Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1998, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 15 Það er hefð hjá mörgum íslendingum aðfara ájólahlað- borð. Sú hefð hefur ýtt jólaglögginu útafborðinu. Langborð veitingahúsanna svigna af kræsingunum enda um að ræða forskot á sæluna sem hefst þegar hátíð Ijóss og friðar gengur í garð. Þótt innihald jólahlaðborðanna ségott í maga má ekki gleyma því að það er gott fyrir fjölskyldur, vinahópa og vinnuhópa að koma saman, borða góðan mat og slaka á í jólalandinu sem veitingastaðirnir breytast í í desember. Jóla- mánuðurinn er mánuður sælkeranna. Ahugi á nýium réttum Hefð að bjóða konunum í hlaðborð Jólahlaðborðin hafa tekið við af jólaglögginu og giskaði Guðvarður á að nálægt 100 þúsund manns sæki slík borð á ári hverju. „í raun eru jólahlaðborðin í dag ekkert annað en fínustu veisluborð. Það á við alla veitingamenn að þeir kaupa fínasta hráefni og það er ekkert til sparað." Guðvarður segir íslendinga núorðið kunna vel á hlaðborðin og það sé orð- in fóst hefð hjá fjölda fólks að fara í jólahlaðborð á aðventunni. Meginregl- an sé þó alltaf sú að gefa sér góðan tíma. Á mörgum stöðum eru leiðbein- endur sem kynna innihald réttanna og að var glatt á hjalla hjá Gæslu- klúbbnum Öldungaráðinu á Loftleiðum í síðustu viku. í Öldungaráðinu eiga sæti sext- án fyrrum starfsmenn Landhelgis- gæslunnar og voru fimmtán félagar af sextán mættir ásamt eiginkonum sín- um. „Það er hefð hjá okkur að bjóða konunum í jólahlaðborð fyrsta föstu- dag í desember. Þetta er hátíðleg sam- verustund og má segja að jólaundir- búningurinn hefjist formlega með þessum góða málsverði. Við karlamir hittumst á hverjum fóstudegi allt árið nema yfir hásumar- ið. Hópurinn er náinn og við höfum mest gaman af því að ræða um Land- helgisgæsluna, rifja upp góðar stund- ir og ekki síst hvað megi gera fyrir hana. Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri hefur meira að segja núorðið mikinn áhuga á starfseminni hjá okkur,“ seg- ir Jón. Eins og góðum gæslumönnum sæmir eru formlegheitin ekki langt irndan. Ávallt er byrjað á spjalla sam- an í 30 mínútur þá taka við stutt ræðuhöld og fúndargerðir eru lesnar upp. „Þá tökum við til að borða og síð- an setjumst við oftast í aðra stofu og höldum áfram að ræða málin á eftir. Umræðumar era oft svo skemmtileg- ar að við gleymum okkur fram eftir degi,“ segir Jón Sigurðsson formað- ur. -aþ Það em fimmtán ár síðan jóla- hlaðborðin byrjuðu hér á landi. Þetta fór frekar hægt af stað og fyrstu árin var hlaðboðið mjög danskt. Mikið var um alls kyns frika- dellur, síld og aðra danska rétti. Upp- haflega var hugsunin sú í Danmörku að menn vom að taka til i kælinum og nýta það sem til var áður en þeir keyptu veislukostinn fyrir jólin,“ seg- ir Guðvarður Gíslason, veitingamað- ur á Loftleiðum. mæla með í hvaða röð sé best að borða þá. „Það er nú ekki svo flókið. Best er að byija á léttari réttunum, svo sem sUd og paté áður en haldið er í aðal- réttina. Ég mæli oft með því að fólk fái sér sitt lítið af öllu sem því þykir best þannig að engir uppáhaldsréttir verði útundan. Fólk