Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
Fréttir
Halldór Blöndal kallaði sjómenn til skyndifundar vegna sleppibúnaðar:
Steinhissa á sleifarlagi
- Iðntæknistofnun hafnar ábyrgð og lýsir framleiðendur ábyrga
Halldór Blöndal
samgönguráðherra
boðaði sjómannaforyst-
una í skyndingu til
fundar i gær eftir að
DV sagði frá því að enn
einu sinni hefði verið
frestað framkvæmd
laga um að öll fiskiskip
yflr ákveðinni stærð
hefðu sleppibúnað fyr-
ir gúmbjörgunarbáta
um borð. Eins og DV
greindi frá eru sjó-
menn æflr vegna máls-
ins og telja þeir að ver-
ið sé að tefla með
mannslif og allt málið
einkennist af víta-
hring.
Klukkan 13 í gær mættu 3 fulltrúar
Farmanna- og flskimannasambands-
ms til fundar og hálftíma síðar mætti
forseti Sjómannasambandsins. Hall-
dór sagði í samtab við DV í gær að
það hefði komið honum gjörsamlega í
opna skjöldu nú í desember að ekkert
skyldi hafa verið gert í því að þróa og
prófa sjálfvirkan sleppibúnað svo
hægt væri að hefjast handa við að
koma honum fyrir i
skipum.
„Mér flnnst mjög
óþægilegt að það
skyldi koma upp
núna í desember-
mánuði að enginn
búnaður væri tilbú-
inn um áramótin. Ég
var satt að segja ekki
undir það búinn þar
sem ég taldi öll þessi
mál vera á fullri ferð
og hægt yrði að hefj-
ast handa við að
koma búnaðinum í
skipin," segir Hall-
dór.
Hann segir að í
árslok 1997 hafl Iðn-
tæknistofnun verið falið að hafa eftir-
lit með gerð búnaðarins og annast
prófanir frá þeim þremur fyrirtækj-
um sem um árabil hafi verið að þróa
hcrnn. í bréfi samgönguráðuneytis frá
því í desember 1997 var stofnuninni
gert að útbúa prófúnarferli þannig að
hægt yrði að votta sjálfvirkan sleppi-
búnað i samræmi við kröfúr reglu-
gerðar þar um. Aðspurður um það
Halldór Blöndal.
Þeir Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins,
og Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri FFSÍ, og Guðjón Ármann Einars-
son, framkvæmdastjóri Öidunnar í Reykjavík, gengu á fund ráðherra sam-
göngumála í gær í framhaldi af frétt DV í gær.
hvort seinagangurinn væri Iðntækni-
stofnun að kenna svaraði ráðherrann:
„Þú verður að spyrja þá um það.
Ég vil ekki gerast dómari í því máli.“
Hann sagði engan ágreining vera
um málið milli sín, Landssambands
íslenskra útgerðarmanna og Siglinga-
Vinsælustu plöturnar:
Lítið um breytingar
Þrátt fyrir að sjá megi
geysilega aukningu á plötu-
sölu milli vikna í desember
hefur listinn yfir vinsælustu
plöturnar í Bókvali á Akur-
eyri og Hagkaupi í Reykjavík
ekki tekið miklum breyting-
um síðustu vikur. Skýrt dæmi
um þetta er að þær plötur sem
skipa efstu fimm sæti listans
þessa vikuna eru þær sömu og
í síðustu viku. Eina breyting-
in á topp fimm er að plata
Kristjáns Jóhannssonar og
safnpiatan Pottþétt jól 2 hafa
sætaskipti í þriðja og fjórða
sætinu.
Celine Dion situr sem fast-
ast í efsta sætinu, þriðju vik-
una í röð, og minningarplatan um Vilhjálm Vilhjálmsson
fylgir fast á eftir, án þess þó að ná að ógna veldi kanadísku
divunnar verulega. í fimmta sætinu, þriðju vikuna í röð,
Plötusölulisti Hagkaups og Bókvals
1. These Are Special Times Celine Dion
2. Söknuður: Minning um Vilhjálm Vilhjálms- Ýmsir
3. Pottþétt jól 2 Ýmsir
4. Helg eru jól Kristján Jóhannsson
5. Best of 1980 - 1990 U2
6. Flikk flakk Sigga Beinteins
7. Alveg eins og þú Land og synir
8. Gullna hliöiö Sálín hans Jóns míns
9. Klassík 10, Pottþótt 98 Diddú Ýmsir
1 z -V ov
1
sitja svo skallarokkaramir
írsku í U2 með safn sitt af
bestu lögum sveitarinnar
síðasta áratug.
