Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 DV sem vara sig á „Starf lækna er þess eðlis að það er alltaf verið að leita ráða hjá þeim. Eftir nokk- ur ár kemur fyr- ir bestu menn að þeir halda að þeir viti allan andskotann. Ekki bara varðandi heilsufar, heldur líka fiskinn og ósonlagið. Og maöur á að vara sig á fólki sem á svar við öllu.“ Ólafur Ólafsson, fyrrv. land- læknir, í DV. Óæðri bókmenntir „Mér skilst að menningar- vitar telji spennusögur til óæðri bókmennta og því kalla ég Pósthólf dauðans spenn- andi sögu.“ Kristinn R. Ólafsson, frétta- ritari og rithöfundur, í DV. Glórulaus bissness „Ríkissjóður selur fyrirtæk- ið á átta hundruð milljónir. Kostn- aður við söluna reynist 650 millj- ónir. Verðmæti fyrirtækisins í dag eru tæpir fjórir milljarð- ar. Er einhver glóra í þessu?" Guömundur Árni Stefáns- son alþingismaður, i DV. Handbolti á niðurleið „Ég hef verið þeirrar skoð- unar að handboltinn hér á landi hafi verið á niðurleið á íslandi allar götur frá ólymp- íuleikunum í Barcelona áriö 1992.“ Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður, í DV. Fjármálafarsinn L ***»' \ „Það er alger farsi þegar fjár- málastofnanir eru að fljúgast á l um bréfin sem -W \ losna í hvor \ annarri.“ J m \ Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, í DV. Heildarniðurstaðan f „Heildamiðurstaöan er sú að áhrif dómsins eru meiri en Kristján (Ragnarsson) vill meina en þau eru sennilega heldur ekki eins mikil og málshefjandinn Valdimar Jó- hannesson vill vera láta.“ Davið Þór Björgvinsson lagaprófessor, um úrskurð Hæstaréttar í kvótamálinu, í DV. Gísli Jón Magnússon júdókappi: Eingöngu júció fram aö ólympíuleikum Sigurganga Gísla Jóns Magnússon- ar í júdó hefur verið mikil undanfarn- ar vikur. Hann kórónaði frammi- stöðu sína á íslandsmótinu í júdó sem fram fór í Laugardalshöll um helgina þar sem hann sigraði í +100 kg flokki og í opnum flokki. í stuttu spjalli var Gísli Jón beðinn að segja frá síðustu keppnum: „Það hefur gengið mjög vel hjá mér að undanfomu. Um helgina varð ég íslandsmeistari í þeim flokk- um sem ég tók þátt í og var um mjög spennandi og skemmtilega keppni að ræða. Það má samt segja að sigur- gangan hafi byijað á opna sænska meistaramótinu fyrir rúmum tveim- ur vikum. Þar vann ég til gullverð- launa á sterku móti. Helgina eftir, eða fyrir viku siðan, kepptum við sem fórum til Svíþjóðar á opna skandinav- íska meistaramótinu sem haldið var í Danmörku og þar gekk mér einnig vel, nældi mér í silfurverðlaun í mín- um flokki og í opna flokknum þar sem ég tapaði fyrir Vernharði Þor- leifssyni í úrslitaglímunni." Gísli Jón byrjaði að æfa júdó fyrir sex árum: „Ég ólst upp í Hrútafirði og fór í Menntaskólann á Akureyri. Fljótlega eftir að ég kom þangað hóf ég að æfa júdó og fann strax að þetta var íþrótt sem hæfði mér. Ég hef alla tíð verið stór og mikill og því fann ég mig fljótt í júdóinu. Eftir að ég kom til Reykjavíkur og hóf nám í háskól- anum þá hef ég æft með Ármanni." Gísli Jón telur að Islendingar eigi góða einstaklinga í júdó: „Breiddin mætti samt vera aðeins meiri en við erum með sterka einstaklinga í hverj- um flokki og erum að gera það gott í útlöndum. Það kostar samt mikla æf- ingu að halda sér á toppnum og hing- að tU hef ég æft júdó fjórum tU fimm sinnum í viku og með því eina tU tvær lyftingaæfingar. Þetta hef ég gert með vinnu og náminu í háskól- Maður dagsins anum þar sem ég er að klára við- skiptafræði. Nú verður hins vegar mikil breyting á eftir áramót, þá á ég aðeins eftir að klára ritgerðina í skól- anum, hætti að vinna og fer að stunda íþróttina á sama hátt og at- vinnumenn gera og hef hugsað mér að vera eingöngu í júdó fram að ólympíuleikum." Eftir áramót hefst mótaröð meðal þeirra sterkustu í Evrópu sem Gísli Jón mun taka þátt i: „Þetta er svoköUuð A-móta röð og fá keppendur stig sem munu síðan gilda sem styrkleikastig á ólympíu- leikana í Sidney. Fyrsta mótið í þessari mótaröð verður í París í byijun febrúar. Við erum fimm sem ætlum okkur að taka þátt í þessum mótum, fyrir utan mig eru það Vernharð- ur Þorleifsson, Þorvaldur Blöndal, Bjarni Skúla- son og Ingi- bergur Sigurðsson. Og innan hópsins er mikiU áhugi og góður keppnisandi og við ætlum okkur að ná langt á þessum mótum.