nýtur þess að taka for- skot á jólasæluná og er oftast áhuga- samt að prófa nýja rétti,“ segir Guð- varður Gíslason veitingamaður. -aþ Félagar í Öldungaráðinu, félagi fyrrverandi Landhelgisgæslumanna, Gísli Ólafsson, Garðar Pálsson, Jón Magnús- son formaður, Þröstur Sigtryggsson, Sigurður Þ. Arnason, Bjarni Magnússon, Guðmundur Kjærnested, Berent Sveinsson, Gunnar Pétursson, Guðjón Jónsson og Helgi Hallvarðsson. DV-mynd ÞÖK Nauðsynlegt upp á vinnuandann Hótel Borg er komin í hátíð- arbúning og Gyllti salurinn er fallegri en nokkru sinni. Það er að koma hádegi og mat- reiðslumeistarar og þjónar eru á þönum. Langborð í Gyllta salnum fyllist smám saman af kræsingum og salurinn sjálfur fyllist smám saman af gestum. Sumir era prúð- búnir. Aðrir eru hversdagslega klæddir. Fríða Sigurðardóttir, Björg Barðadóttir og Svanhildur Geirarðs- dóttir vinna hjá heildsölufyrirtæk- inu Niko. Þær fara saman á jóla- hlaðborðið á Borginni. Fimm stcirfs- félagar þeirra era ókomnir. „Við förum saman á jólahlaðborð á hverju ári,“ segir Fríða. Lokað er hjá heilsölunni á milli kl. 12-14. „Það er nauðsynlegt upp á vinnu- andann að fara saman út. Það er mikið að gera í vinnunni og oft mik- ið stress þannig að það er gott að geta rætt saman í rólegheitunum. Það er nefnilega ekki oft sem við Fríða Sigurðardóttir, Björg Barðadóttir og Svanhildur Geirarðsdóttir. „Það er nauðsynlegt upp á vinnuandann að fara saman út,“ segir Fríða. DV-mynd ÞÖK getum sest niður og spjallað." Fríða var vön að fara á jólahlað- borð áður en hún hóf störf hjá Niko. „Það er leiðinlegt ef maður fer ekki á eitt jólahlaðborð á ári.“ Hún segir að forréttimir séu í miklu uppá- haldi hjá sér, svo sem síld, lax og áll. Réttimir era margir og hún seg- ist alltaf borða yfir sig. „Þótt maður reyni að smakka á öllu gengur það ekki alltaf upp.“ Fríða segist vera mikið jólabarn og sér finnist jólin byrja 1. desem- ber. Hún byrjar að skreyta fyrsta sunnudag í aðventu. „Ég tek meira og minna allt niður í eldhúsinu og set upp jólaskraut. Ég færi mig svo smátt og smátt út í húsið.“ -SJ SKEIFUNNI17 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 581-4515 • FAX 581-4510 Meðal gómsatra heitra óg haldra rétta eru.- Sjávarréttasúpa, tómatsíld, sherrýsíld, karrýsíld, sinnepssíld, marineruð síld, sjávarréttapaté, laxamousse, graflax, reyktur áll, taðreyktur silungur, sítrónuki-yddlegin hörpuskel, hreyndýrapaté, grísasulta, roast beef, hangikjöt, Bayonaise- skinka, kalkúnn, sænsk jólaskinka, dönsk grísarifjasteik, glóðarsteikt lambalæri, salöt, heitar og kaldar sósur, heimabakað brauð, úrval af ostakökum, döðluhnetuterta, og ris a la Mande. Verð aðeins kr. 2890 á mann. Op nunartímar jó lahlaðborðs Asiro. Að kvöldi 25., 26., og 27. nóventber og öll finimtudags-, föstudags- og laugardagskvöld í desember, fram að jólum. Bjóðum stærri hópa, starfsfélög, skólafélög o.þ.h. sérstaklega velkomin á öðrum dögum ef pantað er fyrirfram. Vinsamlegast leitið upplýsinga hjá okkur og við leysum ntálin! Astro veitingahús, Austurstræti 22 - Símar 552-9222 og 89-72600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.