Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
sselkerinn
51
Hákon Már Örvarsson, yfirmat-
reiðslumaður á Hótel Holti, gefur
okkur uppskrift að gómsætum eft-
irrétti sem hæfir vel á hátíðar-
borðinu.
Volgir peru- og
vanilluklattar
2 vanillustangir
85 g sykur
140 g hveiti
1 1/2 tsk. lyftidyft
1/2 tsk. matarsóti
1/4 tsk. salt
120 ml mjólk
2 stór egg
2 msk. bráðið smjör
4 perur
11 vatn
500 g sykur „gf
1 sítróna
í bátum
maplesíróp ||
Vanillustang-
imar eru skornar
í tvennt langsum og
fræin nudduð úr þeim með
sykrinum vel og vandlega. Svo eru
stangirnar teknar frá og öllum
þurrefnum blandað saman. Mjólk,
egg og smjör pískað saman í skál
og þurrefnum blandað jafnt og þétt
saman við.
Vatn, sykur og sítrónubátar er
soðið saman í potti. Perurnar eru
flysjaðar, skornar í fernt og
hreinsaðar. Peruhlutarnir eru
soðnir í sykurleginum, því næst
skomir í bita og þerraðir.
Nykaup
Þarsciii jcrsklcikimi liýr
Blandaður ís með
berjasósu
Fyrir 4
4 kúlur jaröarberjaís
4 kúlur myntuis
4 kúlur vaniiluís
Súkkulaöiskraut
200-300 g súkkulíki
smjörpappir (4 stk 15x15 cm)
Jarðarberjasósa
200 g jarðarber, fersk
1 dl appelsínusafi
2- 3 msk. sykur
Bláberja- og jarðar-
berjasósa
200 g jarðarber, fersk
100 g bláber, fersk eða
frosin
2 msk. sítrónusafi
3- 4 msk. sykur
Bræðiö súkkulikiö við vægan hita
og sprautið þvi óreglulega á smjör-
pappir úr kramarhúsi eða-hellið úr
skeið. (Einnig má nota sprautupoka).
Passið að súkkulíkið sé ekki of þurrnt
á pappímum, þannig er minni hætta á
að þaö brotni þegar smjörpappírinn er
tekinn af.
Raðið þremur tegundum af ís í kúl-
um hlið við hlið á smjörpappírinn,
ofan á súkkulíkið, og leggið síðan
smjörpappírinn saman þannig að
súkkulíkiö myndi eins konar net utan
um kúlumar. Látið súkkulikið stifha
vel áður en pappírinn er tekinn utan
af. Berið fram á eftirréttadiskum og
setjið sósumar í kring.
Jarðarbeijasósa
Setjið fersk jarðarber, appelsínusafa
og 2-3 msk. sykur í matvinnsluvél og
maukið. Setjið svo í kringum isinn.
Bláberja- og jaröarbeijasósa
Setjið fersk jarðarber, bláber,
sítrónusafa og sykur í matvinnsluvél
og maukið. Setjið ásamt jaröar-
berjasósunni i kringum ísinn.
Hollráð
Þennan rétt verður að útbúa rétt
áður en hann er borinn fram.
m
ps
V
11
■
Þá eru klattarnir lagaðir. Finnið
litla teflonhúðaða pönnu sem má
fara inn í heitan ofn sem áður hef-
ur verið hitaður í 180°C. Hitið
pönnuna og steikið í smjöri nóg af
perubitum til þess að þekja hotn
pönnunnar. Leyfið perubitunum
að gyllast án þess að hreyfa við
þeim. Þekið þá síðan með hæfilegu
magni af deiginu. Færið pönnuna
yfir í ofn og bakið þar til miðjan af
deiginu kemur upp aftur við snert-
ingu.
Hvolfið nú
klattanum af ör-
yggi úr pönn-
unni yfir á fram-
reiðsluílát. Berið
fram
/
SMH i
volgt
með
maplesírópi
og góðum ís
eða þeyttum
rjóma.
Hákon Már Orvarsson, yfirmat-
reiðslumaður á Hótel Holti, gefur
uppskrift að hátíðareftirréttinum í
ár. DV-mynd Teitur
matgæðingur vikunnar
Eiríkur Hreinn Helgason er matgæðingur DV:
Matgæðingur alla daga
Uppskriftirnar eru fengnar frá
Nýkaupi þar sem allt hráefni í
þær fæst.
Að þessu sinni er Eiríkur Hreinn
Helgason, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá Lögregluskól-
anum matgæðingur. Eiríkur
er söngvari og hefur sungið í
tuttugu ár til hliðar við lög-
reglustarfið en hann lærði
meðal annars söng í Vínar-
borg.
„Ég er þokkalega liðtækur
í eldhúsinu en elda sjaldnast
eftir uppskriftum úr mat-
reiðslubókum," segir Eirík-
ur. „Þegar ég elda fær hugmynda-
flugið oftast að ráða. Grillið er býsna
hátt skrifað á minu heimili og það er
notað vetur, sumar, vor og haust Ég
get látið fljóta með uppskrift að grill-
uðu lambalæri sem stundum er eld-
að til hátíðarbrigða en það er þannig
gert hér á mínum bæ að grillteini er
stungið í gegn um lærið endilagt og
það látið snúast yfir gasgrillinu í um
1 klukkustund. Þá er það penslað
með mauki úr matarolíu, Dijon-sinn-
epi og eins miklu af krömdum hvít-
lauk og ég nenni að skræla. Þegar
maukið harðnar og byrjar að brenna
utan á lærinu er það tilbúið til átu
og er gott að hafa með því grillaða
kartöflu og salat úr tómötum, lauk
og matarolíu."