Sigga Bemteins er á
mörkunum að komast inn
á topp fimm með plötuna
sína Flikk flakk en í sjö-
unda sætinu er eina platan
sem ekki var á listanum í
síðustu viku. Þetta eru
plata piltanna í Landi og
sonum sem ekki hefúr sést
á topp tíu síðan fyrsti list-
inn var birtur fyrir flórum
vikum. Þar með skjóta
strákarnir sjálfri Sálinni
hans Jóns míns aftur fyrir
sig og því má spyrja sig
hvort það sé táknrænt fyrir kynslóðaskiptin sem eru að
eiga sér stað í íslensku súkkulaðipoppi. Diddú situr í ní-
unda sætinu og í því tíunda er safúplatan Pottþétt 98. -KJA
stofnunar.
Hann sagðist
hafa lýst sinni
hlið málanna á
fundinum með
sjómönnum
sem staðið
hefðu fast á
kröfunni um að
búnaðinum
yrðikomiðsem ,, .
fyrst í skipin. Hallgr.mur Jonas-
Halldór segir f°"’ .f°rflorl lðn'
að ekki sé ger- ‘*kn'Stofnunar.
legt að setja
reglugerðina í framkvæmd í ljósi þess
að enginn búnaðm- sé til staðar. Prófa
yrði búnaðinn til að koma í veg fyrir
að „falskt öryggi“ hlytist af búnaði
sem síðan stæðist ekki kröfur.
„Þetta er einfaldlega ekki tilbúið og
því ekkert annað að gera en að fresta
málinu. Annað gat ég ekki gert,“ seg-
ir Halldór.
Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðn-
tæknistofnunar, sagði ekki hægt að
sakast við menn þar á bæ vegna
seinagangsins. Stofnunin sé einungis
eftirlitsaðili vegna þeirra prófana sem
fram fari á vegum fyrirtækjanna.
„Við fóram alfarið eftir þeim gögn-
um sem fyrirtækin leggja fram. Við
tókum að okkur að vera eftirlitsaðilar
og sjá um þær prófanir sem þarf að
gera samkvæmt þeim reglum sem
Siglingastofnun hefúr sett upp. Það
höfum við verið að gera en það eru
fyrirtækin sem ráða ferðinni," segir
Hallgrimur. -rt
/ kvenmannsleysi kúri ég
Þegar þetta er skrifað
eru enn áhöld um það
hvort Kvennalistinn verð-
ur með í samfylkingu A-
flokkanna. Raunar er
samfylking öfugmæli hið
versta þegar horft er á
það sundurlyndi sem rík-
ir meðal þeirra sem í góð-
semi vega hver annan í
kapphlaupinu um fram-
boðssætin.
Nú er það ekki þannig
að kvenfólkið vilji ekki
vera með í þeim sjálfs-
morðsáformum sem hrjá
A-flokkana. Slagurinn
stendur hins vegar um
það hvaða sæti kvenfólk-
ið á að fá á sameiginleg-
um lista. Aðstandendur
framboðsins hafa nefni-
lega meiri áhyggjur af því
hvar þeir lenda á listan-
um heldur en hinu hvort kjósendur greiða þeim
atkvæði. Það er rétt eins og gengið sé út frá því
vísu að framboðið fái ákveðinn fjölda atkvæða
sem tryggi því ákveðinn fjölda þingmanna. Enda
ganga samningaviðræðumar út á það að raða
niður á listann án þess að spyrja kjósendur um
álit.
A-flokkamir vilja að Kvennalistinn verði með
en þó ekki með því að leyfa kvenfólkinu að fá
jafnmarga þingmenn og það sækist eftir. Sem
þýðir að þær geta alveg eins hætt við að vera með
þótt allir vilji að þær séu með enda er nokkuð
ljóst að þær verða ekki með ef þær verða ekki
með.
Kvennalistinn vill vera með því annars er
hann ekki í framboði og þeim er svo sem alveg
sama þótt þær séu ekki með ef hinir vilja að þær
séu ekki með, þótt allir vilji að þær séu með og
þær sjálfar eru fúsar að vera með ef þær fá að
vera þannig með að þær verði með á listanum
sem tryggir þeim þingsæti.
Kvennabaráttan er í sjálfu sér aukaatriði þvi
hún getur alltaf fundið sér sinn farveg en það
geta þær þingkonur ekki gert sem eru núna á
þingi fyrir Kvennalistann ef þær fá ekki að vera
með þar sem þær vilja vera með. Það liggur fyr-
ir.
Það sem ekki liggur fyrir er hvemig þetta get-
ur orðið samfylking ef samfylkingin riðlast og
hún riðlast ekki út af málefnum vegna þess að
engan greinir á um málefni heldur vefst samfylk-
ingin fyrir þeim sem hafa stofnað til þessarar
samfylkingar af því að kvenfólkið af Kvennalist-
anum er óþjált i samstarfi og telur víst að sam-
fylkingin fái lítið fylgi ef þær verða ekki með,
konumar sem hafa gefist upp á að bjóða fram
Kvennalista.
