Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 Útlönd Leynigögn um Frank Sinatra gerö opinber Bandaríska alríkislögreglan mun í dag gera opinberar 1275 síður um söngvarann Frank Sinatra. Er gert ráð fyrir að þá verði svarað í eitt skipti fyrir öll spurningum um meint tengsl söngvarans við mafluna. Orómur var á kreiki um að Sinatra væri í sambandi við maflósana Lucky Luciano og Sam Giancana. Sjálfur vísaði söngvar- inn ásökununum á bug. Meðal skjalanna eru mörg hót- unarbréf sem Sinatra bárust á ferli hans. Izvestía um síöustu afrek Jeltsíns Rússlandsforseta: Býr sig undir lokauppgjörið Rússneskir fjölmiðlar velta því nú enn einu sinni fyrir sér hvort Borís Jeltsín forseti eigi aftur- kvæmt í stjómmálalífi Rússlands. Jeltsín reis upp af sjúkrabeði sínum í gær og lagði upp í þriggja klukkustunda langa ökuferð til Kremlarhallar bara til þess eins að reka starfsmannastjóra sinn, hinn dula og trúfasta Valentín Júmasjev. Rússnesk dagblöð hafa kallað Júmasjev „son Jeltsíns" að undan- fömu, ekki sist vegna náins vin- skapar hans við Tatíönu Díjatsjenkó, dóttur forsetans. Jeltsín hélt síðan rakleiðis aftur til sjúkrahússins utan við Moskvu þar sem hann hefur verið að ná sér eftir lungnabólgu. „Forsetinn er orðinn heill Jeltsín Rússlandsforseti hresstist nóg í gær til að reka aöstoðarmann. heilsu," sagði blaðið Izvestía í fyrir- sögn á forsíðu. Blaðið segir að ákvörðun Jeltsíns um að skipa Nícolaí Bordjúzha, rit- ara öryggisráðsins, í stað Júmasjevs sé til merkis um að forsetinn sé að búa sig undir lokauppgjör við komm- únista og, ef nauðsyn krefur, við ráð- herra í stjórn Jevgenís Prímakovs forsætisráðherra. Ekki eru þó öll dagblöð í Rússlandi á því að skyn- samleg áætlun hafi legið að baki þessum síðustu verkum forsetans. Dmitri Jakúsjkín, talsmaður Kremlar, sagði í gær að Jeltsín hefði verið óánægður með hvemig ríkisstjórninni miðaði I baráttunni gegn öfgasinnum, aðskilnaðarsinn- um og spillingu, einkum þó síðustu tvær vikumar á meðan hann hefur legið á sjúkrahúsi. Leynilegar radar- stöövar í Færeyjum Danir leyfðu Bandaríkjamönn- um að setja upp fjarskiptastöðvar í Færeyjum í kalda stríðinu. Allt var gert til að leyna málinu bæði fyrir færeysku þjóðinni og danska þing- inu, að því er fram kemur i skýrslu sem þrir sagnfræðingar kynna bráð- um. Með því að setja upp stöðvarnar var brotið gegn yfirlýs- ingu dönsku stjórnarinnar um að ekki yrði erlendur her á danskri grund á friðartímum. Samkvæmt skjölum sem danska blaðið Jyllands-Posten hefur fengið afhent í bandaríska skjalasafninu var um að ræða tvær fjarskipta- stöðvar. Önnur átti að vara við flug- skeytaárásum Sovétríkjanna. Hin átti að vísa bandarískum kjarn- orkukafbátum rétta leið. „Verði staðfest að Færeyjar hafi verið skotmark vegna þessara stöðva eða að Danmörk hafi sparað sér útgjöld vegna varnarmála með því að veita Bandaríkjamönnum að- gang að Færeyjum munum við krefjast skaðabóta," segir Finnbogi Isakson, formaður Þjóðveldisflokks- ins í Færeyjum. Hogni Hoydal, varalögmaður Færeyja, segir fátt koma Færeyingum á óvart eftir bankamálið svokallaða. Pelsar í úrvali frá 7.990.- Ný sending - kápur, jakkar, úlpur 20% afsláttur Glæsilegt úrval í kjólum og drögtum Þessi fáklædda kona var í hópi dýravina sem efndu til mótmæla gegn loð- feldum viö hiö fræga óperuhús La Scala í Mílanó á Ítalíu í gær. Þá var fyrsta frumsýning vetrarins og allt fína fólkið, þar á meðal pelsklæddar konur, mætt til aö sýna sig og sjá aöra. Peysur - tvær fyrir eina Blússur - tvær fyrir eina Itakt Póstsendum Laugavegi 60. s. 552 0253 Dýravinir mótmæltu við La Scala: Flettu sig klæöum í nístandi kuldanum Berbrjósta dýravinir ruddust inn í La Scala óperuhúsið í Mílanó á SICRÆNA JOLA Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. ?