samstarfssamningana í gær.
DV-mynd Hilmar Þór
Olympíufjölskyldan stækkar
A^OV.SKVlö
^ ^ <£>
0.
F
fV.V)G
tyur
'■mm
íþróttir
Bland * i P oka
Ólafur Gottskálksson stóð að vanda
í marki Hibemian sem sigraði Green-
ock Morton á útivelli 1 skosku B-
deildinni í knattspyrnu um helgina.
Hibernian er efst i deildinni með 38
stig, Falkirk kemur næst með 35 stig
og Ayr er þriðja sæti með 33 stig.
Kúveit sigraði Sameinuðu arabisku
furstadæmin, 21-20, í handbolta-
keppni Asíuleikanna sem nú standa
yfir i Tailandi. Kúveitar skoruðu sig-
urmarkið á lokasekúndunni og i
leikslok sauð upp úr á milli leik-
manna liðanna.
Svíinn Ola Janbecker sigraði í
meistaraflokki karla á jólamóti Vegg-
sports í skvassi sem fram fór um
helgina. Janbecker sigraði Kim
Magnús Nielsen í úrslitum, 3-0.
Magnús Helgason varð i þriðja sæti
en hann sigraði Heimi Helgason,
3-1. í A-flokki sigraði Viöar Jó-
hannsson Bandaríkjamanninn lan
Mac Dougall í úrslitum, 3-2.
Hannes Tómasson úr Skotfélagi
Reykjavíkur sigraöi í loftskamm-
byssu á landsmóti Skotíþróttasam-
bands íslands sem fram fór um helg-
ina. Hannes hlaut samtals 672,4 stig
sem er nýtt íslandsmet og með þess-
um árangri náði hann ólympíulág-
marki i greininni. Anton Konráós-
son, SKÓ, varð annar með 647,1 stig
og í þriðja sæti hafnaði Jón S. Ólafs-
son, IFL, með alls 639 stig.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir, IFL, sigraði
i kvennaflokki en hún hlaut samtals
445,1 stig. Kristina Sigurðardóttir,
IFL, varð önnur með 433,9 stig.
í liðakeppninni fagnaði A-sveit
Skotfélags Reykjavíkur sigri en hún
hlaut samtals 1651 stig. A-sveit Skot-
félags Kópavogs varð önnur með 1605
stig og B-sveit Skotfélags Reykjavíkur
i þriðja sæti með 1492 stig. í sigur-
sveit Skotfélags Reykjavikur voru:
Hannes Tómasson, Guðmundur Kr.
Gislason og Kjartan Friðriksson.
Carl J. Eiriksson, SÍB, varð hlut-
skarpastur í keppni með loftrifflum.
Carl hlaut samtals 610,4 stig. Arfinn-
ur Jónsson, SFK, varð annar með 602
stig og Einar Steinarsson, SFK,
þriðji meö 601,4 stig.
Það var Gígja Gunnarsdóttir úr Ár-
manni sem sigraði í kvennaflokki á
íslandsmótinu í júdó en ekki Gyöa
Gunnarsdóttir eins og fram kom í
blaðinu i gær. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
Hollenska knattspyrnuliðið Sparta
Rotterdam rak í gær þjálfarann,
Hans var der Zee. Sparta, sem aldrei
hefur fallið úr efstu deild, hefur geng-
ið illa og er í 16. sæti af 18 liðum í
deildinni.
Hertha Berlin, lið Eyjólfs Sverris-
sonar, keypti i gær pólska sóknar-
manninn Piotr Reiss frá Lech Pozn-
an.
Magnús Sigurðsson handknattleiks-
maður hefur framlengt samning sinn
við þýska B-deildarliðið Willstatt til
ársins 2001. Magnús slasaðist illa fyr-
ir skömmu og leikur ekki meira á
þessu tímabili, eins og áður hefur
komið fram í DV.
Roy Hodgson, sem var á dögunum
sagt upp störfum hjá Blackburn í
Englandi, var i þýskum fjölmiðlum i
gær orðaður við þjálfarastöðuna hjá
Stuttgart i Þýskalandi. Winfried
Schafer hætti þar fyrir helgina.
Leikmenn þýska meistaraliðsins í
handknattleik, Kiel, sátu í gærkvöld
veðurtepptir í rússnesku borginni
Volgograd. Þeir áttu að spila þar við
heimamenn í meistaradeild Evrópu á
sunnudag en leiknum var aflýst þar
sem dómararnir og eftirlitsmenn
komust ekki til Volgograd frá
Moskvu.
islendingaliðin Eisenach og Wupp-
ertal eru bæði að reyna að fá til sín
rússnesku skyttuna Sergei Pogor-
elov frá Volgograd. Pogorelov var i
heimsmeistaraliði Rússa i fyrra og
hefur áður spilað með Lemgo.
Jorn Jamtfall, markvörður Rosen-
borg, var besti markvörður norsku A-
deildarinnar í knattspyrnu i ár, sam-
kvæmt útreikningum Nettavisen.
Mótherjar Rosenborg fengu sex
marktækifæri á móti hverju marki
sem þeir náðu að skora hjá Jamtfall.
John McEnroe er ekki hættur að rífa
kjaft þó hann angri ekki lengur tenn-
isdómara. í viðtali við þýska blaðið
Der Spiegel í gær lýsti hann yfir
áhuga á að verða næsti forseti Al-
þjóða tennissambandsins og sagði að
þeir sem þar réðu ríkjum nú væru
allir heiladauðir.
-GH/VS