“ Þessa dagana vinnur Gísli Jón í verðbréfadeUd Búnaðarbankans: „Það hefur verið mikið að gera hér við undirbúning á hlutabréfasölunni sem hefst í dag. í Búnaðarbankanum verð ég fram tU áramóta og síðan tek- ur júdóið við. Ég á aðeins eftir loka- ritgerðina í náminu sem ég ætla að klára fyrir vorið.“ Fyrir utan júdóið er helsta áhuga- mál Gísa vélsleðar: „Ég hef lengi haft gaman af vélsleðum og átt vélsleða. Núna á ég að vísu engan enda fátækur námsmað- ur.“ Gísli Jón á kærustu sem heit- ir Hugrún Pála Sig- urbjömsdóttir. -HK .•O.i í-íi’Oí, mo'Dw, ■'wa>D‘a O'D'n-ui o* * *D<o<n<t ‘!fl>n<Q<r)> n>c<a>c<u i'0>om>i fl<O>D>O'0i l’O'O'O'O'C 0>n>n<r<n, Jólakettimir í Iðnó Ein óvenjulegasta og i skemmtilegasta jólaplatan í ár er án efa plata Jólakatt- anna; Svöl jól. TU að fagna útgáfunni ætla þeir að halda tónleika í Iðnó kl. 20.30 í kvöld. Með Jólakött- unum koma fram söngvar- amir PáU Óskar Hjálmtýs- son, Skapti Ólafsson og Rósa Ingólfsdóttir. Jólakettirnir Skemmtanir eru þeir Karl Olgeirsson pí- > anóleikari, Snorri Sigurðar- son trompetleikari, Hjörleifur Jónsson trommuleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleik- ari. Það verða engir sviknir af þessari skemmtun og held- ur ekki af þessari frábæra plötu sem ég skora á ykkur aö kanna nánar. Suð-hátíð á Gauknum í gærkvöld söng EUen Kristjánsdóttir sig inn í hjörtu gesta á Suð-hátíðinni á Gauk á Stöng og nú er komið að Funkmaster 2000 en það er sveit sem er að verða nokkuð þekkt. Þeir spila instru- mental-tónlist í anda Herbie Hancocks, Curtis Mayfields og fleiri og eru með geisla- disk í farangrinum sem ber heitið Funkmaster 2000 - Á Vegamótum og er gefin út af Suð. Tónleikar Funkmasters 2000 heíjast kl. 23. Annað kvöld mæta svo á Suð-hátíð kempurnar KK og Magnús Eiríksson með ýmis- legt í pokahorninu. Þeir félag- ar hafa undanfarið verið að skemmta á ýmsum samkom- um og vakið verðskuldaða at- hygli enda fara þar tveir af bestu lagasmiðum þjóðarinn- ar og miklir gítaristar. Myndgátan Krókaleiðir Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Sigur- jón Ólafs- son. Fót- bolta- maður. Ævi Og list í Hafnarborg í Hafnarfirði stendur yfir sýning á verkum Sig- urjóns Ólafssonar myndhöggvara sem hefði orðið 90 ára á þessu ári. Hefur sýningin yfirskriftina Ævi og list. Sigurjón var einn af mikil- hæfustu listamönnum sinnar kyn- slóðar og tvímælalaust einn af merkari myndhöggvurum sem hér hafa starfað. Hann nam í Dan- mörku og dvaldi þar um nær tveggja áratuga skeið áður en hann fluttist aftur heim til ís- lands. í Danmörku vakti hann strax mikla athygli fyrir list sína og náði skjótum frama. Sýningar Eftir Sigurjón liggja fjölmörg verk og eru sum þeirra sem standa á opinberum stöðum svo kunnugleg almenningi að þau eru orðin eins og hluti af landslagi höfúðborgarinnar. Eins og allir frjóir listamemi hafði Siguijón margar hliðar og hann endumýjaði sig í listinni oft- ar en einu sinni. Frá hinni akademísku höggmyndalist, sem hann lærði í Danmörku, þróaði hann hámódernískan stíl sem fólk kannast við, meðal annars af myndum hans af fótboltamönnum frá árunum 1936 og 1937. Sýningin stendur fram að Þorláksmessu. Brídge Helgina 14.-15. nóvember síðast- liðinn var spilaður úrslitaleikur i bikarkeppni Bridgesambands Dan- merkur. Til úrslita spiluðu sveitir Jens Auken og Thorvald Aagaard. Það kom fáum á óvart að sveit Auken næsta öruggan sigur í þeim leik (119-72), en Jens Auken (eigin- maður Sabine Auken) og Denn- is Koch-Palmund hafa um árabil verið meðal sterkustu para í þeim í sveit voru Morten Andersen, Sören Christiansen og Sabine Auken. Þrátt fyrir öruggan sigur Auken og félaga, töpuðu þeir þó 13 impum á næstsiðasta spilinu í leiknum. Á öðru borðanna gengu sagnir þannig með Andersen og Christiansen í NS. Suður gjafari og NS á hættu: Jens Auken Danaveldi. Með 4 KD84 * ÁDG95 •f Á103 * K 4 Á105 4» K72 4 KDG * D932 4 G9763 V 10863 * 74 * G6 Suður Vestur Norður Austur Pass 1 grand 24 2 grönd Pass 3 * p/h Grandopnunin lofaði 15-17 punkt- um og tvö lauf norðurs sýndi hálit- ina. Tveggja granda sögn austurs sýndi láglitina og AV fengu að hirða samninginn í 3 laufum. Sagnhafi fékk 11 slagi eftir að hafa fundið rétta íferð í tromplitinn. Sagnir gengu þannig á hinu borðinu með Auken-Koch í AV: Suður Vestur Norður Austur Pass 14 dobl 4 4 pass pass dobl pass 4 4 p/h Fjórir spaðar eru óhnekkjandi og NS fengu þarna 620 í viðbót við 150 á hinu borðinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.