Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 36
FRETTASKOTI0
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Jón Ægir Jónsson, 18 ára Eyjamaður, ók fram af hraunbakka í þoku:
Lá rotaður í blóði
lr
sínu í klukkutíma
- var orðinn svo sljór af blóðleysi að hann man ekki eftir ferð á sjúkrahús
„Ég var að hvíla mig á próflestri
og ók rúnt út í hraun. Þar var mik-
il þoka. Ég var í öðrum gír á um 50
kílómetra hraða þegar ég sá stein
sem ég reyndi að sveigja framhjá.
Síðan fór bíllinn fram af. Ég sá loft-
púðann koma á móti mér úr mæla-
borðinu og framrúðan fór úr biln-
um. Svo man ég ekki meira fyrr en
<*ég vaknaði með sjávargustinn í and-
litið og var að skríða út úr bílnum.
Það var allt í blóði í kringum mig,“
sagði Jón Ægir Jónsson, 18 ára
nemandi í Framhaldsskólanum í
Vestmannaeyjum, sem mildi er tal-
in að sé á lífi eftir að hafa ekið fram
af hæð við útsýnispall í austan-
verðu hrauninu á Heimaey undir
kvöld á sunnudag. Bíllinn er talinn
gjörónýtur eftir slysið.
Jón Ægir telur víst að slysið hafi
átt sér stað á milli klukkan 17 og 18
síðdegis um daginn. Hann sagðist
•liins vegar ekki hafa rankað við sér
fyrr en klukkan var 18.20. Hann rif-
beinsbrotnaði, fékk slæman skurð á
andlit og tvo skurði á handlegg í
slysinu og gekk við heldur illan
leik, 4-5 kilómetra, heim til mág-
konu sinnar.
„Þegar ég komst upp á veg sá ég
skilti en gat ekki greint hvað var á
því. Ég vissi i rauninni ekkert hvar
ég var. Mér fannst ég allt eins geta
verið á veginum við Stórhöfða. Síð-
an fylgdi ég strikamerkingunum á
veginum og gekk að Vestmanna-
Slæmt ástand dýra:
Fjögur horuð
hross aflífuð
Fjögur tryppi voru aflífuð á bæn-
um Hrafnhólum í Hjaltadal fyrir
helgi vegna vanhirðu. Á staðnum
eru tæplega fjörutíu hross. Eigand-
inn býr ekki á staðnum en áhyggjur
höfðu komið fram um að sum af
hrossunum á staðnum væru orðin
mjög horuð. Dýralæknar mátu það
svo að rétt væri að aflífa fjögur
tryppi vegna þess hve horuð þau
voru orðin og illa haldin.
Sýslumaður, lögregla og dýra-
læknar sem hafa haft afskipti af
ástandi hrossa á bænum hafa búið
svo um hnúta að reynt verði að
koma í veg fyrir að fleiri hross þurfi
að aflífa á Hrafnhólum. -Ótt
eyjabæ. Ég beið eftir lögreglunni
heima hjá mágkonu minni. Þeir
fluttu mig upp á spítala. En ég man
ekkert eftir þeirri ferð því ég var
búinn að missa svo mikið blóð og
var orðinn sljór.“
Jón Ægir sagði að þegar fólk
hefði litið á bil hans um kvöldið
hefði það haft á orði að mikið lán
hefði verið að hann væri yfir höfuð
á lífi.
Pétur Steingrímsson hjá lögregl-
unni í Vestmannaeyjum segir að
mikil mildi sé að ekki hafi farið
verr en raun bar vitni. Mikið lán
hefði verið að steinn hefði komið í
veg fyrir að bíllinn steyptist fram af
nánast í friu falli. Auk þess hefðu
bílbeltin átt stóran þátt i að Jón
Ægir slasaðist ekki meira. -Ótt
Bfllinn í hrauninu eftir slysið. Hann
fór fram af um tíu metra háum
bakka og hentist talsverða vega-
lengd út f hraunið fyrir neðan.
DV-mynd Ómar
Norway Seafood:
íslenskar sjávarafurðir
buðu til viðræðna
DV, Ósló:
„Nokkrir eigendur íslenskra sjáv-
arafurða buðu okkur til viðræðna
um samstarf eða hugsanlega sam-
einingu. Nú eru fulltrúar okkar
komnir frá íslandi og við metum
hvort ástæða er til að halda viðræð-
um áfram,“ segir Sturla Liberg,
upplýsingafulltrúi hjá norska stór-
fyrirtækinu Norway Seafoods, við
DV.
Norway Seafoods er stærsta sjáv-
arútvegsfyrirtæki í eigu Norð-
manna en hefur verulegan hluta af
starfsemi sinni í Ameríku. Þar hef-
ur fyrirtækið átt í erfiðleikum und-
anfarið og verður trúlega að leggja
allt að helmingi af 17 togurum sín-
um vegna hráefnisskorts.
Fyrirtækið er í eigu Kjell Inge
Rökke og er meðeigandi í nokkrum
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækj-
um í Noregi. -GK
íslenskar sjávarafurðir:
Stjórnarfundur um valkosti
Stjórnarfundur verður í dag hjá
íslenskum sjávarafurðum. Á hon-
um verður tekin afstaða til hvort
farið verður í formlegar viðræður
við SH um samvinnu eða samruna,
eða samvinnu í einhverri mynd
við norska fyrirtækið Norway
Seafood.
Sighvatur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
í Vestmannaeyjum, hafði frum-
kvæði að viðræðum um samvinnu
við Norway Seafood. Hann varðist
allra frétta af málinu í morgun og
sagði það mjög viðkvæmt, ekki síst
í því ljósi að það snerti atvinnu
mikils fjölda fólks. Hermann Hans-
son, stjómarformaður ÍS, vildi ekk-
ert tjá sig um það sem fram á að
fara á stjórnarfundinum i dag. -SÁ
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
Grýla lætur jólahaldið ekki fram hjá sér fara. Hún hefur komið sér fyrir með
pott og hlóðir í grýluhelli við Fjörukrána í Hafnarfirði. Þar situr hún með staf-
inn sinn og rær fram f gráðið. Líti einhver inn er ekki að vita nema sú gamla
bjóði upp á göróttan drykk og fari með vísukorn. Best er þó fyrir börnin að
halda fast í höndina á pabba eða mömmu. DV-mynd GVA
Veðrið á morgun:
Hvasst og
blautt
Á morgun gengur í allhvassa
eða hvassa suðaustanátt með
rigningu, einkum sunnan og
austan til. Snýst síðan í sunnan-
kalda þegar líður á daginn. Hiti
verður á bilinu 3 til 9 stig.
Veðrið í dag er á bls. 37.
ÍSt
Emeieruð búsáhöld
Símar 567 4151 & 567 4280
Heildverslun með leikfong og gjafavörur
Teborá ur tré og fi.