Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 13 Menntun og sorp Öllum skylt að eyða sorpi? Vissulega. En óvíst að þeir gegni skyldu sinni í því fremur en öðru. Það er gamla og nýja sagan. Sorp, og allt sem varðar það, hefur ýmsa kosti fram yfir annað sem er mann- legt. Það er ólíkt stjórnmálunum sem sundra. Menn voru annaðhvort með eða á móti kommúnism- anum eða auðvald- inu, en allir eru á móti sorpinu sem þeir auka að sama skapi. Sorp hefur annað ágæti. Engum dettur í hug að tengja „Allir geta skilið eftir sig góðan slatta af sorpi en kannski ekki jafn mikinn orðstír," segir Guðbergur m.a. í grein sinni. „Aukin menntun eykur sorp, en með sí- aukinni má sorpinu eyða.“ Þetta gæti verið kjörorð hins sorp- væna samtíma og bar- áttu hans við einn meginþátt þess versta böls sem hann skapar sér til þess að hafa eitthvað til að leysa. Umræður um sorp, flokkun sorps og ann- að varðandi sorpið er að yfirgnæfa allt á um- ræðumarkaðinum. Þetta stafar af því, að ekki er til maður sem hefur ekki eitthvert vit á sorpi og getur verið sammála um að sorpvandann verði að leysa. Sorpið sundrar ekki. Það sameinar í ósjálfráðri aukningu þess, en síðan í meðvitund um að því skuli eytt með skynsamlegum hætti. Sorp er ekki flokkspólitiskt, held- ur guð veit hvað. All- ir geta skilið eftir sig góðan slatta af sorpi en kannski ekki jafn mikinn orðstír. Kjallarinn það kyni eða halda því fram að konur skilji eftir sig meira sorp en karlar eða öfugt. í þessu eru kynin jafn sek og þau eru saklaus. En karlmenn fylla að vísu ennþá öskukarlakvótann. Það eina sem eykur ekki sorpvandamálið í heiminum er fá- tæktin, en hún er ekki lengur til, svo því mun sorpið aukast. Sérfræðingar í sorpi '“ Nú er svo komið að til eru sérfræðing- ar í sorpi. Engum hefði dottið slíkt í hug fyrir fimmtíu árum þegar hvert hús átti sinn öskuhaug sem Guðbergur Bergsson rithöfundur hækkaði ekki. Því náttúran eyddi honum á eðlilegan hátt, með regni og vindi. En við aðstæðumar sem við höfum skapað eru nú á haug- um efni sem eyðast aðeins með þekkingu. Þess vegna þarf mennt- að fólk til að sinna því. í sumum háskólum eru deildir sem sérhæfa i sorpeyðingu. Menn taka doktors- próf í henni og segja stoltir: Ég er sérfræðingur sem hef lært í Harvard til að eyða sorpinu á Akranesi. Þar hafa fundist hvorki meira né minna en tvö þúsund teg- undir á þessu ári sem kalla hugvit- ið heim. Hugsið ykkur! Menn verða að læra í Bandaríkjunum í átta ár, að loknu stúdentsprófi, til þess að kunna að eyða sorpi á Akra- nesi. Fyrir fimmtíu árum var þar mein- laus öskuhaug- ur við hvert hús, en enginn leiddi hugann að eyðingu hans heldur að hin- um hættulega og ranga skiln- ingi á Eddukvæðunum eins og hvert mannsbam þar hefði sömu hugsjón og doktor Sigurður Nor- dal. Guðbergur Bergsson „Sorpið sundrar ekki. Það sam- einar í ósjálfráðri aukningu þess, en síðan í meðvitund um að því skuli eytt með skynsamlegum hætti. Sorp er ekki flokkspóli- tískt, heldurguð veit hvað.“ Norðmenn aftur til landvinninga Norðmenn sækja nú fast að fá að virkja fyrir stóriðju hér á landi því þeir hafa áttað sig á hvað þeir hafa eyðilagt hjá sjálfum sér með slíku. Fólkið flúði afskekktu stað- ina þegar eiturspúandi stóriðjur komu í staðinn fyrir fagurt nátt- úrulegt umhverfi. Stóriðja verður cddrei án mengunar þó vonandi verði ekki mörg ár í framleiðslu rafmagns án eyðileggingar lands. - Stóriðja í höndum útlendinga gef- ur ekkert framtíðaröryggi. Hættan öll okkar megin Á tímabili þegar álverð lækkaði mikið knúðu útlendingarnir ís- lensk stjórnvöld til að lækka raf- magnsverð til Straumsvíkur. fs- lendingar tóku skellinn og erlendu ólánin margfólduðust. Að auki þrefuðu útlendingarnir látlaust um launin og hótuðu á tímabili að leggja starfsemina niður. Þeir reiða vöndinn þegar það hagnast þeim. Þeir munu aldrei reka iðnað eða annað hér án verulegs gróða fyrir sig sjálfa og áhættu taka þeir ekki. Hún er öll okkar megin. Hættan liggur í eyðilögðu landi, varhugaverðri stóriðju og botn- lausum skuldum við erlendar þjóðir. Efnahags- legt sjálfstæði okkar er nú þeg- ar í hættu vegna offjárfestingar í orkuverum sem útlendingar fleyta rjómann af í formi stóriðju. Komið að landinu Við eigum aðra kosti fyrir kom- andi kynslóðir og okkur sjálf en að eyðileggja landið. Við þurfum ekki að menga það og andrúsmloftið, himingeiminn og gera mönnum