Bragðmikill lifrarréttur
Lifur, um 800-1000 grömm
tveir til þrír laukar
a.m.k. 4-6 hvítlauksrif (mega
gjarnan vera allt að 10)
ein paprika
tómatþykkni, tvær til þrjár litlar
dósir
ein dós niðursoðnir tómatar
1/4 lítri rjómi
tvær til þrjár matskeiðar af rjóma-
osti
Eiríkur Hreinn annast jöfnum höndum lögreglustörf,
söng og eldamennsku.
matarolía (botnfylli í pottinn)
indverskt karrí, a.m.k. ein mat-
skeið, og lítið eitt af salti og pipar
eftir smekk.
Lifrin er skorin í hæfilega stóra
bita og brúnuð í matarolíu í þykk-
botna potti. Færð upp úr þegar hún
er orðin hæfilega brúnuð. Karríinu
bætt út í feitina og hrært vel í.
Laukurinn saxaður og paprikan
skorinn og hvorutveggja kraumað
ásamt hvítlauknum sem best er að
pressa út í matarolíuna. Gætið þess
að hafa feitina ekki of heita. Tómat-
þykknið og niðursoðnu tómatamir
hrærðir saman
við og rjóman-
um og rjómaost-
inum bætt út í
og suðan látin
koma upp. Þá
er bætt við
vatni svo úr
verði nægilega
mikil sósa. Á
þessu stigi er
rétt að smakka
sósuna og
leggja mat á
hvort ástæða sé
til að krydda
hana ,með salti
og pipar. Karrí-
bragðið á að
vera býsna
sterkt. Meðan
sósan er að
sjóða er ágætt
að nota tímann
til að búa til
kartöflumús
(alls ekki úr
pakka - original
eins og mamma
gerir) og splæsa
svolitlu af smjöri og ögn af sykri í
hana.
Þá er lifrinni skellt út í sósuna og
suðan látin koma upp, slökkt undir
pottinum og látið standa stutta
stund meðan lifrin er að hitna í
gegn en gæta verður að því að of-
sjóða hana ekki því þá verður hún
ekki lengur meyr og mjúk.
Borið fram með kartöflumús.
Ég skora hér með á Gerði G.
Bjarklind, hina óviðjafnanlegu út-
varpsþulu og kollega konu minnar
sem ég veit að er ekki síður liðtæk
í eldhúsinu en við að tala fallega til
okkar í útvarpinu.
DV-mynd ÞÖK
Nykaup
l‘(ir scin lcrsklcikiiin hýr
Lambafillet með
ólífum og blönd-
uðum sveppum
Fyrir 4
800 g lambafillet i 200 g steikum
3 msk. matarolía
salt og pipar
Meðlæti og sósa
400 g blandaöir sveppir, ferskir
200 g ólífur, svartar
1 stk. laukur
6 stk. hvítlauksrif
2 tsk. villijurtakrydd (frá Potta-
göldrum)
5 dl rjómi
1/2 dl soja, sæt
2-3 msk. matarolía
salt og pipar
Annað meðlæti
4 stk. bökunarkartöflur
I Snöggsteikið lambafillet á vel
heitri pönnu, bragðbætið með
salti og pipar. Stingið i 200°C heit-
an ofh í 6 mínútur, takið úr ofn-
inum og
hvíliö
steikurn-
ar í 3
I mín. Setj-
ið aftur í
ofninn í
aðrar 3
I mínútur.
Skerið til
helminga,
berið fram
með með-
læti og
sósu og bökuðum kartöflum.
Meðlæti og sósa
Sneiðið laukinn, saxið hvít-
laukinn. Léttbrúnið í heitri olíu,
bætið ólífum og heilum sveppum
á pönnuna. Steikið i 1-2 min.,
bætið þá kryddi, rjóma og
sojasósu saman við. Sjóðið í 3-4
mínútur.
Annað meðlæti
Bakið kartöflurnar við 180‘C í
45-60 mínútur (eftir stærð).
Tortellini með
spergilkáli og
reyktum laxi
Fyrir 4
400 g tortellini, ferskt
2-3 1 vatn, létt saltað
1-2 msk. ólífuolía í vatnið
Meðlæti
600 g reyktur lax í sneiðum
600 g spergilkál
8 msk. fúruhnetur
Sósa
300 g reyktur lax
200 g spergilkál
200 g sýrður rjómi
1 dl rjómi
1 dl mjólk
salt og svartur pipar úr kvöm
Sjóðið pastað i 3 mínútur. Það
má síöan kæla - ekki
skiptir
öllu máli
hvort pa-
staðer bor-
ið fram
heitt eða
kalt.
Meðlæti
Reyktu
laxasneið-
amar brotn-
ar saman
(óreglulega) og lagðar á disk
ásamt soðnu spergilkáli (má
einnig vera kalt) yfir pastað.
Brúnið furuhnetumar á þurri,
heitri pönnu og stráið yfir ásamt
sósunni.
Sósa
Allt sett í matvinnsluvél og
maukað. Kryddað með salti og
pipar úr kvörn. Hellt yfir réttinn.
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem alit hráefni í þær fæst.
axnsBHnB