*- 7 0 ára ábyrgð »■ Eldtraust 10 stærðir, 90 - 370 cm ** Þarfekki að vökva **■ Stálfótur fylgir íslenskar leiðbeiningar r* Ekkert barr að ryksuga Traustur söluaðili >*• Truflar ekki stofublómin **• Skynsamleg fjárfesting BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA CW Ítalíu við upphaf sýningcirársms í gær til að mótmæla því að fínu frúmar kæmu þangað í loðfeldum. Til átaka kom við lögreglu. Þá tókst mótmælendum að kasta eggjum í fína fólkið. Forsprakki dýravinanna var Mar- ina Ripa Di Meana, sem er þekkt úr samkvæmislífmu á Ítalíu. Hún var aðeins klædd í stuttan svartan jakka sem hún fletti frá sér þrátt fyrir nístingskuldann úti. Þá mátti sjá skrifað yfir bert brjóst hennar: „Enga loðfeldi". Önnur kona, með sömu áletrun yfir brjóstiö, var aðeins í svörtum buxum og brúnum frakka. Utandyra höfðu þrír mótmælend- ur, með andlitið útatað í gerviblóði, lagst í líkkistur sem á stóð að betra væri að vera í kistu en loðfeldi. Stuttar fréttir i>v Eftirlit að hefjast Richard Butler, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóð- anna, segir nákvæmt eftirlit vera að hefjast í írak. Serbar hóta Serbar hafa hótað nýrri sókn gegn albönskum skæruliðum í Kosovo. Á þingmannaballi Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Hillary eiginkona hans stigu í gærkvöld dans á árlegum stórdansleik fyrir þingmenn í Hvíta húsinu. Ekki þótti úti- lokað fyrir dansleikinn að einhver orða- skipti myndu eiga sér stað um viðburði vikunn- ar. í dag og á morgun flytja lög- menn vörn fyrir hann vegna Lewinskymálsins fyrir dóms- málanefnd fulltrúadeildar þings- ins. Tyrkjum ekki boðið Utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsins sögðu í gær að Tyrkjum yrði ekki boðið til við- ræðna á fóstudag um stækkun sambandsins. Slíkt væri erfitt þar sem enn hefði ekki verið mynduð stjórn í Tyrklandi. Jagúar reif í sig barn Jagúar í dýragarði nálægt An- gers í Frakklandi tókst um helg- ina að grafa sig undir girðingu og reif í sig 4 ára bam. Faðir barns- ins gat verndað tvö önnur börn sín fyrir dýrinu en særöist sjálfur hættulega. Mannréttindayfirlýsing Baráttumenn fyrir mannrétt- indum fagna nú að 50 ár eru liðin frá mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. Dómari tengist Amnesty Einn af bresku lávörðunum sem úrskurðuðu að Augusto Pin- ochet, fyrrver- andi einræðis- herra Chile, nyti ekki frið- helgi, er for- maður góðgerð- arsamtaka sem tengjast mann- réttindasam- tökunum Amnesty International. Þetta kom fram í breska blaðinu Guardian í dag. Lögmenn Pin- ochets hafa reynt að fá úrskurð- inn ógiltan á þeim forsendum að eiginkona dómarans starfaði fyrir Amnesty. Banana flúði til S-Afríku Canaan Banana, fyrrverandi forseti Zimbabwe, hefur flúið til S-Afríku. Hann á yfir höfði sér 22 ára fangelsi fyrir að hafa þvingað samstarfsmenn, lífveröi og garð- yrkjumann til samræðis við sig. Samkynhneigð er bönnuð í Zimbabwe. í geimgöngu Tveir bandarískir geimfarar fóru út úr geimskutlunni Endea- vour í gær til að hefja samsetn- ingu alþjóðlegrar geimstöðvar. Hamingjuóskir Leiðtogar í hinum ýmsu löndum Ameríku óskuðu í gær Hugo Chavez, nýkjörn- um forseta Venesúela, til hamingju með sigurinn. Sumir stjómmála- skýrendur óttast að Chavez, sem gerði misheppn- aða valdaránstilraun 1992, hafni nýfrjálshyggju og aðhyllist einræði. Gorbatsjov fer ekki fram Mikhail Gorbatsjov, fyrrver- andi forseti Sovétríkjanna, sagði í gær að hann ætlaði ekki að fara aftur í framboð i forsetakosning- um í Rússlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.