að vinna í rykmettuðum sölum stór- iðjuhjallanna þar sem þokumistur óhollra lofttegunda vofir yfir og aðrar hættur sýnilegar eru við hvert handtak og fótmál. Það er skilj- anlegt að útlendingar vilji slíkan ófögnuð úr löndum sínum og nú eru Norðmenn komnir. Þeir hafa með of- ríki og brögðum gert nær allt Atlantshafið að sinni eign og Barentshafið með Rússum. í ofríki sínu og yfirgangi hamast þeir á engum meira en okkur íslending- um. Þar þora þeh’ sem smáþjóðin er, enda hafa þeir komist upp með það í fullri vinsemd við stjómvöld okkar. Þeir berjast í metnaðar- og gróðaskyni eins og grenjandi ljón fyrir að gera Leif Eiríksson að Norðmanni fyrir árið 2000. En þeir vilja meira. Nú er komið að land- inu. Þeir eiga meirihluta í járn- blendinu. Norðmenn eru trúlega hörðustu samningamenn í heimi en íslendingar með þeim slakari þegar útlendingar eiga í hlut. Snjall leikur Norðmanna Norðmenn munu eyðileggja land vort í sína þágu ef þeir geta vélað okkur til skammsýni og fljót- færni. Þeir munu ekki bara virkja hér til eig- in stóriðju, þeir munu líka reyna að eignast orkuverin. Norðmenn hafa sýnt svo að ekki verður um villst að þeir eru engir vinir okkar. Það er ekki á okkar færi að gera við þá hagstæða samninga, þeir verða einfaldlega alltaf að fá meira en aðrir. Það var snjall leikur hjá þeim að fá fátæka en málglaða risann í austri til liðs við sig í norðurhafs- málunum eftir að hafa liðkað hann til. Peningum fylgir vald og af þeim hafa Norðmenn meira en flestar þjóðir. Árið 1262 véluðu Norðmenn sjálfstæðið af íslending- um og nú eru þeir komnir aftur. Albert Jensen „Það var snjall leikur hjá þeim að fá fátæka en málglaða risann í austri til liðs við sig í norðurhafs- málunum eftir að hafa liðkað hann til. Peningum fylgir vald og af þeim hafa Norðmenn meira en flestar þjóðir. “ Kjallarinn Albert Jensen trésmiður Er kvótakerfið hrunið? Guöjón A. Krist- jánsson, formaöur Farmanna- og flski- mannasambands Núverandi fyr- irkomulag gengur ekki „Ég sé ekki varðandi þær fisk- tegundir sem hafa ekki verið veiddar að mörkum að hægt sé að skammta þær áfram með þeim hætti og gert hefur verið. Þær forsendur óbreyttar finnst mér varla geta staðist. í dóms- niðurstöðum Hæstaréttar seg- ir að ríkisvaldið hafi ekki sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til að ná því lögmæta markmiði að vernda fiskistofna. Þama segir einfaldlega að dómur- inn telji ekki sjálfgefið að það þurfi alltaf að kvótaskipta tegundum Grundvöllur kvótakerfisins byggir á því að úthluta fjölstofna kvóta. Það er ekkert sjálfgefið að þannig eigi það að vera áfram. Ég les það úr dóminum að margar fisktegund- ir á undanfórnum árum hafi hvorki verið veiddar að þeim mörkum sem fiskifræðingar lögðu til né stjórnvöld hafa heimilað. Þá sýnist mér nú að hæpið sé að leggja höft á atvínnufrelsi manna eða mismuna þeim gagnvart jafn- ræðisreglunni í tegundum þar sem engin líffræðileg hættumörk eru á ferðinni. Það er svo sem ekki hægt að fullyrða að kvótakerfið sé hrun- ið en það má leiða að því sterkar líkur að það geti ekki verið eins og það er.“ Nei, það er ekki hrunið „Nei, kvótakerfið er ekki hrun- ið. í dómi Hæstaréttar 3. desem- ber felst að minum dómi að 5. grein laga um stjórn fiskveiða standist ekki stjórnarskrá. Þar er fjallað um skil- yrði þess að hægt sé að fá al- mennt veiði- leyfi til veiða í fiskveiðilögsög- unni. Greinin íjallar ekki um kvótakerfið. Ég tel að Hæsti- réttur hafi ver- ið að kveða á um að ekki stæðist að setja skilyrði fyrir al- mennu veiöileyfi sem tengdust því hvort menn hefðu átt skip á einhverjum ákveðnum degi aftur í tímann. Út af fyrir sig má vel fall- ast á þá niðurstöðu. Með því er auðvitað ekki sagt að eitthvað sé athugavert við þá ákvörðun Al- þingis að haga takmörkun fisk- veiðanna með þeim hætti að koma veiðiheimildunum í hendur þeirra manna sem veitt höfðu í landhelginni fram að þeim tíma sem takmörkun tók gildi. Ég tel að svo lengi sem löggjafinn gerir það með almennum hætti og gæti þar jafnræðis milli manna, m.a. með því að deila veiðiheimildun- um út með málefnalegri reglu, án þess að hafa tiltekin réttindi af nokkrum manni, þá hljóti löggjaf- inn að hafa fullt vald til þess. Ekk- ert í þessum dómi kveður á um að svo hefði ekki verið." -Ótt Jón Steinar Gunn- laugsson hæsta- róttariögmaöur. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.