Ekki það að þær hafi fylgi heldur að samfylk-
ingin mun ekki fá fylgi frá þeim ef þær eru ekki
með og enda þótt það fylgi dugi ekki til að koma
Kvennalistanum á þing dugar það til að koma i
veg fyrir að samfylkingin fái fylgi frá þeim ef þær
era ekki með.
Um þetta snýst deilan og á meðan kúra A-
flokkamir í kvenmannslausir 1 kulda og trekki.
Trúi ég volandi. Þetta er ekki, ekki, ekki, ekki
þolandi.
Dagfari
Stuttar fréttir i>v
Sambandslaust
Ríkisútvarpið greindi frá þvi að
5.000 til 6.000 símanúmer, sem tengjast
Múlastöð í Reykjavik, hefðu dottið út
í allt að þijá stundarfjórðunga í fyrra-
kvöld vegna bilunar í tækjabúnaöi.
Ekki var hægt að ná i Neyðarlínuna á
stóru svæði nema þá úr farsimum.
Fleira gleður
Magnús Þor-
kelsson, aðstoðar-
skólameistari
Flensborgarskóla,
segir að undan-
fama dagahafi af
eðlilegum ástæð-
um verið mikið
fjallaö um árang-
ur Amar Arnarsonar á Evrópu-
meistaramótinu í sundi og ekki að
ófyrirsynju. Magnús vill taka fram
að það sé fleira á afrekslistunum
sem gleðji augu sundáhugamanna.
Hann segir að við skoðun þeirra ný-
verið komi í ljós að tímar boðsunds-
sveita karla frá SH í bikarkeppni
hafi náð inn á afrekslista og hljóti
það að vekja athygli að félagslið á Is-
landi nái því afreki.
Mikill áhugi
Ríkisútvarpið greindi frá því að
mikill áhugi væri á hlutabréfúm í
KR-sporti ehf. en sala á þeim hóst í
gærmorgun. Boðið er út hlutafé, allt
aö 50 milljónir króna, og stendur
hlutaíjárútboðið tO 15. janúar.
Samþykkti fjárveitingu
Ríkisútvarpið greindi frá því að
Alþingi hefði samþykkt flárveitingu
sem dugar aðeins fyrir þriðjungi af
ætluðum kostnaði af rekstri með-
ferðarheimila fyrir böm og unglinga
sem stofna þarf vegna hækkunar
sjálfræðisaldurs.
Leiðrétting
Jóhannes
Pálmason, stjóm-
arformaður
Kirkjugarða
Reykjavíkurpró-
fastdæma, segir
að vegna fréttar á
blaðsíðu 4 í ÐV
mánudaginn 21.
desember hafi verið haft eftir sér I
undirfyrirsögn: „Hæstaréttardómur
hefúr enga þýöingu, segir stjómar-
formaöur". Jóhannes vill taka fram
aö þessi orð séu slitin úr samhengi.
Búnir að semja
Ríkisútvarpið greindi frá því að
kennarar á Hvolsvelli og á Hólma-
vík hefðu samiö við sveitarfélögin
og tekið aftur uppsagnir sínar.
Tæknileg atvik
í sumar var Landsbanka íslands
hf. bent á það af hálfu Verðbréfaþings
íslands að tilkynningar bankans um
utanþingsviðskipti væra ekki í sam-
ræmi við stærð hans á markaði. Við
eftirgrennslan innan bankans kom í
ljós að vegna tæknilegra atvika hefði
bankinn ekki tilkynnt Verðbréfaþing-
inu um þau utanþingsviðskipti sem
hann hefði átt aðild að. Ekki tókst að
leysa þetta vandamál eins fljótt og
æskilegt hefði verið.
Blysför
Samstarfshópur friðarhreyfinga
stendur fyrir blys-
fór niður Lauga-
veginn á Þorláks-
messu. Safnast
verður saman ki.
17.30 á Hlemmi og
lagt af stað kl. 18.
Fólk er hvatt til
að mæta tíman-
lega. Hamrahiíðarkórinn og bama-
kórar Austurbæjarskóla og Flata-
skóla taka þátt í blysfórinni sem end-
ar á Ingólfstorgi. Þar mun Ögmundur
Jónasson alþingismaður flytja ávarp
Samstarfshóps friðarhreyfinga.
Tekur við rekstri
Viðræður era í gangi á milii Lyk-
ilhótela hf. og Fosshótel ehf. Allt
bendir til þess að frá og með 1. janú-
ar muni Fosshótel taka við rekstri
Lykilhótela og að þau verði rekin
undir nafiii Fosshótela. Leigusamn-
ingur verður undirritaður í vikunni
og er hann geröur til átta ára. Lykil-
hótelin sem um ræðir era Hótel Örk,
Hótel Cabin, Hótel Valhöll, Hótel
Norðurland, Hótel Mývatn og Hótel
Garður.
-SJ